Alþýðublaðið - 06.08.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.08.1993, Síða 1
Stefnir í metfjölda erlendra ferðamanna á þessu ári Skila 13,5 milliörðum í gjaldeyristekjur -segir Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri sem vonast til að unt 150 þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins á árinu „Þessar tölur um aukin tjölda er- lendra ferðamanna eru mjög ánæguleg- ar fyrir þessa at vinnugrein á tímum erf- iðleika á mörgum sviðum. í upphafi ársins spáði ég 3% aukingu á komum erlendra ferðamanna og sú spá ætti að ganga eftir sem þýðir að nálægt 150 þúsund ferðamenn sækja okkur heim. Þetta eykur gjaldeyristekjur um millj- arð frá í fyrra og þær ættu því að nenia um 13,5 milljörðum króna á árinu,“ sagði Birgir Þorgilsson ferðamálast jóri í samtali við blaðið. Frá áramótum til síðustu mánaðamóta komu samtals 97.360 erlendir ferðamenn til landsins. Þetta er fjölgun um 6,9% frá sama tíma í fyrra, cn þá komu 91.098 út- lendingar. Samtals komu nær 143 þúsund erlendir ferðamenn til landsins á síðasta ári. Kontum lslendinga hefur hins vegar fækkað lítið eitt það sem af er ári eða um tvö þúsund manns. Af erlendum ferða- mönnum eru Þjóðverjar langflestir eða nær 11 þúsund fyrstu sjö mánuði ársins. Frá Frakklandi kontu liðlega þrjú þúsund manns og nær 2.600 frá Sviss. Ekki liggja fyrir tölur unt (jölda gisti- nátta ferðamanna á árinu og því erfitt að segja til um hve lengi þeir dvelja á landinu. Lengd dvalarinnar hefur áhrif á tekjuhlið ferðaþjónustunnar. Flagstofan á að safna þessum tölum saman en Birgir sagði að enn lægju ekki fyrir endanlegar tölur fyrir tvö síðustu ár og engar tölur það sem af væri þessu ári. Birgir Þorgilsson sagði að um næstu áramót legðist virðisaukaskattur á verð á gistingu og sú skattlagning væri ferðaþjónustunni nokkuð áhyggjuefni. Erlendir tjaldferöalangar sitja að málsverði á tjaldstæði. Ljósmynd: Arí Umhverfisráðherra um fosfórhylkin á Ströndum STÓRHÆTTULEG -óskar eftir viðrœðum við Varnarliðið og Landhelgisgœsluna um takmörkuð svœði Jyrir œfingar þar sem hylkin eru notuð og villfá íslensk aðvörunarorð á hylkin Aflaverðmæti mó auka um 500-600 milljðnir Islenskur búnaður við fiskvinnslu- línu elsta frystitogara landsins, Sigl- firðing, hefur reynst með miklum ágætum. í Iðnaðinum, blaði Lands- sambands iðnaðarmanna, segir að fyrstu vísbendingar gefi til kynna 10% betri nýtingu hráefnisins. Með sams konar árangri um borð f öllum frystiskipum landsins sé hægt að auka aflaverðmæti um 5-600 milljónir króna, segir blaðið. Unnið hefur verið undanfarið að gerð nýrrar vinnslulínu fyrir fiskiskip innan samstarfsverkefnisins Halios, sem ís- lendingar, Frakkar, Spánverjar og Eng- lendingar vinna að saman, en verkefni er hluti af Eureka-áætluninni, samstarfs- verkefni Evrópuþjóða á sviði tækniþró- unar. Meðal verkefna í Halios er hönnun á vinnsludekki frystitogara. Hannaði fyrir- tækið VSO-lðntækni nýtt vinnsluferli sem kallað er Vinnslubót og nú er um borð í Siglfirðingi. Komið var fyrir nýj- um hausara sem gefur, betri nýtingu, ásamt tveimur íslenskum aðgerðarvélum frá fyrirtækinu Kvikk hf. Vélamar blóðga og slægja fiskinn án þess að eyði- leggja hrogn, lifur eða svil og auka möguleika á meiri nýtingu aflans. Þá var sett um borð nýlingareftirlitskerfi frá Marel hf. Að sögn Ásgeirs Matthíassonar hjá VSO-Fisktækni er nýtingin 10% beU'i en fyrr, verðmætaaukning fyrir þá á Sigl- firðingi um 20 milljónir frá áramótum þegar tilraunin hófst. Ásgeir segir ekkert til fyrirstöðu að setja samskonar vinnslu- lfnur í alla frystitogara landsins. Auk verðmætaaukningar opnast möguleikar fyrir frekari fullvinnslu um borð, nokkuð sem menn íhuga nú gaum- gæfilega þegar aflaheimildir dragast saman. Með nýju vinnslulínunni minnk- ar álag á áhöfn og tími gefst til að vinna úr hrognum, lifur og svilum sem koma óskemmd úr nýju aðgerðarvélinni. „Við munum leita eftir viðræðunt við þá aðila sem nota fosfórhylki þessi, það er Vamarliðið og Landhelgisgæsluna, og freista þess að fá þau til að takmarka notkun hylkja þessara", sagði Össur Skarphéðins- son, umhverfisráðherra, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Ráðherrann sagði að eftir þeim upplýsingum sem hann hefði aflað sér, væri hér um að ræða stórhættuleg efni, sem ekki eiga heima úti í náttúmnni. Alþýðublaðið greindi frá því í frétt á miðvikudaginn að fundist hefðu tvö hylki á fjörum við Hrútaíjörð um síðustu helgi, en þau innihéldu hættulegan fosfór. Ráðherra sagði að hylkin væm notuð til að gefa flug- mönnum vísbendingu um vindstyrk, vind- átt og hæð. Aðallega væri það Vamarliðið sem notaði hylki þessi, mest við æfingar, en einnig Landhelgisgæslan notar samskonar fosfórhylki. Össur Skarphéðinsson sagði að það væri ljóst að tæki þessi væm nauðsynleg. Hins- vegar sagðist hann telja að ræða mætti um takmörkuð svæði fyrir æfingar af þessu tagi. Þannig mætti með nokkmm líkindum áætla hvar hylkin rækju á fjömr og starfs- menn viðkomandi stofnana þá annast um að hreinsa til eftir sig. Umhverfisráðherra sagði ennfremur að hann mundi leggja til að komið yrði fyrir áberandi viðvömnarorðum á móðurmáli okkar, en eins og Alþýðublaðið greindi frá, fundu böm annað hylkið á íjömm Skál- holtsvíkur í Hrútafirði, en þau að sjálfsögðu ólæs á enska tungu. „Eg lít á þetta sem stórt mál, eitt af mörg- um sem að okkur snýr hér í ráðuneytinu. Fosfórinn getur valdið miklum meiðslum á mönnum og skepnum ef illa tekst til. Þetta vandamál verður því að leysa og hér verður unnið að því á næstu dögum“, sagði Össur Skarphéðinsson í gær. FOSFÓRHYLKI sem fannst á fjörum SkálholLsvíkur í Bæjarhrcppi í Hrútafirði í höndum lög- reglunnar á Hólmavík. Loðnuveiðin GÓÐUR AFLI Loðnuvertíð gengur að óskum. Frá mánaðamótum hafa bræðslumar tekið við um 25 þúsund tonnum og í gærdag vom á íjórða þúsund tonn á leiðinni til lands, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fiskmjölsfrantleiðenda. Sá skuggi er yfir veiðunum að verð fyrir af- urðimar er enn í lægra kantinum. Sumar- og haustvertíð í loðnu, sem hófst snemrna þetta árið, hefúr fært með sér nærri 150 þúsund tonna afla, - heildar- loðnukvótinn er 702 þúsund tonn og em menn bjartsýnir á að ná öllum kvótanum, enda búast þeir við mun meiri veiði á vetrarvertíð að venju. m J DAG! LEIÐARINN í leiðara dagsins er fjallað um óeðlileg hagsmunatengsl lækna og apótekara og sú krafa sett fram að rannsókn verði gerð sem fyrst á óeðlilegum hagsmunatengslum þessara aðila. - Bls. 2 ONNUR SJONARMIÐ Önnur sjón- armið taka í dag fyrir grein Hrafns Jökuls- sonar í síðustu Pressu þar sem hann heldur áfram að eida sitt gráa silfur við Mark- ús Örn Antonsson borgar- stjóra. - Bls. 2 BRÚÐKAUP Á RIFI Á Rifi var um helgina haldið heljarmikið brúðkaup þar sem gift voru Árni Her- mannsson frá Akureyri og Hildigunnur Smáradóttir frá Rifi. Alþýðublaðið var á staðn- um. - Bls. 4 FLATEYJARFERÐ Hefurðu ein- hvern tímann prófað að stíga inn í tímavél og koma út í kringum 1940? Auðvitað ekki, nema þú hafir komið út í Flatey á Breiðafirði þar sem tíminn stendur í stað. - Bls. 4 SÆNSK STJÓRNMÁL í fréttaskýr- ingu er fjailað um sviptingar í s æ n s k u m stjórnmálum. Ýmsar spár hafa gefið það sterklega til kynna að jafnaðarmenn nái þar hreinum meirihluta í næstu kosningum. - Bls. 5 KVIKMYNDIR Barði Jó- hannsson Bkvikmynda- gagnrýnandi ins segir okkur frá Last Action Hero með Arn- old Schwarzenegger, Hot Shots! Part Deux og þeim fé- lögum Amos & Andrew. - Bls. 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.