Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.07.1993, Blaðsíða 1
B ■ NAUÐGARAR SLEPPA LÉTT FRÁ GLÆPNUM Fimm stúlkum í það minnsta var nauðgað á útimótinu í Þjórsárdal, fjórum af „kunningjum“ - nauðgarar komast upp með glœpinn án þess aðþurfa að svara til saka en reynt er að senda þá burtu af svæðinu FIMM NAUÐGANIR í Þjórs- árdal munu trúlega ekki verða kærðar. Þolendur slíkra óhæfu- verka, ungar stúlkur, telja að „kunningjanauðganir“ sé erfitt að kæra. Stígamót vita um fimm nauðganir á Þjórsársdalsmótinu sem haldið var um helgina af tveim ungum framtaksmönnum í Reykjavík. Þolendur glæpanna leituðu til starfskvenna Stíga- móta á svæðinu. En lítið virðist úr málunum gert. Nauðgararnir þurfa ekki að svara til saka. „Það voru nauðganir, það er rétt, til okkar leituðu fimm stúlkur sem sögðu að þeim hefði verið nauðg- að“, sagði Heiðveig Ragnarsdóttir, starfsmaður Stígamóta, samtaka kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Því miður eru þessi tilvik aðeins hluti af þeim nauðgunum sem þama hafa átt sér stað“. Heiðveig ásamt annarri starfskonu samtak- anna voru á vakt nánast sólarhring- um saman á útisamkomunni f Þjórsárdal um helgina. I umfjöllun DV um þessa sam- komu segir svo í miðri frétt í gær. eins og ekkert sé sjálfsagðara: „Það var líka eitthvað um nauðganir", sagði hún“, og er þar vitnað í orð einhvetTar af þrem stúlkum, við- mælendum blaðsins, sem voru á há- tíðinni. „Við förum á þessar útisamkom- ur vegna þess að við vitum að þar verða nauðganir. Þama vomm við með heldur ófullkomna aðstöðu og höfðum ærið að gera. Okkur fannst ástandið almennt séð bæði gott og vont, nauðgunarmálin eru auðvitað hryllileg staðreynd og þama var sal- emisaðstaðan mjög slæm“, sagði Heiðveig. En hvað er til ráða þegar ung stúlka kemur í sálarangist til Stíga- móta og segist hafa upplifað nauðg- un? „I fjórurn tilvikum reyndist kunningi hafa nauðgað stúlku, í einu tilviki var um að ræða mann sem stúlkan þekkti ekki fyrir. Stúlk- umar vilja ekki kæra til lögreglunn- ar, þær kenna sjálfum sér um hvem- ig fór, vegna ofneyslu áfengis. Sumar þeirra vilja vera áfram á svæðinu, aðrar hringja til aðstand- enda sinna og láta sækja sig á svæð- ið. Yfirleitt reynum við að fá nauðgarann sendan burtu af svæð- inu“, sagði Heiðveig. H n ••• Helvítis helstefna ■ segir Gísli Jón hjá Ögurvík og vill ekki rœða við minnsta blaðið né það stœrsta „Þetta er ekkert annað en helvít- is helstefna kratanna og Mogg- ans“, sagði Gísli ,lón Hemianns- son, forstjóri Ögurvíkur hf. þegar Alþýðublaðið leitaði frétta hjá honum í gær. Gísli Jón sagðist ekki sjá fram á annað en að hætta allri útgerð, eft- ir að búið er að koma á þróunar- sjóði sjávarútvegsins. Hann vill fá að gramsa í auðlind þjóðarinnar átölulaust og án þess að greiða eyri fyrir. Annað var ekki að frétta hjá Gísla Jóni, þeim harða jaxli af Vigurkyni. Hann sagðist ekki tala við tvö blöð, - Alþýðublaðið og Morgunblaðið. Qamli minkabaninn vaknar til lífsins Sú var tíð að Sámur var einn mest- ur minkabani á Ströndum. Nú cr hann orðinn hrumur og heymarsljór enda fullra 14 ára og grandar víst ekki fleiri minkum héðan af. í seinni tíð hefur Sámur vetursetu á Skaga- strönd cn nær vorar fer hann á forn- ar slóðir í Djúpuvík í Arneshreppi. Og þá er cinsog gamli minkabaninn vakni til lífsins: cldur minninganna fer um æðarnar þegar hann þcfar uppí vindinn eftir lykt erkióvinarins. Sámur kemst kannski ekki langt af bæjarhellunni, cn hann stendur að minnsta kosti vaktina hjá þorskinum væna. Alþýðublaðið segir meira af Djúpuvík og lífinu þar í blaðinu á morgun. (A-mynd: Hrafn Jökulsson) Innbrofskettir herja ó ísfirðinga Sómakœrir heimiliskettir breytast í óargadýr í ókunnum húsum Bæjarins besta, fréttablað Vest- firðinga, skýrir frá því í stórri frétt að „innbrotskettir" herji nú mjög á íbúa í Holtahverfi á Isafirði. Hápunkti náði „kattamálið" í síðustu viku, að sögn blaðsins, „þegar íbúi einn í Holtahverfi vaknaði klukkan fimm að morgni við þrusk í húsinu. Þegar að var gáð reyndust það vera tveir kettir sem komist höfðu inn um smáop á einum glugganum. Þeir voru að slást uppi á eldhúsborði þegar húseigandinn kom að þeim og höfðu þegar brotið lítinn hluta leirtausins. Fyrir nokkrum árum varð einn meðlimur sömu fjöl- skyldu fyrir árás kattar sem skað- aði viðkomandi með þeim hætti að hann bíður þess aldrei bætur.“ Kunnugir segja að í raun sé ekki um villiketti að ræða, „heldur fyrr- verandi heimilisketti sem breytast í óargadýr í ókunnum húsum,“ einsog sagt er í frétt Bæjarins besta. Blaðið segir ennfremur að málið sé komið í „blindgötu“ eftir að þriggja manna sveit kattabana var leyst upp. Flug og bíll á Írlandi á mann miðað við 4 í bíl og 32.200 kr. á mann miðað við tvo í bíl. Innifalið í verði: Flug, bíll í A flokki í eina viku, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, kaskótrygging, flugvallaskattur, forfallagjald og innritunargjald í Keflavík. Barnaafsláttur 2-11 ára 4000 kr. Samvininiferúir Lantisj/n Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbréf 92-13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92 QATtAS/*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.