Alþýðublaðið - 25.05.1993, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.05.1993, Síða 7
I- Þriðjudagur 25. maí 1993 7 Heimsókn Gro Harlem Brundtland: Einna mikilvægast að rækta lýðræðið - sagði forsœtisráðherra Noregs áfundi með félögum úr Alþýðuflokknum Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra Noregs og formaður Norska Verkamannaflokksins til skamms tíma var í opinberri heimsókn hér á landi í síð- ustu viku. Hún gaf sér tíma til að hitta ís- lensk flokkssystkin úr Alþýðuflokknum á Kornhlöðuloftinu síðdegis á föstudaginn. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins og utanríkisráðherra bauð Gro velkomna og færði henni listilega smíð- aða rós að gjöf frá íslenskum jafnaðarmönn- um. Hann gat þess að Gro væri sennilega þekktasti núlifandi forystumaður jafnaðar- manna í heiminum og hún gegndi ákveðnu forystuhlutverki jafnaðarmanna á Norður- löndum. Meðal annarra á fundi Alþýðuflokksfólks með Gro var Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Hann rakti þar m.a. samskipti sín við for- ystumenn jafnaðarmanna í Noregi á árum áður og þau miklu og góðu tengsl sem lengst af hafa einkennt samskipti þjóðanna, enda fari hagsmunir Noregs og íslands mjög saman. Gro tók undir þau orð Gylfa Þ. og benti á sameiginlega hagsmuni þjóðanna sem ftsk- veiðiþjóða og þá ekki síst hvað varðar nýt- ingu auðlinda hafsins. Báðar þjóðimar væru smáar og byggðu afkomu sína að miklu leyti á fiskveiðum og eins hefðu hagsmunir þjóðanna í vamarmálum farið saman. Lagði hún mikið upp úr góðum samskiptum þjóð- anna og þar með nánum tengslum jafnaðar- manna í Noregi og á Islandi. Þá sagði Gro að henni fyndist hvað mikil- vægast í starfi jafnaðarmanna nú á dögum að rækta lýðræðið. Hún hefði áhyggjur af því hve fólk væri orðið lítt þátttakandi f al- mennu pólitísku starfi og sér fyndist að, m.a. fyrir tilstilli fjölmiðla, væm stjómmálmenn settir á stall og almenningur horfði til þeirra með mótun pólitíkur og lausn þeirra við- fangsefna sem við væri að glíma hverju sinni. Það yrði að reyna að brúa þá gjá sem myndast hefði og fá fólk til virkari þátttöku í stjómmálum f stað þess að bíða eftir lausn- um að ofan. Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýöuflokksins, færir Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, haglega smíðaöa rós frá flokksystkinum hennar á íslandi. A-myndir E. Ól. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi formaöur Alþýðuflokksins og ráðhcrra, Eiður Guðnason um hverfisráðherra og Jón Sigurösson iönaðar- og viðskiptaráðherra voru meðal þeirra Alþýðu- flokksmanna sem áttu fund með Gro Harlem Brundtland. 14.000 sáu sýninguna Karl Steinar Guðnason alþingismaður kannar hér snyrtivörur á sýningunni Vor íHafnar- firði. Greinilegt er að það fer vel á með þcim Karli og stúlkunum sem kynntu snyrtivörurn- ar. A-mynd E.ÓI. ALLIR ÞESSIR.... OPNUNAR- TÓNLEIKAR MANUEL BARRUECO THE HAFNARFJORÐUR INTERNATIONAL ART FE5TIVAL ICELANP ALÞJOOLEC LISTAHATIO I HAFNARFIROI 4.-30. JÚNÍ 1993 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST í DAG Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Hafnarborg Myndlistaskóla Hafnarfjarðar Kynningarbás Listahátíðar á sýningunni Vor í Hafnarfirði Verslunum Eymundssonar í Borgarkringlunni og við Austurstræti MANUELj MENDIVE VINIR DÓF CHICAGO BEAU OG DEITRAFARR VGAINST THE MACHINE OG JET BLACK JOE MARIANA YAMPOLSKY BRIAN QUINTET MIÐAR Á TÓNLEIKA RAGE AGAINST THE MACHINE OG JET BLACK JOE FÁST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Myndlistaskóla Hafnarfjarðar Verslunum Steinars Versluninni Hljómalind Austurstræti Kynningarbás á sýningunni Vor í Hafnarfirði MIÐAPANTANIR I SÍMA 65 49 86 wm WBS&Am ——— ■ ■ :: :.; .:. LEIKFÉLAG '"' g f V; LEONIDAS LIPOVETSKY | PÉ H8' HAFNAR- LEIKHÓPURINN FJARÐAR GHENA DIMITROVA Kfl TREGASVEITIN DANS- FLOKKURINN THE KENNEDY BAND ....OG MARGIR AÐRIR

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.