Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIHNING Þriðjudagur 3. maí 1994 ✓ Kveðja frá ríkisstjórn Islands: Hans G. Andersen Fæddur 12. maí 1919 - Dáinn 23. apríl 1994 Með Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingi er fallinn í valinn einn af bestu sonum íslands á þessari öld. Verk hans munu halda minningu hans á lofti meðal óborinna kynslóða, svo lengi sem þessi örfámenna þjóð við- heldur í verki tilverurétti sín- um sem þjóð meðal þjóða. Þetta eru stór orð en sönn. Þegar maður hugleiðir ævi og starf Hans G. Andersens rennur upp fyrir manni að hann var þjóð sinni réttur maður á réttum stað á ör- lagastundu. Hann var mað- urinn, sem í krafti vitsmuna og yfirburðaþekkingar lagði á ráðin um hina eiginlegu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar, en hún var háð á alþjóða- vettvangi eftir að stofnun lýðveldisins var með form- legum hætti um garð gengin. Hér er að sjálfsögðu átt við útfærslu landhelginnar í áföngum frá árinu 1952 til J976. Og sigursæla baráttu íslendinga fyrir þróun haf- réttarins, frá 1949 til 1982, sem færði strandríkjunum smám saman forræði yfir og ábyrgð á auðlindum hafsins innan 200 mílna lögsögu. Hvemig væri komið efna- hagslegu sjálfstæði þessarar þjóðar og lífskjörum, ef þessi barátta hefði ekki verið til lykta leidd með traustum og farsælum hætti? Og hvemig hefði þeirri baráttu reitt af, ef forystumenn þjóð- arinnar upp úr seinni heims- styijöld og fram á áttunda áratuginn hefðu ekki notið ráða Hans G. Andersens? Hið sögulega afreksverk sem Hans G. Andersen vann í þágu þjóðar sinnar á þess- um aldarþriðjungi varreynd- ar tvíþætt og innbyrðis tengt. Hann var ekki einasta höf- undur landgmnnslaganna frá 1948, en með þeim var lagð- ur gmndvöllur að útfærslu á næstu áratugum; hann var einnig helsti höfundur vam- arsamningsins við Bandarík- in frá árinu 1951. Það var fyrst og ffemst aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og hið farsæla varnarsam- starf okkar við Bandaríkin á tímum kalda stríðsins sem gerði íslendingum kleift að sigrast á andstæðingum sín- um í landhelgisstríðinu með styrk Bandaríkjanna. Banda- rísk stjómvöld beittu áhrif- um sínum í því máli á úr- slitastundu á bak við tjöldin, af því að þau sáu sér hag í því. Þegar maður hugleiðir æviferil Hans G. Andersens gæti maður freistast til að halda að hulin hönd hefði leiðbeint honum um nám og starfsundirbúning til þess að hann væri reiðubúinn að hlýða kallinu þegar mest á reyndi. Hann var fæddur í ís- lendingabyggðum vestan- hafs, í Winnipeg í Kanada, hinn 12. maíárið 1919. Fæð- ingarstaðurinn er eins og vís- bending um það hlutverk hans síðar meir í lífinú að verða fulltrúi íslensks þjóð- emis og þjóðartilveru nteðal annarra þjóða. Eins og þeir sem gerst þekkja til vita er þjóðemiskennd Islendinga óvíða jafn römm og heit og í útlagabyggðunum vestan- hafs. Hans varð stúdent með góðri fyrstu einkunn frá Lærða skólanum í Reykja- vík árið 1937 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Is- lands með hárri fyrstu ein- kunn tjómm ámm síðar. Næstu fjögur árin er hann við framhaldsnám í þjóðar- rétú og samanburðarstjóm- lagafræðum, fyrst við há- skólann í Toronto í Ontario, Kanada, og síðar við hin víð- frægu menntasetur lagaskól- anna í Columbíu-háskóla í New York og því næst „Har- vard Law School", sem út- skrifaði hann með láði árið 1945. Eftir það var hann kvadd- ur heim til þess að hefja ævi- starfið. A ámnum 1946 úl 1949 starfaði hann sem þjóðréttarráðunautur við utanríkisráðuneytið. Það er á þessum ámm sem hann samdi landgmnnslögin og lagði þannig gmndvöll að baráttu íslendinga síðar meir á alþjóðlegum vettvangi fyr- ir vísindalegri verndun auð- linda hafsins og réttindum strandríkja. Hans sýndi það fljótlega í starfi að hann var afburða- snjall lögfræðingur en jafn- framt sannfærandi og áheyrilegur málflytjandi gagnvart efasemdarmönnum annarra þjóða. En þetta hvort tveggja, þótt mikils virði sé, er ekki nóg. Það er ekki nóg að vera vel að sér, ekki nóg að vera sannfærandi mál- flytjandi. Sá sem ætlar að breyta heiminum þarf líka að búa yfir sköpunarmætti og hugmyndaauðgi. Eða eins og Keynes lávarður, næst- fremsti hagfræðingur aldar- innar, sagði eitt sinn: „Það er enginn vandi að læra það sem sett hefur verið fyrir af gengnum kynslóðum; vand- inn er sá að aflæra kreddur fortíðarinnar og verða þann- ig fijáls að nýrri hugsun." Það var í þessum punkti sem yfirburðir Hans G. And- ersens birtust. Þótt hann væri lærður þjóðréttarfræðingur og kannski einmitt vegna þess, skildi hann vel að þjóð- arrétturinn hafði mótast af mætú vopnavalds stórvelda fyrri tíðar. Þriggja mílna reglan urn fiskveiðilögsögu strandríkja markaðist af þeirri vegalengd sem breskar fallbyssur drógu á 19. öld. Mannasetningar af þessu tagi eru ekki frá Guði. Þær hljóta að víkja fyrir vísinda- legri þekkingu, sem beinist að því að leysa vandamál sem hljótast af rányrkju, of- veiði og ábyrgðarleysi gagn- vart auðlindum jarðar, við skilyrði offjiilgunar og of- neyslu. Út frá þeirri nýstárlegu sýn varð Hans G. Andersen brautryðjandi nýrrar hugs- unar um alþjóðalög og regl- ur varðandi auðlindir hafsins og nýtingu þeirra. Hann skirrðist ekki við að ganga í berhögg við hefðir og venju- rétt; að aflæra vanahugsun. Og þrátt fyrir að hann væri skilgetið afkvæmi bresk-am- erískrar réttarheimspeki aftr- aði það honum ekki frá að taka höndum saman við skarpskyggna og framsýna vísindamenn, lögfræðinga aðra, frá þjóðum þriðja heimsins. Og sameiginlega ruddu þeir braut nýjum hug- myndum í andstöðu við ríkj- andi boð og bönn. 1 krafú þessara hugmynda varð Hans G. Andersen fremstur meðal jafningja í þjóðarrétti hafsins, virtur og viðurkenndur um allan heim, af hinunt fáu útvöldu, sem þar komu við sögu. Sem slíkur hlýtur hann að teljast mestur afreksmaður þeirra sem verið hafa á vegum ís- lensku utanríkisþjónustunn- ar í fyrirsvari fyrir íslenskum hagsmunum á alþjóðavett- vangi til þess tíma. Til viðbótar störfum sfn- um sem ráðgjafi ríkisstjóma í þjóðréttarmálum á ámnum 1946 til 1954 og síðan aftur á ámnum 1969 til 1976 var Hans um tæplega 30 ára skeið forsvarsmaður ís- lenskra sendinefnda á al- þjóðaráðstefnum um hafrétt- armálefni. Þar nutum við þekkingar hans og rökfestu til að sannfæra efasemdar- menn annarra þjóða um rétt- mæti þeirra róttæku breyt- inga sem Islendingar vom í fararbroddi fyrir. Þannig var Hans fulltrúi Islands á alþjóðaráðstefnu í Washington um vemdun fiskimiða á Norðvestur-Atl- antshafi þegar árið 1949; og á Lundúnaráðstefnunni um vemdun fiskimiða í Norð- austur-Atlantshafi á ámnum 1958 til 1959. Frá árinu 1949 og lengst af síðan, en með nokkmm hléum þó, var hann fulltrúi okkar á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Og hann var ævinlega mættur þegar mest á reyndi til að fylgja fram hugmynd- um okkar og rökseindum um þróun hafréttar. Arið 1950 var hann áheymarfulltrúi af Islands hálfu vegna málefna Breta og Norðmanna í Haag. Arið 1955 sat hann Rómarr- áðstefnu um vemdun auð- æfa hafsins þar sem hann var talsmaður hinna nýju hug- mynda. Hans var að sjálf- sögðu aðalfulltrúi Islands á Genfarráðstefnunum árið 1958 og 1960 um þróun rétt- arreglna á hafinu. Og á ámn- um 1974 til 1982 var hann formaður sendinefndar Is- lands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál, sem að lokum leiddi til und- irritunar Hafréttarsáttmálans í Montego Bay á Jamaica þann 10. desember 1982. Þann 16. nóvember á þessu ári, þegar 60 ríki hafa staðfest hafréttarsáttmálann með undirskrifit sinni og hin- ar iðnþróuðu þjóðir hafa loks náð samkomulagi við þróunarríkin um breytingar á ákvæðum sáttmálans um nýtingu auðlinda á hafs- botni, munu utanríkisráð- herrar heimsins aftur koma saman, að þessu sinni í Kingston á Jamaica, til þess að innsigla lokaniðurstöð- una: Að Hafréttarsáttmálinn, sem erekki að litlu leyti verk Hans G. Andersens og sam- starfsmanna hans, er orðinn virkur þáttur alþjóðalaga og réttar. Það hefði verið kórónan á sköpunarverki Hans G. And- ersens ef hann hefði mátt lifa þann dag að vera fulltrúi Is- lands á þeim fundi, í viður- kenningarskyni fyrir hið ómetanlega starf brautryðj- andans í þágu eigin þjóðar og reyndar hins alþjóðlega samfélags. Á tímabili þurfti Hans G. Andersen að gegna ýmsum öðmm störfum, eins og í hjá- verkum með ævistarfinu, svo sem eins og sendiherra- störfum í Frakklandi, Sví- þjóð og Noregi. Seinustu þrettán ár starfsferilsins gegndi hann sendiherrastarfi í Bandaríkjunum, fyrst í Washington og sfðan emb- ætti fastafulltrúa hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York, uns hann fékk lausn frá embætti fyrir aldurs sakir 18. september 1989, eftir 43 ára þjónustu í þágu þjóðar sinnar. Hans G. Andersen er einn af afreksmönnum aldarinnar í íslenskri sögu. Mikið verk bíður vandaðra sagnffæð- inga að gera skil hinu merka ævistarfi hans sem hafði áhrif langt út fyrir landstein- ana, reyndar um öll heimsins höf. Það er vel við hæfi að sonur þjóðar sem kallar haf- ið „hálft sitt föðurland", skuli hafa unnið þvílíkt af- rek. Fyrir hönd ríkisstjómar Is- lands og utanríkisráðuneyt- isins sérstaklega flytjum við ekkju Hans G. Andersens, frú Ástríði Andersen, böm- um þeirra hjóna, vinum og vandamönnum, dýpstu sam- úðarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns og föður. Minn- ing hans mun lifa í þakklát- um huga ókominna kyn- slóða Islendinga. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. 47. flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - verður haldið 10. til 12. júní 1994 í íþróttahúsinu í Keflavík. Með vísan til 29. og 30. greinar flokkslaga Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - er hér með boðað til 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands sem samkvæmt ákvörðun flokksstjómar verður haldið dagana 10. til 12. júní 1994. Með vísan til 16. til 19. greinar flokkslaga er því hér með beint til stjórna allra Alþýðuflokksfélaga að láta fara fram kosningu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fyrir í flokkslögum. Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér með beint til aðildarfélaga að kosningar fari fram á tímabilinu 5. maí til 5. júní næstkomandi. Félagsstjómum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa að kosningum loknum til skrifstofu Alþýðuflokksins (Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, sími 91-29244), sem veitir allar nánari upplýsingar. Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjórn fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. greinar flokkslaga skulu stjórnir allra félaga hafa sent flokksstjórn skýrslu um starfsemi félagsins á kjörtímabilinu, félagaskrá miðað við áramót og greiðslu félagsgjalda samkvæmt þeirri skrá. Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.