Alþýðublaðið - 31.12.1993, Qupperneq 16

Alþýðublaðið - 31.12.1993, Qupperneq 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HMIIIIIilffllfl Samningurinn um Evrópska efnahagssvœðið að taka gildi Föstudagur 31. desember 1993 Aukin samkeppni á öllum sviöum í staö fákeppni og einokunar EES—samningurinn tryggir rétt einstaklinga og Jyrirtœkja í viðskiptum og niðurfelling tolla skapar ný tœkifœri fyrir íslenskan matvœlaiðnað Umbylting verður í hagstjórn hér á landi með gildistöku EES-samningsins um þessi áramót. Sameig- inlegur markaður nær 380 milljóna manna mun tryggja tollfrjáls viðskipti án hindrana með vörur og þjón- ustu. Samningurinn tryggir öllum " EFTA-ríkjunum að- gang að þessu stærsta og öflugasta markaðs- svæði heims á jafnrétt- isgrundvelli án þess að þau glati rétti sínum til að ráða viðskipta- og tollastefnu sinni gagn- vart ríkjum utan EES. Þessi samningur tryggir að sjávarút- vegur okkar stendur í ^-fyrsta sinn jafnfætis keppinautum sínum ásamt annarri iðnað- arframleiðslu á mark- aði sem tekur við 4/5 af útflutningi sjávaraf- urða. Þegar EES-samning- urinn verður kominn til framkvæmda að fullu hefur hann í för með sér lækkun tolla fyrir sjáv- arútveginn sem nemur 96% miðað við þá tolla sem nú eru í gildi og þann útflutning sem er héðan. Strax um þessi áramót falla niður 3/4 hlutar tolla af þeim sjáv- arafurðum sem mestu máli skiptir. Þar er um að ræða tolla af saltfiski og saltfiskflökum og niðurfelling 18% tolla á ferskum þorskflökum sem og ýsu-, ufsa, og '***þrá!úðuflökum. Þessir tollar hafa verið veruleg hindmn varðandi út- flutning. Fullunnar neytendavörur Þó að lækkun og nið- urfelling tolla þýði bætt- an hag sjávarútvegsins sem nemur einum. til tveimur milljörðum króna segir það ekki nema hálfa söguna. Með EES-samningnum gef- ast ný tækifæri fyrir ís- lensk matvælafyrirtæki til að koma neytenda- vömm beint á markað. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif varðandi aukna at- vinnu og stóreykur verðmæti framleiðsl- unnar. Vegna aflasamdráttar- ins að undanfömu hefur atvinnulíf á landsbyggð- inni ekki síst átt undir högg að sækja. EES-samningurinn er því kærkomið tækifæri til að skapa ftskvinnsl- unni um allt land nýja möguleika. Nú verður hægt að skapa meiri verðmæti úr minni afla og þetta ætti að verða landsbyggðinni mikil lyftistöng. Rétt er að minna á að það tókst að koma í veg fyrir að sú krafa Evrópubandalags- ins að fá einhliða veiði- heimildir í íslenskri lög- sögu jafngildar tofla- lækkunum næði fram að ganga. Tryggir samkeppnisstöðuna Þátttaka íslands í EES er forsenda þess að hægt sé að tryggja samkeppn- isstöðu okkar á lang- mikilvægasta markaðs- svæði þjóðarinnar. Um 75% af vöruútflutningi okkar fer á þetta mark- aðssvæði og án aðildar að EES væri samkeppn- isstaðan vonlaus. Þá hefðum við þurft að horfa upp á helstu keppinauta okkar svo sem Norðmenn, Dani og Færeyinga ná þar yfir- burðastöðu. Þetta á líka við þegar komið er að sköpun nýiðnaðar og stóriðju þar sem erlent áhættufjármagn þarf að koma til. í EES-samningnum eru sameiginlegar reglur um fjármagns- og vinnumarkað og þær lúta samræmdum sam- kepppnisreglum. Þessi sameiginlegi markaður mun þvf ryðja burtu við- skiptahindrunum og koma í veg fyrir mis- munun. Þetta mun örva vömþróun og hagvöxt, bæta lífskjör og draga úr atvinnuleysi. Með samræmdum samkeppnisreglum og gæðastöðfum ásamt banni við ríkisstyrkjum og undirboðum sem og eftirliti með fram- kvæmd milliríkjasamn- inga eru hagsmunir smáríkja á borð við Is- land tryggðir. Nauðsynlegt aðhald Með samningnum um evrópska efnahags- svæðið er réttur einstak- linga og fyrirtækja tryggður í viðskiptum um leið og réttur stjóm- valda til mismununar í skjóli pólitísks valds er skertur. Þetta þýðir með- al annars það að fá- keppnismarkaður hér innanlands fær nauð- synlegt aðhafd erlendis frá. Með því móti ætti til dæmis að verða auð- veldara að lækka vexti og ná jafnvægi á fjár- magnsmarkaði. Einok- un og fákeppni ásamt vemdarstefnu hvers konar hefur lengi bitnað á neytendum og laun- þegum í formi hærra verðs á vöru og þjón- ustu. Þetta breytist til batnaðar með EES-samningnum sem felur í sér gagnkvæm réttindi og skuldbind- ingar um opnun þjóðfé- lagsins ásamt aukinni samkeppni á öllum svið- um.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.