Alþýðublaðið - 31.12.1993, Side 3

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Side 3
Föstudagur 31. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ÁRAMÓTAPISTILL - JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SKRIFAR 1. desember 1993: Fullvalda ríki í 75 ár 17. júní1994: Lýðveldið Island hálfrar aldar Hin nýja sj álfstæðisbarátta — um œttjarðarást og alþjóðahyggju með meiru 1. „MINNSTUR SKAÐINN AÐ GRÍMI“ Á uppvaxtarárum mínum fór nokkrum sögum af ffægðar- manni um Vestfirði sem hét Eggja-Grímur. Mér er í bams- minni að fullorðna fólkið talaði um hann með lotningarbland- inni virðingu. Þegar ég komst til vits og ára sannspurði ég að Eggja-Grímur var hvort tveggja í senn: Homstrendingur og sigmaður. Öllu hærra komust menn ekki í mannvirðingarstig- anum á þessum breiddargráðum. Löngu seinna var mér sögð saga af Eggja-Grími, sem hefur greipst mér í minni. Grímur ólst upp á Ströndum, í nálægð við bjargið, í hópi margra systkina, eins og títt var á þeim tíma. Hann þótti minnstur fyrir sér þeirra bræðra og virtist snemma bókhneigður, íhugull og dulur. Einn góðan veðurdag fékk hann fyrirmæli ffá föður sínum um að búa sig undir að fara í bjargið í fyrsta sinn daginn eftir. Grími féll allur ketill í eld við þessi tíðindi. Hann vissi sem var að hann var lofthræddur fyrir utan að vera gersneyddur allri fífldirfsku. í öngum sínum leitaði hann á náðir móður sinnar. Hann bað hana að tala um fyrir karh föður sínum og hlífa sér við bjarg- inu. Einhver hinna bræðranna yrði að fara í staðinn. Grímur lá andvaka í baðstofunni um nóttina. Meðan hann þreytti andvökuna og beygurinn nísti hann í merg og bein, komst hann ekki hjá að heyra orðaskipti foreldra sinna sem töluðust við í hálfum hljóðum. Hann heyrði að móðir hans bað honum vægðar. Faðirinn var stuttur í spuna og byrsti sig um leið og hann sagði: Skilurðu þetta ekki kona. Hinir strákamir eru hraustir og ég verð að nota þá til róðra. Þótt móðirin maldaði enn í móinn var þetta auðheyrilega út- rætt mál. Seinustu orð föðurins voru þessi: Þú hlýtur að skilja það kona að drengurinn verður að duga eða drepast. - Auk þess er minnstur skaðinn að Grími. Þessi orð föðurins brenndu sig inn í vitund unglingsins. Aldrei framar skyldi hann biðjast vægðar af nokkrum manni. Við sólarupprás seig hann í bjargið og stóðst þá manndóms- raun, þótt hann væri með lífið í lúkunum. Við getum ímyndað okkur, hvemig unglingnum var innan bijósts með þrítugt bjargið, stórgrýtta urðina og svarrandi Atlantshafið í öllu sínu veldi við fætur sér. En lífsbjörg fjölskyldunnar og karlmanns- heiður hans var að veði. Eftir þessa þrekraun þurfti Eggja- Grímur aldrei framar að biðja sér vægðar. Það orð fór af hon- um um alla Vestfirði að hann væri mestur sigmaður þeirra bræðra. 2. ÆTTJARÐARÁST OG ALÞJÓÐAHY GG JA Sagan af Eggja-Grími leitaði á hugann þegar ég var beðinn að ávarpa íslendinga búsetta á Englandi í tilefni 1. des. Þar minntust menn þess að 75 ár em liðin frá því ísland varð full- valda ríki og að hálffar aldar afmæli lýðveldisins er á næsta leiti þann 17. júní 1994. Á slíkum stundum þykir við hæfi að menn leiti svara við áleitnum spumingum eins og þessum: Hvað er það sem sameinar okkur Islendinga sem þjóð? „Hvað er það sem sameinar okkur íslendinga sem þjóð?“ Hvað er það sem greinir okkurfrá öðrum þjóðum - gerir okkur að Islendingum? Hvað er það úr sameiginlegri reynslu okkar og sögu sem þjóðar, sem mótar hugsunarhátt okkar, lífsviðhorf ogpersónuleika?... Eða er alltþetta þjóðemistal óskilagóss frá liðinni tíð, til þess eins fallið að íþyngja heimsborgurum alheimsþorpsins, þarsem þeirtygja sig á vit nýrrar aldar? „Sumir hugsa ósjálfrátt um íslenska menningu sem einskonar þjóðminjasafn, sem þurfi að loka affyrir ágengni útlendinga. Sumir hafa staðnað í hugtaka- notkun og þrœtubókarlist sjcdfstœðisbaráttunnar á nítjándu öld við Dani og vilja kenna útlendingum um allt sem aflagafór í móðuharðindum miðaldarsög- unnar og œ síðan“. „íslendingum hefur œvinlega farnast best, þegarþeir voru í sem nánustum tengslum við umheiminn; en verst þegar þeir forpokuðust í eymd sinni og einangr- un og löptu dauðann úr skel sjálfsþurftabúskaparins“. Hvað er það sem greinir okkur ffá öðrum þjóðum - gerir okk- ur að íslendingum? Hvað er það úr sameiginlegri reynslu okk- ar og sögu sem þjóðar, sem mótar hugsunarhátt okkar, lífsvið- horf og persónuleika? Hver er ffamtíð okkar sem þjóð meðal þjóða? Er eitthvað það í menningararfi okkar og lífsreynslu, sem á erindi við aðrar þjóðir og réttlætt getur sjálfstæða þjóð- artilveru okkar? Eða er allt þetta þjóðemistal óskilagóss ffá liðinni tíð til þess eins fallið að íþyngja heimsborgurum al- heimsþorpsins þar sem þeir tygja sig á vit nýrrar aldar? Þessar spumingar em ekki bara upp úr „hirðsiðabók" hátíð- arræðumanna á tyllidögum, sem em til síns brúks en koma okkur ekki við í hversdagslegu amstri okkar. Við skipum okk- ur í flokka og tökum afstöðu í pólitíkinni mikið til eftir því, hvemig við svömm þessum spumingum. Sumir sjá fortíðina í hillingum; finna samtíðinni allt til foráttu og líta á framtíðina sem ógnun við óbreytt ástand. Sumir em svo ákafir þjóðemis- sinnar að þeir Ieiðast út í að fegra fátæktarbasl fortíðarinnar, þennan sjálfsþurftarbúskap eymdarinnar, sem nærri hafði gengið af þjóðinni dauðri. Sumir hugsa ósjálffátt um íslenska menningu sem eins konar þjóðminjasafn, sem þurfi að loka af fyrir ágengni útlendinga. Áðrir hafa staðnað í hugtakanotkun og þrætubókarlist sjálfstæðisbaráttunnar á nítjándu öld við Dani og vilja kenna Dönum (útlendingum) um allt sem aflaga fór í móðuharðindum miðaldasögunnar og æ síðan. Það er off stutt bilið milli einlægrar ættjarðarástar og fólskulegrar þjóð- rembu, eins og morðöldin á Balkanskaga þessi misserin minn- ir okkur óþyrmilega á. En til em líka þeir sem leggja allt annan skilning í lærdóma þjóðarsögunnar. Þeir leggja áherslu á að íslendingum virðist ævinlega hafa famast best, þegar þeir vom í sem nánustum tengslum við umheiminn; en verst þegar þeir forpokuðust í eymd sinni og einangran og löptu dauðann úr skel sjálfsþurft- arbúskaparins. Þeir leggja áherslu á að tslensk menning sé eins og sú jurt sem þrífst best innan um annan gróður. Hún stendur djúpum rótum í íslenskum jarðvegi en þarf líka að fá „áburð og ljós og aðra virkt“ af erlendum toga. Margir virðast gleyma því að flestir landar okkar sem skara ffam úr í vísindum, listum og ffæðimennsku hafa leitað sér menntunar og jafnvel starfsreynslu erlendis. Það er beinlínis sérkenni íslensks nútímasamfélags og íslenskrar menningar að ræktunarmenn hennar leita sér fanga, örvunar, lífsreynslu og nýrra hugmynda, vítt og breitt um jarðarkringluna. Það er hins vegar styrkur íslenskrar menningar, að hingað til a.m.k. hafa þessir farandverkamenn í víngarði menningarinnar snúið heim aftur og auðgað þannig íslenskt þjóðlíf með verkum sínum. Það er háskalegur misskilningur að alþjóðahyggja sé í and- stöðu við ættjarðarást og þjóðrækni. Þessi meinsemd mol- búaháttarins er þó enn í dag versti ljóðurinn á ráði þeirra, sem hæst vilja hreykja sér á kosmað annarra sem þjóðemissinnar og ættjarðarvinir í umræðu dagsins um samskipti Islendinga við aðrar þjóðir. Þessir andlegu afdalamenn gleyma því að feg- urstu ættjarðarljóðin vom ekki ort af forstandsbændum til sveita, heldur útlægum menntamönnum í Kaupmannahöfn, sem sóttu sér lífsmagn og fyrirmynd í erlenda menningar- strauma. Það væri lítill amsúgur í flugi Nobelsskáldsins hefði hann hokrað alla ævi í Mosfellsdalnum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.