Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Átökin um flskveiðistjórnunina hafa aidrei verið hatrammari en undanfarið. Stórútgerðir og trillukarlar, fiskvinnslur sem jafnframt reka útgerð, og flsk- vinnslur sem engan kvótann eiga, taka nú glímuna við löggjafarsamkomuna. Þá hefur löggjafarsamkoman sjálf glímt innbyrðis þannig að málin hafa síður en svo verið einföld til úrlausnar. Megin orsök allra þessara átaka er vitaskuld hinn naumi þorskkvóti sem nánast er uppurinn þrátt fyrir að fjórir mánuðir lifi enn af fiskveiðiárinu. Fjölmargir eru búnir með þorskkvóta sinn og enn fleiri svo langt komnir að þeir reyna að nýta þær naumu þorskveiðiheimildir sem eftir standa sem aukaafla með öðrum tegundum. Þorskastríðum er því síður en svo lokið. En í stað þess að landinn lemji á erlendum þjóðum um réttinn til þess gula hefur vígvöllurinn færst alfarið á heimavöll. F.r þá ótalin þræta okkar og Norðmanna um ftskveiðar á Smugu- og Svalbarðs- svæði sem er efnilegur afleggjari í átök um veiðirétt. Fleira fískur en þorskur Á örfáum árum hefur veiði fiskiskipaflotans breyst verulega hvað aflasamsetningu varðar. Útgerðir hafa gert margvíslegar tilraunir með veiðar á tegundum sem lítið eða ekkert hafa verið nýttar hingað til. Hæst bera þar veiðar á úthafskarfa, en veiðin á honum hefur farið hraðvaxandi. Á árinu 1988 er enginn veiði skráð á þessari fisktegund. Árið 1989 eru skráð 1.374 tonn, og á síðasta ári er veiðin komin upp í 19.747 tonn, að verðmæti yfir 930 millj- ónir króna. Þróunin í úthafskarfaveiðunum er skýrt dæmi um að sjávarútvegurinn er engan veginn vamar- eða bjargarlaus þegar þorskurinn hefur á brattan að sækja. Auknar rækjuveiðar Þá er einnig athyglisvert að líta á þróun rækjuveiðanna. í byrjun síðasta áratugar var rækjuveiðin að rokka þetta í kringum 8 til 9 þúsund tonn. Á síðasta ári var veiðin hins vegar komin í rúm 53.000 tonn, auk 2.200 tonna sem veiddust utan lögsögunn- ar, alls að verðmæti hátt í sex milljarðar króna. Veiðar á öðm en rækju utan lögsögunnar gáfu að auki hátt í 900 milljónir króna á árinu 1993. Matarholumar em sumsé víða. Enn sem komið er hafa stærstu ftskiskipin verið sókndjörfust á þessi nýju mið, en þessi þróun er einnig farin af stað víðar, þó í mun minna mæli sé. Á landgmnninu em ýmsar tegundir sjávardýra sem vafalaust eiga eftir að gera veiðiflóruna enn litríkari en hún er í dag. Er þar litið til nýtingar á ígulkerum, skeldýmm ýmis konar og fisktegundum eins og til dæmis háf. Fyrir flestar þessara tegunda virðist vera til markaður. Eða hverjum hefði dottið það til hugar fyrir stuttu síðan að marglittan gæti verið söluvara? Metafli Heildarafli íslendinga hefur sjaldan verið meiri en á síðasta ári. Þó aflatölur segi ekki allan sannleikann sýnir sig að í heildina tekið hefur samdrætti í þorskveiðum verið mætt með öflugri sókn í aðrar fisktegundir. Hinir einstöku útgerðarhópar em þó mjög misjafnlega í stakk búnir til að mæta þorskskerðingunum. Hin stóm og öflugu skip hafa á skömmum tíma sannað hæfni sína á þessu sviði en verti'ðarflotinn og trillumar eiga mun erfíðara um vik og því set- ið eftir að stærstum hluta. Inn í þetta hafa blandast kjör sjómanna, en mörg stór útgerðarfyrirtæki hafa haldið því fram að forsenda úthafsveiðanna og sóknar á fjarlæg mið sé frjálst framsal veiði- heimilda. Byggðamál koma einnig upp í allri orrahríðinni, því landshlutar og einstaka byggðalög treysta mismikið á þroskinn. Þá kemur samdrátturinn í þorskinum misjafnlega við fiskvinnslufyrirtækin. Þau sem hafa yfír veiðiheimildum að ráða eiga auðveidar um vik á sama tíma og fisk- vinnslur án kvóta berjast á mörkuðunum um færri físka en áður og þá iðulega við vinnslumar sem jafnframt eiga veiðiheimildir. Margvísleg sjónarmið Spumingin er hvort yfírleitt sé hægt að sætta allar þær skoðanir sem uppi em. Það megin atriði sem hafa verður í huga er heildarhagur þjóðarinnar af fiskveiðiauðlind- inni. Líkumar á því að íslendingar hitti á einhverja „gullæð" sem tekið geti þrýsting- inn af sjávarútveginum sem fyrirvinnu þjóðarbúsins em hverfandi. I blaðinu Isafold frá 1889 ritar Oddur V. Gíslason grein er snýr að sjávarútveginum. Þar famast hon- um svo orð: „Fiskveiðar ... em annar aðal atvinnuvegur lands vors ... svo að sjáan- legt er að svo muni verða 50-100 næstu ár ... .“ Þessi skrif sem orðin era yfir aldargömul gætu átt við enn í dag. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5 af 5 6 5.607.439 m +4af 5 1 612.538 a 4 af 5 151 6.997 □ 3 af 5 4.959 497 BÓNUSTALA: © Heildarupphæð þessa viku UPPIÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 951 HÞHIIIIilfftll) Salan á SR-mjöH: Þriðjudagur 3. maf 1994 Ekkí farið eftir veridagsreglum - sem ríkisstjórnin hafði samþykkt um slíka framkvæmd, segir Sigbjöm Gumiarsson, formaður Qárlaganeftidar Alþingis SIGBJÖRN GUNNARSSON, formaður fjárlaganefndar Alþingis: Heppilegra hefði verið að fela Framkvœmda- nefnd um einkavœðingu að annast söluna á SR-mjöli held- ur en að skipa tilþess sérstakan starfshóp, og tryggja þann- ig að farið yrði að þeim verklagsreglum sem ríkisstjórnin hafði samþykkt um slíka framkvœmd. Alþýðublaðsmynd / Einar Ótason SKÝRSLA Ríkisendur- skoðunar um söluna á SR- mjöli var til umræðu á Al- þingi í gær. Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárlaganefndar, sagði við umræðurnar að hann teldi að heppilegra hefði verið að fela Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu að annast söluna á SR- mjöli heldur en að skipa til þess sérstakan starfshóp, og tryggja þannig að farið yrði að þeim verklagsregl- um sem ríkisstjórnin hafði samþykkt um slíka fram- kvæmd. Þá taldi Sigbjörn að kaupendum hefði ekki verið gert að uppfylla til fullnustu þau skilyrði sem sett voru í skilmálum VIB og nauðsynlegt væri að færa verklagsreglur um sölu ríkisfyrirtækja í laga- búning. Sigbjöm Gunnarsson rifjaði upp að Alþingi hefði óskað eff- ir úttekt Ríkisendurskoðunar á sölu á hlutabréfum rfkisins í Þormóði ramma sem frarn fór undir stjórn þáverandi fjármála- ráðherra, Olafs Ragnars Gríms- sonar. Ríkisendurskoðun hefði í Þonnóðs ramma málinu gagn- rýnt að „hvorki hafi sala hluta- bréfanna né þeir skilmálar og skilyrði er sett vom fyrir söl- unni verið auglýst opinber- lega.“ Með sama hætti sé gagn- rýni Ríkisendurskoðunar í SR- málinu. Verklagsreglur settar í framhaldi af þessu sagði Sigbjöm Gunnarsson: „Af mistökum þeim sem ég tel að hafi orðið við sölu Þor- inóðs ramma hf. var nauðsyn- legt að mínu mati að draga nokkurn lærdóm. Það var og gert. Rikisstjómin samþykkti á fundi sínum hinn 12. október síðast liðinn skýrar verklags- reglur um framkvæmd einka- væðingar. Vissulega hafa slíkar verklagsreglur ekki lagagildi. Ætla verður þó að það sé af- dráttarlaus vilji ríkisstjómar- innar að fara að þeim reglum í einu og öllu. Því tel ég að vafa- samt hafí verið að skipa sér- stakan starfshóp til að annast söluna á SR-ntjöli hf. daginn eftir að nefndar verklagsreglur vom samþykktar. Því hefði ver- ið sjálfsagt og eðlilegt að svo- nefnd Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefði annast söl- una. Þess ber og að gæta að nefndar verklagsreglur hljóta að hafa verið í undirbúningi um nokkum tíma og varla verið þeim sem hlut átlu að máli ókunnugt um að setning þeirra stæði til.“ Deilur um söluverð 1 ræðu sinni vék Sigbjöm að söluverði hlutabréfanna í SR- mjöli og sagði: „I skýrslu Ríkisendurskoð- unar er að því vikið að vanda- samasti og mikilvægasti þáttur- inn við sölu ríkisfyrirtækja sé að jafnaði mat á virði þess. Engum heilvita manni dettur í hug að mótmæla því. Ég tel hins vegar í fyllsta máta vafa- samt að fullyrða, eins og Ríkis- endurskoðun nánast gerir, að fyrirtækið hafí verið selt of lágu verði. Ég fæ ekki séð að Ríkis- endurskoðun sýni með skýmm hætti fram á að það hafi verið gert. Nú er það svo að sá sem hér mælir hefur ekki forsendur til að leggja mat á söluverðið. Þá hlýtur jafnan að vera hug- lægt hvað telst ásættanlegt í slíkum tilvikum. Hitt vil ég taka undir með Ríkisendurskoðun, að ég tel mikilvægt að fela fleir- um en einum aðila að meta framtíðartekjuvirði fyrirtækja, þegar hið opinbera selur hlut sinn í fyrirtækjum sem SR- mjöli hf. Slík vinnubrögð munu einungis treysta það verk sem verið er að vinna hverju sinni.“ Lengri frestur Varðandi athugasemdir Rík- isendurskoðunar um að tilboði VIB í söluna var tekið en ekki Landsbréfa sem bauð mun lægra, sagðist Sigbjöm ekki telja að Landsbréf hefði haft þau tengsl við þetta mál að það hefði bannað að taka tilboði fyrirtækisins. Um tilboðin í hlutabréfin sagði Sigbjöm: „Það er álit Ríkisendurskoð- unar að hvorugur þeirra aðila sem sendu inn tilboð í hlutabréf SR-mjöls hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett höfðu verið í útboðsskilmálum. Ég hygg að óumdeilt sé að annar aðilanna, sem fengu útboðsgögnin af- hent, hafí alls ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett vom. Með því hins vegar að afhenda honum gögnin hafi verið gengið á svig við jafnræðisreglur." Sigbjöm hélt síðan áfram: „Um það má hins vegar deila hvort hinn hópurinn hafi upp- fyllt þau skilyrði sem sett vom. Raunar tel ég að svo hafi ekki verið. Alltof almennt var kom- ist að orði um þá aðila sem að hópnum stóðu, það er hvort ljármögnun hafi átt að vera af eigin fé eða lánsfé, svo og hverjir tilheyrðu hópnum. I ljósi þess hve gífurlegir hags- munir vom í húfi tel ég að við þessar aðstæður hefði átt að lengja fresti og/eða hefja sölu- meðferð að nýju. Við opnun tilboða kom bréf lrá Akureyrarbæ um að frestur yrði lengdur til 20. janúar. Þar kom einnig fram að útboðs- gögnin hefðu borist bæjaryfir- völdum seint í hendur og ekki hafi unnist tími til að ljúka við- ræðum við nokkra aðila um samstarf. Vissulega kom beiðni Akureyrarbæjar seint fram. Hefði Akureyrarbær hins vegar lýst vilja sínum til að ganga til samninga með svipuðum hætti og þeir gerðu sem síðar urðu kaupendur er erfitt að sjá að mögulegt hefði verið að ganga fram hjá Akureyrarbæ. Akur- eyrarbær gekk hins vegar fram í þessu máli í fullkomnu sam- ræmi við þau skilyrði sem sett vom, að mínu mati, og taldi sig ekki uppfylla skilyrðin eins og ég tel raunar að enginn aðila hafi gert,“ sagði Sigbjöm Gunnarsson. Lagasetning I lok ræðu sinnar á Alþingi í gær sagði Sigbjöm: „Það sem upp úr stendur er þetta: Af mistökum þeim sem gerð voru við sölu hlutabrélá ríkissjóðs í Þormóði ramma hf. var dreginn nokkur lærdómur. Settar hafa verið verklagsreglur af ríkisstjóm um það hvemig staðið skuli að slíkri sölu. Það er hins vegar ekki nægjanlegt að setja reglur, ef ekki er tryggt að eftir þeim sé farið. Því tel ég nauðsynlegt að færa slíkar reglur í lagabúning þannig að tekin séu af öll tví- mæli. Með því verði tryggt að sala á hlutabréfum ríkissjóðs í framtíðinni verði með eins hreinlegum og ótvíræðum hætti að mögulegt er, og án þess að grunsemdir af nokkm tagi geri vart við sig.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.