Alþýðublaðið - 31.12.1993, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1993 „HIN NÝJA SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA - JÓN BALDVIN HANNIBALSSON SKRIFAR 3. MEÐ ORFIOG LJÁ Hvaða erindi á saga Eggja-Gríms við þá kynslóð Islendinga, sem er að búa sig undir lífið á næstu öld, sem viðskiptavinir Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Það er spuming. Eggja- Grímur er í mínum huga erkiíslendingurinn: Hann er fulltrúi þeirra 33ja kynslóða landnámsmanna, sem lifað hafa af í land- inu fram á þessa öld. Saga hans hefði getað gerst á öllum öldum íslandssögunnar, nema seinni helmingi þessarar aldar. Sögusvið hans, Hom- strandir, stendur alautt af mannlífi. Sjálfsþurftarbúskapurinn, sem stundaður var í návígi við höfuðskepnurnar, er fyrir bí. Við Vestfirðingar emm nú ljölmennari á Suðumesjum en í heimahögum. Sú þróun hófst þegar forfeður vorir urðu fyrstir manna á íslandi til þess að setja niður vél í bát á ísafírði árið 1904. Framrás þeirrar sögu var ekki stöðvuð með neinum byggðastofnunum eða atvinnutryggingarsjóðum. En þessi vél- væðing veiðimannasamfélagsins var upphaf þeirrar þjóðfé- lagsbyltingar, sem lyfti íslendingum upp úr eymd sjálfsþurft- arbúskaparins til lífskjara, sem þola enn samanburð við það besta sem þekkist í heiminum. Upp ffá því varð „export-im- port“, útflutnings- og innflutningsverslun, aðalatvinnuvegur Islendinga. Útflutningurinn stóð undir þeim lífskjörum sem em að mestu innflutt. Það er til marks um það hversu skjótt þjóðflutningana úr baðstofu í blokk bar að, að enn í dag finnst mörgum landanum innflutningur, sem byggir á útflutningi, í hæsta máta óþjóðleg iðja. En spumingin er: Hefur lífskjarabyltingin breytt okkur sjálf- um t.d. á þann veg, að við séum síður hæf til að byggja og nema þetta harðbýla Iand en þeir forverar okkar Eggja- Grím- ur og félagar, sem minna bám úr býtum? Verður það hlutskipti okkar, sem nú emm á miðjum aldri, að horfa á eftir atgervis- fólki af yngri kynslóð, sem sótt hefur sér alþjóðlega menntun, til útlanda? Sjálfur er ég af þeirri kynslóð sem náði því í bemsku og á unglingsárum að skyggnast af eigin reynslu yfir sögusvið og tíðaranda Eggja-Gríms og félaga. Og það er satt að segja ekki ýkja margt eða stórvægilegt, sem skilur þann tíma frá búskap- arlagi landnámsmanna, Skalla-Gríms á Borg og þeirra félaga. Eg var mörg sumur í sveit við ísafjarðardjúp, fyrst hjá móð- urömmu minni á Strandseljum og síðar hjá móðurbróður mín- um, sem sat höfuðbólið Ögur um og upp úr miðri öldinni. Þá var enginn vegur um Djúp og engin biyggja. Samgöngutækin vom hesturinn á þurm landi og bátskæna til sjóferða um Djúp og í kaupstaðinn. Þetta var fjölmennt sveitaheimili og búskaparlagið nær fom- öldinni en nútímanum. Það var að vísu kominn traktor upp úr stríði, og framsýnir menn höfðu fyrr á öldinni virkjað bæjar- lækinn til ljósa. Víst var það bylting. Engu að síður heyjuðum við með orfi og ljá á engjum og reiddum heim á klakk. Við tókum mó til eldiviðar, stunduðum æðarbúskap í Ögurhólm- um til eggja-og dúntöku. Það var nýhætt að færa frá. Sjálfsþurftarbúskapurinn var að líða undir lok því að útræði var stundað framundir þennan tíma við Djúp og fiskur verkað- ur til útflutnings. Upp úr því fór byggðarmynstrið að breytast því að framtakssamir menn flykktust að sjávarsíðunni, þar sem vom uppgrip fyrir dugandi menn og konur. Við kaupmenn í Ögri vomm með öðmm orðum vitni að tímahvörfum fomaldar og nýaldar. En bömum mínum og bamabömum er þetta veröld sem var. Þeirra heimanmundur er því annar en minn og minna jafnaldra. Verða þau þá öðmvísi Islendingar en forfeður þeirra? Er eitthvað í þeirra lífsreynslu sem knýr þau til að yfirbuga óttann hið innra og sýna í verki þá hörku við sjálfan sig, sem þarf til að lifa af? Em þau bundin landinu sömu tryggðarböndum, þótt þau hafi aldrei slegið það með orfi og ljá? Em þau stolt af óðali feðranna eða full van- metakenndar og efasemda um hlutskipti örþjóðar við ysta haf á nýrri öld? Tíminn einn mun leiða það í ljós. 4. BÆNARSKJÖL Á LATÍNU Hvemig upplifa Islendingar samtímans gangverkið í sögu sinni? Skólaspekin á minni tíð skipti Islandssögunni í þrennt: Gullöld, niðurlægingarskeið, endurreisn. A gullöldinni riðu hetjur um hémð til mála- eða vígaferla. Á niðurlægingarskeið- inu lapti þjóðin dauðann úr skel, þreyði þorrann og góuna við hungursneið og hallæri eða lét sig dreyma um foma frægð meðan auðmjúkir embættismenn skrifuðu á latínu bænarskjöl til konungs. Endurreisnin byrjaði með Fjölnismönnum, sem fremur en að gera ekki neitt hreinsuðu hinn skýra málm tungunnar og veittu erlendum menningarstraumum inn í skáldskap og pólit- íska hugsun afdalamanna aftan úr grárri fomeskju. Síðan end- ar þetta allt saman í óbærilega kurfslegu lagaþrasi um fyrirvara og fleyga, sem var almennt svo leiðinlegt að Danir fómuðu höndum og gáfust upp - eins og reyndar þau skólaböm íslensk, sem hafa átt að læra þessa þrætubókarlist síðar meir. Stundum er merkilegt að velta fyrir sér því, sem þagað er um í skólabókum. Hinar epísku örlagasögur Islendingasagna em vissulega lesnar enn, enda standa þær fyrir sínu. En er einhver tilraun gerð til að skýra, hversu ólíkt það þjóðfélag, sem gat af Mynd 1. —■------Þjóöarframleiösla á veröiagi ársins 1993 —13— Þjóöarframleiösla ef hagvöxtur er eins og í OECD-lðndum ----•---Mismunur Myndin sýnir þróun þjóðarframleiðslu á íslandi (svarta femingalínan) og í OECD löndunum (hvita femingalínan). Á neðstu teningalínunni getum við lesið "fómaricostnað" okkar vegna samdráttar í framleiðslu allt frá árinu 1987. í árslok 1994 ( spá það ár) mim þessi fómarkostnaður nema um 100 milljörðum kr. Þetta er sú upphæð sem vantar í þjóðarframleiðslu íslendinga. Það er háskalegur misskilningur að alþjóða- hyggja sé í andstöðu við œttjarðarást og þjóð- rœkni. Hefur lífskjarabyltingin breytt okkur sjálfum til dœmis á þann veg, að við séum síður hœftil að byggja og nema þetta harðbýla land en þeir for- verar okkar Eggja-Grímur og félagar, sem minna báru úr býtum? Hvemig má það vera að íslendingar hafa með öllu vanrœkt að rannsaka, skilja og skýra land- fundasögu sína? Hversvegna hefurþað komið í hlut norskra landkönnuða, fomleifa- og þjóð- háttafrœðinga, að leita að og rannsaka menjar um fund Ameríku og búsetu norrœnna manna þar? Ameríka var þó og er meira en einnar messu virði? Mynd 2. 2,000 1,800 1,600 1,400 1,200 1,000 0,800 0,600 0,400 0,200 0,000 a á mann á verðlagi ársins 1993 o Þjóðarframleiösl a á mann ef hagvöxtur er eins og f OECD- löndum Þessi mynd sýnir þróun þjóðarframleiðslu á mann á íslandi og í OECD löndunum. Neðsta tíglalínan sýnir hve mikið vantar í buddu hvers íslendings m.v. að við hefðum búið við sambasrilegan hagnað og aðrar OECD þjóðir. Þessi upphæð er orðin 400 þ. kr. í árslok 1994. sér þessar bókmenntir, var ríkjandi þjóðfélagsgerð í Evrópu á síðmiðöldum? Réttarríki án framkvæmdarvalds, sem stóðst í meira en þrjár aldir, á sama tíma og léns- og konungsvald efld- ist allt um kring, er heillandi rannsóknarefni, sem vekur vax- andi athygli erlendra fræðimanna. En hvar sér þess stað í sögu- rannsóknum okkar sjálfra? íslendingar skipa sér enn í andstæða flokka, eftir því hvort þeir vilja draga taum Norðurlandabúa eða Kelta, þegar að því kemur að útskýra uppruna þjóðarinnar, þjóðareðli- eða lyndis- einkunn. En hvemig er unnt að skýra uppruna íslendinga, án þess að setja landnámið í samhengi við lokakaflann í sögu vík- ingatímabilsins á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu? Sagt er að Ketill flatnefur hafi hvatt afkomendur sína til að forða sér undan hrammi norska konungsvaldsins með því að flýja til Islands, en sjálfur sagðist hann aldrei fara sjálfviljugur í veiðistöð þessa. Enn í dag eimir eftir af þessu viðhorfi flat- nefs í hugmyndum fyrirsvarsmanna á Norðurlöndum um Is- land, ef grannt er hlustað. Eða hvemig má það vera að Islendingar hafa með öllu van- rækt að rannsaka, skilja og skýra landafundasögu sína? Hvers vegna hefur það komið í hlut norskra landkönnuða, fomleifa- og þjóðháttafræðinga, að leita að og rannsaka menjar um fund Ameríku og búsetu norrænna manna þar? Þarfnast það kannski engra skýringa, hvers vegna Islendingar (eða Græn- lendingar af íslensku bergi brotnir) heyktust á að fylgja eftir þessum sögulegu siglingaafrekum og landafundum, sem fund- ur Ameríku var? Hvers vegna hröktust þessir menn til baka og inn í Grænlandsjökul og út af sjónarsviði sögunnar, sporlaust? Er þetta ekki dæmi um einhvem smánarlegasta ósigur og upp- gjöf, sem Evrópuþjóð hefur beðið frammi fyrir sögúlegum tækifæmm? Ameríka var þó og er meira en einnar messu virði? Þegar kemur að þessum punkti í sögu okkar bregða Islend- ingar gjaman á það ráð að fara með aulafyndni, vitna í fimma- urabrandara eftir Oscar Wilde, eða verða með öllu klumsa og daufdumbir. Lengi vel var látið gott heita að kenna öðmm (Dönum) um niðurlægingu þjóðarinnar á tímabili einokunar og móðuharð- inda, sem í lok átjándu aldar hafði næstum gert út af við þær fáu hræður sem eftir tórðu. Það er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum í þjóðarsálinni þegar nýir sagnfræðingar (Gísli Gunnarsson o.fl.) kveðja sér hljóðs og koma á framfæri öðmm hugmyndum um orsakasamhengi hnignunarinnar. Með hæfi- legri einföldun hefur sú sögutilgáta verið sett fram, að á fimm- tándu og sextándu öld hafi verið orðnar forsendur fyrir því að Islendingar gerðust fiskveiðiþjóð, sem hefði náð með eftirsótt- ar afúrðir á markaði vaxandi borgarsamfélaga á Bretlandseyj- um og síðar á meginlandi Evrópu. Þetta hefði flýtt þéttbýlis- myndun á íslandi um nokkur hundmð ár og bjargað þjóðinni frá hungri og vesöld sjálfsþurftarhorkursins. Hvers vegna gekk þetta sögulega tækifæri þjóðinni úr greip- um? Var það að kenna skilningsleysi eða kúgun danskra ný- lenduyfirvalda? Nei, skýringanna er fyrst og fremst að leita í þjóðfélagsgerð okkar sjálfra; í harðri mótspymu afturhaldsafla í röðum landeigenda og embættismannavalds. Og enn em þeir samir við sig, ef við svipumst um í samtíðinni. íslandi hélt því áfram að hnigna uns það var orðið mesta fá- tæktar- og pestarbæli Evrópu, eins og frásagnir þeirra fáu menntuðu manna, sem lögðu leið sína til landsins, bera með sér á 17du og 18du öld. 5. STANDMYND SEM STEYPT ER ÚR EIR Toynbee gefur þá skýringu á þeirri sögulegu staðreynd að ís- lendingar vom næstum aldauða í lok 18du aldar, að við tækni- stig þess tíma hafi hið harðbýla land í reynd verið utan endi- marka hins byggilega heims. Einhveijar skýringar verðum við að mkka sagníræðinga um ef eitthvað er hæft í því að íslend- ingar hafi verið 1 á móti 5 Norðmönnum, um það leyti sem landið var albyggt, þar til þeir em nú 1 á móti 16 á þessari öld. Er slíkur reginmunur á landkostum þessara landa eða er skýr- inga að leyta í sjálfskaparvíti sögunnar? Hvers vegna er það að Islendingar láta sér nægja að lyíta Jóni Sigurðssyni á stall þjóðhetjunnar, leggja blómsveig að fótstallnum ár hvert 17. júní - en vita í raun og vem ekkert um stjómmálamanninn og lífsskoðanir hans, og á hann þó að hafa fært þjóðinni frelsið á silfurfati, hvorki meira né minna? Við köllum okkur söguþjóð en saga okkar er öll í brotum. Hvaða önnur þjóð sem væri, sem ætti svo fyrirferðarmikinn þjóðfrelsisleiðtoga sem Jón Sigurðsson er í íslenskri sögu, gæti nú vísað á heilt bókasafn sem niðurstöðu sögulegra rannsókna á manninum og samtíð hans. Hann var samtíðamaður Karls Marx. Hver var afstaða Jóns til meginstrauma hugmyndafræði og stjómmálaátaka, sem settu svip sinn á stjómmálabaráttuna í Norður-Evrópu á hans tíð? Jón Sigurðsson er okkur óumdeild þjóðhetja, af því að hann er í reynd gleymdur og grafinn. Hann er eins og stytta sem safnar ryki á hefðarstalli. Bemm þetta saman við hinn sífijóa og lifandi hugmyndaarf landsfeðra Bandaríkja-Ameríku; deil- umar sem geysa stöðugt milli fræðimanna og stjómmála- manna um lífvænleik hugmynda höfunda stjómarskrárinnar: Sambandsríkismanna og valddreifingarmanna. Hvaða vegar- nesti sækjum við í hugmyndabanka þjóðarleiðtoga vors? Við vitum að vísu að í baráttu hans gegn útlendri einokunarverslun virðist hann hafa verið eindreginn fríverslunarsinni. En vemd- arstefnupostular og einokunarsinnar okkar tíma kenna sig öll- um öðmm ffemur við þjóðlega erfð sjálfstæðisbaráttunnar og hampa Jóni eins og ekkert væri. Og komast upp með það, af því að enginn veit neitt í sinn haus um hugmyndafræði sjálf- stæðisbaráttunnar. Þar em öll kennileiti horfin í þoku þrætu- bókarinnar um fyrirvara og fleyga sjálflærðra rifrildisseggja. Sænskur maður, Esbjörn Rosenbladt að nafni, sem hér starf- aði um hríð við sænska sendiráðið, hefur unnið þarft verk með því að skrifa ítarlega bók um Island og Islendinga, sem mun upphaflega hafa verið skrifuð Norðurlandabúum til skilnings- auka. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að pólitík á Islandi sé annars konar en annars staðar á Norðurlöndum. Þar notist menn enn við öxulinn hægri/vinstri til að skýra afstöðu stjóm- málaflokka til viðfangsefna samtímans. Sá mælikvarði dugi ekki á íslandi. Þar snúi pólitíkin einungis fram eða aftur. Af frásögninni má skilja að Alþýðuflokkurinn og hluti Sjálfstæðisflokksins snúi fram, en framsóknarmenn allra flokka snúi aftur. Vegvísamir em alþjóðahyggja gegn þjóðernishyggju; framfaravilji gegn fortíðarhyggju; vilji til samstarfs við aðrar þjóðir gegn sjálfs- þurl'targloría og tortryggni á allt sem útlenskt er. Eg held að þessi sænski maður hafi hitt naglann á höfuðið. En hvar em sagnfræðingarnir?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.