Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ______________ _________________________ERLENP MALEFNl_______________________________ __________Föstudagur 3. september 1993
Ríkisskjöl um Kennedy-morðið hafa verið gerð opinber og ýfa að nýju upp samsæriskenningar.
HVER SKAUT JOHN F. KENNEDY?
"WT^ lestir muna eftir myndinni JFK eftir Oliver Stone sem sýnd var hér á landi
fyrir ekki löngu. Þar kom fram ein af mörgum samsœriskenningum sem
JL. uppi hafa verið um launmorðið á John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjafor-
seta. Eftir að myndin kom fyrir sjónir almennings upphófst mikið fjaðrafok, enda er
það gefið í skyn í myndinni að Lyndon B. Johnson, fyrrum forseti Bandaríkjanna,
hafi ásamt háttsettum aðilum í hernum og leyniþjónustunni látið myrða Kennedy.
Kröfur hafa verið gerðar um að skjöl sem varða málið og geymd hafa verið með mik-
illi leynd fram á þennan tíma yrðu gerð opinber. Hluti þessara skjala voru gerð op-
inber í síðustu viku.
Mörgum skjölum
ennnaldið eftir
Skjölin samanstanda af 800 þúsund blað-
síðum. Þau segja hins vegar ekki alla sög-
una. Mörgum skjölum er enn haldið undan
og stimpluð sem algert trúnaðarmál. Sam-
kvæmt sjálfseignarstofnun sem sérhæftr sig
í rannsóknum á morðinu á Kennedy og
helst hefur flaggað samsæriskenningum
hefur bandaríska leyniþjónustan, CIA,
haldið undan um 160 þúsund skjölum.
Sjálfstæð dómnefnd sem á að fara í gegnurn
þau skjöl sem haldið hefur verið eftir er enn
óskipuð. Mörg ár ntunu líða áður en allur
sannleikurinn verður gerður ljós og þangað
til munu þeir sent trúa á fjórða skotið og
manninn í runnanum halda áfram að spinna
utanum kenningar sínar.
Til þess að leysa gátuna hafa Newsweek,
The Washington Post og fréttastofan CBS
snúið bökum saman til að rannsaka hvemig
bandaríska ríkisstjómin brást við vikuna
eftir morðið. Niðurstöðumar úr þessari
rannsókn, sem verða birtar og útvarpaðar á
þrjátíu ára afmæli morðsins í Nóvember
nk., reka hingað til ekki stoðir undir kenn-
ingar Olivers Stones og annarra sem trúa að
um samsæri hafi verið að ræða. Vissulega
var reynt að hy Ima yfir ýmislegt - en líklega
var ekki um að ræða launráð um að myrða
forsetann. Miklu líklegra er að embættis-
menn innan CIA og FBI (Bandaríska alrík-
islögreglan) hafi haldið aftur sönnunar-
gögnum til að hylma yfir eigin mistök og
halda leyndum áætlunum CIA um að
myrða erlenda þjóðarleiðtoga.
Skjölin sem gerð vom opinber í síðustu
viku sýna að CIA gerði örvæntingarfullar
tilraunir til að komast að því hvort Lee Har-
vey Oswald væri njósnari kommúnista.
Fjármálaþjónusta
fyrir ungtfólk
sem vilh...
• vera sjálfstœtt ífjármdlum
• létta sér skólastarfiö
• fræöast um fjármálaheiminn
• gera tilveruna skemmtilegri
Vaxtalínan er ætluð fólki á aldrinum
13 - 18 ára. Þessi þjónusta býður upp á
veglega skóladagbók, fjármálanámskeið,
bílprófsstyrki, hraðkort, afsláttarkort,
vaxtalínuvörur og ýmislegt fleira.
VAXTALINAN
FJARMALAÞJONUSTA
UNGLINGA
Hver drap John F. Kennedy forseta Bandarík.janna? Um það er
enn deilt í Bandaríkjunum þrátt fyrir að skjöl varðandi málið hafi
nýlega verið gerð opinher.
Fyrstu skýrslur þessa umræddu helgi í Nóv-
ember ollu erfiðleikum. Aðeins fáum vik-
um fyrir morðið hafði sést til Oswalds fara í
sendiráð Sovétríkjanna og Kúbu í Mexíkó-
borg og símahleranir greindu að hann átti í
samningum við sendifulltrúa sem í raun var
KGB maður og sá unt launmorð. En innan
fárra daga urðu útsendarar CIA þó nokkuð
fullvissir um að tengsl KGB og Oswalds
væm aðeins kaldhæðnisleg tilviljun. Sam-
töl KGB mannanna og Oswalds snemst
aldrei urn annað og meira en beiðni þess
síðamefnda um vegabréfsáritun. Embættis-
menn bandarísku leyniþjónustunnar full-
yrtu að Sovétríkin hafi ekki haft í hyggju að
hefja heimsstyrjöldina þriðju.
Byssumaðurinn
einn á ferð
Hvíta húsið var skiljanlega mjög í mun
um að fullvissa alþýðuna um þá niðurstöðu
og Lyndon Johnson setti fljótt á legg rann-
sóknamefnd sem hann vonaðist til að sann-
aði að Kennedy hefði verið skotinn af ein-
um byssumanni. CIA og FBI var skipað að
starfa saman, sem þær og gerðu en aðeins
upp að vissu marki.
Eftir skotárásina vann FBI mjög faglega
að því að hafa upp á Oswald og byssunni
sem hann notaði til að skjóta Kennedy. En
stjórnandi FBI, goðsagnarpersónan, J.Edg-
ar Hoover, varð skelfingu lostinn þegar
hann uppgötvaði að menn hans í Dallas
hefðu að öllum líkindum klúðrað tækifæri
til að koma í veg fyrir launmorðið. Snemma
í nóvember sendi Oswald hótunarmiða til
höfuðstöðva FBI í Dallas, en starfsmenn