Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. maí 1994 JÓN ÁSBJÖRNSSON, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar. Ályktun stjómar Samtaka Hskvinnslustöðva án útgerðar: Krókafískur er besta hráeftiið Vegna aðgerða Andófshóps kvótaeigenda við breytingartillögur sjávarútvegsnefndar vilja nýstofnuð Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar (sem nú telja um 60 fiskvinnsluíyrirtæki með 1.000 til 1.400 fiskvinnslumenn á bak við sig) taka fram eftirfarandi: „(1.) Hömlur á framsali leigukvóta mun auka framboð á íslensku fiskmarkaðina og stuðla að eðlilegri viðskiptaháttum. (2.) Krókafiskur er besta hráefnið og fer allur til vinnslu innan- lands. (3.) Tvöföldun línukvóta erfíðustu sjósóknarmánuðina er stýring sem eykur hráefnisöflun til íslenskrar fiskvinnslu á þeim tíma þegar afurðaverð er hæst og atvinnuleysi mest.“ Að sögn Samtaka fiskvinnslustöðva án útgerðar em þessi þrjú at- riði veigamestu breytingartillögur sjávarútvegsnefndar á fmmvarpi til stjómar fiskveiða, sem samtökin lýsa fullum stuðningi við. Samtökin vekja athygli á „þverstæðum fullyrðingum Andófshóps kvótaeigenda um ofangreindar breytingar. Nú þegar hefur óheftur framtalsréttur kvóta valdið margföldun á sjófrystingu og ómældu atvinnuleysi í landi ásamt ánauð frjálsra útgerðarmanna,“ einsog það er orðað í ályktun samtakanna. Samtökin segja kvótaeigendur hafa fengið kvóta sinn gefins frá Alþingi og neyti nú allra bragða „til að ná einokun á þeirri fisk- vinnslu sem enn þrífst í fijálsum viðskiptum á hinum íslensku fisk- mörkuðum, einkum með því að nota fenginn kvóta sem skipti- mynt.“ Einnig segir í ályktuninni að eina von fijálsra fiskkaupenda, fisk- verkafólks og ánauðugra sjómanna sé að Alþingi afnemi alfarið leigukvótaviðskipti, sem þau segja hvergi í heiminum viðgangast nema hér á landi. Að lokum segir: „Vegna spádóma og hótana kvótaeigenda um vaxandi atvinnu- leysi, gámaútflutning óunnins fisks og aukna sjófrystingu, skorum við á stjómvöld að hefja aðgerðir til styrktar hinum íslensku fisk- mörkuðunt. Til dæmis með verðlaunum í formi kvóta.“ Tilkynning frá EFTA- dómstólnum í Genf: Fyrsta málið lagt fjrirEFTA- dómstólinn 27. apríl síðastliðinn var fyrsta málið lagt fyrir EFTArdómstólinn í Genf. Málið er um túlkun á 11. og 16. grein samningsins um Evr- ópska efnahagssvœðið og varðar heimild til innflutnings á áfengum drykkjum lil Finnlands án santþykkis fmnsku áfengisverslunarinnar (ALKO), sem samkvæmt finnskum lögum heíúr einkaleyfi á inn- flutningi og dreifingu áfengis þar í landi. Þann 28. apríl var annað mál lagt fyrir dómstólinn. Það mál er höfðað af samtökum skoskra laxaframleiðenda gegn Eítirlitsstofnun EFTA vegna synjunar stofnunarinnar á að grípa til ráðstafana vegna meintra ríkisstyrkja til norskra laxaframleiðenda. í samræmi við reglur dómstólsins mun aðilum þessara mála, rík- isstjórnuni EFTA-ríkjanna, Eftirlitsstofnun EFTA, Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins og Evrópusambandinu verða gefinn kostur til að leggja fram skriflegar athugasemdir af sinni hálfu vegna þessara ntála. í kjölfar þess fer fram munnlegur flulningur í málunum og málin dómtekin. A þessari stundu er útilokað að segja nokkuð um það hvenær dómar í málunum munu liggja fyrir. EFTA-dómstóllinn var settur á stofn afþeim EFTA-ríkjum sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk MOLAR hans er að leysa úr ágreiningsefnum sem varða lögleiðingu, fram- kvæmd og túlkun EES-samningsins og að gefa dómstólum og öðr- um aðilum sem fara með dómsvald í þessum ríkjum ráðgefandi álit um túlkun á EES-löggjöf. Lögsaga dómstólsins er f aðalatriðum sambærileg við lögsögu Evrópudómstólsins í Lúxemborg meðal ríkja Evrópusambandsins. EFTA-dómstóllinn hefur aðsetur í Genf í Sviss einsog fyrr segir og fer málsmeðferð að mestu fram á ensku. SJÁVARAFURÐIR voru 79% alls útflutnings okkarfyrstu þrjá mánuðiþessa árs og var verðmœti þeirra 15% meira en á sama tíma ífyrra. Vöruskiptin við útlönd í janúar-mars 1994: Hagstæður vöru- skiptajöfiiuður við útlönd í marsmánuði síðastliðnum voru fluttar út vörur fyrir 12,1 millj- arð króna og inn fyrir 6,8 milljarð króna (fob). Vöruskiptin í mars vom þvíhagstæð um 5,3 milljarða. í marsmánuði 1993 voru vöru- skiptin hagstæð unt 2,2 milljarða. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 26,9 rnillj- arða króna en inn fyrir 18,3 milljarða króna (fob). Afgangur var því á vöruskiptum við úllönd sem nam 8,6 mill jörðum króna en á sarna tímabili í fyrra voru þau hagstæð urn 3,7 milljarða króna á föstu gengi. (Þama er miðað við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-mars 1994 9,5% hærra en árið áður.) Fyrstu þrjá rnánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 18% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 79% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15% meira en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins fyrstu þrjá rnánuði þessa árs var 4% minna á föstu gengi en árið áður. Innfiutningur sérstakrar fjár- festingarvöru (skip, fiugvélar, Landsvirkjun), innílutningur til stór- iðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Að þessum liðum frátöldum reyndist annar innflutningur hafa orðið 3% minni á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöm um 6%, bílainnflutningur dróst saman um fjórðung, innflutningur annarrar neysluvöm var 5% minni en á sama tfma í fyrra og innflutningur annarrar vöm 2% minni. Vaxtaskiptasamiiingar Seðlabankans við banka og sparisjóði: Miðað YÍð 0,7 % ársverðbólgu á næstu 4 mánuðum Þann 27. aprfl samdi Seðlabankinn við banka og sparisjóði urn vaxtaskipti fyrir tímabilið maí til september í samræmi við ramma- samkomulag um vaxtaskipti frá september síðastliðnum. 1 sam- komulaginu fyrir næsta tímabil er gert ráð fyrir að bankar og spari- sjóðir greiði Seðlabankanum 5% nafnvexti af samningsfjárhæð og að Seðlabankinn greiði þeirn 4,25% vexti ofan á verðtryggðan höf- uðstól. Samningurinn byggist á þeirri forsendu að verðbólga á ári á mælikvarða lánskjaravísitölu og er það í meginatriðum í samræmi við verðlagsspár Seðlabankans. _________________________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Hagþenkir - félag höfimda fræðirita og kennslugagna: Veiting styrkja og þóknana lokið Lokið er veitingu helstu styrkja og þóknana sem Hagþenkir - fé- lag höfunda frœðirita og kennslugagna úthlutar á þessu ári. Starfs- styrkir vom veittir 22 höfundum, samtals 1.550.000 krónur, en um- sóknir bámst um rúmlega fimm og hálfa milljón. Hæstu styrki til ritstarfa, 150 þúsund krónur, hlutu tvö verkefni. Annars vegar Bjarni Þorsteinsson og Michael Dal vegna hlustun- arefnis við dönskukennslubækumar „Danmarksmosaik 1 og 2“. Hins vegar Þórunn Valdmarsdóttir vegna ritsins „Landsmálablöðin um síðustu aldamót". Hildigunnur Halldórsdóttir hlaut 100 þúsund krónur vegna rit- unarforrits fyrir böm og Sigurður Konráðsson sömu upphæð vegna handbókar um máltöku bama og máluppeldi. Aðrir styrkir til rit- starfa nárnu ýmist 75 eða 50 þúsund krónum. Hagþenkir veitti í fyrsta sinn í ár styrki til að vinna að gerð fræðslu- og heimildamynda. 200 þúsund krónur hlutu Ari Trausti Guðmundsson og Jón Gauti Jónsson en Tryggvi Jakobsson hlaut 100 þúsund krónur. Þessir þrír vinna að myndum um náttúm lands- ins og sögulegum heimildamyndum. Hagþenkir greiddi í aprfl síðastliðnum 26 höfundum þóknun vegna ljósritunar úr verkunt þeirra í opinberum skólum. Fimmtán höfundar fengu greidda þóknun vegna þess að þeir höfðu annast gerð og samið handrit að fræðslu- og heimildamyndum sem sýndar vom í sjónvarpi árin 1988 til 1993. Þær tekjur sem Hagþenkir notar til að greiða höfundum þóknanir og veita þeint styrki fær félagið einkurn vegna aðildar sinnar að samningum um vissa heimild opinberra skóla til ljósritunar úr út- gefnum verkum. I fyrsta sinn í ár fær félagið einnig tekjur vegna að- ildar sinnar að Innheimtumiðstöð gjalda sem hefur tekjur samkvæmt höfundalögum af gjaldi sem lagt er á myndbönd og hljóðbönd. Hagþenkir veitir árlega um það bil 20 höfundum ferða- og mennt- unarstyrki. Fyrri úthlutun ársins fór fram í aprfl og hlutu þá 13 höf- undar slíkan styrk. Félagar í Hagþenki eru nú um 280. Formaður er Hjalti Hugason. TÓBAK hœkkaði igœr að meðaltali um 2,5% vegna breytts gengis og breytts innkaupaverðs í erlendri mynt. Verð á áíengi og tóbaki breyttist í gær: Innfluttur bjór ódýrari, sígarettur dýrari Verð á áfengi og tóbaki breyttisl í gær. lnnfluttur bjór lækkaði að meðaltali um 3,3% vegna þess að sér- stakt gjald sem lagt hefur verið á cif-verð hans lækkar úr 50% í 35%. Vín og sterkir drykkir hækka urn tæpt 1% að meðaltali vegna breytinga á verði erlendis og gengisbreytinga. Tóbak hækkaði að meðaltali um 2,5% vegna breytts gengis og breytts innkaupaverðs í erlendri mynt. Bandaríkjadollar hefur hækk- að unt 4,8% frá því að verð á tóbaki var síðast ákveðið í september 1993. Fyrir áhyggjufulla neytendur er rétt að geta þess að verð á ís- lenskum bjór og íslensku áfengi er óbreytt. Nokkur dæmi um verðbreytingar: Heineken bjór (6x33 cl flöskur) lækkar úr 930 krónum í 880; Piat de Beaujolais (rauðvín 750 rnl) hækkar úr 920 krónum í 930; Blush Chabiis (rósavín 750 ml) hækk- ar úr 640 krónum 660; Absolut (vodka 700 ml) hækkar úr 2200 krónuin í 2260; Winston KSF (sígareltur 20 stk) hækka úr 260 krónunt í 267; London Docks (vindlar 10 stk) eru á óbreyttu verði 410 krónurn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.