Alþýðublaðið - 03.09.1993, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKÓLAMÁL
Föstudagur 3. september 1993
Það er leikur að læra - á hvaða aldri sem er!
Fullorðnir á skólabekk um allt land
Ótal tœkifœri til nýmenntunar og endurmenntunar fyrir karla og konur
í skólum í Reykjavík og út um land.
Stjórnandi:
Osmo Vanská
Einleikari:
Christian Lindberg
Nemendur njóta
margháttaðra afsláttarkjara
á alla tónleika
hljómsveitarinnar
SINFÓNIUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíóiv/Hagatorg. Sími 622255.
Það er af sú tíð að fólk ljúki skólagöngu í eitt skipti fyrir
öll á unga aldri. Á undanfömum ámm hefur framboð á full-
orðinsfræðslu aukist að miklum mun. Segja má að nú gef-
ist ótal tækifæri til nýmenntunar, símenntunar og endur-
menntunar fyrir fólk á öllum aldri. Til dæmis hefur mikill
fjöldi fólks stundað tölvunám eftir að tölvumar tóku völdin
á æ fleiri sviðum. Aðrir kjósa að nema tungumál eða hressa
uppá kunnáttuna í erlendum málum meðan enn aðrir setjast
í öldungadeildir framhaldsskóla og taka stúdentspróf á full-
orðinsaldri.
Hér í blaðinu er greint frá ýmsu því sem
er í boði hvað varðar fullorðinsfræðslu. Við
þessa samantekt er stuðst við upplýsingar
sem menntamálaráðuneytið tók saman yfir
aðila sem bjóða nám og ffæðslu fyrir full-
orðna en ekki er þó um tæmandi upplýsing-
ar að ræða. Hver og einn sem hyggst nota
sér fullorðinsfræðslu getur aflað sér ítar-
legri upplýsinga hjá þeim aðilum sem hér
eru nefndir og fylgst með auglýsingum í
fjölmiðlum um það sem skólar hafa upp á
að bjóða auk námskeiða sem haldin eru.
Fullorðins-
fræðsla og
starfsmenntun
Fullorðinsfræðslu er stundum skipt í al-
menna fullorðinsfræðslu, það er fram-
haldsskólanám, tómstundanám og félags-
málafræðslu og svo starfsmenntun í at-
vinnulífinu þar sem um er að ræða grunn-
starfsmenntun og eftirmenntun.
Framhaldsskólanám er fyrst og fremst í
boði í öldungadeildum framhaldsskólanna
og í námsflokkum. Innritun í öldungadeild-
ir fer fram í byijun september og í byijun
janúar. í öldungadeildum er hægt að taka
einstaka áfanga eða að ljúka námi á einstök-
um námsbrautum. Borgað er fast gjald fyrir
önn.
I tómstundanámi spannar námskeiðs-
framboð oftast mjög vítt svið, bæði bóklegt
og verklegt. Eins eru nániskeiðin mislöng,
frá nokkrum tímum og upp í 40 - 60
kennslustundir á önn. Innritun fer oftast
fram í janúar og ágúst / september. Þátt-
tökugjald er fyrir hvert námskeið.
Félagsmálafræðsla er fýrst og fremst á
vegum stéttarfélaga og fræðslusambanda
þeirra svo og ýmissa félagasamtaka og er
nær eingöngu ætluð félögum. Hún miðar að
því að auka hæfni fólks í félagsstarfi, eink-
um innan vébanda viðkomandi félaga.
Hvað varðar starfsmenntun þá bjóða fjöl-
margir aðilar upp á starfstengda- grunn-,
endur- og viðbótarmenntun. Oft er þessi
menntun ætluð ákveðnunt starfshópum.
Leita þarf frekari upplýsinga hjá fræðsluað-
ilum, stéttarfélagi, atvinnurekenda og á
vinnustað og finna þannig það sem hentar
hverjum best.
Á undanfömum árum hafa verið stofnað-
ir starfsmenntunarsjóðir. Best er að fá upp-
lýsingar hjá viðkomandi stéttarfélagi um
þær reglur sem gilda um styrki úr slíkum
sjóðum.
Fjölbrautaskóli
Suðurlands
Á Selfossi er Fjölbrautaskóli Suðurlands
sem býður upp á nám í öldungadeild og í
meistaraskóla.
I öldungadeild er boðið upp á nám í flest-
um bóklegum námsbrautum framhalds-
skóla. Einnig hefur verið boðið nám á iðn-
braut húsasmíða. Kennsla fer fram eftir
klukkan 18. Aldurslágmark í öldungadeild
er 20 ár.
í meistaraskólanum er boðið upp á allar
brautir meistaranáms samkvæmt námsskrá
menntamálaráðuneytisins frá 1990.
Kennsla fer fram eftir klukkan 18.00. Skil-
yrði fyrir þátttöku er fullgilt sveinspróf og
eins árs vinna undir stjóm meistara.
9omp og «6ircumstance nr. 1 eftir ‘Edward ‘Elgar
eVélbjólakonsert eftir gandström og
<golero eftir S^aurice <pavel
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Skólinn er í Keflavík og býður upp á eft-
irtalið nám:
A. Öldungadeild. Helstu áfangar sem
kenndir em í dagskóla. Aldurslágmark er
20 ár.
B. Námsflokkar. Alls kyns námskeið
ætluð almenningi til gagns og gamans.
Engin próf em haldin í skólanum.
C. Starfsnám. Ymis námskeið ætluð
fólki úti í atvinnulífinu. Námskeiðin em
haldin í nánu samstarfi við samtök launa-
fólks og atvinnurekenda. Sum námskeið-
anna veita launaflokkahækkun. Einkum er
um að ræða eftirmenntunamámskeið. Sam-
tök launþega, atvinnurekenda og þátttak-
endur sjálfir skipta gjaman á milli sín
kostnaði í starfsnámi.
D. Tölvuskóli FS. Ýmis tölvunámskeið
haldin í samstarfi við samtök atvinnulífsins,
jafnt gmnnnámskeið á tölvur sem sérhæfð-
ari námskeið. Þá er tölvuver skólans einnig
leigt einstökum fyrirtækjum til námskeiða-
halds.
Fjölbrautaskólinn er á Akranesi. I öld-
ungadeild er boðið upp á almennt bóklegt
framhaldsnám eins og í dagskóla. Eftir-
spum ræður þó námsframboði hveriu sinni.
Það hefur í raun þýtt að nemendur hafa get-
að lokið almennum námsáföngum fýrsta og
annars árs í framhaldsskóla. Ur öldunga-
deildinni hafa nemendur brautskráðst af
tveggja ára heilsugæslubraut og viðskipta-
braut. Skilyrði fyrir þátttöku í öldungadeild
er að nemandi sé orðinn 20 ára.
1 meistaraskóla er boðið upp á almennar
greinar og nám í rekstrar- og stjómunar-
greinum til meistararéttinda, svo og nám í
sérgreinum fyrir sveina í húsasmiði, raf-
virkjun og múraraiðn. Þetta nám er auglýst
öðm hveiju og kennt þegar þátttaka er
nægileg.
6. nóvember
% efnisskránni verða verkin
Fjölbrautaskóli
Vesturlands