Alþýðublaðið - 29.04.1994, Side 11
Föstudagur 29. apríl 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11
Sigurður Pétursson sagnfræðingur skrifar:
PÓSTHÚSSTRÆTI, verkamenn vinna við malbikun um 1920.
Tillagan var samþykkt og
kaus félagiöþá Ottó N. Þor-
láksson og Olaf Friðriksson í
nefndina. Málið hlaut skjótar
undirtektir í hinum félögun-
um, og undirbúningsnefndin
var komin á fulla ferð í nóv-
ember. I nefndinni áttu sæti
auk fulltrúa Dagsbrúnar: Fyr-
ir Hásetafélagið, Guðleifur
Hjörleifsson og Jónas Jóns-
son frá Hriflu. Frá verka-
kvennafélaginu Framsókn,
Jónfna Jónatansdóttir og
Karólína Simsen. Frá prent-
urum Guðjón Einarsson og
Jón Þórðarson, og fulltrúar
bókbandssveina voru Þor-
JÓNAS JÓNSSONfrá Hriflu á
yngri árum.
leifur Gunnarsson og Gísli
Guðmundsson.
Aðalverkefni neíhdarinnar
varð að stofna Alþýðusam-
band íslands (og þar með Al-
þýðuflokkinn). Stofnþing
þess kom saman í mars 1916.
Áður en að því kom stóð
nefndin að sameiginlegum
framboðsmálum verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík.
Endur-
skoðendur
bæjarins
kosnir
Endurskoðunarmenn bæj-
arreikninga voru kosnir í al-
mennum kosningum á þess-
um árum og í árslok fór fram
kosning tveggja endurskoð-
enda. Blaðið Dagsbrún til-
kynnti um framboð „sam-
starfsnefndar alþýðufélag-
anna“ þann 11. desember
1915. Mælti blaðið ákveðið
með „tveimur reikningsffóð-
um mönnum, þeim Pétri Lá-
russyni úr Prentarafélaginu
og Birni J. Blöndal úr Há-
setafélaginu". Blaðið hvatti
alþýðumenn til að styðja sinn
lista, og bættí við „hafið kon-
umar með ykkur þegar þið
farið að kjósa". Verkalýðsfé-
lögin komu að öðmm mann-
inum, og hefur það án efa
aukið mönnum þor til að tak-
ast á við næsta verkefni.
Stefnumálin:
Mjólk og kol
Kosning fimm bæjarfull-
trúa fór ffam í ársbyijun
1916, eins og áður sagði.
Samstarfsnefndin setti fram
lista verkalýðsfélaganna við
kosninguna, og birtí stefnu-
skrá hans. Helstu stefnumál
vom: Úrbætur í húsnæðis-
málum, að bærinn gerði út
togara, að bærinn starffækti
kúabú (til að mæta mjólkur-
skorti sem hijáði böm verka-
fólks) og að bærinn tæki að
sér einkasölu á kolum (en
sagt var að kaupmenn not-
færðu sér kolaskort til að
okra á kolunum). Þá var lagt
til að bærinn hætti að selja
lóðir í bæjarlandinu, og að
lagður yrði verðhækkunar-
skattur á eignarlóðir við
höfnina. í þessari stefnuskrá
komu ffam mörg þau mál
sem Alþýðuflokkurinn barð-
ist fýrir í bæjarstjóm næstu
árin.
Ekkert útsvar,
ekkert atkvæði
„Alþýðulistinn" var skip-
aður Jóni Bach formanni Há-
seta- félagsins, Jörundi
Brynjólfssyni formanni
Dagsbrúnar og Ágústi Jós-
efssyni prentara og varafor-
manni Dagsbrúnar. Það kom
hins vegar í ljós, að Jón Bach
hafði af einhverjum orsökum
ekki verið á skrá yfir útsvars-
gjaldendur í Reykjavík árið
1915, og hafði því hvorki
kjörgengi né kosningarétt,
eins og lögin vom þá, jafnvel
þótt hann hefði greitt útsvar á
árinu. Jörundur var því fluttur
upp í fyrsta sætið, en Krist-
ján V. Guðmundsson gjald-
keri Dagsbrúnar settur í það
þriðja.
Arið 1915 hafði kosninga-
lögum til Alþingis verið
breytt þannig að skattgreiðsl-
ur vom ekki lengur skilyrði
fyrir kosningarétti, en reglum
um kosningar til bæjarstjóm-
ar hafði ekki enn verið breytt,
er þama var komið sögu.
Samstaða til
sigurs
Listi alþýðufélaganna
hlaut flest atkvæði þeirra er
buðu fram og kom að öllum
þremur fulltrúunum, en
Heimastjómarmenn (íhaldið
á þeim tíma) fengu hina tvo.
Úrslitin urðu því mikill sigur
JÓN BACH formaður Hásetafé-
lags Reykjavíkur.
fyrir verkalýðsfélögin.
Annars urðu úrslitin þessi:
Alls kusu 2028, en 36 gerðu
ógilt: Verkalýðsfélögin - 911
atkvæði og 3 fulltrúar,
Heimastjómarmenn - 634 at-
kvæði og 2 fulltrúar, Ýmis
góðgerðarfélög - 204 at-
kvæði, Sjálfstæðismenn -
163 atkvæði og Kaupmanna-
listi - 80 atkvæði.
Niðurstöðuna mátti að
hluta þakka stuðningi þver-
summanna úr Sjálfstæðis-
flokknum gamla (róttækir
þjóðfrelsismenn), en Jömnd-
ur og Ágúst vom báðir fram-
arlega í flokki þeirra og svo
hins vegar sundmngu borg-
araaflanna. Aðalástæða úr-
slitanna var að sjálfsögðu
samstaða þeirra sem stóðu að
framboði verkalýðsfélag-
anna. Sannast þar enn að
samstaðan dugar til sigurs.
Helstu heimildir: Dagsbrún,
blað jafnaðarmanna 1915-16,
Tíu ára starfssaga Sjómanna-
félags Reykjavíkur eftir Pétur
G. Guðmundsson og Funda-
gerðabókASÍ 1915-18.
Borgarstjórnarkosnipgar
standa nú fyrir dyrum. Bú-
ist er við umskiptum í
stjórn borgarinnar að lokn-
um kosningum. Góðar lík-
ur eru á að meirihluta
Sjálfstæðisflokksins verði
hnekkt með sameiginlegu
átaki jafnaðarmanna, sam-
vinnumanna, kvenna og
frjálslyndra kjósenda. Stór-
tíðindi munu gerast í
stjórnmálalífi höfuðstaðar-
ins 28. maí 1994. í tilefni af
því skulum við nú líta aftur
í tímann og rifja upp stór-
tíðindi í stjórnmálum
Reykjavíkur sem gerðust
fyrir næstum níu áratug-
um.
Áriðer 1916. Ijanúarmán-
uði eru haldnar kosningar til
bæjarstjómar Reykjavíkur.
Þar gerist það að framboðs-
listí „alþýðufélaganna" fær
þijá bæjarfulltrúa af þeim
fimm sem kosið er um. Ekki
náðist þar með meirihlutí í
bæjarstjóminni, því aðeins
var kosið um þriðjung bæjar-
stjómarinnar í einu.
Þá, eins og nú, sátu 15 full-
trúar í bæjarstjóm, þó íbúar
Reykjavfkur væm um 15
þúsund. I bæjarstjóm var
kosið til sex ára, þannig að
þriðjungur fulltrúa var kjör-
inn annað hvert ár. Hefði listi
verkalýðsfélaganna því þurft
að vinna þrennar kosningar á
sex áram til að ná meirihluta
í borgarstjóm, en ekki gekk
það eftir.
En hvemig stóð á því að
listi „alþýðufélaganna" náði
meirihluta bæjarfulltrúa í
kosningunum árið 1916?
Ólafur og
Jónas stofna
félag
Heimsstyijöldin fyrri er í
algleymingi og áhrif hennar á
Islandi farin að segja til sín
með siglingatregðu og vöra-
skorti. Verðlag á helstu nauð-
synjum heimilanna hefur
hækkað mjög, en kaupið hef-
ur ekki hækkað að sama
skapi. Verkalýðsfélögin í
Reykjavík eru í miklum upp-
gangi. Jafnaðarmenn hafa
náð forystu í verkalýðsfélög-
unum og áhrif þeirra aukast.
Haustið 1914 var Verka-
kvennafélagið Framsókn
stofnað og formaður þess
varð Jónína Jónatansdóttir.
ÓLAFVR FRIÐRIKSSON íham.
Starfaði það við hlið Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar
sem áður var komið tíl. Það
vora einmitt Dagsbrúnar-
menn vora helstu bakhjarlar
nýs vikublaðs sem hóf göngu
sína í Reykjavík sumarið
1915. Blaðið hét Dagsbrún,
blað jafnaðarmanna. Ritstjóri
var Olafur Friðriksson,
kaupmannssonur frá Akur-
eyri, þá nýfluttur til bæjarins.
Blaðið boðaði aukin áhrif al-
þýðu á stjóm landsmála og
bæjarmála.
Hásetar á toguram höfðu
ekki átt sér neitt félag. Haust-
ið 1915 komu nokkrir úr
þeirra hópi að máli við Olaf
Friðriksson og hófu undir-
búning félagsstofnunar. At-
hygli vakti annar maður sem
stóð að stofnun félagsins með
sjómönnum. Það var ungur
menntamaður, sem kenndi
við Kennaraskólann og skrif-
aði blað ungmennafélaganna,
Skinfaxa. Hann var Jónas
Jónsson frá Hriflu.
Ólafur Friðriksson sat í
fyrstu stjóm Hásetafélags
Reykjavíkur sem stofnað var
í október 1915, en Jónas frá
Hriflu var einn af endurskoð-
endum félagsins. Formaður
hins nýja félags var Jón
Bach háseti.
Auk þessara félaga störf-
uðu tvö iðnaðarmannafélög í
bænum, Hið íslenska prent-
arafélag og Bókbandssveina-
félag Reykjavíkur.
Öll þessi félög stóðu að
framboðinu íjanúar 1916.
Sameiginleg
nefnd
félaganna
Upphafið að samstarfi fé-
laganna má rekja til félags-
fundar í Dagsbrún skömmu
eftir stofnun Hásetafélagsins,
þar sem samþykkt var eftir-
farandi tillaga:
Fundurinn óskar eftir að
samband komist á milli
Dagsbrúnarfj, Hásetafjelags-
ins, verkakvennafj, Prentar-
ajj og Bókbindarajj, og kýs 2
menn til að koma því í
framkv. í samráði við vœnt-
anlegar nejhdir úr ofan-
greindumfélögum.
REYKJAVÍKURHÖFN um 1920.
stjómmálalíB
höfuðstaðarins
„Alþýðufélögin“ sigra í bæjarstjórnar-
kosningum í Reykjavík árið 1916
Stórnðindi í