Alþýðublaðið - 31.12.1993, Page 7

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Page 7
Föstudagur 31. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÁRAMÓTASAGAN - ÓLAFUR GUNNARSSON SKRIFAR SAGAN AF PER HUGGER III. kapftuli Per Hugger dvaldi langdvölum á Det Lille Apó- tek. Það haustaði í Danmörku og þeir ávextir sem fólk nennti ekki að tína af trjánum urðu fæða brodd- galta. Skaðamir, þessir svarthvítu fegurðarkóngar fuglanna léku sér að því að lenda breiðum vængjum í hæstu tijátoppum og vaga þar. Odýrt kirsuberjavín kom í búðir eins og ávallt á haustin en Per Hugger mátti ekki vera að því að drekka það. Hann var að vinna. Honum þótti gott að vera í góðri fjarlægð frá íslendingunum. Þá töfðu þeir hann ekki með gegnd- arlausu drabbi sínu. Þegar hann byijaði að vinna fyrir alvöru varð hann þess meðvitaður í hamingju að lífið hafði lagt honum eitt og annað í hendur sem hentaði vel í þetta sannsögulega skáldverk. Hann, Per Hugger, hafði komið til íslands. Vel mátti brúka þá reynslu þegar Jónas Hallgrímsson hugsaði heim. Per Hugger hafði slarkað drjúgt með listamönnum. Ekki var komið að tómum kofunum þar hjá Jónasi. Islendingurinn hafði elskað stúlku en ekki fengið hennar. Við þeirri reynslu gat skáldið frá Hirtshals kinkaði kolli marg- sinnis. Það flóði að honum meiri efniviður en hann fékk moðað úr. Hann skrifaði og skrifaði og fyllti margar stflabækur. Já, penninn rann fyrirhafnarlaust eftir síðunum. Á Apótekinu uppvartaði blondína og gaf honum auga. Á öðrum degi var hún áhugalaus um þessa ritræpu. Þegar Per Hugger hafði unnið í þrjár vikur fór hann að fínna Eika og Grím að spyij- ast fyrir um dauða Jónasar og þeir sýndu honum hús- ið þar sem skáldið hafði dottið í stiga. Stúlkan á Det Lille Apótek átti sér mann. Sá var enskur og kom á kvöldin með gítarkassa og sat á stól upp við barinn þungur á brún, þéttvaxinn og krull- hærður. Reisn konunnar við skenkinn virtist fara eft- ir hvemig lá á þessum manni. Bekkurinn þar sem Hugger hafði samastað við vinnu sína var öndvert bamum. Hann óskaði sér þess heitt að hann ætti svona konu. Hann hafði meira að segja borið við að reyna að brosa þegar hún leit til hans en úr því varð ömurleg gretta. Eftir mánaðartöm tók hann sér hvfld og skvetti í sig eins og skáldi bar og tók gítarleikarann tali. Per Hugger frétti að tónlistarinnar framabraut er ekki síður þymum stráð en bókmenntanna. Gítarleikarinn sem hét Sean var málkunnugur Paul Simon úr Sim- on & Garfunkel. Þeir höfðu spilað saman á Strikinu endur fyrir löngu. Dag einn heyrði Paul Simon í sjálfum sér í útvarpi. Hann var orðinn frægur. Sean hafði spilað með Pretty Things en verið rekinn þeg- ar Pretty Things fékk plötusamning. Kvöld eitt var stúlkan með glóðarauga. Hún fægði glös með ofurreisn hins særða. Per Hugger sat hníp- inn yfir stflabókinni sinni og þorði tæpast að líta upp. Honum leið eins og hann hefði lamið hana. Hann bað um sér yrði færður diskur af lauksúpu. Þegar hún setti súpudiskinn fyrir hann yrti hún á hann og sagði: - Det gör ikke noget du. Hann heyrði að hún var útlendingur. Sagan af Jónasi fór í handaskolum þennan dag, Per Hugger var orðinn morrandi fullur þegar Sean lét loks sjá sig. Unglingar á kránni vom með læti. Einn þeirra myndaði kíki til að skoða glóðaraugað. Per Hugger hafði frá fyrstu stundu fundist stúlkan koma kunnuglega fyrir og nú mundi hann hvar þau höfðu sést. Augað sem sloppið hafði við högg var matt og sígið af depurð í andlitinu. Það var útlitið sem Per Hugger þekkti. Þetta var sammannlegt yfir- bragð á óhamingjusömu fólki. Per Hugger fann sig knúinn til að sitja þar til allir væru famir af kránni. Hún færði honum óbeðin öl og snaps. Sean sat á stólnum sínum til alls vís. I nokkra stund var stúlkan hitt og þetta að dedúa. - Við emm búin að loka, sagði hún snögglega hátt við ástmann sinn. - Þú átt að fara. Eg vil ekki sjá þig, æpti hún. - Þessu er lokið. Skilurðu það? Englend- ingurinn sinnti þessu engu. Hún slökkti í innra herberginu. Per Hugger vonaði að kokkurinn kæmi, að einhver kæmi og tæki hana með sér heim. Hann drakk í flýti snapsinn og bjórinn en var samt sem allsgáður. Hún setti Elefant fyrir hann og sagði ákveðin: - Þú ferð ekki. Per Hugger, skáld frá Hirtshals fann til glímu- skjálfta. Hún lét bjórflösku fy rir Per Hugger og stökk til og greip með ótrúlegri snerpu í gítarleikarann að aftan- verðunni og snaraði honum af barstólnum. Sean burðaðist við að rísa á fætur en hún sparkaði í rass- inn á honum áður en hann kom fótunum fyrir sig, hann hrökklaðist til dyranna með spaugilegu göngu- lagi. Sean slæmdi til stúlkunnar án þess að hitta. Hann náði taki á peysu hennar og þeytti henni í gólf- ið og sparkaði fast í læri hennar og hún öskraði af bræði með hárið í flækju fyrir andlitinu. Nú reis Per Hugger, skáld frá Hirtshals á fætur. Englendingurinn bandaði hendi til skáldsins og sagði á hörmulegri dönsku: - „Bland dig udenom, hun er en luder." Hugger settist. Hún rak gítarkass- ann í fang Sean. Hann klofaði til útidyranna gapandi af drykkju. Hún varð að sækja lykla til að hleypa honum út. Per Hugger var sorgmæddur að hafa ekki þorað að hjálpa. Hún lét kerti í stjaka á borðið hans og sótti sér snapsflösku og sígarettur og stakk við. Hárið var blautt af svita og klesst við kinnamar. Þau sátu og dmkku. Hún haltraði af og til að gá á gluggann. Loks taldi hún óhætt að fara af kránni. Þau skimuðu bæði um þrönga götuna. Enginn beið þeirra. Per Hugger hélt yfir um hana en hún hélt á snapsflöskunni. Hún skalf þótt hlýtt væri í veðri. - Eg get ekki farið heim. Hann drepur mig. - Kondu með mér, sagði Per Hugger og ekki laust við að gætti skjálfta í röddinni. Þau lögðu af stað. Hún haltraði. Hann bjóst við að mæta Sean á hveiju homi. Þau settust á bekk á Ráð- hústorginu og létu flöskuna ganga. I stiganum á Stampesgade fékk hún sáran verk í lærið og varð að fara eina tröppu í einu og styðja sig við handriðið. Stíginn var bæði brattur og háll. Per Hugger opnaði dymar á risherberginu. Eitt- hvað hvítt og flangt lá á gólfinu og Ijómaði dauflega í myrkrinu. Það var umslag. Hann tók það upp. Hún settist stynjandi á rúmið hans. Hann reif upp umslag- ið og las bréfið í birtu frá tungli: Skáldið Per Hugger frá Hirtshals til heimilis að Stampesgade 6 hefur fengið styrkveitingu ffá Dansk Islands Fond að upp- hæð kr. 25.000 til að vinna að skáldverki um den is- landske digter Hallgrímsson og hans venner Fjölnis- mænd. Stúlkan var sest á rúmið og néri á sér lærið. - Mik- ið er ég feginn að fá að vera. Ég heiti Taida. Ég er Pólsk. - Ég heiti Per Hugger, svaraði skáldið. - Og ég er rithöfundur. IV. kapítuli Per Hugger vaknaði í birtingu. Þau höfðu kúldrast á bekknum þar til hann flutti sig á gólfið undir morg- un. Hann hafði sofið hjá stúlku í fyrsta sinn. Ekkert hafði gerst nema einmitt það: Þau höfðu sofið. Hún vaknaði æst á taugum og þorði ekki heim. Þau fóm á morgunbúllu. I stiganum mættu þau gamla manninum, hann var árla á fótum til að missa ekki af góðgætinu sem til féll í öskutunnumar. Hann horfði á eftir þeim gapandi. Per Hugger fann til gleði að láta þennan sóðalega durg sjá að nú var hann með kvennmann á sínum snæmm. Þau dmkku gammel- dansk og Guldöl á Jæmebanekránni. Taida sagði skáldinu sögu sína. Hún átti móður á lífi í Krakov. Hún átti átján ára dóttur í Póllandi sem hún hafði ekki séð í fimmtán ár. Hún átti tólf ára son í Svíþjóð. Hann bjó hjá föð- ur sínum. Ég setti auglýsingu í blað. Ef þið viljið kynnast faguixi Pólskri stúlku sendið þá bréf ásamt mynd. Flestir sem sendu mynd vom of gamlir. Jan var lögfræðingur. Það var ást við fyrstu sín. Hvaða karlmaður getur staðist svona ljóshærða gálu eins og mig? - Ekki nokkur maður, samsinnti Per Hugger. - Það var engin framtíð í Póllandi. Ég svaf hjá út- lending þegar ég var fimmtán ára og fékk rússkins- jakka fyrir. Finnst þér ég agaleg? Við Jan áttum stærðar hús í Svíþjóð. Það var á tveim hæðum. Þama var ágætt að vera en til lengdar fannst mér einangr- unin þreytandi. Ég var ekki skotin í manninum mín- um lengur. Ég þarf að vera skotin í manni til að vera með honum. Sjáðu til, innst inni er ég hóra í eðli mínu og ég hef alltaf vitað það. Þess vegna get ég ekki verið mjög lengi með sama kallinum. Nú verð ég að losna við Sean, hann hangir utan á mér eins og ógeðsleg hvelja. En hann var dásamlega brjálaður þegar ég hitti hann fyrst. Þá spilaði hann með Pretty Things sem vom á síðasta snúning. Skrítið hvað venjulegir karlar geta orðið sætir þegar þeir em í hljómsveit. Þú verður að konta með mér heim, ég þori ekki ein. En segðu mér nú frá sjálfum þér. Ég hef aldrei áður verið með listamanni. Hér verð ég, höfundur þessarar sögu, Ólafur Guwmrsson að stöðva frásögnina. Lesendum mín- um, ef einhverjir eru, get ég sagt að nú heJUr það gerst sem ekki heflir áður hent á aldaifjórðungs skáldskaparferli mínum. (Eg byrjaði að yrkja 23. apríl 1967) Ég kemst ekki lengra. Éghef setið íþrjá daga yflr tölvunni og hárreitt mig. Ég er kominn í þrot með þennan bölvaðan asnakjálka Per Hugger og þennan heldur vafasama kvenmann Taidu sem hann erað eltast við. Rithöfundur ríkir yfir söguper- sónum sínum eins og Guð og mér er skapi nœst að láta loftsteinfalla í höfuðið á þessu heimska pari þar sem það situr á vertshúsi einn sumardagsmorgun 1987. Man einhver lesandi eftir klámblaðinu sem gamli karlfauskuriim var að hampa? Það átti eftir að snerta sögiilietju vora með þunga. Einnig átti gít- arleikarinn enski eftiraðfá uppreisn œru. Ray Davis í Kinks bauð honum í Kinks. Þau Taida byrjuðu aft- ur saman. Grímur og Eiríkur? Ekkert fékk haggað þeim forstokkuðu mönnum. Ég hafði hugsað mér að kíta Per Hugger missa sveindóminn og skrifa skikk- anlegt skáldverk. Ég tek það afhonum. Ég tek það allt af honum. Því málið er: Ég er sammála föður Per Hugger, kaupmohninum jóska, sonurinn er asni og œtti að drífa sig heim til Hirtshals og þiggja vinn- una og herbergið semfaðir hans vill borga. En sjáið nú til lesendur góðir, mikið er vald höfundarins. Ég er að hugsa um að stinga Per Hugger undir strœtis- vagn. Förum aftur á krána. - Mig langar í rettu, sagði Taida. - Þjónn sígarettu, kallaði Per Hugger. Þjóninn kom að borðinu með pakka af Prins. - Ég reyki ekki Prins, sagði Taida og gretti sig. - Bara Vinston. - Ég skal sækja handa þér einn pakka af Vinston, ástin mín. Per Hugger reis á fætur og hljóp út en rétt í því sveigði gulur strætisvagn, leið fjögur fyrir hom, skáldið rann á banana- híði, vagnstjóranum tókst ekki að hemla nægilega snöggt, bfl- inn rann yfir Per Hugger skáldfífl ffá Hirtshalds sem lá eftir á götunni eins og dauður háhymingur. Bflstjórinn bakkaði of- an af honum, hljóp út og sagði skjálfraddað- ur: - Ma- ma-maður- inn er látinn. Taida grét. Svartur maskarinn lak í taum- um niður andlit henn- ar. - Ég elskaði þetta skáld sagði hún við þjóninn. - Samband okkar var það eina góða sem hefur skeð fyrir mig. Nú fer gœsahúð um mig, höfundinn. Újf, hvað helvítis merin er fölsk. Og að lokum: Hinn raunverulegi endir sögunnar, eins og ég hafði hugsað mér hann, og þar leik- ur sjálfur Jónas Hall- grímsson aðalhlut- verkið: Kaupmannahöfn. Hlý vomótt þann 25 maí árið 1845. Jónas Hallgrímsson hefur setið á Hvvids Vinstue og hugsað heim. Glas er í hönd skáldsins. Vínið logar í kverk. Jónas Hallgrímsson er dmkkinn. Innra ólga kvæði. Allir em horfn- ir af kránni nema þjón- ustustúlkan og ástvin- ur hennar. Sá er mæddur finnskur maður. Hann hefur flutt sig á borðið til Jónasar. Ástkona hans sér um að uppvarta á Hvít. Kertaljós stendur á borðinu. Andlit Finnans er ömm sett. Helst mætti halda að einhver hefði gamnað sér við að rista vang- ana lóðrétt með hníf. - Du skal ud, kallar konan að skáldinu. Hún er þreytt og sorg- mædd enda vinnudag- urinn langur og ástvin- urinn duglítill líru- kassaleikari. - Ut með þig, það er búið að loka. Skilurðu það ís- lendingur. Er det sa forstaaet? Vi har lukk- et nu. Jónas Hallgrímsson tekur að hafa yfir hendingar úr ástarljóð- inu mikla. Hann mælir yfir glas sitt tómt. - Greiddi ég þér lokka við Galtará. Vel og vandlega. - Jeg gider ikke höre pa det islandske piss, hrópai' stúlkan. - Er det sa forstaaet? Vi har lukket. En nú reis Jónas Hallgrímsson á fætur þéttur á velli og brá við það hart að stóll hans hraut um koll. Nú er skáldi þessu nóg boðið þótt dmkkið sé og snautt. Hann greip þétt með báðum höndum um vanga stúlkunni og horfði í andlitið. Hún leit á móti. Annað augað var sigið af raunum. Svo mælti skáldið á sínu ástkæra ylhýra máli. - Ég var bara að hafa yfir gamalt kvæði. Vertu nú góð. FLUGVIRKJAFÉLAG ÍSLANDS Almennur félagsfundur F.V.F.Í. Almennur félagsfundur F.V.F.Í. verður haldinn að Borgartúni 22 þriðjudaginn 4. janúar 1994 klukkan 17.00. Dagskrá: 1. Staða F.V.F.Í. innan ASÍ. Gestur fundarins Benedikt Davíðsson. 2. Málefni AEI. 3. Orlofshúsamál. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega! Stjórnin. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Umhverfisráðuneytið LAUS STAÐA Umhverfisráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu skrifstofustjóra umhverfisskrifstofu ráðuneytisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi, hlotið haldgóða stjórnunarreynslu og hafa gott vald á íslensku og erlendum tungumálum, þ.á.m. ensku. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu úr opinberri stjórnsýslu, þekki til alþjóðasamstarfs eða hafi menntun/starfsreynslu á sviði umhverfismála. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist umhverfisráðuneytinu fyrir 22. janúar 1994.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.