Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 20.05.1993, Qupperneq 3
Fimmtudagur 20. maí 1993 3 Gro Harlem Brundlland kom til landsins í gær Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Hún verður hér í boði Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og ntun dvelja á Islandi í fjóra daga. Gro Harlem mun meðal annars fara til Þingvalla, Reykholts og Nesjavalla. Um miðjan dag á föstudag mun norski forsætisráðherrann, sem nýlega sagði af sér sem formaður Verkamannaflokksins, eiga fund með forustumönn- um Alþýðuflokksins. Hún mun einnig funda með forsætis- og utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis. Ekki er ólíklegt að hval- veiðar Norðmanna og Islendinga verði beri á góma á fundunum, en í fyrradag ákváðu Norðmenn að hefja herfnuveiðar að nýju þrátt fyrir bann Alþjóða hvalveiðiráðsins. „Yfirgengilegt“, segir biskup um orðpredik- ara um sjálfsvíg, en predikarinn sagði fleira í rœðu sinni, og fordœmdi meðal annars sund- staði landsins ÞAR SÝNA KONUR JÚGUR SÍN OG NAKIN LÆRI! „Við álítum að kirkjan eigi fremur að hlúa að fólki en ekki auka sorg þeirra. Dóniharkan sem í þessum orð- um felast er ekki til þess fallin. Mér fínnst þessi orð predikarans sannast sagna yfirgengileg", sagði Ólafur Skúlason, biskup Islands um þau um- mæli sem Alþýðublaðið hafði í fyrra- dag eftir Gunnari Þorsteinssyni, for- stöðumanni trúfélagsins Krossins í Kópavogi um kirkjulega meðferð þeirra sem tekið hafa eigið líf. Lesendur blaðsins sem höfðu sam- band voru sama sinnis. Þeim fannst orð predikarans með ólíkindum ósmekkleg og taktlaus og fátt annað en hræsnin ein. Það væri undarlegur guð sem predikar- inn ætti, vondur guð, þegar flestir eiga sér hinn góða og sanngjama guð, sem þeir trúa á og treysta. Kona sem hringdi benti á að pistill predikarans hefði verið lengri, og þá nánast bráðhlægilegur. Greinilega væri maðurinn þessa stundina í skugga starfs- bróður sfns í Vestmannaeyjum, sem náði þjóðarathygli með því að fullyrða að SAM-útgáfan væri handbendi djöfulsins hér á landi. Nú þyrfti hann greinilega að yfirbjóða hann í hræsnisfullum orðum. Gunnar Þorsteinsson ntun hafa rætt um sundlaugarferð sína nýverið og sagði að á sundstöðum „sýndu kvenmenn júg- ur sín og nakin læri“. Sundlaugaiðkun væri einungis til þess fallin að auka á gimd og losta fólks! Varaði hann hlust- endur sína eindregið við að leggja á vana sinn að sækja slíka staði. Heimdollur harmor framgöngu Halldórs - ungir sjálfstœðismenn í Reykjavík vilja gefa innflutning á búvörum frjálsan í tilefni af umræöum um landbúnaðar- mál á síðustu dögum Alþingis hefur Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sent frá sér ályktun. Stjórnin harmar þar framgöngu Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra í innflutningsmálum landbúnaðarafurða. Alyktunin hljóðar svo: „Stjóm Heimdallar ítrekar þá kröfu félagsins að innflutningur á landbúnaðarvöm verði gef- inn frjáls. Þannig væri hægt að lækka matar- reikning heimilanna í landinu og yrði það kær- komin kjarabót fyrir alla alþýðu manna í hinum mikla samdrætti er nú ríkir. Stjómin harmar jafnframt að landbúnaðarráðherra skuli koma í veg fyrir að það svigrúm sé nýtt, sem núverandi lög gefa til innflutnings á kjöti sem skortur er á í landinu, samanber synjun hans á leyfi til inn- flutnings á kalkúnum. Frjáls innflutningur landbúnaðarafurða nú gæti einnig flýtt fyrir hagræðingu í landbúnaði, sem yrði til hagsbóta fyrir framleiðendur jafnt sem neytendur. Stjóm Heimdallar skorar á rík- isstjóm og Alþingi að hefjast nú þegar handa við að leysa landbúnaðinn úr fjötmm hafta og miðstýringar með það að markmiði að hann lúti markaðslögmálum að fullu fyrir aldamót. Úr skýrslu OECD Mörg hjúkrunarheimili en lítil heimahjúkrun - segir um öldrunarþjónustuna hér á landi í samanburði við önnur Norðurlönd í nýútkominni skýrslu OECD keniur m.a. fram að óvenju margir aldraðir langlegusjúk- lingar búi á hjúkrunarheimilum eða stofnunum fvrir aldraða. Að sama skapi virðast fáir yf- ir 65 ára aldri hafa notið heimahijúkrunar miðað við önnur Norðurlönd. Þannig dveljast 12.8% 65 ára og eldri á ís- landi á stofnunum fyrir aldraða, meðan hlut- fallið er 8,7% í Danmörku, 7,5% í Finnlandi, 10,8% í Noregi og 8,6% í Svíþjóð. Þeir sem eru 65 ára og eldri á Islandi eru hins vegar hlutfalls- lega umtalsvert færri sem hafa notið heima- hjúkrunar en á hinum Norðurlöndunum eða að- eins 12,6%. I Danmörku eru þeir hins vegar hlutföllin 24,6%, í Finnlandi 21,4%, í Noregi 19,0% og í Svíþjóð 17,5%. Það er ljóst að stofnanir fyrir aldraða eru geysilega dýrar. Þannig mun algengt að hver mánuður á dvalar- og hjúkrunarheimilum kosti um 200-250 þúsund krónur á hvem mann. Það er því Ijóst að það má veita umtalsverða heima- hjúkrun og aðra heimilisþjónustu fyrir þá upp- hæð. Þá kemur það fram að hvergi í Evrópu eru aldraðir færri en á íslandi að Tyrklandi undan- skildu. Vegna þess hve stofnanavistin fyrir aldraða er dýr hljóta íslendingar að leggja meiri áherslu á heimahjúkr- un og þjón- ustu í fram- tíðinni. A það er bent í s k ý r s 1 u OECD, að það vanti samræm- ingu milli þ e s s a r a þátta hér á landi. VÖRUÞROUN MARKAÐSSÓKN Bók sem gefur leiðbeiningar um hvernig góðum hugmyndum er komið í framkvæmd Ný og endurbætt útgáfa Haldgott yfirlit yfir undirbúning vöruþróunar og framkvæmd hennar. Bókin er leiðarvísir fyrir þá sem vilja halda í við hina hröðu þróun framleiðslu og markaðssetningar. Verð: 2.300 kr. löntæknistofnun 11 IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.