Alþýðublaðið - 29.04.1994, Page 23

Alþýðublaðið - 29.04.1994, Page 23
Föstudagur 29. apríl 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 Varnarliðið - laus störf Varnarliðið óskar að ráða yfirverkstjóra og verkstjóra á bif- reiðaverkstæði Flotastöðvar Varnarliðsins. Störfin fela í sér verkstjórn, umsjón og almennt eftirlit með við- gerðum og viðhaldi á bifreiðum Flotastöðvarinnar. Umsækjendur séu bifvélavirkjar með full réttindi og yfirgrips- mikla reynslu á sviði viðgerða og verkstjórnar. Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 8. maí 1994. Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingum liggja frammi á sama stað. Nemendagarðar Hólaskóla -ÚTBOÐ - Nemendagarðar Hólaskóla óska eftir tilboðum í byggingu Nemendagarða að Hólum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Brúttóflatarmál hússins er 135,5 m2 og brúttórúmmál er 483 m3. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 3. maí 1994, hjá Verkfræðistofunni STOÐ sf., Aðalgötu 21, Sauðár- króki, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Bændaskólans að Hólum eigi síðaren kl. 10.45, föstudaginn 27. maí 1994. Áætluð verklok eru í ágúst 1995. Nemendagarðar Hólaskóla Hólum í Hjaltadal. í FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR I Síðumúla 39 H 108 Reykjavík H Sími 678500 Sýningar og vorhátíð í féiagsmiðstöðvum aldraðra á vegum Reykjavíkurhorgar Félags- og tómstundastarf 25 ára Sýningar á handavinnu og listmunum aldraðra og vorhátíð verða í eftirtöldum félagsmiðstöðv- um aldraðra: 1. Dagana 29. apríl-1. maí, frá kl. 14.00-17.00, verður opið hús í Hæðargarði 31 og Menn- ingarmiðstöðinni í Gerðubergi (föstudag, laugardag og mánudag). 2. Dagana 7.-9. maí, frá kl. 14.00-17.00, verð- ur opið hús í Seljahlíð v/Hjallasel og í Hvassaleiti 56-58 (þar verða einnig munirfrá Furugerði 1). 3. Dagana 14.-16. maí, frá kl. 14.00-17.00, verður opið hús í Hraunbæ 105, Lönguhlíð 3, Bólstaðarhlíð 43 og Norðurbrún 1. 4. Dagana 29.-30. apríl verður vorhátíð á Afla- granda 40. Opið hús allan föstudaginn og á laugardaginn verður húsið opnað kl. 14.00 og lýkur dagskrá með dansi að kvöldi. Dagana 13.-15. maí verður sumargleði á Vest- urgötu 7, opið hús, starfsemi kynnt og dansað. ALLIR VELKOMNIR. Geymið auglýsinguna. Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavfkurborgar. Jafnaðarmenn í Kópavogi! 1. maí-kaffí í Hamraborg Alþýðuflokksfélögin í Kópavogi verða með 1. maí-kaffi næstkomandi sunnudag frá klukkan 16. 1. maí-kafflð verður í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópavogi að Hamraborg 14a, II. hæð. Fjölmennum og tökum með okkur gesti! PÓSTUR OG SÍMI Útboð Tilboð óskast í innanhússfrágang í viðbyggingu Pósts og síma að Austurvegi 24 á Selfossi. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar frá og með þriðjudeginum 3. maí gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu fasteignadeildar þriðjudag- inn 24. maí kl. 11.00. Reykjavík 29. maí 1994, Póst- og símamálastofnunin. Höfum brunavarnir í lagi 1. maí! Brunamálastofnun ríkisins. HAFNARFJÖRÐUR Forstöðumaður Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða forstöðumann við félagsmiðstöðina Vitann. Krafist er mennt- unar á sviði æskulýðs- og félagsmála. Laun eru samkvæmt samningum Starfsmannafélags Hafnarfjarðarbæjar. Allar upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu æskulýðs- og tómstundaráðs, Strandgötu 8-10, sími 53444. Þar er jafn- framt tekið á móti umsóknum. Umsóknarfrestur er til 29. apríl nk. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR Útboð Hita- og vatnsveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu aðveituæðar frá dælustöð á Laugalandi á Þelamörk í dælu- stöð við Austursíðu á Akureyri. Lögnin er rúmlega 10.000 metrar af 175 mm stálröri í 315 mm plastkápu. Á lögnina koma nokkur úttök, afloftanir og tæming- ar. Reiknað er með að verkið geti hafist fyrir miðjan maí og skal því lokið 30. sept. 1994. Útboðsgögn fást hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 30, Akureyri, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu HVA við Rangárvelli, Akureyri, þriðjudaginn 3. maí, 1994, kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. 1. maí í Reykjavík: Útífundurá Ingólfstorgi ÚTIFUNDUR verður á Ingólfstorgi í Reykjavík á sunnudaginn, 1. maí. Aðal- ræðumenn þar verða Ögmundur Jónas- son formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar. Síð- degis fer fram verðlaunaafhending vegna 1. maí merkis. Eins og undanfarin ár mun Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna rfkis og bæja og Iðnnemasam- band Islands standa saman að hátíðarhöld- um í tilefni dagsins sem verða með hefð- bundnu sniði. Safnast verður saman við Hlemm klukkan 13.30 og mun gangan leggja af stað klukkan 14. Gengið verður niður Laugaveg, út Austurstræti að Ing- ólfstorgi til útifundarins. Aðalræðumenn dagsins verða Ögmund- ur Jónasson formaður BSRB og Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar. Ávarp flytur Brjánn Jónsson for- maður Iðnnemasambands íslands. Fundar- stjóri verður Þórunn Sveinbjömsdóttir for- maður Sóknai'. Milli ræðuhaldanna leikur Bossanova Bandið og í lok fundar munu Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína, ásamt Reyni Jón- assyni syngja nokkur lög. Verðlaun afhent I ár ákvað Alþýðusamband íslands að efna til samkeppni um gerð 1. maí merkis- ins meðal nemenda í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, sem leggja stund á graf- íska hönnun, í samstarfi við stjómendur skólans. Verðlaunaafhending vegna gerðar 1. maí merkisins fyrir árið 1994 fer fram í húsnæði Listasafns ASÍ 1. maí klukkan 16.30. Fyrsti varaforseti ASÍ, Ingibjörg Guðmundsdóttir, mun afhenda öllum þeim nemendum sem áttu tillögur sem valdar vom til frekari úrvinnslu, bók í viðurkenn- ingarskyni. Þá verða afhent verðlaun íyrir þá tillögu sem valin var. Einnig verður Myndlista- og handíðaskólanum afhentur styrkur í efnis- og tækjasjóð skólans. I tengslum við veðlaunaafhendinguna verður sýning í Listasafni ASÍ á þeim til- lögum sem valdar vom til frekari úr- vinnslu. Sýningin verður opin frá klukkan 16 til 19 og verður boðið upp á kaffiveit- ingar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.