Alþýðublaðið - 25.05.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Side 5
Þriðjudagur 25. maí 1993 Söluátak Landssambands kúabænda (LK): 5 „LÆGRA VERÐ OG AUKIN GÆÐI“ LK: 6 kíló með ströngu gœðaeftirliti fyrir 30% lægra verð. Jóhannes Gunnarsson (Neytendasamtökin): Virðast vera góð kaup. s Jón Asbergsson (Hagkaup): Ekki spennandi kostur. Jóhannes íBónus: Borga ekki 1300 krónum meira fyrir pappakassa. Nautaveisla, nefnist nýjung frá naut- gripabændum og er hún afrakstur sölu- og gæðaátaks á þeirra vegum. „Lægra verð og aukin gæði“, eru einkunnarorð átaksins og að sögn aðstandenda þess er með því verið að koma til móts við neyt- endur um gott nautakjöt á sérstöku til- boðsverði. Atakið mun standa fram í lok júlímánaðar (eða skemur ef allt selst upp). Það kom fram í máli talsmanna Landssambands kúabænda á blaða- mannafundi í gærdag að Nautaveislan væri allt að 30% ódýrari en sambærilegt kjöt á markaðnum. Einnig tóku þeir það fram að með ströngu gæðaeftirliti verður tryggt að aðeins úrvalsnautakjöt verður á boðstólum í þessari magnpakkningu. Sérstakt gæðaeftirlit verður í höndum Fæðudeildar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ fór að- eins ofan í saumana á þessari veislu og talaði einnig við tvo kaupmenn sem ekki hafa hana á boðstólum. INNIHALD NAUTAVEISLUNNAR í Nautaveislunni eru 6 kíló af nautakjöti, sem hefur verið pakkað í handhægar neyt- endapakkningar ofan í þartilgerðan kassa. Fyrirhugað er að setja um 15 þúsund kassa á markaðinn eða um 90 tonn (150 tonn í heil- um skrokkum). I pakkanum eru fjórir 625 gramma bakkar af nautahakki, tveir 550 gramma pakkar af nautagúllasi og þrír 10 stykkja bakkar af nautahamborgurum. 30% LÆGRA VERÐ Um þrjátíu 200 gramma máltíðir eru í hverjum kassa og kostar hver máltíð tæpar 140 krónur hver. Að sögn Guðmundar Lárussonar formanns Landssambands kúabænda og Valdimars Leifssonar framkvæmdastjóra LA eru það einkum fjögur atriði sem gerðu þeim kleift að bjóða neytendum svo lágt verð. í fyrsta lagi lækk- uðu tiltekin sláturhús sláturkostnaðinn um- talsvert á umræddu kjöti. I öðm lagi náðust hagstæðir samningar við kjötvinnsluaðila um kostnað við úrbeiningu, pökkun og dreifingu. I þriðja lagi er smásöluálagningu verslana stillt í hóf og er miðað við hámarks 14% smásöluálagningu. í fjórða og síðasta lagi leggja nautgripabændur fram ákveðna fjánnuni til að unnt sé að vera með sérstak- an kynningarafslátt á þessari Nautaveislu. Þeir tveir, forsvarsmenn Landssambands bænda sögðu aðspurðir á blaðamannafund- inum að þeim þætti það afar miður að ýmsir kaupmenn hafa ekki viljað hafa kjötið á boðstólum. Það væm viss vonbrigði. Þeir sögðust ekki vita um ástæðuna fyrir þvf og bentu á kaupmennina sjálfa með svör, nánar um það hér neðar í greininni. SÉRSTAKT GÆÐAEFTIRLIT í þessu söluátaki nautgripabænda verður einungis um að ræða sérvalda skrokka sem eru yfir 190 kfló að þyngd og úr hæstu gæðaflokkum UNI og UNI*. Eins fram kom hér á undan verður gæðaeftirlitið í höndum Fæðudeildar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins (RALA). Að sögn Óla Þórs hjá RALA felst eftirlitið nteðal annars í því að stofnunin mun gera úttektir í sláturhús- um, kjötvinnslum og verslunum til að at- huga hvort hinum sjö meginkröfum átaksins er ekki fylgt út í ystu æsar. Rröfumar em miklar: 1. Vel verkað kjöt úr bestu gæða- flokkum með ákveðinni lágmarksþyngd. 2. Að kæling eftir slátmn og á öllum stigum eftir það sé í lagi þannig að kælikeðjan hald- ist órofm. 3. Að streitukjöt sé útilokað frá sölu. 4. Urbeining, frágangur, pökkun og merkingar séu samkvæmt settum leiðbein- ingum. 5. Að þyngd kjöts í neytendaumbúð- um sé rétt, það er í samræmi við innihalds- lýsinguna, sem sjá má hér að ofan. 6. Að uppsett geymsluþol standist, sem em fjórir dagar eftir pökkunardag. 7. Að innihalds- kröfur standist. VINNSLA OG SALA Samningar um vinnslu Nautaveislunnar náðust við Kjötbankann hf. í Hafnarfirði og munu þeir jafnframt annast dreifmgu á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð framleiðslu- geta Kjötbankans er eitt til tvö þúsund kass- ar á viku. Uti á landsbyggðinni verður vinnsla og dreifing í höndum KEA á Akur- eyri og KB í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að eitthvað af því sem selt verður á höfuð- borgarsvæðinu verði selt sem kælivara, en úti á landsbyggðinni verður stærstur hlutinn settur frystur á markað. NAUTAVEISLAN ER FERSKVARA Að sögn talsmanna Nautaveislwmar er þessi vara um margt merkileg vömnýjung á kjötmarkaðnum þar sem um er að ræða magntilboð á fersku kjöti. Kannski er varan þó athyglisverðust vegna þess hve strangt gæðaeftirlit er haft með henni. Að sögn þeirra munu neytendur einnig gera góð kaup vegna þess að allt kjötið er úrbeinað og því um 100% kjötnýtingu að ræða. HVAR ER KJÖTIÐ SELT? Á landsbyggðinni hafa náðst samningar við eftirtalda aðila: Netto, verslanir KEA á Akureyri og útibú KEA annars staðar, Verslun Einars Ólafssonar og Skagaver á Akranesi, Verslun Jóns og Stefáns og mat- vörumarkað KB í Borgamesi, Kassann, Hvamm og Virkið í Ólafsvík og Kjörbúðina Hellissandi. Á höfuðborgarsvæðinu hafa náðst samningar við þessa aðila: Sunnukjör í Skaftahlíð, 10-11 verslanimar, matvöru- verslunina Grímsbæ og Straumnes, 10-10 Hraunbæ, verslanir Kjöt og ftsks og Mið- vang í Hafnarfirði. Inn í þessa upptalningu vantar, einhverra hluta vegna, nokkra stóra aðila og stingur það kannski helst í augun að hvorki Hagkaup né Bónus em með í hópn- um. ALÞYÐUBLAÐIÐ kannaði málið. JÓHANNES JÓNSS,ON- KAUPMAÐURIBONUS Jóhannes f Bónus, eins og hann er oftast kallaður, er að margra mati langbesti vinur litla mannsins. Sennilega hefur enginn mað- ur, að Pálma í Hagkaupi undanskildum, haft eins mikil og bein áhrif á lífskjör fólks í dag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafði samband við Jóhannes og forvitnaðist um afhverju hann væri ekki einn af þeim sem selja Nautaveisl- una í búðum sínum. Jóhannes: „Okkur var kynnt þetta tilboð fyrir stutlu síðan en leist ekki á það. Kjötið í pakkanum er um 1300 krónum dýrara heldur en sama kjöt hjá okkur í lausasölu. Við getum ekki boðið neytendum upp á 1300 króna hærri verð. Eg, sem neytandi, myndi aldrei borga 1300 krónum hærra verð fyrir kjöt bara vegna þess að það er í ein- hverjum fínum pappakassa.“ JÓN ÁSBERGSSON- FORSTJORIHAGKAUPS ALÞÝÐU- BLAÐIÐ spjall- aði einnig stutt- lega við Jón Ás- bergsson for- stjóra Hag- kaups og spurði hann um ástæð- una fyrir því að þeir í Hagkaupi byðu ekki upp á Nautaveisluna. Jón: „Við skoð- uðum þennan kost vandlega þegar okkur var kynntur hann, en fannst þetta ekki spennandi dæmi. Þetta mál er annars auðvitað í höndum innkaupastjóra kjöts hjá Hagkaupi og þeir mátu þetta svona. Við erum auk þess að sigla inn t grill- tímabilið og þá eru það hamborgarar og steikur sem seljast best, ekki nautahakk og gúllas. Einnig getum við, „prinsippsins" vegna, alls ekki sætt okkur við það að ein- hver aðili út í bæ ákveði hvaða álagningu við höfum á vörum í búðum okkar.“ HELGA GUÐRÚN JONASDOTTIR - UPPLYSINGA- ÞJONUSTA LANDBUNAÐARINS ALÞÝÐU- BLAÐIÐ bar þessi ummæli Jó- hannesar í Bónus og Jóns Ásbergs- sonar í Hagkaupi undir Helgu Guðrúnu Jónas- dóttur hjá upplýs- ingaþjónustu Landbúnaðarins. Helga Guðrún: „Mér finnst þessi afstaða Hag- kaups skrýtin. Þetta er einskon- ar forval hjá þeim. Þeir eru þama að velja fyrir neytendur fyrirfram með því að neita selja vöruna í verslunum sínum, í stað þess að leyfa neytendunum sjálfum að velja. Varðandi orð Jóhannesar í Bónus þá má nefna það að þetta er fyrsta flokks kjöt hjá okkur undir ströngu gæðaeftirliti. Ef hann getur boðið upp á sambíerilegt kjöt í versl- unum sínum fyrir 1300 króna lægra verð, þá er það bara gott.“ JÓHANNES GUNNARSSON - FORMAÐUR NEYTENDA- SAMTAKANNA Einn áf þeim sem viðstaddir voru blaða- mannafundinn í gærdag var höf- uðpaur neytenda, Jóhannes Gunn- arsson formaður Neytendasam- takanna. AL- ÞÝÐUBLAÐIÐ tók hann tali. Jó- hannes: „Mér líst ágætlega á þessa Nautaveislu og þetta virðast við fyrstu sýn vera góð kaup. Þetta tilboð setur væntanlega einhvem skurk í samkeppnismálin og mér sýnist pakkinn nokkuð sambærilegur við Lamba- kjöt á lágmarksverði. Þetta hefur ekki að- eins áhrif á nautakjötsmarkaðinn heldur á Nautaveislan vonandi einnig eftir að hafa áhrif á annað kjöt á markaðnum. Ég hlýt að fagna aukinni samkeppni. Þó er það miður að ákveðnar verslanir skuli ekki vera með því það takmarkar möguleika neytenda á aðgangi að vömnni.“ j| ‘ Stoltir aðstandendur Nautaveislunnar (frá vinstri); Valdimar Einarsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, Guðmundur Lárusson formaður sambandsins ásamt Óla Þór hjá Fæðudeild Rannsóknastofu landbúnaðarins. KVEÐJUTONLEIKAR Páú P. 'Pál&iMan Háskólabíói fimmtudaginn 27. maí, kl. 20.00 Hljómsveitarstjórí: Páll Pampichler Pálsson Einleikarí: Markus Schirmer Einsöngvarí: Rannveig Bragadóttir EFNISSKRA: Johann&s Brohms: Píanókonsert nr. 2 RóH R. Rólsson: Ljáöu mér vœngi Markus Schlrmer Rannvelg Bragadóttir + + 4 Páll Pampichler Pálsson SINF0NIUHU0MSVEITISLANDS Háskólabíói viö Hagatorg. Sími 622255. Greiðslukortaþjónusta.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.