Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 3. maí 1994 65.TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk I Eriendum ferðamönnum fjölgaði um 10 þúsund - á nýliðnum vetri miðað við veturinn á undan. Fyrstu Qóra mánuði ársins hefur ferðamönnum fjölgað um 21% Þegar litið er á veturinn í heild og mánuðimir sjö írá október til apríl skoðaðir sést að erlendum gestum hefur fjölgað úr 44.814 í 54.888 eða um 22% miðað við veturinn á und- an. Ef litið er tvo vetur aftur í tím- ann hefur íjölgun ferðamanna orðið yfir 15 þúsund miðað við veturinn 1991-92. Fyrstu íjóra mánuði ársins fjölg- að ferðamönnum frá Norðurlönd- um um samtals 16,2% þrátt fyrir vemlega fækkun ferðamanna frá Noregi. Ferðamönnum fjölgaði mikið frá Þýskalandi, Bretlandi, Bandarfkjunum og Hollandi. ____ 7 Thorbjöm Jagland tíl Islands Formaður norska Verkamannaflokksins verður heiðursgestur á flokksþingi Alþýðuflokksins, 10. til 12. j'úní THORBJÖRN Jagland for- maður norska Verkamanna- flokksins hefur þegið boð Jóns Baldvins Hannibalssonar þess efnis að hann verði heiðursgestur á 47. llokksþingi Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - sem haldið verður 10. til 12. júní næstkomandi. „Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Jagland á flokksþingið, þar sem hann hefur verið í fararbroddi þeirra sem markað hafa hina nýju evrópustefnu Norðmanna, sem felst í aðildarumsókn þeirra að Evrópu- sambandinu. Framkvæmdastjóm Alþýðuflokksins hefur lagt á það áherslu að endurskoðun evrópu- stefnunnar verði eitt af aðalvið- fangsefnum flokksþingsins í sumar og þama fáum við möguleika á að læra af reynslu frænda okkar í Nor- egi sem búa við ekki ósvipaðar að- stæður og við“, sagði Sigurður Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins, í gærdag. Hann bætti því einnig við að um- ræðan um aðild að Evrópusam- bandinu væri að fara af stað fyrir al- vöm innan flokksins, meðal annars muni sérstök undirbúningsnefnd fyrir flokksþingið fjalla eingöngu um evrópumál. Oddvitar nefndar- innar eru Jón Baldvin Hannibals- THORBJÖRN JAGLAND, formaður norska Verkamannaflokksins. son, formaður Alþýðuflokksins, og Magnús Árni Magnússon, fomiað- ur Sambands ungra jafnaðarmanna. Sigurður Tómas Björgvinsson segir að margt bendi lil þess að Is- lendingar geti náð hagstæðum samningum við Evrópusambandið eins og Norðmenn, en fyrst verði að fá fruin ákveðna evrópustefnu stjómmálaflokkanna í landinu. Jagland kemur hingað til lands föstudaginn 10. júní og fer aftur til Noregs 13. júní. Gert er ráð fyrir sérstökum dagskrárlið á flokks- þinginu þar sem Jagland mun ávarpa þingfulltrúa og taka síðan þátt í umræðum á eftir. Þá er einnig gert ráð fyrir að hann muni funda með ýmsuni hagsmunasamtökum á rneðan dvölinni stendur. FYRSTU fjóra mánuði ársins hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um rúmlega 5.500 eða úr 26.189 í 31.709 miðað við sama tíma í fyrra sem er rúmlega 21% aukning. Á nýliðnum vetri fjölg- aði erlendum ferðamönnum um 10 þúsund miðað við veturinn á undan. Erlendir ferðamenn sem komu til landsins í apríl vom 10.604 á móti 9.114 f sama mánuði í fyrra. Aukn- ingin erum 16,3%. Af þessum gest- um vom 665 sem höfðu hér svo- nefnda „Bláalónsviðdvöf hluta úr degi. Af 5.500 fleiri farþegum frá áramótum en á sama tíma í fyrra eru 2.827 sem stoppa hér hluta úr degi. Aukning annarra farþega er því 10,3% að sögn Ferðamálaráðs. Af þessum tölum má ráða að markvisst markaðsstarf íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur skilað árangri á þessunt daufasta árstíma. Fyrirtæki og hagsmunaað- ilar hafa samhliða stóraukinni kynningu á möguleikum Islands ut- an háannatímans einnig lækkað verð í þeim tilgangi að freista þess að auka nýtingu Ijárfestinga á þessu tímabili. 1 " i i i i .i ....... Alþýðuflokksmenn klofna í Vestur- Barðastrandarsýsfu: Oddvitinn með sérframboð ALÞÝÐUFLOKKS- MENNIRNIR Björn Gísla- son, oddviti í Patrekshreppi. og Guðfinnur Pálsson sveitar- stjórnarmaður eru efslu menn á nýjum framboðslista jafnaðarmanna og óháðra (.1- llstinn) til sveitarstjórnar- kosninga í nýju sameinuðu sveiíarfélagi í Vestur-Barða- strandarsýslu. Sérframboðið er tilkomið vegna óánœgju með val uppstillingarnefndar á A- listanum en þar Itafnaði Ólafur Amfjörð Guömunds- son sveitarstjóri efstur á lista. Samkvæmt heimildum AI- þýðublaðsins gátu þcir BjÖrn og Guðfinnur ekki sætt sig við það val uppslillingamefndar Al- þýðuflokksfélags Vestur- Barðastrandarsýslu að setja Ól- af Arnfjörð Guðtnundsson sveitarstjóra í efsta sæti A-list- ans. Olafur hefttr gegnt starfi sveitarstjóra f fjögur ár en ekki tekið þátt í pólitísku starti Al- þýðuflokksins í Vestur- Barða- strandarsýslu. Björn Gíslason er hins vcgar oddviti sveitarstjórn- ar og mun hafa lýst sig reiðubú- inn að víkja úr efsta sæti A-list- ans ef sæst væri um annan mann í efsta sætið. Hvorki Bjöm né Guðfinnur voru hins vegar sáttir við val uppstillingamefndar á Ólafi. Var skipuð önnur uppstillingar- nefnd sem komst að sömu nið- urstöðu og sú fyrri nema hvað hún skipti um sæti á 2. og 3. manni. Þtjú efstu sæti A-listans skipa: 1. Ölafur Amfjörð sveit- arstjóri Patreksfirði, 2. Jón Guð- mundsson, Bfldudal, 3. Kristín Jóhanna Björnsdóttir sveitar- stjórnarmaður á Patreksfirði. Fjórir hneppar í V-Barða- strandarsýslu, Barðastrandar- hreppur, Rauðasandshreppur, Bfldudalshreppur og Patreks- hreppur hafa sameinast í nýtt sveitarfélag sem gefið verður nafn í kjölfar komandi sveitar- stjómarkosninga. mmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmm Sumartímiiin hjá okkur er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðurn. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sern er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. maí til 15. september. SlÓVÁflPrALMENNAR HÓIfflSllOðllliafSfóðÍI) Kringlunni 5 Draghálsi 14—16

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.