Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. maí 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Góður hagnaður hjá Granda og mestí afli frá upphafi Eigið fé nemur einum og hálfnm milljarði króna. Heildaraflinn var 31.500 tonn sem er aukning um 27% Hagnaður var af rekstri Granda hf. ífyrra að fjárhœð 177 milljónir króna en að teknu tilliti til hlutdeildar félagsins í tapi dóttutfélaga að upphœð 68 milljónir var hagnaður samstœðunnar 108 milljónir króna. Ár- ið áður var rekstrartapið 156 miUjónir. Heildaraflinn íjyrra var sá mesti í sögu félagsins og á stóran þátt í að liagnaður varð af rekstrinum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason HAGNAÐUR var af rekstri Granda hf. í fyrra að fjárhæð 177 milljónir króna en að teknu tilliti til hiut- deildar félagsins í tapi dótt- urfélaga að upphæð 68 milljónir var hagnaður samstæðunnar 108 milljón- ir króna. Arið áður var rekstrartapið 156 milljónir. Heildaraflinn í fyrra var sá mesti í sögu félagsins og á stóran þátt í að hagnaður varð af rekstrinum. Rekstrartekjur Granda í fyrra námu 2,9 milljörðum króna sem er hækkun um 17% frá árinu áður. Eigið fé fyrirtækisins nam 1,5 millj- arði í árslok 1993. Heildarafli Granda í fyrra var hinn mesti í sögu félags- ins, en alls veiddust 31.495 tonn á móti 24.719 tonnum árið áður. Aukning í tonnum milli ára varð því alls 6.776 eða 27,4%. Hana má rekja fyrst og fremst til aukinna veiða á úthafskarfa, sem veiddur var utan kvóta. Auk þess skipti Grandi á kvóta við aðrar útgerðir, sem gerðu tog- urum fyrirtækisins kleift að veiða fisktegundir sem féllu betur að veiðum og vinnslu. Grandi lét þorskkvóta í skipt- um fyrir karfa, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í karfa- vinnslu með góðum árangri. Fiskafurðir unnar úr karfa skiluðu hagstæðu söluverði á erlendum mörkuðum í fyrra. Þorskveiði minnkaði úr 10,7% heildaraflans 1992 í 6,5% í fyrra. Fjölgun úthaldsdaga Grandi gerði út átta togara í fyrra, tvo frystitogara og sex ísfisktogara. Úthaldsdögum togaranna Ijölgaði um 378 eða 20,8% á liðnu ári. Helsta ástæða aukningarinnar er að togaramir Örfirisey og Akur- ey voru gerðir út allt árið í fyrra en aðeins að hluta árið áður. Aflamagn á hvem út- haldsdag jókst um tæp 6% í fyrra sem stafar aðallega af auknum úthafsveiðum og drjúgum karfaafla. Örfirisey skilaði langmestu aflaverðmæti ársins eða rúm- lega 470 milljónum króna. Næst kemur Snorri Sturluson með 386 milljónir og síðan Akurey með 268 milljónir króna í aflaverðmæti. Ráð- stöfun á eigin afla Grandatog- aranna á síðasta ári var með þeim hætti að landvinnsla jókst úr 40,6% í 43,9% en sjó- frysting úr 24,6% í 29,2%. Á erlendan markað fóm 25,1% og 1,8% á innlenda markaði. Landvinnsla gekk vel Á síðasta ári nam innvegið hráefni til vinnslu í Norður- garði samtals unt 15 þúsund tonnum sem er 18% aukning milli ára. Þetta var fyrsta heila starfsárið sem landvinnslan fór svo til öll fram í Norður- garði, eftir að hefðbundin vinnsla í Grandagarði hafði verið lögð niður og starfsemin flutt milli húsa. Aðeins vom fryst 557 tonn af loðnuafurð- um í Grandagarði á síðasta starfsári. I fyrra var mest unnið af karfa eða 9.833 tonn á móti 6.041 tonni árið 1992. Þar á eftir komu 3.199 tonn af ufsa og 1.430 tonn af þorski. Hlut- ur þorsksins fer síminnkandi og er gert ráð fyrir að hann verði aðeins 5% heildar- vinnslunnar á yfirstandandi ári. Afli til landvinnslu kom að mestu leyti frá togurum Granda eða 13.626 tonn, frá fiskmörkuðum komu 620 tonn og 875 tonn vom keypt af öðmm. Vöruþróun og framfarir Á síðasta ári vom teknar upp ýmsar nýjungar til hag- ræðingar í vinnslu. Hætt var að flytja beinaúrgang með bfl- um og tilheyrandi umstangi yfir í bræðslu Faxamjöls. Þess í stað hefur úrganginum verið skotið sjálfvirkt eftir röri með sérstökum tæknibúnaði yfir í mjölverksmiðju Faxamjöls og hefur þessi nýlunda gefist vel. Fryst fiskflök í plastpokum em nú mikið að ryðja sér til rúms í smásöluverslunum Evrópu og hefur sú fram- leiðsla vaxið hjá Granda. Þeg- ar er búið að koma fyrir sjálf- virkum búnaði til vigtunar og lokunar á pakkningunum. Nú er í gangi samvinna við Baader, sem er þekktur lfam- leiðandi fiskvinnsluvéla um að fullþróa nýja gerð tölvu- stýrðrar karfaflökunarvélar sem á að auka nýtingu og af- köst. Samvinnuverkefnið hófst hjá Granda í byijun ág- úst í fyrra og er gert ráð fyrir að því ljúki á næstunni. Grandi er einnig þátttak- andi, í samvinnu við íslensk og evrópsk fyrirtæki, í hönn- un og þróun vélmennis til fiskvinnslu. Verkefnið nefnist Robofish og er unnið sam- kvæmt sérstakri rannsóknar- áætlun. Gert er ráð fyrir að þróunarvinnan skili einhverj- um niðurstöðum á næsta ári. Frystir ufsabitar Verð á ufsablokk hefur lækkað verulega vegna auk- innar samkeppni við alaska- ufsa. Af þeim ástæðum hefur verið lagt kapp á að fullþróa nýjar neysluvömr úr ufsa. Hér er um að ræða ýmis konar sér- pakkningar sem henta ýmist verslunum eða veitingastöð- um, en markmiðið er að draga sem mest úr blokkarvinnsl- unni. Síðast liðinn vetur tók Grandi upp samstarf og sam- vinnu við Hagkaup með úl- raunasölu á frystum ufsabit- um í plastpokum. Neytendur tóku tilrauninni vel, enda var hér um að ræða góðan og ódýran fisk, sem hefur lítið sést á borðum landsmanna. Þessu verkefni verður haldið áfram í ár og framboð aukið á innlendum markaði. Megináhersla í vinnslu og markaðssemingu hefur verið lögð á karfaafurðir og hefur framleiðsluaukning í neyt- endapakkningar með karfa gengið eftir. Til þess að auka enn frekar framboð á karfaaf- urðum landaði togarinn Ottó N. úthafskarfa til vinnslu í fyrra. Ágætur árangur varð af þeirri tilraun, enda reyndist karfinn mjög góður. Á yfir- standandi ári verður veruleg aukning á löndunum úthaf- skarfa til landvinnslu. Það má því gera ráð fyrir að úthaf- skarfi verði vaxandi þáttur í starfseminni. Loðnuvinnsla Á yfirstandandi ári var nýtt vinnslukerfi fyrir loðnufryst- ingu tekið í gagnið með góð- um árangri. Afkastagetan er um 100 tonn á sólarhring. í fyrra frysti Grandi um 500 tonn af loðnu en í ár rúm eitt þúsund tonn, sem sýnir glöggt bætta afkastagetu. Nýja vinnslukerfið er sam- ansett af tveimur flokkunar- vélum af fullkomnustu gerð. Miklar breytingar vom gerðar til að bæta aðstöðuna til fryst- ingar á loðnuhrognum og var til dæmis gamla ketilhúsinu í Faxamjöli breytt í fullkomna hrognahreinsistöð. Grandi réð rúmlega eitt hundrað atvinnulausa höfuð- borgarbúar til tímabundinna starfa vegna loðnuvinnslunn- ar og tókst það með ágætum. Tap hjá Friosur Grandi keypti í fyrra 7,7% hlutaijár í félaginu Pesquera Friosur í Chile. Fyrir átti fé- lagið 11 % hlutaíjár þannig að hlutaljáreign í árslok nam 18,7%. Jafnframt vom keypt 3,3% hlutaljár í félaginu Ent- depes í Chile. Kaupverð þess- ara eignarhluta nam samtals 135 milljónum króna. Tap varð á rekstri Friosur í fyrra sem nam 150 milljónum króna. Það em mikil umskipti frá 1992 þegar hagnaður varð um 100 milljónir. Aðalástæð- ur tapsins í fyrra voru miklar tafir frá veiðum vegna tíðra bilana í togaraflota félagsins, ásamt lægra afurðaverði. Gert er ráð fyrir að hagnaður verði af rekstrinum á yfirstandandi ári. Friosur er að færa út kví- amar á ýmsum sviðum um þessar mundir til að auka fjöl- breytni í framleiðslu sjávaraf- urða. Unnið er af fullurn krafti að aukinni sölu- og markaðs- starfsemi í gegnum alþjóðlegt markaðsnet Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tap á Faxamjöli Grandi átti í árslok 77% hlutafjár í Faxamjöli hf. í lok ársins var hlutafé Faxamjöls fært niður um 90% og jafn- framt samþykkt að hækka hlutafé þess um 80 milljónir króna með áskriít nýrra hluta. Félagið keypti alla aukning- una og var hún greidd í árs- bytjun 1994. Deilur hafa risið um niðurfærslu hlutafjárins og hlutafjáraukninguna og hefur meðeigandi félagsins stefnt því til greiðslu skaða- bóta að fjárhæð 105 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi Faxamjöls fýrir árið 1993 nam tap ársins 89 milljónum króna. Bókfært eigið fé fé- lagsins í árslok var neikvætt um 8,6 milljónir króna. Engu að síður hefur verk- smiðjan í Örfirisey reynst eins og vonir stóðu til. Framlegð af rekstri hennar er viðunandi, ekki síst ef tekið er tillit til þess að verð fyrir fiskimjöl unnið úr fiskúrgangi hefur verið mjög lágt undanfarin misseri. Alls tóku verksmiðj- ur Faxamjöls á móti 17.300 tonnum af fiskúrgangi á ár- inu, 26.800 tonnum af ioðnu og 1.250 tonnum af síld. Orkusparnaður 1 fyrra gerði Grandi mjög hagstæðan tímamótasamning við Rafmagnsveitu Reykja- víkur, en þar er um ræða kaup á svokölluðu rofnu rafmagni. Gera má ráð fyrir að árlegur spamaður vegna samningsins fyrir allt rafmagn sem Grandi notar í landi verði um fimm milljónir króna á ári. Til þess að þetta mætti tak- ast varð fyrirtækið að ljárfesta í nýrri rafmagnstöflu í Norð- urgarði og sérstakri ljósavél, sem fer sjálfkrafa í gang þeg- ar Rafmagnsveitan rýfur raf- strauminn á álagstímum. Þessar framkvæmdir kostuðu um fjórar milljónir króna, en það er fjárfesting sem mun skila sér margfalt á komandi árum. Nýr frystitogari Grandi festi kaup á nýjum og glæsilegum fiystitogara frá Noregi, sem hlaut nafnið Þemey RE 101. Skipið var smíðað árið 1992 í skipa- smíðastöðinni í Kristjáns- sundi og er eitt 20 raðsmíða- skipa sem öll vom ætluð rúss- neskum útgerðum. Rússamir sem pöntuðu togarann tóku aldrei við honunt og keypti Grandi hann af Den norske Bank. Togarinn kom til lands- ins í desember og hóf veiðar í febrúar á þessu ári eftir endur- bætur á vinnslulínu hans. Kaupverð togarans að við- bættum breytingum á honum ásamt keyptum og yfirfærð- um úreldingarrétti frá Snorra Sturlusyni nam 787 milljónir króna í árslok. Kristján úr stjórn Hlutafé félagsins nam í árs- lok 995 milljónum króna og skiptist það á 590 hluthafa sem fjölgaði um 118 á árinu. I árslok áttu þrír hluthafar yfir 10% eignarhluta í félaginu. Vogun hf. álti 30,7%, Haf hf. 14,7% og Hampiðjan hf. 12,2%. Á árinu störfuðu 396 starfs- menn að meðaltali hjá félag- inu miðað við heilsársstörf og nárnu launagreiðslur liðlega einum milljarði króna. Á aðalftindi Granda var samþykkt að greiða hluthöf- um 8% arð og gefa út 10% jöfnunarhlutabréf. Sú breyt- ing varð á aðalstjóm Granda að Grétar Br. Kristjánsson, sem átti sæti í varastjóm, var kjörinn í aðalstjóm í stað Kristjáns Loftssonar. I stað Grétars í varastjóm var kos- inn Ingi U. Magnússon. Aðalstjóm Granda skipa Ámi Vilhjálmsson, formaður, Jón Ingvarsson, Benedikt Sveinsson, Grétar Br. Krist- jánsson, Gunnar Svavarsson og Ágúst Einarsson. I varastjóm vom kosnir Bragi Hannesson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Halldór Vilhjálmsson, Ingi Ú. Magn- ússon og Bjami Bjömsson. Framkvæmdastjóri Granda er Brynjólfur Bjamason. Afli og aflaverdmæti skipa 1993 Akurey RE 3 Ásbjörn RE 50 Engey RE 1 Jón Baldvinsson RE 208 Ottó N. Þorláksson RE 203 Snorri Sturluson RE 219 Viðey RE 6 Öríirisey RE 4 Samtals Aflií Verðmæti tonnum í þús. kr. 2.555 267.929 5.337 222.211 2.268 198.678 4.127 169.987 4.474 208.821 4.126 386.486 3.523 253.746 5.085 470.975 31.495 2.178.833

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.