Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 9
Föstudagur 3. september 1993
SKOLAMAL
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9
Framhalds-
skólinn
í Vestmanna-
eyjum
í öldungadeild Framhaldsskólans í
Vestmannaeyjum er í boði almennt bók-
nám framhaldsskóla samkvæmt námsskrá
menntamálaráðuneytisins. Eftirspum ræður
námsframboði að mestu og nemendur til
stúdentsprófs hafa orðið að sækja ýmsa
áfanga í dagskólanum.
Framhaldsskólinn hefur einnig staðið
fyrir ýmis konar námskeiðahaldi meðal
annars tölvunámi, íslensku fyrir útlendinga
og endurmenntun byggingarmanna. Tölvu-
stofa skólans hefur ennfremur verið leigð út
til fyrirtækja og stofnana sem halda nám-
skeið fyrir starfsfólk sitt eða almenning.
Framhalds-
skólínn
í A-Skaftafells-
sýslu
Við Framhaldsskóla Austur-Skaftafells-
sýslu á Höfn er starfrækt öldungadeild og
er boðið upp á svipað nám og í dagskólan-
um. Aðaláhersla er lögð á viðskiptagreinar.
en að auki er boðið upp á nám á sjúkraliða-
braut fýrir fólk með starfsreynslu í heilsu-
gæslustörfum.
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
I öldungadeildMenntaskólans við
Hamrahlíð er boðið upp á nám til stúdents-
próf á bóknámsbrautum. Oldungadeild
skólans er sú elsta á landinu og hefúr verið
starfrækt í 22 ár. Námið er sniðið að því fyr-
irkomulagi sem tíðkast í dagskóla en íjöldi
kennslustunda í öldungadeild er að minnsta
kosti helmingur þess sem annars tíðkast í
skólanum. Boðið er fram nám í fimm náms-
brautum sem eru eðlisfræðibraut, félags-
fræðabraut, náttúmffæðibraut, nýmálabraut
og tónlistarbraut. Einingar til stúdentsprófs
í öldungadeild em 132.
Ekki er nauðsynlegt að miða að stúdents-
prófi með vem í öldungadeildinni. Mjög
hefur færst í vöxt að fólk leggi stund á
ákveðnar greinar sér til yndisauka eða til
upprifjunar. Nemendur öldungadeildar
njóta þjónustu skólans á sama hátt og aðrir
nemendur.
Öll kennsla f öldungadeild fer fram eftir
að dagskóla lýkur og er kennt í tveimur
samliggjandi tímum klukkan 17.30; 19.10
og 20.45.
Innritun í deildina fer fram tvisvar á ári, í
byrjun september og í byrjun janúar. Þá
greiða nemendur skráningargjald og velja
áfanga fyrir næstu önn. Gjaldið er óháð því
hve margar greinar nemandinn stundar.
Veiðirabb Alþýðublaðsins
N ú er kominn sá tími laxveiðivertíðarinnar að búið er að flytja
veiðitímann seinnipart dagsins frá klukkan 4 til 10 til klukkan 3 til 9. Ekki
eru allir veiðimenn sáttir við þessa breytingu og vilja veiða fram í
brúnamyrkur.
Sjónarmið þeirra er skiljanlegt. Kvöldhúmið er ’oft besti tökutíminn allan
daginn og ekki óalgengt að hyljir sem hafa virst fisklausir allt frá morgni
lifni viö á síðustu mfnútunum, fjöldi fiska fari að elta flugur og spóna og
halda stökksýningar. Frá því sjónarmiði að veiðimenn vilji fá fisk er víst
að þeim ekki mikill greiði gerður með þessari breytingu. Alþekkt er að lax
og silungur (og aðrar fisktegundir) taka agn í kolsvarta myrkri. Ekki skal
hér mælt með því að taka þann háttinn upp, en veiðiréttareigendur mættu
huga að málinu.
V eiðin er að jafnaði tregust þegar lfða tekur að sfðustu veiöidögum og því
enn dýrmætara fyrir veiðimennina að geta nýtt þann tíma sem er jafnvel sá
eini sem gefur yfir daginn. Þar sem veiðihótel eru t.d. ekki til staðar mætti
hugsa sér að veiöitíminn yrði lengdur og væri frá 3 til 10.
Þversögnin mikla
Ein svakalegasta þversögnin sem stangveiöimenn glfma við er hvers
vegna laxinn tekur agn f fersku vatni.
Fáir eru þeir stangveiðimenn sem halda því fram að lax taki fæðu eftir að
hann gengur f ána sfna. Þessi almenna sannfæring er æði skondin f ljósi
þess að á ári hverju eru tugþúsundir laxa staðnir að verki við að háma í sig
slímuga ánamaðka og ótal sögur eru til af veiðimönnum sem hafa veitt laxa
þar sem spónn eða fluga hefur verið alla leið ofan í koki á þeim (löxunum).
A hinn bóginn er það jafn satt að það heyrir til hreinna undantekninga ef
eitthvað matarkyns finnist í rýrum laxamögunum við slægingu. En það
sannar svo sem ekki neitt. Einhver þrætumeistarinn setti firam þá hugmynd
að laxinn kastaði því upp sem hann geymdi í maga sér þegar hann væri að
þreyja glímuna við veiðimanninn. Hvað sem öllu þessu líður stendur sú
staðreynd óhögguð að væri laxinn fullkomlega andsnúinn því að setja
nokkum skapaðan hlut inn fyrir sína skolta eftir komuna í ferska vatnið
myndi ekkert laxveiðisport vera til, í því formi sem við þekkjum að
minnsta kosti.
Hvers vegna tekur hann - ekki?
Þversögnin keyrir þó um þverbak þegar veiðimenn hafa staðið við hylji
sem eru augafullir af fiski og engu skiptir hvað laxinum er boðið - hann
lítur ekki við neinu. Samkvæmt lógikinni með ferska vatnið og
megrunarkúrinn er þetta í rauninni hið eina sanna fullkomlega eðlilega
ástand - svona á þetta í rauninni að vera.
En það er við þessar aðstæður sem margan brestur kjarkinn - hvers vegna í
ósköpunum tekur hann ekki! Þetta er ekkert eðlilegt heitasta helv...!
Hvurskonar ástand er eiginlega á þessum kvikindum! Þetta er nú barasta
ekki hægt!
Hin hástemda fílósófía um ástæður þess að laxinn taki agnið vegna þessa
eða hins vill því gjarnan fjúka út um víðan völl hjá þeim sem ekki hafa
taugakerfi úr steypustyrktarjárni.
V ið þessar erfiðu aðstæður er ærið oft sem eftirfarandi getur gerst.
Annarsvegar að einhverjir bláókunnugir bjöllusauðir taka upp á þeim fjanda
að fara að rótfiska allt í kring um snillingana, eða þá að þeir síðamefndu
brjóta odd af oflæti sínu og kasti því sem þeir helst ekki kjósa; flugumenn
laumast í maðkaboxið eða kasta flugum sem þeir hafa svarið þess dýran eið
að setja aldrei á færi sitt og ormadorgaramir reyna að vöðla fram fyrir sig
flugulínunni. Og oft gerist það, að menn fá á þessu fisk. Fluga vikunnar
tengist einmitt vandræðum af þessu tagi, en hún hefur gefið þeim er hana
hóf að nota við "vonlausar" aðstæður allnokkra laxa síðan.
*******
Fyrir skömmu fréttist af veiðimanni einum sem hafði verið aðferðinni trúr
og kastað öllum flugugersemunum sfnum liðlangan daginn án þess að vekja
fisk. Undir það sfðasta setti hann á tveggja tommu túbu, en slfk verkfæri
eru honum hreint ekki að skapi og teljast í hans huga tæplega fluguveiðum.
Túban sú arna var varla komin f vatnið þegar hún var komin í myndarlegan
laxakjaft. Hún er einföld í hnýtingu en nú á síðstu veiðidögum sumarsins
gæti hún gefið vegna "haustlegrar" litasamsetningar. Heiti hennar er Black
& Gold og hefur gefið fiska bæði { áli og eyr.
BLACK & GOLD