Alþýðublaðið - 03.09.1993, Qupperneq 6
Föstudagur 3. september 1993
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
„VINSTRI HELMINGURINN
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA
Frelsi gegn forréttindum
Sigurður Pétursson, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar
Frelsi er einn af hornsteinum jafnaðarstefnunnar. Frelsi til
mannsæmandi lífs. Frelsi frá fátækt, menntunarskorti, öryggis-
leysi og réttindamissi. Þessi hafa verið markmið jafnaðarmanna
í heila öld, og einmitt á þeim sviðum hafa jafnaðarmenn náð
mestum árangri. Uppbygging nútímaþjóðfélags er fyrst og
fremst verk jafnaðarmanna í samstarfí við samtök vinnandi
fólks.
Jafnaðarstefnan hefur þannig verið tæki
til að tryggja einstaklingum innan hvers
þjóðfélags ákveðin mannleg verðmæti.
Jafnaðarstefnan er mannréttindabarátta. Þó
þjóðfélagið hafi tekið stakkaskiptum á okk-
ar öld - möguleikum almennings fjölgað,
réttindi bætt og öryggi aukið - eru verkefn-
in enn næg til að bæta samfélagið og breyta
því í átt til aukins velfamaðar og réttlætis.
Jafnaðarstefnan krafa
um afnám forréttinda
Jafnaðarstefnan er krafa um afnám for-
réttinda, misréttis og spillingar. Allir skulu
lúta sömu reglum, án tillits til efnahags,
kyns eða félagslegrar stöðu. Allir eiga að
hafa sömu möguleika - sömu tækifæri.
Þetta hafa jafnaðarmenn gert með upp-
byggingu sameiginlegs menntakerfis, heil-
brigðiskerfis og tryggingakerfis á vegum
hins opinbera. Það er þvf engin tilviljun að
þar sem áhrif jafnaðarmanna eru mest, er
velmegun og lífsafkoma almennings ríku-
legust á þessari jörð.
Skerum upp herör gegn
hagsmunaöflunum
Afnám hverskyns forréttinda á mörgum
sviðum þjóðlífsins hefur náð langt í okkar
þjóðfélagi. Nú þegar kreppir að í þjóðfélag-
inu er sótt að samfélagslegum ávinningum
úr ýmsum áttum. Háværar raddir gera kröfu
um að réttindi og áfangar í jafnréttisbarátt-
unni séu skertir. Oftar en ekki eru þessar
kröfur settar fram undir merkjum ffelsis.
En frelsis fyrir hvem? Frelsis þeirra sem
í skjóli efnahagslegra aðstæðna vilja skapa
sér forréttindi á ný. Jafnaðarmenn hafa of
lengi setið undir þessum áróðri, og reynt að
veija sín vígi, án þess að ráðast gegn þeim
hópum í þjóðfélaginu sem vilja komast
undan samfélagslegri ábyrgð eða skyldum
gagnvart almenningi.
Þessu þurfa jafnaðarmenn að breyta og
skera upp herör gegn hagsmunaöflum sem
standa í vegi fyrír umbótum í íslensku þjóð-
félagi.
Afnám forréttinda
til sjávar og sveita
Efst á verkefnalistanum er afnám forrétt-
inda í atvinnumálum landsmanna. Hér hef-
ur Alþýðuflokkurinn verið í fararbroddi
undanfarin ár með afnámi einokunarað-
stöðu í ýmsum greinum sjávarútvegs. Af-
nám aðstöðu sem tveir stærstu stjómmála-
flokkar þjóðarinnar, Sjálfstæðið og Fram-
sókn, höfðu komið upp fyrir umbjóðendur
sína á síðustu áratugum. En þetta er bara
byijunin.
Afnám forréttinda í sjávarútvegi og land-
búnaði, sem búið er á sfðustu árum að njör-
va niður í kerfi kvóta og úthlutana, er eitt
mikilvægasta réttlætismál almennings nú.
Lokað framleiðslukerfi í landbúnaði og
sjávarútvegi, byggt upp í kringum núver-
andi „eigendur" þessara atvinnuvega, varið
af hagsmunasamtökum þeirra og valdað af
sérstökum „vemdurum" innan stjómmála-
flokkanna, er versta dæmi um stjómmála-
spillingu á okkar dögum.
Bætum svo við þeim hópum samfélags-
ins sem í gegnum götótt skattakerfi í ýms-
um verslunar- og þjónustugreinum koma
sér undan að axla þá ábyrgð sem þeim ber.
Þá höfum við saman stærstu forréttinda-
hópana í okkar samfélagi. Hópa sem beita
fyrir sig pólitískum pótintátum til að verja
sérhagsmuni sína.
Umbætur innan
stjórnkerfisins
Gegn þessu „einokunarkerfi" verða jafn-
aðarmenn að beijast, með því að afnema
núverandi skipulag í sjávarútvegi og land-
búnaði og koma lögum yfir þá hópa sem
koma sér undan sameiginlegum álögum.
Einnig með því að koma á umbótum innan
stjómkerfisins; að allt landið verði eitt kjör-
dæmi, að sveitarfélög stækki og taki til sín
fleiri verkefni, að skattakerfið verði gert
réttlátara.
Allt þetta eru verkefni sem jafnaðarmenn
þurfa að berjast fyrir nú þegar, til að frelsa
almenning undan forræði fámenns sér-
gæsluhóps aðalatvinnuvega landsmanna.
Jafnaðarmenn geta aðeins treyst á stuðn-
ing almennings til að koma umbótum sín-
um í höfn, nú rétt eins og áður. Undir
merkjum jafnaðarstefnunnar hafa ýmis for-
réttindi verið afnumin og gerð að almenn-
ingseign.
Með hagsmuni almennings að leiðarljósi
hefur jafnaðarstefnan sett mark sitt á nútím-
ann.
Með stuðningi ungs fólks munu jafnað-
armenn halda áfram að byggja réttlátara og
betra þjóðfélag til framtíðar.
Byggjum upp þjóðfélag frelsis, án for-
réttinda.
Höfundur er sagnfræðingur
Hvers vegna fj ölgar
ungum jafnaðarmönnum?
Magnús Árni Magnússon, varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar
Staðreynd sú að félög ungra jafnaðarmanna hafa aukið gífur-
lega við félagafjölda sinn á undanförnum tveimur árum hefur
vakið furðu margra. Alþýðuflokkurinn, móðurflokkur Sam-
bands ungra jafnaðarmanna (SUJ), hefur verið þátttakandi í
óvinsælli ríkisstjóm sem hefur þurft að takast á við gífurlega
utanaðkomandi erfíðleika og óráðsíu fortíðar. Þar fyrir utan hef-
ur Alþýðuflokkurinn staðið undir stöðugum árásum stjórnar-
andstöðunnar og sannast þar kannski hið fornkveðna, að illt um-
tal sé betra en ekkert.
Eitt er víst, Samband ungra jafnaðar-
manna hefur vaxið og dafnað á furðuverðan
hátt á ótrúlega skömmum tíma. Fyrir þrem-
ur ámm var sambandið á að giska 100
manna deyjandi klúbbur, sem eyddi orku
sinni í að karpa um slitmr kalda stríðsins.
Þá kom að tímamótunum: Sambandsþing
var haldið 1990 í Hveragerði og í kringum
það leyti var hafist handa um markvisst
uppbyggingarstarf. Félög vom stofnuð eða
endurreist, fundir opnaðir almenningi og
Ijallað af hreinskilni um brýnustu málefni
líðandi stundar, ekki síst það sem snéri að
ríkisstjómarþátttöku jafnaðarmanna, hvað
væri jákvætt í henni og hvað mætti betur
fara. Það var á þessum tíma sem gælunafn-
ið „SAMVISKA FLOKKSINS", fór að
festast við hreyfingu ungra jafnaðarmanna.
Göngum við of
langt í gagnrýni?
Þessi endurreisn SUJ skilaði árangri sem
fór fram úr björtustu vonum. Nú em félagar
í aðildarfélögum sambandsins ekki færri en
áttahundruð að „raungildi" (að raungildi
segi ég því það er tilhneiging stjómmála-
hreyfinga að ýkja félagaskrár sínar fram úr
öllu hófi). Enn fjölgar stöðugt í viku hverri.
Síðasta árið höfum við haft fram-
kvæmdastjóra í hálfu starfi og hefur það
aukið gríðarlega skilvirkni félagastarfsins,
þar sem tryggt er að ekkert sem við gemm
týnist ofan í skúffu, eða uppá ísskáp ein-
hvers nefndarfomnannsins, eins og áður
vildi brenna við.
Lýðræðið í framkvæmd
Vitanlega höfum við verið harkalega
gagnrýnd af ýmsum alþýðuflokksmönnum
sem finnast við ganga of langt í afskiptum
okkar af forystu flokksins. I því sambandi
hefur jafnvel verið talað um persónulegt
stríð formanns sambandsins við forystu-
sveit flokksins.
Þvílíkar vangaveltur em vitanlega út í
hött, því starf ungra jafnaðarmanna byggist
ekki, og má ekki byggjast, á einráðum for-
ingja er leiðir her fótgönguliða sem marséra
í takt. Ungir jafnaðarmenn stæra sig af sjálf-
stæði sínu og umbera um leið skoðanir ann-
arra. Við höfum fyrir margt löngu kastað
„flokkslínunni" fyrir róða.
Máttur fjöldaheyfinga nútímans byggist
á að sem flestir komi nálægt ákvarðanatök-
unni á mismunandi stigum hennar. Þetta er
lýðræði í verki og við það kennum við okk-
ur. í anda lýðræðis viljum við starfa innan
hreyfingar jafnaðarmanna á íslandi, við
viljum að tekið sé tillit til okkar og á okkur
hlustað.
Æðsta stjórn SUJ
ekki iokuð klíka
Lýðræðisins vegna höfum við meðal
annars opnað framkvæmdastjómarfundi
Sambands ungra jafnaðarmanna fyrir öllum
félögum svo þeir fái setið fundina með mál-
frelsi og tillögurétt. Málefnavinnan fer nú
að mestu leyti fram í opnum málstofum þar
sem allir geta tekið þátt, en ekki í lokuðum
kjörnum nefndum eins og áður.
Við höldum úti vikulegum hugflæðis-
fundum, þar sem komið er saman og rætt
óformlega um stjómmál, málefni ungs
fólks; hvaða aðgerðir beri að fara í sem
fyrst og hvaða aðgerðir skuli farið í til
lengri tíma litið. Við ætlum okkur að hafa
áhrif.
í ungum jafnaðarmönnum
býr sprengikraftur
í Sambandi ungra jafnaðarmanna býr
töluverður sprengikraftur. Kraftur sem leit-
ast verður við að nýta til framtíðar við það
ætlunarverk okkar að endurskapa það þjóð-
félag sem íslendingar hafa hingað úl búið
við; Þetta þjóðfélag þar sem forréttinda-
stéttir hafa getað gengið að pólitískri vemd
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vísri,
langt útyfir allan þjófabálk; Þetta þjóðfélag
sem þessir tveir flokkar hafa skipt bróður-
lega á milli sín og nýtt sér aðstöðuna til að
kaupa sér atkvæði fyrir peninga skattgreið-
enda í skjóli óréttláts kosningafyrirkomu-
lags; í skjóli þjóðfélags sem á köflum er
virðist vart komið af frumstigi iðnvæðing-
arinnar.
Sjálfsvitund Islendinga hefur verið sund-
urtætt milli fortíðar og nútíðar. I þetta þjóð-
félag óréttlætis hafa jafnaðarmenn ævin-
lega reynt að höggva skörð og vissulega
talsvert orðið ágengt, en betur má ef duga
skal.
Vegna alls þessa er þörf á ungu jafnaðar-
sinnuðu fólki til að halda áfram baráttunni
gegn óréttlætinu og spillingu helminga-
skipta forréttindaflokkanna.
Alþýðuflokkurinn hefur tekið þá stefnu
undanfarin ár að reyna að vinna að stefnu-
málum sínum innan ríkisstjórna og hefur
þar tekist vel til á mörgum sviðum og náð
að afstýra stórslysum á öðmm. Við, ungir
jafnaðarmenn, viljum veita Alþýðuflokkn-
um eðlilegt aðhald.
Stjórnarandstaðan
er enginn valkostur
Stjómarandstaðan hefur sýnt það glögg-
lega í verki að hún er hugmyndalaus og
vængbrotin. Það er ekki einkennilegt. Úr-
ræði hennar em engin önnur en þau sem em
nú á góðri leið með að setja þjóðarbúið á
hausinn.
Áframhaldandi einangrun þjóðarinnarog
fjármögnun draumaheims með erlendum
lánum, sem hún sér ekki fyrir sér að þurfi
nokkum tímann að borga. Það er því ekki
skrýtið að stjómarandstaðan gagnrýnir ekki
Alþýðuflokkinn á málefnalegum gmnni
heldur notar það vopn helst að níða niður
persónur í forystu flokksins. Þama er
stjómarandstaðan trú anda Stalíns sáluga og
Jónasarfrá Hrifiu.
íslendingar sjá í gegnum holan hljóm
persónulegrar metorðagimdar atvinnu-
stjómmálamannanna sem víla ekki fyrir sér
að selja allt sem þeir hafa staðið íyrir til að
komast í ráðherrastólana. I stólana halda
þeir nástjarfri hendi svo þeir geti haldið
áfram að kaupa atkvæði (með glórulausum
framkvæmdum og fyrirgreiðslupoti) fyrir
peningana þína.
Höfundur stundar nám í heimspeki
við Háskóia íslands.