Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 10
10 ALÞÝOUBLAÐIÐ
LEIÐARI & STUTT
Föstudagur 3. september 1993
Leiðari undir Rós
Þjóðlegur Fróðleikur
s
Olafur Gunnarsson skrifar
Guömundur Haraldsson hefur
samiö greinarkorn sem heitir:
Ferö mín til Selfoss. Ég má því
vera fullsæmdur af því að segja
frá Þingvallaför minni. Það var í
blíðskaparveðri einn dag um
haustið á því herrans ári 1991
að ég afréð að bregða mér til
Þingvalla.
En hver var aðdragandi þeirrar ferð-
ar? Hann er svona: Enginn nema brjál-
aður maður byrjar á því að standsetja
gamalt hús. Eg er einn þessara geðsjúk-
linga. Og er ekki undarlegt hvað flest
sem menn búa til hendir það að bila:
GJuggar leka og tvöfalda glerið safnar
móðu. Með útidyrunum blæs og nýja
gólfið í baðherberginu hallar út í horn.
Þangað rennur vatnið en niðurfallið er á
auðum sjó. Ofnamir eru lagðir skakkt
og einn þeirra vælir ískaldur. Þú vilt
læðast út í bílinn þinn og aka burt, burt
frá öllum þessum ógurlega iðnaðar-
mannaskríl en þorir það varla: Bílinn er
settur saman af mannlegum höndum úr
hundrað þúsund hlutum sem vilja f
heilagt stríð.
Samt lét ég mig hafa það að setja
hann í gang. Eg ók burt úr Mosfellsbæ
í suddaveðri einn dag síðla um haustið
á því herrans ári 1991. Ferð mín til
Þingvalla var hafin. I Mosfellsdalnum
byrjaði bank undir bílnum. Ég lagði út í
kant og datt í hug að um allar þessar
bilanir og mistök í mannlífinu mætti
stofna ráðuneyti sem héti Vesenmála-
ráðuneytið og sá sem með það færi
gæti heitið í hausinn á sínum mála-
flokki. En yrði nokkum tímann hægt að
ná í Vesenmálaráðherrann?
Viti menn. Nú rann um Mosfellsdal-
inn lest af svörtum limmósínum með
lögguhjól fyrir stafni og skut. Ég hafði
ekki reiknað með því að í ferð minni til
Þingvalla yrði ckki þverfótað fyrir
heldrafólki. Limmósínur stóðu fyrir
dymm þegar ég kom að Valhöll og
beiddist gistingar. Það rigndi. Ég er
ekki einn þeirra sem fínnst Þingvellir
ljótir í rigningu. En það er fljótt að taka
innan úr manni á langri göngu um hinn
foma stað í slíku veðri. Þegar í borðsal
Valhallar kom var hvergi hægt að sitja.
Þjóninn sagði mér að í kvöld væri Finn-
landsforseti gestur Forseta Islands. Og
sá almúgi sem sat í salnum stóð eldd
upp frá borðum til að hleypa öðmm
gestum að heldur glápti lon og don á
ráðherra og fleira fyrirfólk.sJfkt væri
snobbið. Sestu inn á bar frekar en að
bíða upp á herbergi, sagði hann. Ég
skal láta þig vita þegar borð er laust.
Ég varð hálf-kenndur af hamingju
þegar ég loks félck borð. Mér flaug í
hug yfir matnum að þó ég hefði margt
mátt þola við að standsetja hús þá lukk-
aðist mér samt að koma rotþrónni
klakklaust niður. Enginn gat tekið það
frá mér. Ég hafði stjórnað gröfumann-
inum af mikilli röggsemi. Slíkir menn
em stórhættulegir eins og allir vita. Þeir
demba stálkjaftinum í jörðu án þess að
hafa hugmynd um hvað býr undir, rífa
sundur símakapla og leiðslur,þeir
skjóta sólgleraugunum hissa upp á enn-
ið þegar hann gýs og spyrja: Ha? Var
skólprör héma. A slíkum mönnum þarf
að hafa góða stjóm. Ég flissaði af ham-
ingju við að hugsa um að mér hafði tek-
ist þetta með harðfylgi og þjóninn leit
til mín eins og ég væri eklii með öllum
mjalla. Hann vissi elcki að ég var ráð-
herra upp á mína vísu. Ég horfði á
Finnlandsforseta og hugsaði sem svo
að hefði ég heimsyfirráð lækkaði ég
hann í tign og skipaði hann Vesenmála-
ráðherra fyrir það eitt að láta mig bíða
svona eftir borði.
Þegar ég kom endumærður til Mos-
fellsbæjar á hádegi næsta dag stóð
grafa á hlaðinu heima. Hún var á veg-
um nágranna míns. Hann hafði tekið
skurð og vissi upp á hár hvar mitt frá-
rennslisrör var í jörðu en það er ekki
öllum gefið af hafa góða stjóm á gröfu-
mönnum. Og lýkur hér þessum frá-
söguþætti af ferð minni til Þingvalla.
ORÐABÆKURNAR
34.000 en»k uppflcttiorð
Ensk
íslensk
orðnbók
fntjlisli-lieleindic
Dictionnry
Dönsk
islensk
íslensk [ felensk f &/e
dönsk J Þýsk Jsatoet
orðnbók
Frönsk
íslensk
íslensk
frikisk
orðobók
islensk
'folsk spænsk
orðobók
orðabók
Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann,
á skrifstofuna og í ferðalagið
ORÐABÓKAÚTGÁFAN
STUTTFRÉTTIR
Kristbergur og Níels í Hafnarborg
í Hafiiarborg í Hafnarfirði sýna þessa dagana tveir listmálarar. Kristbergur Pét-
ursson sýnir rúmlega 40 olíumálverk og teikningar, en í Sverrissal sýnirNíels Árna-
son 36 pastelmyndir, fyrsta einkasýning listamannsins.
Tilraunanám í bókiðngreinum
Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, fulltníar bókiðngreina og IðnskóJans í
Reykjavík, hafa undirritað samning um breytt nám í þeim greinum sem lúta að bóka-
og blaðagerð. Með samningnum verður ábyrgðin á námi í bóldðngreinum í höndum
skóla og atvinnulífs sameiginlega. Ekki er annað að sjá en að gamla kerfið sé aftur að
tyðja sér til rúms að einhverju leyti, þegar prentnemar voru undir umsjá og á ábyrgð
meistara á vinnustað og skólastjóra og kennara í skólanum.
Kaþólsk kirkja í Hafnarfirði
Jósefskirkja á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði var vígð í sumar. Þetta er lítil Jdrkja sem
tekur um 70 manns í sæti. Sóknaiprestur er séra Hjalti Þorkelsson. Athygli vekur að
fjölmargir úr sókninni í Hafnarfirði lögðu fram mikla sjálfboðavinnu við kirkjuna
undir stjóm Jóhannesar Halldórssonar yfirverlcstjóra. Kirkjan er lítið en fallegt
mannvirki, hér hefur verið byggt samkvæmt þörf en ekki metnaðargimi.
Norræn trimmlandskeppni
Iþróttasamband fatlaðra stendur fyrir norrænni trimmlandskeppni dagana 15. sept-
ember til 15. október. Keppnin er þrískipt, milli einstaklinga, milli héraðssambanda
og síðast en ekki síst milli Norðurlandanna. Það land sem sýnir mesta aukningu í þátt-
töku firá síðustu keppni fær Trimmhomið, grip sem Flugleiðir gáfu árið 1987. Fatlað-
ir og aldraðir Islendingar em hvattir til að leggja sitt að mörkum og vinna að sigri ís-
lands. íþróttasamband fatlaðra gefur allar nánari upplýsingar.
Hagnaður hjá Byggðastofnun
Fyrirtæki Matthíasar Bjarnasonar, alþingismanns sjálfstæðismanna á Vestfjörð-
um, Byggðastofnun sýnir nærri 21 milljónar króna hagnað á síðasta rekstrarári. Að
vísu er þá ekki teldð með í reikninginn rfldsframlag upp á 180 milljónir króna.
Byggðastofnun hefur nú verið gert að „varðveita eigið fé sitt“ eins og Guðmundur
Malmquistforstjóri segir í ársskýrslu stofnunarinnar. I stjóm auk Matthíasar sem er
formaður em tveir aðrir sjálfstæðismenn, Pálmi á Akri Jónsson og Egill á Seljavöll-
um Jónsson. Framsókn á tvo í stjóminni, þá Stefán Guðmundsson og Olaf Þ. Þórð-
arson. Og síðan koma Ragnar Arnalds og Karvel Pálmason.
Námsstyrkur í Noregi
Árlega er veittur styrkur til náms úr Minningarsjóði Olavs Brunborg, stofnaður af
foreldrum hans, Guðrúnu og Salomon Brunborg „helgaður minningu allra þeirra
norsku stúdenta sem lögðu líf sitt í sölumar fyrir föðurland sitt í frelsisbaráttu Norð-
manna á ámnum 1940-1945“. Alþjóðaskrifstofa Háskóla íslands hefur auglýst styrk-
inn, sem er að upphæð 4 þúsund norskar krónur.
Hópþjálfun fyrir fólk með gigt
Gigtarfélag Islands hefur í þessurn mánuði hópþjálfun fyrir fólk með gigtarsjúk-
dóma ýmiskonar og munu sjúkraþjálfarar annast hana. Markmiðið er að auka lflcams-
vitund, liðleika, styrk og þol, auk þess að auka þekkingu fólks á sjúkdómi sfnum.
Skráning og upplýsingar hjá Gigtarfélaginu í síma 30760.