Alþýðublaðið - 17.06.1993, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.06.1993, Qupperneq 1
Ráðherrajundur EFTA Kjartan aðalfram- kvæmdastjóri EFTA Bjöm Friðfinnsson í Eftiriitsstofiiunina og Þór Vilhjálmsson í dómstólinn „Þetta verða sjálfsagt spenn- andi tímar“, sagði Kjartan Jó- hannsson sendiherra, núverandi fastafulltrúi í Genf, við Alþýðu- blaðið í gær eftir að ákveðið hafði verið að hann skyldi taka við af Georg Reisch sem aðalfram- kvæmdastjóri EFTA þann 1. september á næsta ári. Kjartan Jóhannsson mun vera fyrsti Is- lendingurinn sem gegnir slíkri ábyrgðarstöðu hjá ijölþjóða- stofnun. Það eru utanríkisviðskiptaráð- herrar EFTA-landanna sem tóku samhljóða ákvörðun um að ráða Kjartan sem aðalframkvæmdastjóra EFTA á fundi í gær. Um starfsvið framkvæmdastjórans sagði Kjartan Kjartan Jóhannsson fastafulltrúi íslands hjá EFTA valinn til forystu í samtökunum. það vera „fólgið í því að vera yfir- maður stofnunar EFTA héma í Genf og stýra 200 manna starfsliði hennar. Þessi stofnun þjónar svo aftur aðildarríkjunum um hvaðeina sem varðar samningana annars veg- ar við Evrópubandalagið og hins vegar við þriðju lönd eins og Aust- ur-Evrópulöndin.“ „Eg geri ráð fyrir að þetta verði nokkuð sérstakt verkefni að þvf leytinu til“, sagði Kjartan, „að það ríkir svo mikil óvissa urn hvemig hlutimir munu verða í nánustu ffamtíð. Það em svo og svo mörg EFTA-landanna búin að sækja um aðild um EB en enginn veit hvort og þá hvenær þau munu verða aðil- ar að bandalaginu. EFTA-stofnunin mun þurfa að geta sinnt öllum þeirra verkefnum meðan þau em aðilar að EFTA. Hins vegar þurfum við að geta aðlagað okkur nýjum aðstæðum eftir að þau em farin.“ EFTA-ríkin em með marga samninga í gangi. Auk EES samn- ingsins hafa þau gert fríverslunar- samning við átta ríki í A-Evrópu og við Miðjarðarhaf og svo em 11 svo- kallaðir efnahags- og viðskiptasam- starfssamningar við önnur ríki. A fundinum skipuðu ráðherramir einnig í sæti dómara og stjómarsæti í Eftirlitsstofnunina. Þór Vilhjálms- son hæstaréttardómari var skipaður í dómstólinn en Bjöm Friðfmnsson ráðuneytisstjóri mun sitja í stjóm Eftirlitsstofnunarinnar. Jökull i röðherrastól I gær óskuðu þrír röggsamir strákar úr Vesturbænuni eftir viðtali við umhverf- isráðherra til þess að ræða hávaðamengun við Hringbrautina. Auk þess komu þeir með ýmsar prýðilegar hugmyndir aðrar í umhverfísmálum. Þeir vilja hjólabrautir, flciri tré og hreinsun á landi og sjó, og síðast en ekki síst að barist verði gegn mengun vegna tóbaksreykinga. Jökull I. Elísabetarson er ábúðarfull- ur á svip þarsem hann situr í stól umhverfisráðherra. Að baki hans standa Garpur, bróðir hans, og Þorstcinn Máni, frændi þeirra, með Össuri Skarphéð- inssyni umhverfísráðherra. SJÁ BLS. 3. Borgamesbær býður ykkur velkomin » —1 I -1- Borgarnes hefur margt að bjóða feróamönnum sem leggja leið sína í eitt fegursta hérað lanðsins. Gott tialdsvœöi - Safnahús Borgarfjarðar ____________________________________________________________l St«tt ad fara - gotf að vera Borgarnesbær

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.