Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 20

Alþýðublaðið - 03.09.1993, Side 20
HANKOOK sumarhjólbaröarnir vinsælu á lága veröinu Leitiö upplýsinga og geriö verösamanburö Barðinn hf. SkútuTogi 2 • simi 68 30 80 HANKOOK sumarhjólbaröarnir vinsælu á lága veröinu Leitiö upplýsinga og geriö verösamanburö Barðinn hf. Skútuvogi 2 • sími68 30 80 Norska strandgœslan að vígbúast gegn togurum í Smugunni TILBÚNIR AÐ KLIPPA TOGVÍRA í SMUGUNNI Strandgæslan er tilbúin í þorskastríð við útlenda togara á norskum hafsvæð- um. Síðustu tvær vikurnar hefur gæslan prófað útbúnað sem ætlunin er að nota til að klippa togvíra togara, sem að mati Norðmanna stunda ólöglegar veiðar. Blaðið Dagens Næringsliv segir frá þessu í gær og segist hafa heimildir fyrir því að búnaðurinn hafi verið settur upp í einu af átta skipum strandgæslunnar í Norður-Noregi. Búnaður þessi var sóttur til norska sjóhersins. Um er að ræða tæki sem notuð hafa verið til að gera tundurdufl óskaðleg. Segir blaðið að þessi 70-80 ára gamli útbúnaður muni reynast vel við að kiippa vfra neðansjávar, tilraunir hafi sýnt það nú þegar. Norðmenn ákveðnir í að fara með völdin á svæðinu Einn af yfirmönnum norsku strandgæsl- unnar, Thor Nikolaisen, vill ekki upplýsa hversu mörg skipanna fá útbúnaðinn. Dag- ens Næringsliv segist hafa heimildir fyrir að hann verði aðeins í einu skipi. Nikolai- sen segist ekki getað neitað því að spennan gagnvart íslandi og öðrum erlendum þjóð- um sem eru að veiðum í Smugunni, hafi ieitt til þess að farið var út í þessar aðgerð- ir. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs, sagði að hann legði áherslu á að Norðmenn væru ákveðnir í að fara með völd yfir auðlindunum á svæðinu. Það að beita strandgæslunni væri einn af mögu- leikunum í þeirri mynd. „Þessi nýi búnaður veitir okkur mögu- leika á að taka togara og skjóta að þeim að- vömnarskotum. Þegar ég segi þetta, vona ég að takast megi að fá pólitíska lausn á vandamálinu, þannig að við sleppum við að taka búnaðinn í notkun“, sagði talsmaður strandgæslunnar. Risafréttir um eins tonns afla á mínútu Norsk blöð, einkum í Norður-Noregi, hafa slegið upp risafréttum af aflabrögðum íslensku togaranna fjögurra í Smugunni. Hópsnesið hafi þannig verið að fá „eitt tonn á mínútu" á sunnudaginn var. Þessi veiði á 25 tonnum í aðeins 20 mínútna togi kann að kveikja háspennuna að nýju í Smugunni, segir blaðið Nordly. Blaðið segir að fiskifréttin hafi borist hinum þrem togumnum, sem vom í ör- deyðu norðar á svæðinu, sem er að stærð á við rúmlega helming Islands. Héldu þeir þegar á staðinn, sem Norðmenn hafa friðað vegna smáfisks sem þar á að halda sig. Strandgæsluskipið Stálbas yfirfór afla ís- lensku skipanna og segir blaðið að allt of mikið af smáfiski hafi verið um borð, allt upp í 52% aflans. Norska stjórnin gagnrýnd fynr aðgerðir I leiðara blaðsins Nordlys á miðvikudag segir frá því að einnig Rússar hafi mótmælt veiðum Islendinga í Smugunni. I erindi til Kystvakten klárýCil á kappe (ráln irdtfe <asBU555E7.>.Kairnw..jTTaKfi Kjempefangst i SmutthtnHet Norsku dagblöðin hafa undanfarnar vikur verið undirlagðar af fréttum um Smugumálið. Norska strandgæslan er að vígbúast. Þeir verða innan skamms þess albúnir að klippa á togvíra fiskiskipa sem vciða í Smugunni. Mynd/Aftenposten ríkisstjórnar íslands hafi Vladimir Kal- erskij_, sjávarútvegsráðherra Rússlands, bent Islendingum á að þeir séu að veiðum á svæði strandríkja. Blaðið gagnrýnir norsku stjómina íyrir rangar aðgerðir í málinu. Norsk stjómvöld hefðu í upphafi átt að vinna með Rússum, enda telji báðar þjóðimar að ísland sé að bijóta gegn Hafréttarsáttmálanum. „Sam- kvæmt Hafréttarsáttmálanum bera þeir ábyrgð á að þorskstofninum verði ekki of- gert þannig að stríði gegn reglunni um sjálfbæra þróurí', segir í leiðara blaðsins. Með þvf að vinna með Rússum gegn Is- landi hefði náðst fram þyngri áhersla gagn- vart „íslenskri ríkisstjóm sem er klofin í alla enda og kanta", segir í leiðaranum. Utanríkisráðherrci um mögulega aukna hörku norsku strandgœslunnar í Smugunni „EINFALDLEGA OFBELDI" Lögreglan staðin að því að bijóta lög BRUGGIÐ FLOKKAST SEM EITRAÐ EFNI - segir Óskar Maríusson, efnaverkfrœðingur og fullyrðir að bannað sé að hella því í holrœsi innihalda slík efni. Þar með flokkast allur úrgangur sem inniheldur etanól", segir Óskar í grein sem hann skrifar f blaðið Af vettvangi, sem VSÍ gefur út. Óskar segir að því sé óheimilt að farga þe.ssum efnum á hefðbundinn hátt, til dæmis með því að hella honum í niðurföll. Óskar Maríusson segir að þetta veki menn til umhugsunar um hvort ávallt sé nægjanlega vandað til verks við gerð lagatexta. Hann spyr hvort höfundamir sjái alltaf fyrir endann á afleiðingunum sem viðkomandi lög geta haft. Myndir af lögreglumönnum að hclla niður bruggi í holræsakerfi borga og bæja hafa verið nokkuð tíðar í blöðum og í sjónvarpi að undanfömu. Þessar myndir sýna lögreglumenn að brjóta lögin, að mati Óskars Maríussonar, efnaverkfræðings, fyrrum forstjóra Málningar hf. en nú starfsmanns hjá Vinnuveitendasambandi íslands. .Jitanól, öðm nafni vínandi, flokkast undir hættuleg efni samkvæmt skilgrein- ingu reglugerðar nr. 236/1990 um flokk- un, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vömtegunda, sem Bruggarar hafa verið staðnir að verki, en laganna vcrðir hella niður framleiðslunni, - sem lögum samkvæmt er eiturefni og ætti að flytjast til sérstakrar meðferðar og lorg- unar hjá Sorpu. „Á þessu stigi málsins er þetta nú ekk- ert nema hávaði“, sagði Jón Baidvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, þegar hann var inntur álits á hótunum um þorskastríð, aftanúrklippingar og að- vörunarskot á fiskimiðunum í Barents- hafi. „Hingað til hafa Norðmenn gætt þess vandlega að ráðast ekki til atlögu við skip á opnu hafsvæði eins og í Smugunni. Til þess hafa þeir engan rétt. Og ef þeir gerðu það mundi það ekki standast neinn dóm, - það væri einfaldlega ofbeldi", sagði ráðherrann. Jón Baldvin benti á að til þessa hefðu Norðmenn forðast það sem heitan eldinn að taka skip á veiðum í hinu vafasama fisk- vemdarsvæði, sem þeir hafa eignað sér. Þó- nokkur dæmi væm um að veiðiskip frá samningsþjóðum um Svalbarða, til dæmis Spánveijar, Færeyingar, Danir, Grænlend- ingar og fleiri, hefðu verið þar að veiðum. Ekki ráðlegt að íslensk skipi séu á verndarsvæði „Norðmenn hafa ævinlega bmgðið á það xáð að leita eftir samningum. Vegna þess, og eins og fram kemur í nýlegu norsku riti um réttarstöðu Svalbarðasvæðisins, telja þeir sig ekki á traustum gmnni og vilja ekki láta draga sig fyrir dóm í slíkum málum. Öðm máli gegnir um ríki sem ekki eiga að- ild að Svalbarðasamningnum. Þar er allt eins líklegt að þeir telji tímabært að taka á slfkum skip- um í krafti þess að þarna sé um að ræða norska lögsögu, sem sé þá ekki deilt með öðmm þjóð- um. Þess- vegna er ekki ráðlegt að svo stöddu að íslensk skip veiði á sjálfii fiskverndar- svæðinu. Is- lensk stjóm- völd eru hins- vegar í fram- haldi af þver- girðingshætti Norðmanna og synjun um viðræður að láta kanna hver okkar viðbrögð verða“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson í gær. Sagði hann að lokum að tvennt væri nú einkum til athugunar. Hugsanleg aðild fs- lands að Svalbarðasamningnum; - og hins vegar væm íslensk fyrirtæki að þreifa fyrir sér um stofnun sameignarfyrirtækis með Rússum og hugsanlega hlutdeild í rúss- neskum kvótum þeirra megin í lögsögunni. Jón Baldvin Hannibalsson: „Ekki ráðlegt að svo stöddu að íslensk skip veiði á sjálfu fiskverndarsvæðinu." Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.