Alþýðublaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. september 1993_ _______________SKOLAMAL & SKILABOÐ____________________________________ ____________ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15
Það er I leikur að I læra - á hvaða aldri sem er!
Fræðsla
þroskheftra
Fullorðinsfræðsla þroskaheftra fer fram í
Brautarskóla, Safamýrarskóla og í Þing-
hólsskóla við Kópavogsbraut. Þessi fræðsla
er fyrir fullorðið þroskaheft fólk sem vegna
fötlunar sinnar getur ekki nýtt sér almenn
námstilboð fullorðinsfræðslu. Því gefst
kostur á að sækja samræmd námskeið ofan-
greindra skóla, þar sem gert er ráð fyrir að
getustig fólks sé mismunandi og fötlun
margvísleg. Boðið er upp á 70 mismunandi
námskeið sem standa frá janúarbyijun til
mafloka. Kennt er einu sinni eða tvisvar í
viku, tvær til þijár kennslustundir í senn.
Námsskeiðsgjald er lágt en efnisgjald mis-
munandi eftir námsskeiðum.
Endurmenntun
Háskólans
Á næstu dögum er væntanlegt fréttabréf
ffá Endurmenntunarstofnun Háskóla Is-
lands með yfirliti yfir þau námskeið sem
þar eru í boði á haustönn. Samtals mun boð-
ið upp á ein 80 námskeið og eru þau tví-
þætt. Annars vegar er um að ræða námskeið
sem tengjast störfum fólks og hins vegar
kvöldnámskeið sem tengjast áhugamálum
fólks. í þeim flokki er búið að auglýsa nám-
skeið um París-háborg heimsmenningar-
innar, heimspeki, sönglist á íslandi ffá Agli
Skallagrímssyni til Atla Heimis, kvik-
myndir og bókmenntir, Laxdæla, saga og
menning Bandaríkjanna, ný heimskipan
efnahags- og atvinnulífs, byijenda- og
framhaldsnámskeið í ítölsku og byrjenda-
námskeið í spænsku.
Námskeið
bændaskóla
Bœndaskólinn á Hvanneyri er með stutt
námskeið sem eru yfirleitt starfstengd á
sviði landbúnaðar. Má þar nefna nautgripa-
rækt, tölvunotkun, skattskil, æðarrækt, hey-
verkun, kanfnurækt fískrækt, bókband, tó-
vinna, rúningur, hrossarækt og loðdýra-
rækt.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir
þátttakendum ferðastyrk auk þess sem hann
greiðir hluta af námskeiðskostnaði.
Bœndaskólinn Hólum Hjaltadal hefur
undanfarin ár staðið fyrir fjölbreyttu nám-
skeiðahaldi í hinum ýmsu greinum land-
búnaðar. Helstu efnisflokkar eru bókhaid /
skattframtalsgerð, tölvunotkun, hrossarækt
og hestamennska, vatnanýting og bieikju-
eldi, skógrækt, loðdýrarækt og nautgripa-
rækt.
Námskeiðin eru flest 2 til 5 daga og eru
skipulögð af starfsmönnum skólans. Hafin
er tilraun með ijarkennslu í bændabókhaldi
og hefur hún hlotið góðar undirtektir.
Farskólarnir
Farskólum fer fjölgandi f landinu og þeir
eru nú orðnir einir sex. Þeir eru Farskóli
Suðurlands á Selfossi, Farskóli Vestfjarða á
ísafírði, Farskóli Vesturlands á Akranesi,
Farskóli Þingeyinga á Laugum og Húsavík,
Farskólinn á Austurlandi í Neskaupstað og
sá nýjasti er Farskóli Norðurlands á Sauðár-
króki.
Nám í farskólunum er fjölbreytt og má
flokka í starfs- og endurmenntunamám-
skeið og tómstundanámskeið.
Dansskóli Her-
manns Ragnars
Það eru engir nýgræðingar við stjómvöi-
inn hjá Dansskóla Hermanns Ragnars því
hann hefur verið starfandi í 35 ár. í haust
byijar skólinn 11. september og kennt verð-
ur á þremur stöðum eða í Faxafeni 14,
Gerðubergi í Breiðholti og í Frostaskjóli.
Brúðhjónum yfirstandandi árs er sérstak-
lega boðið að kynna sér dansskólann þann
9. september sér að kostnaðarlausu. Dans-
skólinn ætlar að endurvekja unglingaklúbb-
inn Sporið sem er fyrir aldursflokkinn 13 til
15 ára. Kynningarkvöld verður 8. septem-
ber.
OPNUNARTILBOÐ
Gallabuxur + bolur + belti.kr. 3.990,-
Como ullarskyrtur......kr. 2.990,-
Monday buxur...........kr. 2.790,-
Hvítar skyrtur.........kr. 1.590,-
Boy ullarjakki ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ kr. 6.590,-
'________________
- S lTllK FOT
Á STEKKA STRÁKA
KRINGLUNNI, SÍMI 811944