Alþýðublaðið - 28.05.1993, Page 4

Alþýðublaðið - 28.05.1993, Page 4
Föstudagur 28. maí 1993 í sól og sumaryl \ / \" BARCELONA: COSTA BRAVA í EINA VIKU. BROTTFÖR12. JÚNÍ. Flug og gisting á Lloret de Mar, íbúðahótel Fanals Park Flug og gisting á Alcober, íbúðahótel Arcos II Flug og gisting á Playa de Pals, íbúðahótel Golf Mar 32.900,-* 32.900,-* 37.900,-* \i /N MÍLANÓ: Flug og bíll, flogið til Mílanó 29. júni og til baka t.d. um Vínarborg \ / . 39.700,-* * / \ Flug og gisting í brottför 11. júní VINARBORG: eina viku. 48.540,- * Miðaö við mann og tveir verði saman í íbúð. Innifalið er flug, gisting og flugvallask. * * Miðað við mann og 2 ferðist saman í bíl í A-flokki. Innifaliö er flug, bíll í 10 daga, ótakmarkaður akstur og kaskótrygging ásamt flugvallask. Ekki innifalið skilagjald á Vínar- flugv. 6.000. * * * Miðaö við mann í tveggja manna herbergi á Hót- el Regina. Innifaliö er flug, gisting m/morgunveröi og flugvallask. Feröaskrifstofan S. 652266 SUMARFERÐ Muniö sumarferð Alþýðuflokksfé/ags Reykjavíkur 3. jú/í 1993 Stjórnln Bændaskólinn á Hvanneyri Atvinnutæklfærum mun f|ölga l sveitum landsins á komandi árum. I landbúnaðarstörf sem og önnur störf f sveitunum þarf menntaö fólk. Ný námsskrá felur I sér þrjú sviö; * Búfjárræktarsviö; menntun bænda framtíðarinnar sem staöist geta hina beinu og óbeinu samkeppnl sem framundan er f landbúnaöinum... * Landnýtingarsviö; menntun til starfa er varöa landvörslu og nýtingu lands s.s. til útivistar, uppgræöslu eöa undir mannvirki... * Rekstrarsvlö; sem varöar rekstur fyrirtækja (I sveitum), hvort sem þaö er búrekstur eöa rekstur smáfyrlrtækls... Auk þess er fjöldi valgreina s.s. hrossarækt, feröaþjónusta; skógrækt, vinnuvélar, svfnarækt, sláturhúsastörf, kanfnurækt, garörækt, ullariön o.fl. Ein önn af fjórum er verknámsdvöl á einu af bestu búum landsins. Námiö er tveggja ára starfsnám. Stúdentar geta lokið náml á elnu árl. Umsókn um skólavist næsta skólaár sendlst skólanum fyrlr 10.júnf n.k. Viö veitum nánari upplýsingar I sima 93 - 7 00 00. Skólastjóri PALLBORÐIÐ Stjórnarskráin, búvörulögin og EES samningurinn eftir Magnús Inga Erlingsson, lögfræðing Súfullyrðing utanríkisráðherra að landslög víkifyrir þjóðréttarlegum skuldbindingum samkvæmt EES samningnum erþvífyllilega í samrœmi við réttarfram- kvœmdina á Islandi. Eftir að Alþingi lauk störfum hefur verið nokkur umræða um búvörulög í Ijósi EES samningsins. Því hefur verið haldið fram af utanríkisráðherra að ný lög sem eru studd þjóðréttarlegum skuldbindingum við önn- ur ríki hafi forgang umfram eldri lög ef þetta tvennt rekst á. í þessu tilviki á því tví- hliða samningur íslands og EB um land- búnaðarmál að ganga framar íslenskum búvörulögum. Lögskýring eða lagasetning Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heldur því fram í Mbl. þann 18. maí 1993, að það sé fráleitt að slík skuldbinding taki af íslensk lög. Vísar hún til lagaálits þjóðréttarfræðingsins Guðmundar Alfreðssonar sem telur að slíkt gangi ekki þar sem stjómarskráin heimili aðeins Alþingi og forseta að setja lögin og aðrir geti ekki haft áhrif á löggjöfina samkvæmt orðum stjómar- skrárinnar. Guðmundur telur að túlkunarregla 3. gr. laganna um EES þrengi svo að löggjafar- valdinu og að stjómarskráin heimili slíkt ekki. í 3. gr. laganna um EES segir að skýra skuli lög til samræmis við EES reglur og þær gildi ef kemur upp misræmi milli EES reglna sem hafa verið lögfestar og annarra ákvæða í lögum. Túlkun Guðmundar á ákvæðum stjómarskrár- innar er að rnínu mati bæði of þröng og að sumu leyti röng. Lögskýringarregla íslensks réttar Það hefur verið talið ömgg lögskýringar- regla í fslenskum rétti að skýra bæri þjóðréttar- samninga til samræmis við ákvæði landsréttar. Lögskýring er ekki eiginleg lagasetning eins og talað er um í stjómarskránni. Að Alþingi og forseti fari einir með löggjafarvaldið. Hér er um að ræða leiðbeiningarreglu um það hvem- ig skýra skuli lög þegar óvissa t.d. vegna áreksturs þjóðréttarsamnings og lagaákvæðis skapar réttaróvissu. Þessi lögskýringarregla helgast væntanlega af því að ríkið hefur að þjóðarrétti skuldbundið sig til að hafa réttar- ástandið með ákveðnum hætti. Að vera með eða vera ekki með Handhafar dómsvaldsins sem einn þáttur ríkisvaldsins geta ekki brotið gegn ákvæðum þjóðréttarsamninga og bakað ríkinu þar með þjóðréttarlega ábyrgð. Alþingi og stjómvöld verða að segja upp þjóðréttarlegum samningi ef ekki er vilji til að standa við slíkan samning. Ekki verður bæði sleppt og haldið í því efni. Dómur Hæstaréttar Skýrt dæmi um það að dómstólar skýri ákvæði landsréttar til samræmis við ákvæði í þjóðarréttar er dómur Hæstaréttar, Hrd, 1990, bls. 2, þar sem mál Jóns Kristinssonar gegn Is- landi fyrir Mannréttindanefndinni hafði þau áhrif að Hæstiréttur tók upp nýja skýringu á ákvæði einkamálalaganna um sérstakt hæft dómara. Dómari sem áður hafði komið nálægt sakamáli sem fulltrúi lögreglunnar var ekki talið heimilt að dæma í því sama máli en slíkt hafði verið tíðkað mjög lengi út á landsbyggð- inni. Hæstiréttur hafði fram að þessum dómi talið slíkt í samræmi við landslög. Sagði m.a. í dóminum að ísland hafi að þjóðarrétti skuld- bundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu. Túlka má dóminn sem svo að ákvæði 2. gr. stjómarskrárinnar um þrískiptingu ríkis- valdsins hafi verið skýrð til samræmis við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Lögskýring er dómsathöfn Fyrr var minnst á það að lögskýring er ekki eiginleg lagasetning og tilheyrir þar með laga- setningarvaldinu heldur miklu fremur í ætt við dómsathöfn og þar með hluti dómsvaldsins. Lögskýringin er eitt af þeim tækjum sem dóm- stólar nota til að komast að niðurstöðum. Sú fullyrðing Guðmundar Alfreðsson um að lög- festing túlkunarreglu um að skýra skuli þjóðar- rétt til samræmis við landsrétt þrengi að lög- gjafarvaldinu er því röng þar sem slíkt tilheyr- ir ekki eiginlegu löggjafarstarfi. Skýring stjórnarskrárinnar Stjómarskráin hefur ekki verið skilin eftir orðanna hljóðan. Túlkun ákvæða stjómar- skrárinnar hefur sætt breytingum í gegnum tíð- ina. Þar sem ákvæðum stjómarskrárinnar sleppir hefur stundum myndast stjómskipun- arvenja þ.e. í raun nýtt óskráð ákvæði í stjóm- arskrá sem myndast hefur fyrir venju. Dæmi um þetta er þingræðisreglan. í henni felst að þeir einir geta setið í ríkisstjóm sem meirihluti þjóðþingsins vill styðja eða a.m.k. þola í emb- ætti. Þessi regla kemur ekki beint fram í stjóm- arskránni en hún er einn af homsteinum stjóm- skipaninnar. Ný stjórnskipunarvenja? Það má færa rök fyrir því skuldbinding ís- lands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum hafi skapað þá stjómskipunarvenju að framsal dómsvalds sé heimilt þegar það er vel afmark- að, það gildir á afmörkuðu sviði og að það er ekki verulega íþyngjandi fyrir íslenska aðila sbr. fyrrgreint mál Jóns Kristinssonar og dóm Hæstaréttar. Framsal dómsvalds samkvæmt EES samningnum hefur verið talið einkennast af þessu þrennu. Sú þrönga túlkun á stjómar- skránni sem andstæðingar EES samningsins hafa haldið fram stenst ekki. Forsendur sem ekki standast Fyrir utan að misskilja hugtakið löggjafar- vald að því er best verður séð em rökin fyrir því að EES samningurinn feli í sér framsal allra þriggja þátta ríkisvaldsins byggð á for- sendum sem ekki standast. Þær forsendur eru þær að stjómarskrána eigi skýra eftir orðanna hljóðan. Islenskir dómarar fari með dómsvald- ið, Alþingi og forseti íslands fari með löggjaf- arvaldið og ráðherrar íslensku ríkisstjómarinn- ar fari með framkvæmdavaldið og öll frávik frá því séu óhugsanleg þar sem stjómarskráin gerir ekki ráð fyrir því. Stjómarskráin hefur aldrei verið túlkuð með þeim hætti og inntak hennar hefur allt frá upphafi einkennst.af því að taka mið af ríkjandi réttarhugmyndum á hvetjum tíma. Stjórnarskrá íslands er evrópsk Fyrirmynd stjómarskrárinnar okkar er evr- ópsk. Helsta fyrirmynd íslensku stjómarskrár- innar frá 1944 er danska stjómarskráin. Fyrir- mynd dönsku stjómarskrárinnar frá 1849 er belgíska stjómarskráin frá 1831 en fyrirmynd hennar er franska mannréttindayfirlýsingin sem hefur mótað um margt evrópska lýðræðis- hefð og almenn mannréttindi. Rætur íslensku stjómarskrárinnar eru evrópskar og sú þróun sem þar er hefur orðið stendur því íslensku stjómarskránni næst þegar hún er skýrð. Það er mín skoðun að EES samningurinn brjóti á eng- an hátt gegn íslensku stjómarskránni heldur sé þvert á móti í anda hennar og í samræmi við fyrri þjóðréttarlegar skuldbindingar íslendinga í samfélagi þjóðanna. Búvörulögin og réttaróvissan Sú fullyrðing utanríkisráðherra að landslög víki fyrir þjóðréttarlegum skuldbindingum samkvæmt EES samningnum er því fyllilega í samræmi við réttarframkvæmdina á Íslandi. Æskilegra væri að búvörulögunum yrði breytt til samræmis við EES samninginn. Slíkt myndi eyða réttaróvissu. Hinsvegar er það kannski eins bagalegt og ella því að þeir sem eru í réttaróvissu öðrum fremur em sérfræð- ingar landbúnaðarráðuneytisins sem hafa sér- menntun til að leysa lagaárekstra sem búvöm- lögin og EES samningurinn skapa að öllu óbreyttu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.