Alþýðublaðið - 11.12.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. desember 1992
7
Sjálfbær atvinnuvegur,
umhverfisvænn
og atvinnuskapandi
- segir Arthúr Bogason,formaður Landssambands smábátaeigenda, um smábátaútgerðina
í samtali við Alþýðublaðið. Einnig telur hann EES afar mikilvœgt fyrir smábátaeigendur og engan vafa
leika á því að það taki gildi hér á landi
„Það verður hins vegar ekki um það deilt, og við erum með
það skjalfest, að jafnbesta hráefnið sem í land berst erfrá
litlu bátumi(, segir Arthúr Bogason
„Ég vonast til að þeir aðilar sem taka
ákvarðanir um þau málefni sem snúa
að smábátaflotanum, beri gæfu til þess
að skilja á hvaða grunni þessi útvegur
er stundaður. Þetta er elsta atvinnu-
greinin í landinu, þetta er sjálfbær at-
vinnuvegur sem stundar umhverfis-
vænar veiðar á atvinnuskapandi hátt.
Ef það er ekki það sem við erum að
sækjast eftir í sambandi við nýtingu
auðlindarinnar, þá geri ég mér ekki
grein fyrir þeim markmiðum sem ráða-
menn hafa verið að setja sér“, sagði
Arthúr Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda í samtali við Al-
þýðublaðið.
I úttekt sem Sjávarútvegsstofnun
Háskóla íslands hefur gert fyrir smá-
bátaeigendur um afkomu greinarinn-
ar fyrir árið 1989 kemur fram að
áœtlaður hagnaður hennar það árið
var 8,4% eða umtalsvert meiri en hjá
öðrum flokkum útgerðar. Kom þetta
smábátaeigendum á óvart?
„Nei, þetta er í samhljómi við það
sem við emm búnir að halda fram í
mörg ár. Við höfum talið að útgerð
smábáta væri mjög hagkvæm. Það hef-
ur hins vegar verið lítið á það hlustað af
þeirri einföldu ástæðu að þegar hags-
munasamtök em að setja fram slíkar
fullyrðingar þá em þær teknar með
miklum fyrirvara. Við emm í mörg ár
búnir að fara fram á það við Þjóðhags-
stofnun og Fiskifélagið að þeir myndu
gera samskonar afkomuútreikninga
fyrir smábátaútgerð og þeir gera fyrir
aðra hluta flotans en þeir hafa ekki séð
sér það fært. Við ákváðum því að ráð-
ast í svona verkefni sjálfir, leita til hlut-
lausra úttektaraðila sem varð til þess að
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands
tók þetta verk að sér.
Ég vil endilega að það komi fram
vegna misskilnings sem komið hefur
upp varðandi þetta verkefni, að saman-
tekt um afkomu mismunandi skipa-
flokka sem birtist í bók okkar, „Saman-
tekt gagna um málefni smábátaeig-
enda“ er unnin af okkur en ekki af
Sjávarútvegsstofnun. Þær vom að
sjálfsögðu unnar upp úr þeirri skýrslu
sem Sjávarútvegsstofnunin vann fyrir
okkur og skýrslum Þjóðhagsstofnunar
og Fiskifélagsins.
Gagnrýni sem fram hefur komið á
þetta verkefni tel ég vera ákaflega
ómaklega og Sjávarútvegsstofnun hafi
staðið mjög myndarlega að þessu og
vandað mjög til verksins. Eins og fram
kemur greinilega í texta skýrslunnar þá
voru þeir afar varkárir varðandi þá hluti
sem þeir þurftu að meta. Það má því
vel vera að afkoma smábátaútgerðar sé
eitthvað betri en fram kemur í skýrsl-
unni án þess að ég ætli að fara að meta
það sérstaklega."
Ef afkoma smábátaútgerðarinnar
er þetta góð, œtti hún þá ekki að stan-
da vel að vígi við það að kaupa sér
veiðiheimildir?
„Að sjálfsögðu er það rökrétt álykt-
un út frá því að arður af smábátaútgerð
sé meiri en í öðmm útgerðarflokkum.
Ég held hins vegar að allir þeir sem ná-
lægt þessum atvinnuvegi koma geri sér
fyllilega ljóst, að það er ekki arðsemin
sjálf í veiðunum sem hefur stýrt til-
flutningi veiðiheimilda. Heldur er það
einfaldlega fjármagnsstyrkurinn. Það
er alveg Ijóst að trillu-
karlar em ekki með
stórt kapítal í gangi eða
fjármunaveltu. Þar af
leiðir að það að kaupa
eitt tonn af kvóta er erf-
iðara fyrir þá en fyrir
stór fyrirtæki að kaupa
sér kvóta upp á tugi eða
jafnvel hundruð tonna.
Þetta byggist á ólíkum
forsendum. Og annað
sem tengist þessu er
vert að hafa í huga, það
er hvemig þessar afla-
heimildir verða til.
Aflaheimildir trillu-
karla verða þannig til
að menn em að fiska
sér til viðurværis. Það
er mjög ólíkt því sem er
að gerast á stærstu skip-
unum sem eru eins og
verksmiðjur. Þar gilda
allt aðrar formúlur fyrir
rekstrinum.
Auk þess leikur ekki
vafi á því að fjármagn
úr opinberum sjóðum
sem smábátaeigendur
hafa ekki haft neinn að-
gang að, hefur verið
notað til kaupa á veiði-
heimildum í einhverju
magni. Við höfum
margoft bent á það að
hinir opinberu sjóðir
hafa aldrei staðið smá-
bátaeigendum til þjón-
ustu. Fiskveiðisjóður
hefur það t.d. í sínum
vinnureglum að lána
ekki til kaupa á bátum
undir 10 tonnum. Það
er hreint og beint yfirg-
engilegt hvemig stórút-
gerðin haslar sér bók-
staflega allt sem að
máli skiptir í fjárveit-
ingum í þessum at-
vinnuvegi.
Smábátaeigendur
hafa hins vegar þurft að
leita á þann hluta fjár-
magnsmarkaðarins sem
býður upp á styst lán og hæstu vexti.
Það leiðir hugann að því að þrátt fyrir
að fjárfesting í smábátaútgerð hafi ver-
ið í hámarki árið 1989, árið sem skýrsla
Sjávarútvegsstofnunar tekur til, þá er
eiginfjárstaða greinarinnar mjög góð.
Okkur tókst hins vegar ekki að fá eigin-
íjárstöðu annarra skipaflokka nema í
einu tilfelli."
Eru rök fyrir því sem þið hafið
haldið fram um að veiðar smábáta
séu umhverfisvcenar og betur til þess
fallnar til að byggja upp jiskistofnana
en veiðar með önnur veiðarfœri?
„Okkur finnst það liggja nokkuð í
augum uppi að kyrrstæð veiðarfæri
hljóta að ganga miklu betur um það líf-
ríki sem er verið að kljást við heldur en
dregin veiðarfæri. Það segir sig sjálft
að þessi þungu, stóru veiðarfæri sem
eru botndregin hljóta að hafa meiri
áhrif á lífkeðjuna alla en þau veiðarfæri
sem lögð em og höfð uppi á sama stað.
Það hafa t.d. farið fram umfangs-
miklar rannsóknir á línuveiðum erlend-
is og niðurstöður þeirra benda allar í þá
átt að línuveiðar séu afar heppilegur
kostur gagnvart umgengni við fiski-
stofnana. Þetta em í reynd afkastalítil
veiðarfæri og það er mjög athyglisvert
að þrátt fyrir að þau séu svona afkastal-
ítil þá em þau samt sem áður mjög full-
nægjandi fyrir þessa litlu báta.
Við getum séð fyrir okkur togara á
handfæmm en þar má sjá þau vanda-
mál í hnotskum sem við stöndum
frammi fyrir. Þeir þurfa svo mikið til
sín til þess að standa undir sér að slík
veiðarfæri duga þeirn ekki. Ef trilla
gæti dregið stórt botntroll þá myndi af-
koman væntanlega verða glæpsamlega
góð. Það sem skiptir þá mestu máli er
að þessi litlu kyrrstæðu veiðarfæri
hljóta að fara betur með sjávarbotninn
og það lífríki sem þar þrífst.
Niðurstöður rannsókna benda til
að mun minna hlutfallslega veiðist af
undirmálsfiski á króka en í troll. Hef-
ur þetta ekki mikil áhrif á afraksturs-
getu fiskistofnanna?
„Það veiða öll veiðarfæri eitthvað af
undirmálsftski. Handfæri og lfna em
ekkert undanskilin í því. Það hlýtur
hins vegar að vera umhugsunarefni fyr-
ir fiskifræðinga og sjómennina sem em
að nýta auðlindina, hvort fari nú betur
með svæði þar sem mikið er af smá-
fiski, að taka nokkur höl með risastórri
botnvörpu eða leggja þar einhvem tug
eða jafnvel hundmð bjóða af línu.“
Er raunhœft að nýta smábátaút-
gerð sem einhvers konar byggða-
stefnu?
„Við höfum hamrað á því í gegnum
tíðina að þessi hefðbundni veiðiskapur
sem smábátamir stunda, veiðiskapur
sem að miklu leyti er stundaður með
krókum, sé rnjög vænleg leið fyrir
stjómvöld til að halda byggð í nokkuð
eðlilegu horfi í landinu. Það má sjálf-
sagt endalaust deila um hvað er eðlileg
byggðaþróun en málið er ósköp ein-
faldlega það, að byggðir hafa valið sér
staðsetningu fyrir löngu sfðan út frá
lífsháttum sem endurspeglast í sjósókn
lítilla báta. Mjög gott dæmi um þetta er
t.d. Grímsey.
Þá höfum við bent á að með því að
hafa veiðar smábáta það frjálsar að þær
fái þrifist geti það haldið upp byggðar-
lögum án þess að það kosti ríkisvaldið
neitt. Við þekkjum öll hvemig farið
hefur með ýmsar aðgerðir hins opin-
bera í meinta þágu byggðastefnu en
hefur ekki skilað neinu. Smábátaút-
gerðin er hins vegar ríkur þáttur í að
viðhalda byggð'án þess að það þurfi að
kosta almenning eða hið opinbera
nokkra krónu.
Það hlýtur að vera afar dýnnætt í
þessari umræðu núna þegar allt er á
hvínandi kúpunni, ef eitthvað er að
marka það sem sagt er, og þar að auki
bullandi atvinnuleysi. Því kfókaveið-
amar eru mjög atvinnuskapandi. Það
eru mörg störf í kringum hverja ein-
ingu. Það má benda á það að á bak við
hvert ársverk hjá smábátaútgerð em
þetta 5 til 6 sinnum færri tonn heldur en
í hverju ársverki hjá stórskipaflotan-
um.“
Hvað með gœði þess fisks sem á
land kemur og hvað verður um hann.
Er þarna rnunur á eftir útgerðar-
mynstri?
„Við höfum í gegnum tíðina lagt
mikla áherslu á að dagróðrarflotinn sé
að öllu jöfnu að skila besta hráefninu.
Við gemm okkur þó fulla grein fyrir
því að það má endalaust betur gera og
auðvitað kann pottur að vera brotinn f
jressum efnum hjá okkar mönnum eins
og hjá öllum öðmm. Það verður hins
vegar ekki um það deilt, og við emm
með það skjalfest, að jafnbesta hráefn-
ið sem í land berst er frá litlu bátum.
Það er jafnframt athyglisvert að þeir
úr okkar hópi sem salta sinn fisk sjálfir
séu einfaldlega með besta hráefnið í
þeirri afurðaframleiðslu. Þá er rétt að
benda á að öllum afia smábáta er að
sjálfsögðu landað hér á landi og aðeins
um 2% hefur farið í gámasölu til út-
landa. Annaö fer til vinnslu hér innan-
lands eða neyslu."
Hvaða augum lítið þið Evrópska
efnahagssvœðið og kemurþað til með
að hafa einhver áhrif á markaðsmál
trillukarla?
„Með tilkomu Evrópska efnahags-
svæðisins, sem ég tel ekki vafa á að
taki gildi, þá styrkist staða ferskra fisk-
afurða mjög. Ég veit ekki hvort menn
hafi velt þvf mikið fyrir sé að Norð-
menn hafa fengið niðurfellingu tolla af
frystum fiskflökum á EB-markað sem
við höfum ekki. Það leiðir til þess að
með EES-samningnum batnar sam-
keppnisstaða okkar með ferskar afurðir
alveg sérstaklega, fyrir utan samkeppn-
ina við frystan fisk. Þar af leiðir að það
hlýtur að verða mjög áríðandi að sá
hluti flotans sem er að skila ferskasta
hráefninu sé öflugur og skili sínu.
Það er ljóst að með EES gefast mikl-
ir möguleikar fyrir útflutning á fersk-
um sjávarútvegsvörum sem fara beint
inn á neytendamarkað Evrópulanda.
Slíkar vörur hafa yfirleitt mátt sæta há-
um tollum því EB-löndin hafa viljað fá
fiskinn óunninn. Ætli menn sér að ná
árangri á þeim mörkuðum verður fisk-
urinn að vera sem allra ferskastur þeg-
ar hann kemur að landi eins og hann er
hjá dagróðrarbátum. Hver dagur skipt-
ir þar máli“, sagði Arthúr að lokum í
spjalli sínu við Alþýðublaðið.