Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 3. maí 1994 MENNING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Það fer liver að vera síð- astur að sjá stórsýningu vetr- arins hjá Leikfélagi Akur- eyrar - gantanóperuna Operudraugim eftir Ken HHl - meistarastykki með söngperlum margra þekkt- ustu óperutónskálda heims. Sýningum lýkur í maí. Sýningin hefur híotið góð- ar viðtöktir og hafa gestir kunnad að mcta þctta óperu- spaug með dulaifullu ívafi. Leikurinn er byggður á skáldsögu franska rithöfund- atins Gaston Laroux, sem hann skrifaði árið 1909. Sagan gerist t Pansaróper- unni um aldamótin og segir frá dularftillum atburðum seni tengjast dauðsföllum innan óperunnar. Laroux bjó til persónu óperudraugsins sem hrellir listamenn og starfsfólks óperunnar meðan það er að sýna óperuna Fauxt efur Gounod. Verður óperu- draugurintt mcðaí atutars ást- fanginn af kórstúlkunni Christine. Eftir sögu Laroux hafa verið gerðar ótal lcikgerðir og kvikmyndir. 1 Opem- draug Ken Hill er gnægð tónlistar og ekki af lakara taginu því hún er fengin að láni hjá helstu tónskáldum óperusögunnar á síðastlið- inni öld. Þarna heyrum við til að mynda firægar söngperlur eftir Bizet, Donizetti, Go- unod, Mozart, Offenbach, Verdi og Weber. Þessa sýningu Leikfélags Akureyrar skipar einvalalið listamanna. Ftmm söngvarar fara með hlutverk í Operu- draugnunt og má þar fyrst nefha Bergþór Pálsson seni leikur titilhlutverkið. Ung sópransöngkona, Marta G. Ilalldórsdóttir, þreytir hér frumraun sína á sviði í hlut- verki Christine. en Ragnar Davíðsson, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Már Magnásson fara einnig með veiganiikil hlutverk. Auk þcirnt leika og syngja í sýningunni leikaramir Dofri Hermannsson, Gest- ur Einar Jónasson, Aðal- steinn Bergdal, lngibjörg Gréta Gísladótfir, Rósa Guðný Þórsdóttir. Sigur- veig Jónsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunnar Borg og Þráinn Karlsson. Sex manna hljómsveit sér um tónlistina í verkinu og er hún undir stjóm Hollend- ingsins Gerrit Schuil. Leik- stjóri verksins er Þórltildur Þoríeifsdóttir. Leikmynd og búninga gerír Sigurjón Jó- hannsson. Ljósahönnuður er Ingvar Björnsson. Ópenjdraugurinn er si'ð- asta og viðamesta leiksýning leikársins og má scgja að þar hafi verið settur glæsilegur endapunktur við fjölskrúð- ugt leikár Ixikfélags Akur- eyrar. Leikgerð Ken Hill er nú á íjölunum víða um heim og þykir hin mcsta leikhús- upplifún. Aukaþing Sambands ungra jafhaðarmanna verður haldið 4. tíl 5. júní Samband ungra jafiiaðarmanna heldur aukaþing helgina 4. til 5. júní næstkomandi. Þar munum við undirbúa þau málefni sem farið verður með inn á áætlað flokksþing Alþýðuflokksins sem haldið verður helgina á eftír, 10. tíl 12. júní. Aukaþingið mun einnig taka til samþykktar þá fulltrúa sem félög ungra jafnaðarmanna hafa valið til setu á flokksþingi. Staðsetning aukaþings SUJ heíur ekki verið ákveðin á þessari stundu, en ömggt er að það verður á höftiðborgarsvæðinu. Nánari staðsetning aukaþingsins verður auglýst síðar ásamt dagskrá. Ekki verður kosið í embættí innan SUJ á aukaþinginu og lagabreytingar eru ekki leyfílegar á slíkum þingum. Rétt tíl þátttöku hafa allir þeir félagar í Sambandi ungra jaftiað- armanna sem tilkynntir hafa verið sem þátttakendur af stjóm- uni félaganna til framkvæmdastjómar SUJ fyrir þingið. Bestu kveðjur, * Magnús Ami Magnússon - formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. !|sS ii 'éri ~ tr.. *i ............ ■ ■ ■ .. ; * ■■ • .* ~ 'a» '•» ■:•' ■ • ' e : M. - • i. >■ .■ :■. , . ■ : •ói 8| .->>■. * 1 Wi Skil á vörugjaldi ssi gggg mm ms mmm hm Vegna breytinga á lögum um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar sem ný reglugerð tekur gildi 1. maí nk., vill ríkisskattstjóri minna á skil vöru- gjalds. Helstu breytingar varða gjaldskyldusvið, gjaldflokka (tollskrárnúmer gjaldskyldra vara eru talin upp eftir gjaldflokkum í viðauka við lögin), gjalddaga, álag og dráttarvexti. Reglur um gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleidd-ar, unnið að eða pakkað hér á landi. Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi vörugjalds fyrir tímabilið janúar—febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga. Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. Gjaldflokkum vörugjalds er fjölgað í sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. (gjaldflokki A (6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjaldflokki B (11% vörugjald) eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. í gjald- flokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiónaðar, sætakex og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. í gjaldflokki E (20% vörugjald) eru m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. ( gjaldflokki F (25% vöru-gjald) eru vopn o.þ.u.l ( gjaldflokki G (30% vörugjald) er m.a. sykur, sjónvarps-tæki og hljómflutningstæki. Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.