Alþýðublaðið - 29.04.1994, Side 8

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Side 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 29. apríl 1994 ________________1 ♦ MAÍ____________________ 1. maí ávarp Alþjóðasambands ftjálsra verkalýðsfélaga: 10 mínútna símtal innanbæjar um helgar kostar aðeins PÓSTUR OG SÍMI Sjé nánar í símaskránni bls. 9. „I dag, 1. maí, sameinast launa- fólk og samtök þess um heim allan um að vetja rétt sinn til að lifa og starfa með reisn, til að stunda vinnu og btia við mannsæmandi starfs- og lífskjör. Launafólk vill njóta friðar, frelsis og lýðræðis, og berjast gegn atvinnuleysi og fátækt um allan heim. I meira en áratug hafa þjóðir heims þuift að þola blekkingarleik helstu boðbera nýfrjálshyggjunnar og óheftrar auðhyggju. Þeiira sem hafa þakkað sér sígurinn yfir kommúnismanum og hafa haft áhrif á ríkisstjómir og alþjóðlegar fjármálastofnanir til að reka rang- Iáta efnahagsstefnu. Efnahags- stefnu sem stríðir gegn þeim ávinn- ingum sem náðst hafa með meira en aldarlangri baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. I meira en tíu ár hafa þessir aðilar reynt að koma sökinni af kreppunni í efnahagslífi heimsins á samtök launafólks, í iðnríkjunt og þróunarlöndum. Þeir hafa jafnframt beitt öllum brögðum til að sundra okkur og veikja sam- stöðu alþjóðlegrar verkalýðshreyf- ingar. Afleiðingar nýfrjálshyggjunnar og taumlausrar auðhyggju verða stöðugt augljósari og átakanlegri. ii Afleiðingar nýfrjálshyggjunnar og taumlausrar auðhyggju verða stöðugt augljósari og átakanlegri. Þriðjungur vinnufærs fólk í heiminum hefur enga möguleika til að sjá sér farborða með atvinnu. í iðnríkjunum eru 35 miiljónir launamanna at- vinnulausir og þessi tala mun hækka enn frekar fram til ársins 2000. í þróunarlöndunum eru 750 milljónir manna án at- vinnu. Þriðjungur íbúa heimsins hefur einn dollara á dag sér til framfæris. Meðal helstu fórnarlamba þessara mannlegu hörmunga eru konur. Það er ekki síst vegna viðvarandi mis- réttis sem þær verða fyrir á vinnumarkaðinum og í samfélag- inu öllu.“ wRegul BESTU ÐEKKJAKA UP/N Fólksbíla dekk - Sumar-heilsárs dekk Glæsiieg Sport-King jeppadekk P155/BOR13 Staðgr.verö 2.895,- P205/75R15 Staðgr.verð 5.690,- P165/BOR13 3.195,- P215/75R15 5.890,- P175/BOR13 3.495,- P225/75R15 5.990,- P185/BOR13 3.795,- P235/75R15 6.290,- P185/75R14 4.395,- 30X9.5R15LT 8.950,- P205/75R14 4.695,- 31X10,50R15LT 9.900,- Ný amerísk gæöadekk sem standast staðla EB Óúýr -ðrugg Sendum í póstkröfu um allt land. Pantanir í síma 91-71550 og 91-77885, fax 91-670101. Þverárseli 8, Reykjavík Þriðjungur vinnufærs fólk í heimin- um hefur enga möguleika til að sjá sér farborða með atvinnu. I iðnríkj- unum era 35 milljónir launamanna atvinnulausir og þessi tala mun hækka enn frekar fram til ársins 2000. I þróunarlöndunum eru 750 milljónir manna án atvinnu. Þriðj- ungur íbúa heimsins hefur einn dollara á dag sér til framfæris. Með- al helstu fórnarlamba þessara mannlegu hörmunga era konur. Það er ekki síst vegna viðvarandi misréttis sem þær verða fyrir á vinnumai'kaðinum og í samfélaginu öllu. Þessi stefna hefur haft sínar pólitísku afleiðingar. Þrátt fyrir að kalda stríðinu sé lokið eru viðsjár víða um heim. I Afríku er verið að tefja þróunina í átt til lýðræðis. Þar hefur alþýða manna orðið að taka af- leiðingum aðgerða í anda nýffjálshyggjunnar, frá hendi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. I Suður-Ameríku hef- ur miklum vesti í efna- hagskerfinu verið hamp- að. Þær tölur dylja hörmu- legar staðreyndir; bilið milli ríkra og fátækra hef- ur vaxið og fjöldi þeirra sem búa við algera neyð héfur aukist með ógnvekj- andi hraða. I Asfu hafa al- ræðisstjómir tekið ný- frjálshyggjunni tveim höndum. Þær hafa beitt henni fyrir sig til að spoma gegn breytingum í lýð- ræðisátt. Þannig hafa þær barist gegn grandvallar- mannréttindum og rétti verkafólks til að bindast samtökum. I þeim löndum þar sem verkafólk bjóð við áþján kommúnismans hefur bylgja óheftrar auðhyggju raglað fólk í ríminu. Hing- að til hafa þeir hagnast mest á pólitísku umskipt- unum, sem áður töldust til helstu gæðinga flokksræð- isins. Þeir hafa nú gerst ákaftr talsmenn taum- lausrar auðhyggju. I iðn- ríkjunum lengjast raðir at- vinnulausra stöðugt og þeim öflum vex fylgi sem boða kynþáttafordóma og fasisma, sem helst minna á tíma sem mannkynið þarf vonandi aldrei aftur að upplifa. Frjáls og lýðræðisleg verkalýðshreyfing hefur verið, er og verður ómiss- andi afl í baráttunni gegn misréttinu. A síðasta ári voru hundruðir talsmanna verkalýðshreyfingarinnar af báðum kynjum drepnir fyrir að rísa upp gegn arð- ráni og kúgun og krefjast réttlætis. Þúsundir karla og kvenna hafa verið fangels- aðar og fjölmargir pyntað- ir en aðrir hafa verið neyddir í útlegð. , Við sýnum þessum písl- arvottum best þakklæti okkar með því að halda áffam baráttu þeirra af endurnýjuðum þrótti: ★ Við megum aldrei láta blekkjast af þeim öfl- um sem reyna að sundra samstöðu launafólks í hverju landi fyrir sig. ★ Við megum ekki láta blekkjast af þeim öflurn sem reyna að sá sundr- ungu meðal verkafólks í þróunar- löndunum og iðnríkjunum. Okkar svar verður að byggjast á alþjóð- legri samstöðu verkalýðshreyfing- arinnar. Örlög þeirra milljóna sem búa á fátækustu svæðum jarð- kringlunnar ættu að vera okkur öll- unt efst í huga. Lausn á vanda þess fólks og baráttan fyrir rétti þess er mikilvægur liður í alþjóðlegri bar- áttu samtaka launafólks. ★ Við megum ekki láta blekkjast af þeim sem undir yfirvarpi bættrar samkeppnishæfni era í reynd að stuðla að því að auka samkeppni meðal launafólks innbyrðis á milli landa. Þar sem markmiðið er að skapa víxlverkun launalækkana, lakari kjara og samdráttar í félags- legri þjónustu. Þannig er markmið- ið að draga úr eftirspum. En aukin eftirspum er einmitt forsenda þess að sigur vinnist á fátækt og atvinnu- leysi. ★ Við megum aldrei gefast upp. Við verðum að reyna allt sem við getum til að ná til þeirra milljóna sem standa utan verkalýðshreyfing- arinnar, þeirra sem ekki njóta réttar- ins til að ganga í verkalýðsfélög og þeirra sem ungrar eftir samstilltri baráttu gegn kúguninni. ★ Við verðum að tryggja að sjálfsögðum kröfum okkar verði fylgt eftir ef fjendur okkar halda áfram að hunsa þær. Þá munu millj- ónir launamanna mynda órofa heild óháð landamæram, á grundvelli sömu viðhorfa og lífsgilda um frjálsa, lýðræðissinnaða og öfluga verkalýðshreyfingu. Ávarp okkar að þessu sinni er til- einkað þeim sem búa við ómann- eskjulegar og hrottalegar aðstæður vegna styrjalda, hungursneyðar og örbirgðar. Ávarp okkar í dag á l. maí er ákall til launafólks og samtaka þess um heim allan um að sameinast undir merkjum, alþjóðlegrar, frjálsrar og lýðræðislegrar verka- lýðshreyfingar, í baráttunni fyrir betri heimi.” Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.