Alþýðublaðið - 11.12.1992, Page 8
8
Föstudagur 11. desember 1992
Tvœr athyglisverðar frá Forlaginu
- Guðbergur þýðir út~val spænskra Ijóða undanfarin 92 ár og Olafur Haukur
býr átakasögu afa síns Guðjóns Símonarsonar til útgáfu
Tvær af athyglisverðustu bókun-
um sem Forlagið gefur út fyrir þessi
jól eru annars vegar úrval spænskra
Ijóða á þessari öld og hins vegar
niinningar Guðjóns Símonarsonar.
Ólíkar bækur svo ekki sé meira sagt
og báðar vel þess virði að stinga í ein-
hverja jólapakkana til vina og ætt-
ingja. Kannski fá einhverjir bernsk-
ir bókaunnendur aðra hvora í skó-
inn, hver veit...
Guðbergur Bergsson er jafnframt
því að vera rithöfundur og skáld af-
kastamikill þýðandi. Fyrir þessi jól
býður hann íslenskum fagurkerum upp
—
I
HAFÐU ÞIN MAL A HREINU OG FAÐU ÞER
„FRÓÐA“ í VASANN
ZHAMAStm
BX! 8? c> 0 *
ö h 7 *
*•> ej ' J K 1
# * o r & -
? T t v' * r
* >** mr.
Hvað gerir hann fyrir þig?
* ffil
Geymir skrá yfir nöfn,
heimilsföng, síma og
faxnúmer.
Heldur utan um 3
bankareikninga og 3
greiðslukort. Þannig er
greiðslustaðan alltaf klár.
Gefur hljóðmerki, og þá
stendur á skjánum hvað
það var sem þú ætlaðir aö
muna/gera.
Hefur 3 föst minni fyrir
gengi gjaldeyris og rofa
fyrir gagnstæöa útkomu.
Skeiðklukka, sem telur
bæði upp og niður.
Klukka sem sýnir
mánaðardag, vikudag, klst.,
mín. og sekúndur.
Reiknivél með „prósentu''
reikningi og minni.
Öryggislykill sem læsir
persónulegum
upplýsingum sem eru í
minni tölvunnar, t.d.
fjármálin.
Stærð minnis samsvarar
10000 stöfum.
FRÓOI KOSTAR
AOEINS kr. 2.980,-
Rafhlöður og hlifðarveski
innifalið í verði.
.
_____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________
DREIFING: G.K. VILHJALMSSON
Smyrlahraun 60, 220 Hafnarfjörður,
sími 91-651297
____________
á bók er ber hið tilkomumikla nafn,
Hið eilífa þroskar djúpin sín - Úr-
val spænskra Ijóða - 1900- 1992.
Safnið hefur að geyma um 170 Ijóð
eftir 52 ljóðskáld og er því skipt í
fjóra meginkafla sem markast af
tímaskeiðum. Þýðandinn Guðberg-
ur ritar formála að hverjum kafla
þar sem hann gerir grein fyrir hver-
ju tímabili er urn ræðir. Hverju
skáldi fylgir auk þess æviágrip og ,
lýsing á helstu einkennum þess og j
viðhorfum á sviði ljóðlistarinnar.
í kynningu Forlagsins segir meðal
annars: „Það er mikill menningarvið-
burður þegar safn spænskra nútíma-
Ijóða kemur loks fyrir sjónir tslenskra
ljóðaunnenda í þýðingu þess manns
sem öðrum fremur hefur unnið að því
að kynna spænskar bókmenntir hér á
Iandi.“ Þessi orð segja náttúrulega flest
sem þarf. (Essemm/Tómas Hjálmars-
son hannaði kápu. - Oddi prentaði. -
182 blaðsíður. - Verð: 1.980 krónur.)
Akranes: Tölvuþjónustan. Akureyri: Nýja Filmuhúsið. Blönduós: Kaupfélagið. Borgarnes: Kaupfélagið.
Búóardalur: Versl. Einars Stefánssonar. Oalvik: Sogn. Egilsstaðir: Bókabúðin Hlöðum. Eskifjörður: Rafvirk-
inn. Fiateyri: Þjónustulundinn. Hafnarfjöröur: Rafbúðin, Álfaskeiði. Húsavik: Öryggi. Hvammstangi: Kaupfé-
lagiö. Hveragerði: Ritval. Hvolsvöllur: Kaupfélagið. Höfn: Hafnarbúðin. ísafjöröur: Bókabúð Jónasar Tóm-
assonar. Keflavik: Stapafell. Neskaupstaður: Bókabúð Brynjars Júlíussonar. Ólafsvík: Vík. Reyðarfjörður:
Rafnet. Reykjavik: Hjá Magna, Bókahornið. Sauðárkrókur: Rafsjá. Siglufjörður: Aðalbúöin. Stykkishólm-
ur: Húsiö.
Guðjón Símonarson var afi Ólafs
Hauks Símonarsonar, sem íslenskum
bókaunnendum er af góðu kunnur.
Guðjón hélt dagbækur lengst af ævi og
færði minningar sfnar í letur á gamals
aldri. Nú hefur Ólafur Haukur búið
sögu afa síns til útgáfu og nefnist hún
Stormur strýkur vanga - Minningar
Guðjóns Símonarsonar.
I kynningu Forlagsins segir: „Ævi
Guðjóns Símonarsonar er átakasaga
manns sem hófst úr sárri fátækt í
lok 19. aldar. Átta ára varð hann
búðarþjónn í Hafnarfirði, ellefu
ára háseti á áraskipi, og fulltíða
maður varð hann fengsæll for-
maður og aflakló á fyrstu vélbát-
um Austfirðinga. Hann lenti iðu-
lega í ótrúlegum svaðilfömm, eitt
sinn stóð hann í sjötíu tíma við
stýrið í stórsjó og stýrði fleyi sínu
heilu í höfn.
Líf hans var þó fleira en brauð-
strit og barátta því hér segir lfka af
viðkvæmum og listfengum manni
sem tókst að hlúa að margþættum
gáfum sínum á sviði tónlistar og
leiklistar - handan við stríð og strit.“
(Grafít hannaði kápu. - Oddi prent-
aði. - 367 blaðsíður. - Verð: 3.480
krónur.)
Fullbúnar lúxusíbúðir á Hvaleyrarholti
Þessar íbúðir eru einkum ætlaðar fólki ó aldrinum 50-70 óra; fólki sem gerir miklar kröfur varðandi gæði, staðsetningu, útsýni og lítið viöhald.
Þetta eru íbúðir sem eru með bví allra besta sem bekkist á fasteignamarkaðiuum í dag
Innifaliö í verði hverrar íbúðar:
• Sér stæði í bílgeymslu ósamt sjálfvirkum opnara, eða sér bílskúr.
Snjóbræðslukerfi í gangstéttum og bílastæðum við húsið.
Suðursvalir.
Sólstofa mót suðri.
Sér þvottaaðstaða í hverri íbúð ásamt þvottaaðstöðu í sameign með tækjum.
Óviðjafnanlegt útsýni.
Gluggar á þrjár hliðar (einungis tvær íbúðir á hverri hæð).
Húsið er einangrað og klætt að utan og nánast viðhaldsfritt, einnig tryggir
það betri og jafnari hita í ibúðum.
Danfoss hitastillar á öllum ofnum.
Baðherbergi: Flísolagðir veggir og flísalögð gálf.
Sturtuklefi og baðkar.
Stillanleg hitalögn í gólfi.
Sprautulökkuð skápasamstæða.
Parket á gólfum.
Eldhúsinnrétting er vönduð og spónlögð með kirsuberjaviði.
Gluggar eru klæddir að utan með áli sem tryggir minna viðhald.
Álhurð í anddyri.
Útsýnissvalir til norðurs út af stigahúsi.
Lyfta er að sjálfsögðu í húsinu.
Sjálfvirk hringekja í öskutunnugeymslu.
Sjónvarpsdyrasími.
Íbúöin sjálf og öll sameign afhendist fullfrágengin í júlí
næsta sumar.
Allar nánari upplýsingar
á skrifstofu okkar.
Sendum myndbækling með
upplýsingum til þeirra
sem þess óska.
Erum auk þess með til sölu 2ja og 4ra herb. íbúðir við Flétturima
í Grafarvogi sem afh. í nóvember 1993 fullbúnar á frábæru verði.
Erum liprir í samningum.
fj^^BYGGÐAVERK ME
Reykjavíkurvegi 60, 220 Hafnarfirði. Sími 5 46 44.