Alþýðublaðið - 04.03.1994, Qupperneq 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
LANDB UNAÐARBLAÐ
Fðstudagur 4. mars 1994
INGVAR HELGASON:
Skemmtileg Búvélasýning
ÞAÐ VAR ekki illa til fundið, að
efna til búvélasýningar af þeirri
reisn sem þeir hjá Ingvari Helga-
syni gerðu. HÁTÍÐ í BÆ var hún
kölluð. Ekki var aðeins boðið upp á
sýningu á hinum íjölmörgu vélum
og tækjum sem Ingvar Helgason er
umboðsmaður fyrir, en stóran hluta
þeirra fékk hann þegar Sambands-
fyrirtækið Jötunn hætti störfum,
heldur var bætt um betur.
I húsakynnum Ingvars bauð
Goði upp á matvælakynningu. Osta
og smjörsalan Bitmhálsi gekkst
einnig fyrir kynningu á starfsemi
sinni þar. I Reiðhöllinni voru síðan
haldnir Norðlenskir hestadagar 1,
2, 3, 4 og 5 mars þar sem íslenski
hesturinn var tengdur atburðum úr
íslandssögunni. I Perlunni var boð-
ið uppá tískusýningar og snyrti-
vörukynningu. Til þess að gera sem
flestum kleift að njóta þess sem
uppá var boðið náði Ingvar Helga-
son umtalsverðum afslætti á flugi
og gistingu hjá Flugleiðum.
Og í tengslum við þetta allt Sam-
an var Ingvar Helgason með um-
fangsmikla og skemmtilega bú-
vélasýningu að Sævarhöfða 2 dag-
ana 1-3 mars... Þar vom sýndar
vélar frá þeim framleiðendum sem
Ingvar Helgason hefur umboð fyrir.
Meðal þeirra tækja sem mátti sjá
þama fyrir utan hinn langreynda og
sígilda MASSEY FERGUSON,
vom meðal annars jarðvinnslutæki
frá KVERNELAND, CLAAS hey-
vinnsluvélar, TRIMA ámokstur-
tæki og er þá fátt eitt nefnt.
Athygli vakti hversu mikinn
áhuga menn sýndu plógum og herf-
um þeim sem vom þama til sýnis
og sýndi það manni að þrátt fyrir
erfitt árferði er ekki að finna mikinn
bilbug á ræktunarmönnum þessa
lands. Þegar útsendari Alþýðu-
blaðsins kom á staðinn var þröng í
kringum sölumann. Miðað við
þann fjölda sem var kominn á sýn-
inguna, auðsjáanlega fólk allstaðar
að, skildist að ekki hefði verið svo
illa til fundið að hafa svo knappan
tíma á sýningunni. Stemmningin,
mannlífsflóran og hraði umferðar-
innar í kringum vélar og tæki
minnti einna helst á þá lýsingar sem
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
Laugavegi 120,105 Reykjavík
Sími 91-25444
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1995 þurfa að berast Stofn-
lánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi.
Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem
meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni.
Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo
og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma
þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjenda eru.
Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að
senda inn umsóknir fyrir 31. desember næstkomandi.
Það skal tekið fram að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu
hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir.
Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt
lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lán-
takendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar
lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðil-
um, sem eru með veð í viðkomandi jörð.
/y§Á BÚNAÐARBANKIÍSLANDS
f ftj STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
JÚUUS VIFILL og GUÐMUNDUR A INGVARSSYNIR ásamtföngulegum hestakonum.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Ævaforn FARMALL hefur hér eignast aðdáanda. Nútímalegri vélar í baksýn.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólasonn
PAÐ VAR mikið spáð og spjallað á Búvélasýningu Ingvars Helgasonar.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
maður hefur haft af svoköll-
uðu kamivali.
Alþýðublaðið ræddi laus-
lega við Guðjón Hauk
Hauksson milli stríða en
hjá honum var í mörg horn
að líta. Erlendir fulltrúar
voru þama að kynna þau
tæki sem þeim tilheyrðu og
þurfti Guðjón oft að grípa
inn í þegar að flóknari út-
skýringum kom. Þrátt fyrir
þann almenna samdrátt sem
orðið hefur í þjóðfélaginu
lét Guðjón Haukur vel af
sölu búvéla og fylgihluta og
sagði þá hjá Ingvari Helga-
syni vera ánægða með sinn hlut.
Endumýjun dráttarvéla hefur verið
of lítil undanfarin ár svo það muni
fljótlega koma að því að menn
verði að endumýja vélar sínar.
Rúllubaggaþróunin hafi síðan orðið
til þess að æ aflmeiri vélar verði
ráðandi á maikaðnum og það knýi
ekki síst á unt þá endurnýjun sem
verði á næstunni.
Sú áhersla sem þeir hjá Ingvari
Helgasyni hafa lagt á að koma vara-
hlutum sem fyrst til kaupenda hefur
skilað sér í jákvæðu viðmóti
ánægðra viðskiptavina.
Arngrímur Pálmason sem
leiddi útsendara Alþýðublaðsins
um sal um stund minntist einnig á
þetta og lagði áherslu á það atriði að
varahlutaþjónusla væri það sem
mestu máli skipti því sumarið væri
ekki það langt hér á landi. Er óhætt
að segja að þetta er ríkjandi viðhorf
innflytjenda í dag. Viðskiptavinur-
inn hefur nú efni á þvf að gera kröf-
ur og hinn almenni bóndi er ekki
eins bundinn sinni gömlu tegund og
hann var hér áður. Æskilegt hefði
verið að gera þeim tækjum sem
boðið er uppá nákvæmari og betri
skil en tíminn og plássið, þið vit-
ið...
Þetta var frábær sýning hjá Ing-
vari Helgasyni.