Alþýðublaðið - 29.04.1994, Page 13
Föstudagur 29. apríl 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13
Pétur Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands Vestfjarða:
Atvinmileysið hyrfi ef
við keyptum Rússafisk
íyrir bætumar
„MEÐ MEIRI vinnu við
fiskvinnsluna út á landi hefði
fólk peninga til að kaupa
hvers konar þjónustu jafnt á
Faxaflóasvæðinu sem annars
staðar á landinu. Eg er hand-
viss um það að ef þeir fjórir
milljarðar króna sem nú fara
í atvinnuleysisbætur yrðu
settar í að kaupa Rússafísk og
vinna hann hér þá hyrfi at-
vinnuleysið. Þá skipti ekki
máli þótt menn fengju áfram
að frysta úti á sjó og flytja
hálfunninn físk af Suðurnesjum til Bretlands og Frakklands.
Við losnuðum við allt atvinnuleysi,“ sagði Pétur Sigurðsson
forseti Alþýðusambands Vestfjarða í samtali við Alþýðublaðið.
„Við eigum ekki í neitt annað að sækja en fiskvinnsluna til þess
að auka atvinnu. Þar er um frumvinnu að ræða en öll önnur vinna í
landinu er afleiðing af vinnunni við fiskinn. Við sjáum að atvinnu-
leysið byrjaði í Reykjavík í þjónustugreinunum um leið og það dró
úr tekjum úti á landi áður er þar varð atvinnubrestur. Síðan þegar
atvinnuleysi er komið út um allt land eykst það um allan helming í
Reykjavík," sagði Pétur.
„Við erum búin að lifa við þjóðarsátt síðan 1990 sem hefur hald-
ið öllu efnahagslífi þjóðarinnar í jafnvægi. Minnkandi verðbólga
og lækkun vaxta hefur sparað útgjöld atvinnurekstrarins, hins opin-
bera og einstaklinga. Hitt er að verkafólk hefur fómað hluta af
kaupmætti með þessari þjóðarsátt. Það er óhjákvæmilegt að sækja
það til baka um næstu áramót þegar samningar eru lausir. Það er
greinilegt að aðrir í þjóðfélaginu, hópar hálaunamanna sem
skammta sér sjálfir laun, hafa ekki látið hjá líða að bæta kjör sín.
Hið opinbera hefur ekki dregið úr rekstri og risnu heldur sótt það
til þeirra sem hafa haldið aftur af launakröfum sínum með auknum
sköttum. Þetta gengur þvert á þau loforð sem vom gefin við upphaf
þjóðarsáttar um að lækka skattleysimörkin. Það er því margt sem
segir manni að launafólk í landinu hefur ekki fengið ágóðann af
því sem bjargað varð.
Það sem nú er á döfinni er í rauninni það að deila því réttlátlega
sem til er. Við getum ekki lengur búið til peninga til að koma til
móts við kröfur manna eins og við gerðum í verðbólgunni. En við
vitum að skiptingin er óréttlát. Það er þetta eilífðarmál allra sannra
jafnaðarmanna, það er að skipta jafnara,“ sagði Pétur.
„Nú er talað um einhvem frelsara í fjármálum, til dæmis í ís-
landsbanka og gefið í skyn að almenningur hafi kosið hann í
bankastjómina. Þessi maður stofnaði fjármögnunaifyrirtæki fyrir
fáum ámm og seldi síðan sinn hlut fyrir 200 milljónir. Hvaðan tók
hann þær milljónir? Það skyldi þó aldrei vera að það hafi verið frá
því fólki og þeim fyrirtækjum sem em á hausnum og íslandsbanki
þarf að púkka upp á.
Svona starfsemi tryggir ekki atvinnu eins eða neins. Stjómvöld
þurfa að koma inn í og setja reglur sem tryggja að það markmið
náist að hér verði full vinna. Það hafa tapast þijú til fimm þúsund
störf vegna útflutnings á óunnum fiski og á vinnslu frystitogara úti
á sjó. Þessu þurfum við að ná aftur og það er hægt eins og ég sagði
í upphafi,“ sagði Pétur Sigurðsson.
Hann sagði að spáð væri góðu veðri á ísafirði á verkalýðsdaginn
og eflaust mundi hann nota tækifærið og bregða sér á gönguskíði á
Breiðadalsheiði um hádegið. Síðan væri opið hús hjá verkalýðsfé-
lögunum og boðið upp á veitingar.
Ragna Bergmann, formaður
verkakvennafélagsins Framsóknar:
Hræðilegt atvinnuleysi
og eymdarkjör
ófaglærðra
„ÞAÐ SEM nú ber hæst er þetta hræðilega atvinnuleysi og
eymdarkjör ófaglærðra. Hvað er hægt að horfa lengi upp á
þetta óskaplega ástand þar sem láglaunafólkið þorir ekki að
opna munninn af ótta við að verða rekið? Eg sé því miður ekki
hylla undir breytingu til batnaðar og er svartsýn á framtíðina
ef stjórnvöld ætla ekki að taka betur á þessum málum,“ sagði
Ragna Bergmann formaður Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar.
„Ýmsir hópar í þjóðfélaginu telja sig hafa orðið aftur úr og eru
nú að fara upp í launum. En mér finnst láglaunafólkið hafa orðið
mest aftur úr, þetta ófaglærða
fólk. Staða kvenna er sérstak-
lega slæm. Konur fara fyrst út
af vinnumarkaðinum og það er
beinlínis gert í því að ýta þeim
út. En hvað gengur það lengi að
horfa upp á þessa eymd í þjóð-
félaginu áður en allt springur?
Hvað gerist um áramótin þegar
samningar verða lausir eftir að
búið er að svelta fólk,“ sagði
Ragna.
Hún sagði að þetta væm
spumingar sem hún velti fyrir
sér í önn dagsins. Ofaglært fólk væri á 50 til 70 þúsund króna mán-
aðarlaunum en það þyrði ekki að opna munninn því þá missti það
vinnuna.
„Ég held líka að það séu að koma þeir tímar að þeir foreldrar
sem em á launataxta verkafólks og foreldrar sem em atvinnulausir
hafi ekki efni á að gera bömin sín út í skóla. Hvað gerist þá? Mis-
rétti er þegar mikið í þjóðfélaginu en þegar svona er komið þá
verða forréttindastéttimar enn fleiri. Atvinnulausar mæður hafa
komið til mín og sagt að ef þær fá ekki vinnu eða bömin fái ekki
sumarvinnu þá komist þau ekki í skóla næsta vetur.
Því miður er ég svartsýn á framtíðina. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður er að láta peninga í verkefni til að halda uppi atvinnu, en
það er bara tímabundið úiræði. Það hefur ekkert gerst. Það er verið
að tala um Hvalfjarðargöng og búið. Stjómvöld hafa ekki tekið
nógu vel á þessum mikla vanda,“ sagði Ragna Bergmann.
Hún sagðist ætla að ganga niður Laugaveginn í kröfugöngu 1.
maí eins og hún hefði jafnan gert þennan dag allar götur frá árinu
1950. Síðan væri 1. maí kaffi hjá Framsókn og Sókn.
Hervar Gunnarsson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness og
varaforseti ASI:
Stjómvöld hafa ekki
staðið við gefin loforð
um fé til atvinnuauka
„ÞAÐ SEM upp úr stendur
er þessi gífurlegi vandi sem
atvinnuleysið er og ekki sér
fyrir endann á. Ég get ekki
séð að það sé mikill vilji til að
stemma stigu við auknu at-
vinnuleysi. Þetta lagast ekki
af sjálfu sér. Stjórnvöld hafa
ekki staðið við það sem þau
lofuðu við gerð síðasta kjara-
samnings um fjárveitingar til
atvinnuuppbyggingar. Það
vantar nokkur hundruð
milljónir upp á að staðið hafí
verið við gefin loforð,“ sagði Hervar Gunnarsson formaður
Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASI.
Hervar sagði að stjómvöld yrðu að standa við gefin loforð til að
hægt væri að skapa þau störf sem átti að skapa. I öðm lagi yrðu
stjómvöld að standa við loforðin svo þau yrðu tekin trúanleg. Ef
ekki væri staðið við gefin loforð yrði það til þess að ekki yrði aftur
skrifað undir viðlíka samkomulag.
„Ég held að allir hljóti að vera sámmála um það, að ef það er
einhvem tímann réttlætanlegt að flýta verkefnum þá er það þegar
við erum í atvinnulegri lægð. Það má segja að það sé kominn tími
til að stjóma. Við skulum ekki gleyma því að það liggja inni hjá
stjómvölduin fjölmargar tillögur til úrbóta frá aðilum vinnumark-
aðarins. Þetta er pakki sem var unnin sameiginlega af samtökum
launþega og vinnuveitenda fyrir ári og lagður inn til forsætisráð-
herra sem umræðugrundvöllur. Menn lýstu sig reiðubúna til að
vinna úr þessu áfram.
Þessi pakki er ekki verri en það að ég sé að mörg atriði úr honum
em komin á lyklakippu núverandi borgarstjóra. En það hefur ekki
orðið framhald á þessari vinnu sem lögð var í pakkann og viljann
virðist vanta. Sjálfsagt kemur það til vegna þess að það vantar fjár-
magn, en það er líka dýrt að gera út stóran hluta þjóðarinnar í at-
vinnuleysi. Menn þurfa að skoða þetta í heild út frá þjóðhagslegri
hagkvæmni og það er varla skynsamlegt að taka erlend lán til að
greiða atvinnuleysisbætur í stað þess að nota þau til að skapa at-
vinnu. Atvinnuleysið hefur skapað skelfilegt ástand víða meðal
einstaklinga og fjölskyldna. Atvinnuleysið er ekki bara vegna
minnkandi þorskafla heldur kemur þar líka til svokölluð hagræðing
hjá fyrirtækjum sem gengur út á það að láta færra fólk afkasta
meiru en fleiri gerðu áður,“ sagði Hervar Gunnarsson.
Hann sagðist verða heima á Akianesi með sínu fólki á verka-
lýðsdaginn. Aðalræðumaður dagsins þar er atvinnulaus, Amar Þór
Sigurðsson. Með því vill verkalýðshreyfingin á Akranesi undir-
strika baráttu sína gegn atvinnuleysi.
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands Islands
Tekjuskiptingin er
óásættanleg
„BURTSÉÐ frá öllu at-
vinnuleysi þá er tekjuskipt-
ingin í landinu með öllu óá-
sættanleg. Við höfum gert til-
raunir til að leiðrétta þetta en
því miður hefur þetta sjálf-
virka reikningskerfi þjóðfé-
lagsins ævinlega komið því
fyrir kattarnef. Við þurfum
því að nota einhverjar aðrar
aðferðir til að breyta þessu
því tekjuskiptingin er slæm
og ef eitthvað er þá fer hún
versnandi,“ sagði Björn Grét-
ar Sveinsson formaður Verkamannasambands íslands.
„Annars einkennist staðan í dag fyrst og fremst af þessu atvinnu-
ástandi í landinu sem er mjög slæmt og maður sér ekkert í pípun-
um sem leysir það til frambúðar. Þessi átaksverkefni sem eru að
fara í gang vítt og breytt um Iandið slá kanski á mesta höggið, en
ástandið á vinnumarkaðnum einkennist mjög af þessu atvinnu-
leysi,“ sagði Bjöm Grétar ennfremur.
Hann sagði að innan verkalýðshreyfingarinnar hefðu menn verið
að ræða hvað væri til ráða til lengri tíma litið. Þar væri helst að líta
til frekari fullvinnslu á fiski og öllu sem tengist honum í ýmsum
starfsgreinum. Verkalýðshreyfingin væri að vinna að þessu málum
og setja saman atvinnustefnu með þetta að markmiði.
Bjöm Grétar Sveinsson sagðist verða á Akureyri 1. maí þar sem
hann verður ræðumaður við hátíðahöld dagsins.
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja:
Þrátt fvrir illt ástand
bjarmar af nýjum degi
„ÞAÐ SEM blasir við í dag
er fjöldaatvinnuleysi og vax-
andi misskipting. Ég er sann-
færður um að þetta tvennt
helst í hendur. Aukin mis-
skipting veldur auknu at-
vinnuleysi sem skapar svo aft-
ur aukna misskiptingu. Hvort
tveggja þarf að uppræta. A
öllum sviðum þjóðfélagsins í
dag er vaxandi misskipting
ásamt samþjöppun á pening-
um og valdi hjá fámennum
hópum á kostnað fjöldans.
Þetta á einnig við á sviði fjölmiðlunar þar sem valdataumarnir
og áhrifaþræðirnir liggja í höndum óhugnanlega fárra,“ sagði
Ógmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja en taldi að það bjarmaði fyrir nýjum degi.
„Það sem þarf að hverfa héma er þessi grimma fijálshyggju-
stefna og einkavæðingarpólitík sem hefur sett svip sinn á undanfar-
in ár. Mér finnst það vera umhugsunarvert að eftir því sem mis-
skiptingin eykst, eftir því sem kjör almennings rýrna og atvinnu-
leysi grefur urn sig, því meiri ákefð verður í Verslunarráði og hjá
fulltrúum stóratvinnurekenda að ráðast til sóknar gegn réttindum
launafólks. Við höfum séð mörg dæmi urn þetta upp á síðkastið.
Það er greinilegt að þeir efna til sóknar gegn lífskjörunum í skjóli
atvinnuleysisins,“ sagði Ögmundur.
„Mér finnst það jafnframt vera ljóst að frjálshyggjan er ekki
nema svipur hjá sjón og greinilegt að öll innri sannfæring er hrun-
in. Það er tilkomið vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þessi
dagur, 1. maí, er sá dagur sem menn eiga að stilla saman hugi sína
og strengja þess heit að láta aldrei ræna okkur voninni um að hægt
sé að reisa samfélag sem er grundvallað á jöfnuði og samvinnu. Ef
menn standa þétt saman um þessar grundvallarhugsjónir þá getur
ekkert sigrað verkalýðshreyfinguna," sagði Ögmundur ennfremur.
„Þótt það hafi blásið á móti nú um nokkurt skeið þá er enginn
vafi á því að verkalýðshreyfingunni hefur orðið mjög ágengt í hug-
myndabaráttunni gegn þessari fijálshyggju og einokunarstefnu.
Þegar þessum baráttumarkmiðum er fylgt eftir með þrotlausri bar-
átm og mikilli vinnu eins og til dæmis gert var gegn hinum einka-
vædda strætó í Reykjavík, þá vinnst sigur. Þetta SVR-mál er ágætt
dæmi um árangur samstöðunnar. Þrátt fyrir þetta illa ástand, fjölda-
atvinnuleysi, samdrátt, kreppu og vaxandi misskiptingu, þá er ég
sannfærður um að það bjarmar af nýjum degi,“ sagði Ögmundur
Jónasson.
A baráttudegi verkalýðsins verður Ögmundur annar aðalræðu-
maður dagsins við hátíðarhöldin í Reykjavík.
Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason