Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 12

Alþýðublaðið - 04.03.1994, Page 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LANDBUNAÐARB LAÐ Föstudagur 4. mars 1994 Aðalfundur 1994 Skeljungur hf. Shell einkaumboö Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 1994 í Átthagasal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um greiðslu10% arðs. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, er nemur 10% hlutafjár. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með 8. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Samvinnuháskólinn Rekstrarfræði Rekstrarfræðideild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam- vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórnunar, svo sem markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál og fleira. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Frumgreinadeild Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Umsækjandi skal hafa lokið lánshæfu sérnámi, svo sem iðn-, vél-, stýrimanna-, bænda-, hótel- og veitingaskóla og fleira. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Undirbúningsnám Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Að minnsta kosti þriggja ára almennt framhaldsskólanám eða sambærilegt nám. Námstími: Einn vetur, frá septembertil maí. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst, ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði og fleira. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um 40.000,- krónur á mánuði næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. í því skal geta persónuupplýsinga, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn meðmæli fylgi. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem eru orðnir eldri en 20 ára og hafa öðlast reynslu í at- vinnulífinu. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl nk. og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn, Bifröst, 311 Borgarnes, sími 93-50000, bréfasími 93-50020. HEKLA: Fjölþætt Viðskipti IIA UKUR HA UKSSON. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason FORRÁÐAMENN Heklu hafa gætt þess að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni. Stunda þeir .fjölþætt innflutn- ingsviðskipti og þarf ekki annað en horfa frá bíladeild VOLKSWAG- -EN og MITSUBISHI að innflutningi hinna fjöl- mörgu véla frá CÁT- ERPILLAR bæði til sjós og lands. Ekki er þó ætl- an að skoða það úrval, heldur líta á WECK- MAN stálgrindahús þau sem innflutningsdeild Heklu býður uppá. Offjárfestingardæmi okkar í steinsteypu eru alltof mörg og full ástæða til þess að nýta enn betur þá möguleika sem stálgrindahúsin bjóða uppá, en gert hefur verið til þessa. WECK- MAN stálgrindahúsin frá Finnlandi voru þau einu sem ég sá að höfðu fengið vottorð frá Rann- sóknastofnun bygginga- iðnaðarins. Á tímum umræðna um innflutning á misjöfnu málmefni er vottorð frá Rannsókna- stofnun byggingaiðnað- arins trygging sem ekki er hægt að ganga fram- hjá. Auðvitað fer ekki á milli mála að fleiri stál- grindahús uppfylla gæðastaðal Rannsókna- stofnunarinnar en þetta blasti við í því plaggi sem ég hafði undir hönd- um. Lá því beinast við að hafa samband við Innkaupadeild Heklu og þar tók Haukur Hauks- son á móti mér með allar þær upplýsingar sem leitað var eftir. Sem dæmi um hið ijölþætta notagildi WECKMAN stálgrinda- húsanna má nefna hlöð- ur, hesthús, vélageymsl- ur, iðnaðarhúsnæði, gripahús, smærri véla- geymslur og eða bílskýli og svo mætti lengi telja (1 stykki reiðhöll var reist í Húnavatnssýslu!). Húsin er hægt að fá í þremur breiddum, það er 11 metra 14 metra og 20 metra breiddum. Lengd þeirra og vegg- hæð fer svo eftir þörfum hvers og eins, verðlagið er spennandi en 228 fer- metra hús með 2,20 metra vegghæð kostar um það bil 1250 þúsund. Sé húsið með 4,20 metra vegghæð hækkar verðið í um það bil 1545 þús- und. Þegar ntaður gerir sér grein fyrir að fer- metrinn í þessum húsum kostar í kringum 6 þús- und þá er málið meir en umhugsunarvert... Verð þessi eru með virðis- aukaskatti og lækka því sem honum nemur hjá þeim sem eiga rétt á frá- drætti. Verð húsanna er án uppsetningar og það sem fylgir er eftirfarandi. Stálfestingar sem steyp- ast í sökkul, burðarvirki með festingum, timbur í þak og vegglektur (2x7 í þak og 2x6 í veggi), bolt- ar fyrir timbrið, þak og veggstál (litað stál með PVC húð), saumur til að festa stálið (12 stykki á fermetrann), kjölur, vindskeiðar og homlist- ar. Að sjálfsögðu fylgja svo leiðbeiningar um uppsetningu og innifalið í verði er uppskipun í þeirri höfn sem næst er kaupanda. I framhaldi af umræð- um um WECKMAN húsin fórum við út í aðra sálma og uppgötvuðum til dæmis að innkaupa- deild Heklu hefur flutt inn sturtuvagna frá sama fyrirtæki sem hafa kom- ið mjög vel út. Á síðasta ári voru 20 stykki seld hér innanlands, en vagn- amir em fáanlegir bæði sem einnar hásingar og tveggja hásinga. Einnar hásingar vagnamir bera 5 til 6 tonn en tveggja hásingavagnamir bera frá 8,5 til 14 tonn. Verð án virðisaukaskatts er um það bil 289.000 þús- und á 6 tonna sturtu- vagninum en verðið á 8,5 tonna sturtuvagnin- um án virðisaukaskatts er um það bil 380.000. Svona í framhjáhlaupi em stálgæðin ST-52-3, vagnamir eru tvílakkaðir og rauðir með svörtum botni. ÞÓR: , Vandaðar Velar AGÚST og BJARNI lijá Þór bjóða uppá vandaðar vélar á hagstœðu verði miðað við gœðin. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason ÞAU ERU allmörg ár- in síðan Þór hf. tók við umboði FORD dráttar- véla, sala þeirra hefur verið með ágætum enda reynslan af þeim góð. Verð þeirra hefur að vísu ekki verið í lægri kantin- um en það er á fleira að líta en þær krónur sem látnar em af hendi í byrj- un. Árið 1988 bættist svo við dráttarvélaúrvalið hjá Þór en þá urðu þeir umboðsmenn fyrir DEUTZ dráttarvélar.í gegnum tíðina hafa þeir hjá Þór boðið uppá ótrú- legt magn fylgihluta sem snerta búrekstur beint sem óbeint. Einnig er boðið uppá mikið úrval búnaðar sem hægt er að tengja við dráttarvélar. Þar má nefna hey- vinnslutæki allskonar, jarðvinnslutæki, svo og dælur og rafstöðvar. Þetta hefur orðið til þess að styrkja fyrirtækið á markaðnum en einsog sagði þá hafa vélamar kallað á nokkum stofn- kostnað. Ef við lítum á verðið sem er á 30-línunni frá FORD þá er verðið á FORD 4630 Q með 61 hestafla vél 1.805.000 krónur án virðisauka- skatts. Verðið á FORD 5030 Q 4x4 er með 70 hestafla díselvél er 2.250.000 krónur án virðisaukaskatts. Ef við lítum á verð DEUTZ vélanna þá er það sem hér segir: DEUTZ AGRO Xtra 4,17 4x4 kostar 2.595.000 krónur en vél- in er 78 hestöfl. DEUTZ AGRO Xtra 6,17 sem er með 6 cylindra loftkæld- um díselmótor og 113 hestöfl, kostar 3.180.000 krónur án virðisauka- skatts. Auðvitaðererfitt sam- an að jafna því misjafnt er lagt í þessi tæki. Svo maður læði sér í líkinga- mál þá aka sumir á Chevrolet en aðrir vilja Cadillac en þetta er nú án ábyrgðar. Vélarnar em á sérstaklega stómm dekkjum og gerir það að verkum að flot þeirra er meira og því minni þyngd sem hvílir á tún- inu þegar ekið er. Bjarni Björnsson hjá Þór sagði mér frá því að nú væm fáanleg LOW PROFILE dekk undir dráttarvélamar. Þessi dekk kalla á breiðari felgur, en með aukinni stærð dráttarvéla er nauðsynlegt að dreifa þyngd þeirra á sem mest- an flöt. Þar sem áður þurfti að hafa 12-14 pund í dekki dugar að nú að hafa 6- 8 pund í þess- urn nýju dekkjum. Gall- inn er sá að verð þeirra er slfkt að vélamar verða 50-100 þúsund krónum dýrari en ella. Kosturinn er þó óumdeilanlegur því fyrir utan þá vernd sem þau veita túninu virka þau það vel í ófæm að þar sem þurl'ti að setja undir keðjur ösla vélam- ar nú áfram átakalaust. Rúllubaggaþróunin hefur kallað á æ stærri vélar, og þar með á ámoksturstæki sem nauðsynleg eru, og enn er kallað á aukna orku. Þess verður varla langt að bíða að bændur líti ekki við vélum undir 80 hestöflum og það 4x4. Þeir hjá Þór bjóða nú upp á pökkunarvél sem hægt er að hengja aftan í rúllubaggavélina og nægir því ein vél í stað tveggja dráttarvéla áður. Pökkunarvélin er tölvu- stýrð og svo létt að vinna með að einn maður á einni vél kemst af með að bagga og pakka. Með aukinni notkun ámoksturstækja hefur út- lit dráttarvélanna breyst nokkuð. Ford hefur mjókkað vélamar að framan svo hægt sé að fylgjast með ámoksturs- tækjunum og hafa að auki unnið það að snún- ingsradíus hefur minnk- að. En þeir hjá DEUTZ hafa látið vélarhlífina síga niður á framan og ná með því að fylgjast betur með tækjunum. Fyrir utan pökkunar- vélina til að hengja aftan í rúllubaggavélina, vél hlýtur að verða framtíð- arþing, vöktu meðal ann- ars athygli mína þær raf- stöðvar sem boðið er upp á hjá fyrirtækinu. Þær er hægt að tengja við drátt- arvél stöðvamar. Vélarn- arem 1 fasafrá6,5 KVA og kostar án virðisauka- skatts 52.129 krónur og að 15 KVA sem kostar án virðisaukaskatts 105.823 krónur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.