Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. maí 1993 7 „ATVINNULAUSIR Á ÍSLANDI1993 “ - 5. hluti Samantekt: Stefán Hrafn Hagalín ATVINNULEIT - NÚVERANDI MARKMIÐ leita að vinnu segjast geta byrjað að vinna innan tveggja vikna. Þeir sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin voru spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að fara í einhvers- konar starfsnám til að auka möguleika sína á að fá starf. Um tveir af hverjum þremur sögðust hafa áhuga á slíku en um 4% sögð- ust nú þegar hafa hafið starfsnám. Áhugi á starfsnámi er mjög tengdur aldri atvinnu- lausra. Þannig eru um 80% þeirra sem eru undir 40 ára aldri áhugasamir um starfsnám af einhverju tagi en einungis tæp 30% fólks á aldrinum 55-75 ára. 13% atvinnulausra um áramótin voru EKKI í atvinnuleit. 43% atvinnulausra um áramótin voru komin aftur í vinnu í mars. 15% atvinnulausra hafa sótt um 20 eða fleiri störf. 80% þeirra sem eru undir 40 ára aldri áhuga- samir um starfsnám Hvernig er atvinnuleit fólks háttað og hver eru markmið þeirra í því sam- bandi? Það ætlum við að kanna í þessum 5. hluta samantektar á helstu atriðum úr skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands um könnun stofnunarinnar á högum og aðstæðum atvinnulausra í Is- landi 1993. Könnunin var unnin að beiðni félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar gögnin um atvinnuleit em skoðuð koma skammtímaeinkenni íslensks at- vinnuleysis enn frekar f ljós. Rúmlega 43% þeirra sem vom atvinnulausir um áramótin vom aftur komin í vinnu f byrjun marsmán- aðar. 52-53% sögðust vera enn atvinnu- laus. Rúmlega 4% gefa aðrar lýsingar á stöðu sinni, til dæmis segist helmingurinn af þessum 4% vera komin aftur í nám. Þeg- ar spurt var um hvort menn væru að leita sér að vinnu (í byrjun mars) vom það alls um 45,6% af heildarhópnum sem sögðu já. 41,1% vom komin aftur í vinnu og eru þar af leiðandi ekki að leita sér að vinnu. 2,1% em hins vegar komin í vinnu en em engu að síður að leita sér að öðm starfi. Sérstaka at- hygli vekur að um 13% af heildarhópi at- vinnulausra um áramótin eru ekki að vinna í mars og þessi 13% segjast heldur ekki að vera leita sér atvinnu. Þeir sem EKKI sögðust vera í atvinnuleit vom spurðir hverju það sætti. Flestir þeirra sögðust vera að bíða eftir vinnu sem reikn- að væri með að byrjaði síðar (4% af þessum 13%). Aðrir bám íyrir sig persónulegum aðstæðum (2%), veikindum eða fötlun (1%), námi sem hafið væri (tæp 2%), nokkrir sögðust vera komnir á eftirlaun (1 %) og tæp 2% sögðu einfaldlega að enga vinnu væri að fá. Þeir sem sögðust vera að leita vinnu vom spurðir um hvort þeir væm að leita sér að fúllu starfi eða hlutastarfi. í ljós kom að um 61% vom að leita sér að fullu starfi, 14% leituðu að hlutastarfi og af- gangurinn (25%) sögðust taka því sem byð- ist, hvort sem þar væri um fullt starf eða hlutastarf að ræða. Þegar innt var eftir aðgerðum sem at- vinnulausir hefðu beitt til atvinnuleitar kom í ljós að flestir höfðu sótt beint um atvinnu til atvinnurekanda, spurst fyrir hjá vinum og kunningjum og svarað auglýsingum í blöðum. Tæplega 30% sögðust hafa leitað leiða til að starfa sjálfstætt. Tveir af hverj- um þremur höfðu sótt um eitt til tíu störf og um 15% þeirra sem leitað hafa vinnu hafa sótt um tuttugu eða fleiri störf. í kringum 95% þeirra sem eru atvinnulausir og em að RAÐAUGLÝSINGAR Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatnamálastjór- ans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í gerö malbikaöra gangstétta ásamt ræktun víðsvegar um borgina. Verkiö nefnist: Gangstígar, útboö B. Heildarmagn gangstétta er u.þ.b. 15.000 m2 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 8.000 m2 Skilatími verksins er 1. október 1993. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö miövikudaginn 19. maí 1993, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 RENNIBRAUTARKEPPNI Fimmtudaginn 20. maí nk. fer fram keppni í, hver verður fyrstur niöur hrööustu vatnsrennibraut landsins. Keppt veröur í þremur aldursflokkum: Kl. 13.00: Börn fædd 1982 og síðar (10 ára og yngri). Kl. 14.00: Börn fædd 1978-1981 (11-14ára). Kl. 15.00: Unglingar og fullorðnir fæddir 1977 og fyrr. Verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki. Komiö og takiö þátt í skemmtilegri keppni, þar sem allir í fjöl- skyldunni geta veriö meö, líka mamma og pabbi. Engin þátt- tökugjöld, aöeins aögangseyrir aö sundlauginni. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkur til náms á Ítalíu skólaárlð 1993-94 ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1993-94. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 1.000.000 lír- um á mánuði. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. þ.m. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráöuneytiö, 7. maí 1993. o * a mta n r h a fiHJEflGGBR BIEIEREIEl mmm m e h «nkrs:ann. Iftl.BSlUBBB&B taaillBBBBEBBBK mk FRÁ HÁSKÓLA (SLANDS SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla íslands há- skólaárið 1993-1994 fer fram í Nemendaskrá Háskólans dagana 1.-15. júní 1993. Umsóknareyöublöö fást í Nem- endaskrá sem opin er kl. 10.00-15.00 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Einnig veröur tekiö viö beiðnum um skrásetningu nýrra stúdenta dagana 6.-17. janúar 1994. Viö nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeiö á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eöa staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 22.500,- Skráning fer fram í afgreiðslu Sundlaugar Kópavogs frá og meö 19. maí nk. (ekki í síma). Sundlaug Kópavogs „Skemmtileg sundlaug" Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer fram í skólanum í september 1993. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að auglýstu skráningartímabili lýkur. Frá grunnskólum Hafnarfjaröar Innritun í vorskóla Boðið er upp á vorskóla fyrir börn fædd 1987 í öllum grunn- skólum Hafnarfjaröar. Innritun fer fram í viökomandi skól- um mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Skólafulltrúinn í Hafnarfiröi. HAFNAMÁLASTOFNUN ... ríkisins Utboð - Suðurbakki IV Þekja og lagnir Hafnarstjórn Hafnarfjaröar óskar eftir tilboöum í 4.000 m2 malbikun og 2.800 m2 þekjusteypu. Einnig smíöi á tveimur Ijósamasturs- og vatnshúsum, frágangi á ídráttarrörum fyr- ir raflagnir, vatns- og frárennslislögnum. Verki skal lokið fyrir 15. sept. 1993. Útboðsgögn verða afhent á Hafnamálastofnun ríkisins, Vesturvör 2, Kópavogi, frá og meö þriðjudeginum 11. maí, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð veröa opnuö á Hafnarskrifstofunni í Hafnarfirði, Strandgötu 4, þriðjudaginn 1. júní 1993, kl. 14.00. Hafnarstjórn Hafnarfjaröar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.