Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 2

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 3. september 1993 LEIDARI, RÖKSTÓLAR & ANNÁLAR fmiiiiiímtin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Forystukreppa Alþýðubandalagsins ✓ Oánægja með forystu Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir Alþýðu- bandalaginu eru nú komin á það stig, að fyrrverandi formaður þess, Svavar Gestsson, hefur opinberlega lýst yfir að ágreiningur sé bæði um stefnu formannsins og vinnubrögð. Svavar hefur enn- fremur ásakað Ólaf Ragnar um að hafa fremur reynt að sundra en sætta flokkinn, og orð hans er ekki hægt að skilja öðru vísi en svo, að stór hluti forystu Alþýðubandalagsins sé sáróánægður með störf formannsins. Hin djúpa óánægja með Ólaf hefur leitt til þess að tveir þing- menn flokksins íhuga nú framboð gegn honum. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokksins á Vestíjörðum, hefur lýst yfír að hann muni bjóða sig fram, geri enginn annar það. Hinn, Stein- grímur J. Sigfússon, núverandi varaformaður Alþýðubandalags- ins, er þó öllu líklegri til að ná árangri, og um þessar mundir kannar hann undirtektir við væntanlegt framboð. Það segir sitt um ástandið innanbúðar í Alþýðubandalaginu, að tveir þingmenn þess hafa nánast birt opinberar áskoranir á Steingrím um framboð gegn Ólafi. Yfirlýsingar hans á síðustu vikum hafa að vísu borið keim af vaxandi tvílræði, en framboð hans er eigi að síður það Iangt fram gengið, að hætti Steingrímur við núna yrði það óhjákvæmilega túlkað sem pólitískt hugleysi. Möguleikar hans til framtíðar væru þarmeð nánast úr sögunni. ✓ Oánægjan með Ólaf Ragnar er skiljanleg. Starfsstíll hans mark- ast í vaxandi mæli af upphlaupum og ómálefnalegu karpi, sem nær að vekja stundarathygli, en skapar þá ímynd um Alþýðu- bandalagið, að það sé innantómur og stefnulítill andófsflokkur. Til þess er líka horft, að honum hefur mistekist að halda því fylgi, sem flokkurinn náði tímabundið á fyrri hluta kjörtímans. A meðan hefur Framsóknarflokkurinn náð hinni málefnalegu forystu fyrir stjómarandstöðuna, og þangað leitar nú lausafylgið, sem um stundarsakir festi sig við Alþýðubandalagið. Togstreitan um atkvæðin mun því í æ meira mæli verða við Framsókn, og fáum flokksmönnum dylst, að í því ati yrði Steingrímur vænlegri leiðtogi en Ólafur Ragnar. Möguleikar Steingríms eru meiri en margir hyggja. Gallar Ólafs sem foringja verða sífellt ljósari, og flokknum til æ meiri trafala. Alþýðubandalagið er jafnframt byggt upp á foringja- veldi, þar sem þingmennimir era héraðshöfðingjar, sem hafa mikil áhrif á afstöðu félagsmanna í kjördæmum sínum. í dag er ólíklegt að Ólafur hefði stuðning nema tveggja, í hæsta lagi þriggja þingmanna flokksins. Hið öfluga Reykjavíkurfélag er honum jafnframt andsnúið að veralegu leyti. Steingrímur er því líklegur til að njóta miklu meira fylgis, en margir halda við fyrstu sýn. En hefur Steingrímur kjarkinn í þann persónulega leðjuslag sem framboð gegn kaldriijaðasta stjómmálamanni Islands hefur óhjákvæmilega í för með sér? Satt að segja er erfitt að sjá að hann eigi annan kost en þann að láta slag standa. Hann hefur sjálfur byggt upp væntingar stórs hluta af hinni pólitísku forystu Alþýðubandalagsins, auk almennra flokksmanna sem telja að klukkan glymji nú Ólafi. Hopi hann nú af hólminum, eftir að hafa staðið þar um stund og talað stórkarlalega, þá mun hann væntanlega nokkuð skjótt þokast niður í raðir þeirra sem aldrei urðu nema efnilegir, og væntanlega reskjast vel í hægum sessi sveitaþingmanns að norðan. Fræg era þau orð eins af hirðmönnum Ólafs Ragnars, að í bijósti orðháksins Steingríms J. Sigfússonar slái hjarta pólitískr- ar músar. Á næstu dögum kemur í Ijós, hvort það er rétt eða rangt. ! w' ' ' RÖKSTÓLA HVOLPASKÓLI HANNESAR HÓLMSTEINS Hrós Pressunnar Ungt fólk á að fá tækifæri. Það er ekkert sjálfsagðara en að leyfa ungu fólki að takast á við þau verkefni sem miðaldra og eldri kynslóðin hefur einok- að. Til dæmis í sjónvarpi. Hinir miðaldra og eldri þáttastjóm- endur eru orðnir fremur þreyttir og hafa tilhneigingu til að segja sömu hlutina aftur og aftur. Það var því vel til fundið hjá nýjum og röskum dagskrár- stjóra Sjónvarps að leyfa ungu fólki að stjóma umræðuþáttun- um á þriðjudögum. Fyrir fyrsta þáttinn fékk dagskrárstjórinn nýi meira að segja Hrós Press- unnar en það verður að teljast upphefð á við Fálkaorðuna því eins og menn vita hrósar Press- an engum nema þjónunum á Bíóbamum. Stjórnendur með skoðanir En Adam var ekki lengi í Par- adís. í síðustu Pressu afþakkar dagskrárstjórinn Hrósið og seg- ir að hinn vígreifi framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugsson eigi veg og vanda að þriðjudagsumræðu- þáttunum. Aha, segja þá sumir. Þriðjudagsþættimir hafa nefnilega vakið ómælda athygli og umræðu almennings í land- inu þótt þeir séu aðeins orðnir tveir. Mestu athyglina hafa hin- ir ungu þáttastjómendur vakið enda tekið hörðustu afstöðu til málanna, með eða á móti. I fyrsta þættinum var rætt um sauðkindina og var ungi stjóm- andinn svo eindregið á móti kindinni að kjaftaskar eins og Þorvaldur Gylfason prófessor og Guðbergur Bergsson rithöf- undur urðu klossbrems. í síðari þættinum var hinn ungi stjóm- andinn svo fylgjandi því að allir mættu bragga brennivín og selja bömum og unglingum í nafni fijálsræðis að meira að segja hörðustu stúkufélagar fóm að finna á sér í sóffunum heima hjá sér. Þetta er almennilegt. Frjólshyggjushow Nema hvað kverúlantinn hann Illugi í morgunútvarpi Rásar 2 fór að þjarka um þriðju- dagsþættina og halda því fram að í þá veldust aðeins stjómend- ur sem séu í Heimdalli. Þessir þættir séu sem sagt ekkert ann- að en bein útsending úr frjáls- hyggjustrákahópnum í Sjálf- stæðisflokknum. Og allir hafi þeir sömu skoðanir og Hannes Hólmsteinn sé búinn að sjóða niður í sljótt pizzuheilabú þeirra. Allt hefði þetta hljóðað frem- ur ósennilegt nema þegar búið er að koma upp um hver stjóm- ar gerð þriðjudagsumræðunnar í Ríkissjónvarpinu. Aha, segja menn aftur. Og bæta við: Getur það verið að einkavinimir í fijálshyggju- klúbbi Davíðs séu að hleypa völdu ungu fólki að sjónvarp- inu? Má vera að þeir horfi yfir hvolpahóp Hannesar Hólm- steins og pikki út þá sem gelta hæst og mest og sem kunna að sitja og leggjast samkvæmt Hundaskóla Hannesar? Urrdanbíttann! Nema hvað. Landsmenn sitja alla vega uppi með umræðuþátt sem stjómað er frá skrifstofu framkvæmdastjórans. Og ungu stjómendumir hafa hingað til verið eins á litinn: Helbláir. Næst fáum við sennilega um- ræðu um það hvort Háskólinn sé ekki samansettur af komm- únistum. í fundarsal verða Hannes Hólmsteinn og Bjöm Bjamason. Umræðan þar á eftir gæti orðið um nauðsyn þess að leggja niður Alþingi og hafa að- eins einn Sjálfstæðisflokk sem myndi stjóma landinu án tafa frá einhverjum þrösuram. Og nú má hver passa sig sem ætlar að gagnrýna þetta snjalla þáttaform. Því þá kemur BaJdur boli Hermannsson og skrifar fúlar greinar í lesendabréfadálk Morgunblaðsins um að kommar og húmorslausir menn sem ekk- ert hafa gert til að gleðja aðra, séu að ráðast á framkvæmda- stjórann, sig sjálfan og Heilaga þrenningu. Þetta er annars dálítið sniðugt kerfi. Ef einhver gagnrýnir Davíð fær hann Hannes Hólm- stein yfir sig. Og ef einhver gagnrýnir Hrafn, fær hann Baldur yfir sig. Það er til nokkurs að vinna að sleppa við það. finnáll 3. september Atburðir dcigsins 1658 - Óliver Cromwell lést í dag sextugur að aldri. 1783 - Bretland viðurkennir loksins sjálfstæði Bandaríkjanna. 1950 - Nino Farina verður fyrsti heimsmeistarinn í kappakstrí. 1969 - Forseti N-Víetnam, Ho Chi Minh, lést í dag. 1976 - Bandaríska geimskipið Víkingur II. lendir á Mars. Afmœlisdagar Matthew Boulton - 1728 Breskur samstarfsmaður James Watt. Alan Ladd- 1913 Bandarískur kvikmyndaleikari. Pauline Collins -1940 Bresk sviðs- og kvikmyndaleikkona. Málsháttur dagsins „Hógvært svar brýtur bein." Óprenlað málsháttasafn Bjöms Haraldssonar kennara. 1189 - Ríkharður Ljónshjarta verður konungur Englands Ríkhnrðnr Ljóns- hjarta tók við krúnu fiiður síns í dag í Westminster í London og hlaut þar með nalhbótina Ríkharður I. Eng- landskonungur. Fyrsta embættis- verk Rikharðs var að frclsa móður sína úr prísundinni sein faðir Ríkharðs, Hinrik IL, hafði hneppt hunu í. En þáð gerði Hinrik vegna stuðnings hcnnar við syni þeirra sem gerðu uppreisn gegn föð- ur sínum. Ríkharð- ur þykir sniámuna- sarnur og deilu- gjarn maður sem elskar að berjast. filþýðublaðið 3. s«pt. 1961 Óðinn stöðvar jjóra Rússa Forsíðufrétt: „Varðskipið Óðinn athugaði í gær og í fyrrinótt um tuttugu rússnesk síldveiðiskip og stöðvaði fjögur þeirra til nánari athugunar. Má gera ráð fyrir að þetta sé þáttur í rann- sókninni sem nú fer fram á ferðum dularfullra kafbáta hér uppi í landsteinum." Gamla fólkiðfœr hækkun Leiðarinn: „Gamla fólkið fær vissulega hækkun á ellilífeyri sín- um. Núverandi ríkLsstjórn byrjaði á að hækka stórlega þennan h'feyri, sem hafði orðið á eftir í tíð vinstri stjórnarinnar. Nú hafa cnn orðið þær breytingar á verðlagi og kaupgjaldi, að þennan líf- eyri elztu borgaranna verður að hækka. Og það mun gert.“ Bíó eða ekki bíó tílaðsíða 5 (a+b): „Háskólabíó skal það heita, segja blöðin ný- lega, og er vonandi, að þau fari rangt með, að núnnsta kosti á ég bágt með að trúa því, að Háskóli íslands ætli að verða til þess að lengja líf ónefnLsins „bíó“ í heitum slíkra húsa." ALÞÝÐUBLAÐB sunnudaginn 3. september 1961 Ritstjórar Gísli J. Ást- þórsson (áb.) og Benedikt Gröndal - Fuiltrúi ritstjómar: Indr- iði G. Þorsteinsson - Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson - Að- setur: Alþýðuhúsið - Prentsmiðja: Prent- smiðja Alþýðublaös- ins — Útgefandi: Ai- þýðuflokkurinn - Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson SVÖHA LÍTUR l,m KRAMIBÚT! t OQiNN STOÐVAR FJÓRA RÚSSA VMsrn mmm f« mm 4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.