Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 3. maí 1994 MMÐUBlim HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hans G. Andersen Utför Hans G. Andersen sendiherra var gerð í gær. Með Hans er fallinn í vaiinn einn merkasti forvígismaður íslands á þessari öld í öryggis- og hafréttarmálum. Hann var réttur maður á réttum stað á ögurstund íslands sem með yfirburðaþekkingu sinni og samnings- lipurð markaði stefnuna í sjálfstæðisbaráttu landsins á alþjóðavett- vangi í upphafi lýðveldisins. Hans G. Andersen, af öllum öðrum ólöstuðum, var höfundurinn og hershöfðinginn að útfærslu land- helginnar í áföngum frá 1952 til 1976. Hann var ennfremur í farar- broddi í baráttu íslendinga fyrir þróun hafréttarins frá 1949 til 1982 sem lagði grunninn að forræði og ábyrgð strandríkja fyrir auðlind- um hafsins innan 200 mílna lögsögu. Við fráfall Hans G. Andersen vaknar ósjálfrátt sú spuming hvar ís- lendingar hefðu staðið ef hans hefði ekki notið við á hinum miklu örlagatímum eftir stnð. Efnahagslegt sjálfstæði landsins og almenn lífskjör hafa mótast af fiskveiðum þessarar þjóðar. Utfærsla land- helginnar og óskipt yfirráð íslendinga yfir 200 mflna lögsögu hafa verið forsendan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það er erfitt að ímynda sér að sjálfstæðisbarátta Islendinga fyrir útfærslu landhelginnar hefði tekist án liðsinnis Hans G. Andersen sendiherra. Ráð hans og þekking voru sú lyftistöng sem ráðamenn þjóðarinnar gátu reitt sig á, á þeim miklu örlagatímum þegar efnahagsleg framtíð og áfram- haldandi sjálfstæði þjóðarinnar var tryggt á eftirstnðstímunum. Hans G. Andersen kom víða við í hinni miklu sjálfstæðisbaráttu hins unga lýðveldis að loknu stríði. Hann var höfundur landgrunns- laganna frá árinu 1948 en með þeim var lagður gmnnur að útfærslu fiskveiðilögsögunnar á næstu áratugum. Hann var einnig helsti höf- undur vamarsamningsins við Bandaríkin frá árinu 1951. Innganga íslands í Atlantshafsbandalagið svo og vamarsamningurinn við Bandaríkin vógu þungt síðar meir er ísland barðist fyrir útfærslu lögsögunnar. Ungur að ámm sýndi Hans yfirburðagetu í námi og starfi. Hann lauk stúdentsprófi með góðri fyrstu einkunn frá Lærða skólanum í Reykjavík 1937 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands með hárri fyrstu einkunn aðeins Ijómm ámm síðar. Hann lagði síð- an stund á þjóðarrétt og samanburðarstjómlagafræði við háskólann í Toronto í Ontario, Kanada og síðar við Columbíuháskóla í New York og Lagaskóla Harvard-háskóla þar sem hann útskrifaðist með láði 1945. Hans G. Andersen var kvaddur ungur heim til að hefja störf í þágu þjóðarinnar. Á ámnum 1946 til 1949 starfaði hann sem þjóðréttar- ráðunautur við utanríkisráðuneytið og ráðgjafi íslenskra ríkisstjóma í þjóðréttarmálum 1946 til 1954 og aftur á ámnum 1969 til 1976. Hans var einnig um þriggja áratuga skeið forsvarsmaður íslenskra sendinefnda á alþjóðaráðstefnum um hafréttarmálefni. Hans G. Andersen var jafnframt sendiherra í áratugi og gegndi störfum í Frakklandi, Svíþjóð og Noregi. Síðustu þrettán ár starfsferilsins gegndi hann sendiherrastarfi í Bandaríkjunum, í Washington og síð- ar sem fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þegar íslenska þjóðin kveður Hans G. Andersen, kveður hún ekki einungis einn af sínum bestu sonum, sem fremur öðmm mótaði efnahagslegt og landfræðilegt sjálfstæði Islands á síðari hluta 20. aldarinnar, heldur einstakling sem naut virðingar víða um heim og átti drjúgan hlut í að móta nýja sýn á alþjóðavettvangi hvað varðar friðsamlega nýtingu hinna miklu auðlinda sjávarins. Það er engin tilviljun, að Jens Evensen segir um Hans G. Andersen í kveðjuorð- um til hins látna vinar síns: „Á alþjóðavettvangi verður hans minnst sem eins af fmmkvöðlum Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en undirbúningur hennar stóð í raun í áratugi. I því starfi skar sig úr nokkur hópur lögfræðinga og stjómarerindreka, sem innanhúss hjá Sameinuðu þjóðunum vom gjarnan kallaðir „hafréttarfmmhetjarn- ir“ og Hans G. Andersen var með réttu talinn einna fremstur í þess- um merkilega hópi... Ég vil ljúka þessari kveðju til framúrskarandi þjóðréttarfræðings, stjómarerindreka og ógleymanlegs vinar með því að fullyrða, að núlifandi þjóðarréttarlög um heimshöfin sem við öll njótum góðs af, séu ekki síst að þakka framlagi Hans G. Ander- sens sem eins af „hafréttarfrumheijunum“.“ Alþýðublaðið flytur ekkju Hans G. Andersens, frú Ástríði Ander- sen og bömum þeirra hjóna dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls eiginmanns og föður. í® RÖKSTÓLAR Eurovisionkeppnin eitt svindl íhí upphafi tii enda, segir sslenski söngflokkurinn... Dús púa (12 stíg) Tíðindamaður Rök- stóla náði símasambandi við okkar menn í Euro- vision söngvakeppninni í gærkvöldi. Því miður missti tíðindamaður Rökstóla af beinni út- sendingunni og varð því efst í huga að spyrja hvernig hefði gengið í keppninni. Eintómt svindl - Þetta var allt tómt svindl, frá upphafi til enda, sagði okkar kona í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. - Hvernig svindl? - Okkur var spáð ör- uggum sigri en lentum í tólfta sætinu, svaraði söngkonan. - En okkur hefur nú verið spáð sigri áður, sagði undirritaður. - Já, en okkur hefur aldrei verið spáð ömgg- um sigri áður. Það er al- veg víst, sagði söngkon- an samanbitnum rómi. Tólf sinnum tólf sinnum tólf - Hvemig var svindl- að? spurði tíðindamað- ur. - Kýpur gaf Grikk- landi tólf stig og Grikk- land gaf Kýpur tólf stig. - Var nokkuð merki- legt við það? - Jú, því Tyrkland gaf Grikklandi tólf stig og Grikkland gaf Tyrklandi tólf sig. - Það getur ekkert land gefið tvisvar sinn- um tólf stig... - Sagði ég ekki að þetta hefði verið tómt svindl!? stundi söngkon- an. Rosalega vonsvikin - Vomð þið vonsvik- in? - Auðvitað vorum við rosalega vonsvikin. Ég meina ef maður ætlar að endast í þessum bransa, má maður ekki láta svindla á sér. - En samt stóð nú EVERLAST á bakinu á ykkur allan tímann... - Já, maður verður auðvitað að endast til ei- lífðar í þessum bransa. - Hvað kom ykkur mest á óvart? - Þegar Tékkó gaf Slóvakíu tólf stig og Slóvakía gaf Tékkó tólf stig. - Hvað kom ykkur næst mest á óvart? - Þegar Bosnía gaf Rússlandi tólf stig og Rússland gaf Bosníu tólf stig, sagði söngkon- an snöggt. Mest á óvart og minnst í opna skjöldu - Hvað kom ykkur minnst á óvart? - Að keppnin skyldi vera haldin í Dublin. - En það vissu nú all- ir... - Já, þess vegna kom það okkur ekki á óvart. - En hvað kom ykkur mest í opna skjöldu? - Að keppnin skuli fara fram í Dublin á næsta ári. - En hvað kom ykkur minnst í opna skjöldu? - Að við skyldum fljúga aftur heim. - Nú? - Já, vegna spamaðar- ráðstafana hjá Sjónvarp- inu var eiginlega búið að ákveða að við mynd- um sigla heim með ein- hveijum togara, sagði söngkonan. Hljómar einkennilega Tíðindamaðurinn ákvað að breyta örlítið um umræðuefni. - Kannski að íslensk- an hljómi illa í eyrum útlendinga og dragi úr sigurlrkunum? - Jú, það má vera, svaraði söngkonan. En hitt er annað mál, að bosnískan hljómaði dá- lítið einkennilega en fékk samt tólf stig frá Slóvakíu og Armeníu. Og armenskan hljómar dálítið einkennilega en fékk samt tólf stig frá Bosníu og Slóvakíu. - Er ekki bara málið að koma sér upp stuðn- ingsmönnum í hinum löndunum? - Jú við höfum fengið hóptilboð frá austur-evr- ópsku löndunum. Það er svona eins konar keðju- bréf. - Ætlið þið að taka því tilboði? - Það er mjög freist- andi tilboð, ég verð að segja það, svaraði söng- konan og minnti örlítið á nýja Seðlabankastjór- ann. Sjá dagar koma - Skildi nokkur titil- inn NÆTUR? - Nei, ekki nokkur sála, svaraði söngkonan hlæjandi. - Væri ekki heppi- legra að nota alþjóðleg- an titil? - Við erum að hugsa um að kalla næsta lag SJÁ DAGAR KOMA. - Skilur nokkur þann titil? - Nei, ekki sála. - Hvað var skemmti- legast við keppnina? - Að fá að taka þátt. Það er alltaf jafn skemmtilegt að taka þátt. - Eigið þið ykkur eitt- hvað takmark? - Já, að kasta tólfun- um, svaraði söngkonan. Leynivopn - Verðið þið ekki að vera með leynivopn í næstu keppni? - Jú, við höfum ákveðið mjög sterkt leynivopn, sagði söng- konan heimullega. - Hvaða vopn er það? - Ef þú ferð ekki með það lengra... Við höfum ákveðið að láta Áma Sigfússon syngja aðal- röddina. - Er það leynivopn? - Já, það er sprengju- hótun. Ég er klár á að allar Evrópuþjóðimar gefa okkur hvaða stig sem er til að sleppa við að heyra í Áma. - En ef það bregst? - Þá er aukaleyni- vopnið að hóta með frænda hans, Áma John- sen. Það getur ekki klikkað. - Nei, sennilega ekki, sagði tíðindamaður Rökstóla. Búum yfír sérþekkingu - Hvað er nú fram- undan? - Bara að æfa nýtt lag fyrir næsta ár. . - Þið emð ekki búin að gefast upp á svindl- inu? - Nei, nei, það er að- almálið að taka þátt í keppninni, svaraði söng- konan glaðlega. - En það er auðvitað ekki víst að þið verðið aftur fyrir valinu? - Jaaa, við höfum náttúmlega lært rosalega af þessari ferð. Sérstak- lega hvemig er hægt að fá tólf stig með því að gefa öðmm tólf stig. Við teljum að við búum nú yfir sérþekkingu sem gerir okkur ósigrandi á næsta ári, sagði söng- konan að skilnaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.