Alþýðublaðið - 31.12.1993, Page 13

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Page 13
Föstudagur 31. desember 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 ÁRAMÓTA-RÖKSTÓLAR Rússneski þjóðemissinnínn Zhírínovskí hefúr komið tslendingum í uppnám. Það gerði hann með þvf að hóta að gera ísland að nýju gúlagi fyrir pólitíska fanga þegar heimsveldið Rússland færi aftur að teygja úr sér. Zhírínovskí sagði margt annað míður fallegt um ffam- tíð íslands, allt vegna þess að Jón Baklvin hafði íyrstur utanríkisráðherra heims fengið ríkisstjóm síns lands til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Það á Zhírínovskí erfitt að fyrirgefa. Zhírínovskí og íslandssagan Nú er það svo, að margir telja ZWrínovskí geðsjúkan imba. Meira að segja Búlgarar hafa hent honum úr landi og Þjóðveijar neita honum um land vistariey fi, bara af því að hann hefúr sðmu skoðanir og þeir höfðu sjálfir fýrir nokkrum áratugum. Ummælin um gúlagið á íslandi sem ftamtíðar-frí- svæði fyrir pólítíska fanga, bendir til þess að Zhírínovskí veit sínu viti. Hann hefur greinilega lesið íslandssöguna og fylgst með íslenskri samtímasögu. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ísland heftir alitaf verið gúlag fyrir póiitíska fanga. Spurning um fangaprest Þetla bytjaði auðvitað með póliúsku flóttamönnunum ingólfi og Hjörieifi sem flúðu einræði og fasismaHarald- ar hárfagra og stofnuðu fríríki Ásatrúarmanna á íslandi. Síðan kom kirkjan og norska konungsstjómin og ís- lendingar hófu hina löngu göngu sína sem pólitískir fangar. Fljótlega var skipt um fangaveiði og Danir tóku að sér að gæta dýflissunnar í norðri. Þeim dönsku emb- ættismönnum sem þóttu of heimskir eða langdrukknir lil að tolla í embættum í Danmörku varrefsað með embætt- isfærslu á íslandi. Þetta sama bragð áttí Stalín eftir að nota þegar hanna getðí háttsetta embættismemi í Moskvu að kommissörum í Síberíu eða Asíu. Siðaskiptin vom auðvitað aðeins spuming hver væri fangelsispresturinn í gúlaginu, páfinn eða Marteinn Lút- her. Og fangamir tóku þá trú sem þeim var boðuð, líkt og Afríkunegramir sem urðu tiúuðustu Bandaríkjamennim- ir fyrir og eftír Þrælastríð. Frá nýlenduföngum til þjóðernissinnaðra fanga I’egar Jón Sigurðsson og Fjölnismenn byijuðu að und- irbúa sjálfstæðisbaráttuna í Kaupmannahöfn, átti það at- hæfi enga fyrirmynd j mannkynssögunni nema ef tíl vill þrælauppreisn Spartakusar í Rómaveldi hinu foma. Og allir vita hvemig tór fyrir Spartakusi. Þegar ísland varð fullvalda 1918, hafði hins vegareng- in sjáll'stæðishetja vcrið fcst upp á kross. Uppreisn gú- iagsins í norðri virtíst ætla að heppnast. Það var á þessu stígi málsins sem framsóknarmennim- ir undir forystu Hriflu-Jónasar komu tíl skjalanna. Jónas, jafn snjall og hann var, sá strax í hendi sér, að ekkert er auðveldara en að umbreyia nýftjálsum nýlenduföngum í þjóðcmissinnaða fanga. Og þar með hófst upphafið að fangelsisstefnu Fram- sóknar. í gúlagi Framsóknar Hin full valda íslenska þjóð var færð undir höft, einok- un, innflutningsbönn, útflútningsbönn, miðstýrða ríkis- ftamlciðslu, skömmtunarkerfi, kommissaraveldi og al- ræði kaupfélaga og samvinnuveldis. Blindaðir af þjóðemisvímu, kokgleyptu fangamir hið nýja agn og töldu sér trú um að fangelsishliðin hcfðu opnast Þegar þjóðin varð sjálfstætt lýðveldi 1944, drógu fangantir fánann sinn að hún meðan að ameríski og breski hemámsherinn horfði annars hugar á. Að loknu stríði var gerður vamarsamningur við Bandaríkin sem pössuðu að enginn léðist á gúlagið. Þeir voru með öðrum orðum valdir sem fangaverðir af hinum nýftjálsu og sjálfstæðu föngum. Tíminn leið og viðreisnarstjómimar opnuðu smárifu á gaddavírsgitðingu gúlagsins sem ráðatnenn Framsóknar- áratuganna lokuðu í hastí í upphafi áttunda áratugarins og allt til dagsins í dag er Viðcyjarstjómin hefur opnað fangelsishliðin um þessi áramót í hálfa gátt. Hátalarar Framsóknar glyrnja þó enn á hræddum og þjáðurn föng- unum að ganga ekki út lyrir fangelsishliðin. Skilja menn nú, ltvers konar söguspekingur og vitring- ur Zhfrínoyskf er? Hvemig væri að fá manninn sem næsta ferðamálastjóra gúlgasins f norðri? ÁRAMÓTAPISTILL - BOLLIRUNÓLFUR VALGARÐSSON SKRIFAR Blásum í herlúðra nýrrar sóknar Senn kveður okkur enn eitt árið. Það sést hversu viðburðaríkt það hefur verið þegar rifjuð er upp þjóðmálaumræðan almennt síðast- liðna 12 mánuði og ekki síst þróun og gengi Alþýðuflokksins innan- búðar sem utan. Starf Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík var ekki síður viðburðaríkt og líflegt á árinu enda þótt með öðru sniði hafi verið. Líflegt starf FUJ í Reykjavík Líflegt starf Félags ungra jafnað- armanna í Reykjavík má þakka því góða fólki sem gengið hefur til Úðs við félagið undanfarin ár. Það hef- ur borið þann árangur að á síðasta starfsári gekk á þriðja tug ungs fólks í félagið, sem ég þori að full- yrða að sé með því mesta um langt árabil. Stjóm FUJ í Reykjavík heldur reglulega fundi tvisvar í mánuði, þar sem starfið framundan er skipulagt og tekin afstaða til ým- issa aðkallandi dægurmála. Einnig hefur verið gert átak í ýmsum skipulagsmálum félagsins og má þar nefna samþykkt nýrra og endurbættra laga, fyrstu stefnu- skrár og fleira. Við höfúm starf- rækt tvær málefnanefndir með Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur og stuðluðum að setningu málaefna- nefnda flokksins, sem þegar hafa tekið til starfa eða em í þann veg- inn að koma saman. Þeirra nefnda bíður töluvert starf ekki síst í ljósi komandi sveitarstjómakosninga í vor og flokksþings næsta haust. Ungt fólk tU ábyrgðar FUJ í Reykjavík mun á næstu mánuðum taka fullan þátt í undir- búningi flokksins fyrir borgar- stjómarkosningamar eins og félag- ið hefur raunar gert fram að þessu. Þar skiptir höfuðmáli að samstaða náist meðal stjómarandstöðunnar í borginni um sameiginlegt framboð og borgarstjóraefni. Við leggjum okkar að mörkum til að það megi takast. Félagið mun einnig taka þátt í sjálfum kosninga- slagnum því við teljum að ungt fólk eigi að láta sig varða pólitíska framvindu í landinu í mun ríkara mæli en hingað til. Ónýtur flokkur án skipulegs starfs Eins og ég hef nefnt hafa verið skipaðar málefnanefndir í flokkn- um, sem eiga að ljúka starfi sínu fyrir flokksþing næsta haust. Ljóst er að flokkurinn verður að vanda enn betur til verka í starfi sínu fyrir flokksþingið en nokkm sinni fýrr og blása í herlúðra nýrrar sóknar fyrir komandi þingkosningar. Eg er raunar þeirrar skoðunar að við endurskoðun laga flokksins - sem mér skilst að nú staridi yfir - eigi að festa málefnanefndimar í sessi. Mín skoðun er sú að í hverja og eina málefnanefnd eigi að kjósa fimm aðila auk oddvita á flokks- þingunum sjálfum. Nefndimar séu að öðm leyti opnar öllum félags- mönnum en hinir kosnu beri ábyrgð á starfi þeirra og skili skýrslu á flokksþingum. Það er enn fremur skoðun mín að flokkur án skipulegs flokksstarfs sé ónýtur flokkur og geti aldrei verið neitt nema fámenn klíka. Á hinn bóginn em ýmsir í flokknum sem virðast líta öflugt flokksstarf með umboð homauga og er því ljóst að hugmyndin mun eiga við ramman reip að draga. Eg verð raunar einnig að harma það að fulltrúa FUJ í Reykjavík skuli ekki hafa verið boðin þátttaka í starfshópnum sem endurskoðar lögin og sýnir það að nokkm hversu tímabært það er og nauð- synlegt fyrir Félög ungra jafnaðar- manna og Samband ungra jafnað- armanna að unga kynslóðin sæki meiri ábyrgð í hendur flokksforyst- unnar. Það á ekki aðeins við um þetta atriði heldur á öllum sviðusa^-. inn á við sem utan flokksins. Samband ungra jafnaðarmanna er Iang skipulagðasta hreyfing inn- an Alþýðuflokksins og á það að þakka öflugu félagsstarfi, þar sem margir koma að stefnumótuninni. Það er tímabært að hinir eldri geri sér grein fyrir því að það er þessi yngsta kynslóð Alþýðuflokksins sem mun leiða hann til vegs og virðingar á ný. Gætum sanngirni og sýnum samstöðu Það er jafnframt ljóst að gengi Alþýðuflokksins í næstu kosning- um mun ekki síður ráðast af sam- stöðu flokksmanna sinna sem nokkuð hefur skort á undanfarið. Alþýðuflokksfólk verður að standa saman og á það ekki síst við flokks- forystuna. Flokksfólk okkar á heimtingu á því á svo erfiðum tím- um sem nú. Beri hún ekki gæfu til þess ber okkur að skipta um forystu á næsta flokksþingi. GLEÐILEGT ÁR! Höfundur er formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vik og meðstjórnandi í fram- kvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna. Skatthlutfall og skattafsláttur Skatthlutfall staðgreiðslu í janúar 1994 er 41,79% í janúar 1994 verður skatthlutfall staðgreiðslu 41,79%. Skatthlutfall staðgreiðslu fyrir febrúar - desember 1994 verður auglýst síðar. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1979 eða síðar, verður 6% á árinu 1994. Persónuafsláttur á mánuði er 23.915 kr. Persónuafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 23.915 kr. á mánuði. Sjómannaafsláttur á dager 671 kr. Sjómannaafsláttur fyrstu sex mánuði ársins verður 671 kr. á dag. Frá og með 1. janúar 1994 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin á árunum 1988 - 1993. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.