Alþýðublaðið - 18.05.1994, Side 4
4 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Miðvikudagur 18. maí 1994
PALLBORÐIÐ: Árni Finnsson
Um Maguús Guðmundsson og
nýjustu „uppljóstranir44 hans
Af geftiu tQeftií vilja Greenpeace-samtökiii
benda á eftirfarandi:
MAGNÚS GUÐMUNDSSON kvikmyndagerðarmaður, án alls vafa sá umdeildasti
sem íslendiitgar hafa átt. Árni Finnsson segir til að mynda um Magnús: „Greenpeace-
samtökin hafa ekki hrundið afstað ófrœgingarherferð gegn Magnúsi Guðmundssyni,
en að sjálfsögðu hafa samtókin varið heiður sinn og bent á tengsl hans við hagsmuna-
aðila. Magnús dœmist af verkum sínum og vinnuaðferðum...Ömurlegasta afleiðing
þeirrar rógsherferðar, sem borið hefur nafn Magnúsar Guðmuitdssonar víða um heim,
er sú að eðlileg umrœða um umhverfismál hefur átt erfitt uppdráttar á Islandi. I Ijósi
skammtíma hagsmuna hefur áróðri Magnúsar verið hampað.“
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Greenpeace hafa ekki staðið
að gerð myndar um smáhvala-
dráp í Venezuela. Greenpeace
hafa barist gegn fjöldadrápi á
höfmngum sem hlýst meðal ann-
ars af túnfiskveiðum. Samtökin
telja að vandamálið felist fyrst og
fremst í þeim aðferðum sem beitt
er við túnfiskveiðamar, en ekki í
smáhvalaveiðum sem slíkum.
Greenpeace hafa þar af leiðandi
ekki hafið herferð gegn smá-
hvaladrápi í Venezuela.
Enn síður hafa Greenpeace
staðið að fölsunum á mynd um
smáhvaladráp. Vert er að hafa í
huga að Magnús Guðmundsson
hefur áður verið dæmdur fyrir
falskar ásakanir á hendur Green-
peace þess efnis að samtökin hafi
falsað myndefni.
Greenpeace hafa ekki hmndið
af stað ófrægingarherferð gegn
Magnúsi Guðmundssyni, en að
sjálfsögðu hafa samtökin varið
heiður sinn og bent á tengsl hans
við hagsmunaaðila. Magnús
dæmist af verkum sínum og
vinnuaðferðum. I maí 1992
dæmdi norskur dómstóll Magnús
Guðmundsson til að greiða
Greenpeace- samtökunum þar í
landi 30 þúsund norskar krónur í
skaðabætur vegna meiðyrða sem
fram komu í mynd hans. Lífs-
björg í norðurhöfum. Ásakanir
hans þess efnis að Greenpeace
hefði falsað myndskeið í mynd
um kópadráp og að Greenpeace
hafi stundað svik og pretti í starfi
sínu vom dæmdar dauðar og
ómerkar.
í aðfaraorðum dómsins segir
meðal annars: „Um þessar
mundir verður Greenpeace að
teljast hafa mikil áhrif í umhverf-
ismálum og því verða samtökin
að sætta sig við að þau séu litin
gagnrýnisaugum. Þó svo að það
gefi tilefni til að fallast á að ræða
megi allfrjálslega um samtökin
ganga ummælin í mynd Magnús-
ar, sem falla undir 247. grein
hegningarlaganna, svo langt að
við því verður að bregðast. Með
ummælunum er vegið að Green-
peace með óréttmætum hætti. Að
áliti dómsins er engin nauðsyn
fyrir stefnda að taka svo sterkt til
orða til að láta í ljósi álit sitt á
samtökunum. Ef slíkt orðbragð
væri heimilað hefði það í för
með sér að þjóðfélagsumræðan
yrði lítilsverðari og grófari og
er það engum í hag. (Feitletrun
undirritaðs) Ekki er því unnt að
firra stefnda ábyrgð varðandi þær
ásakanir sem hann hefur borið
fram.“
★ Árið 1993 voru sumar ásak-
anir Magnúsar Guðmundssonar
úr myndinni Lífsbjörg í norður-
höfum endurteknar í sjónvarps-
þætti á Nýja Sjálandi. Sjónvarps-
stöðin baðst síðar formlega af-
sökunar eftir að Greenpeace
hafði bent á staðreyndir málsins.
★ Kvikmyndagerð Magnúsar
og áróðursferðir hafa verið
styrktar af íslenskum stjómvöld-
um, sjávarútvegshagsmunum í
og Noregi og Nýja Sjálandi og
hægriöfgasamtökum í Banda-
ríkjunum. Tilefnislausar og
falskar ásakanir á hendur um-
hverfissamtökum einkenna kvik-
myndagerð hans. Hann beitir
rógtækni sem felst í því að koma
umhverfissamtökum í vamar-
stöðu og neyða þau til að afneita
fölskum og tilbúnum ásökunum.
Nöfn virtra umhverfissamtaka
eins og Greenpeace og World
Wide Fund for Nature em nefnd í
sömu andrá og nafn samtaka sem
vilja ganga miklu lengra og
krefjast algjörar friðunar dýra-
tegunda. Með þeim hætti tengist
málstaður Greenpeace við mál-
stað sem er samtökunum óskyld-
ur.
★ í Bandaríkjunum og víða
um heim hafa myndir Magnúsar
Guðmundssonar verið ákaft
hylltar og kynntar af tímaritinu
„21st Century Science and
Technology“, sem gefið er út á
vegum Lyndon LaRouche. Pólit-
ískt vistfang hans er yst á hægri
væng bandarískra stjómmála.
Lífsbjörg í norðurhöfum var fyrst
kynnt í Bandaríkjunum á blaða-
mannafundi í júní 1989, sem
Magnús Guðmundsson hélt und-
ir umsjón og með fjárhagslegum
stuðningi fyrmefnds tímarits.
★ Magnús Guðmundsson var
titlaður ráðgjafi við gerð danskr-
ar sjónvarpsmyndar, „Manden í
Regnbuen“, sem fól í sér enn
eina árásina á Greenpeace og
David McTaggart, fyirum for-
mann Greenpeace Intemational
og nú heiðursformann. Eftir að
myndin hafði verið sýnd á
dönsku sjónvarpsstöðinni TV2,
baðst sjónvarpsstöðin David
McTaggart formlega afsökunar á
sumum þeim ásökunum sem
fram komu í fréttatilkynningu frá
stöðinni til kynningar myndinni.
★ Upplýsingaefni frá Lyndon
LaRouche hefur gegnt stóm hlut-
verki við alþjóðlega kynningu á
dönsku sjónvarpsmyndinni.
★ Magnús Guðmundsson hef-
ur fært út kvíarnar og veitir nú
hagsmunaaðilum í kjamorkuiðn-
aði þjónustu sína. Hann hefur
komið fram á blaðamannafund-
um á vegum kjamorkuiðnaðarins
í Japan, Suður-Kóreu og Brasil-
íu. Hagsmunaaðilar í kjamorku-
iðnaði í Belgíu og Kanada hafa
einnig haldið sérstakar sýningar
á myndum hans. Brasilískir fjöl-
miðlar hafa greint frá jrví að ný-
afstaðin heimsókn kvikmynda-
gerðarmannsins þar í landi hafi
verið skipulögð og kostuð af
samtökum hagsmunaaðila í
kjamorkuiðnaði.
★ Magnús Guðmundsson hef-
ur tvívegis verið dæmdur fyrir
brot á höfundarétti. Fyrst 1989 í
Englandi þegar hann og Edda
Sverrisdóttir voru dæmd fyrir
brot á höfundarrétti Greenpeace
á mynd um kópadráp. Nú síðast í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
brot á höfundarrétti Eddu Sverr-
isdóttur á myndinni Lífsbjörg í
norðurhöfum.
★ I síðustu viku birti norska
dagblaðið Verdens Gang þriggja
síðna greinaflokk um tengsl
Magnúsar og norska hvalveiði-
sinna við samtök bandarískra
hægri-öfgamanna. Samtök sem
sett hafa baráttu gegn umhverfis-
vemdarsamtökum á oddinn. Það
væri að ganga of langt að saka
norska fjölmiðla um að hygla
Greenpeace.
Ömurlegasta afleiðing þeirr-
ar rógsherferðar, seni borið
hefur nafn Magnúsar Guð-
mundssonar víða um lieim, er
sú að eðlileg umræða um um-
hverfismál hefur átt erfitt upp-
dráttar á íslandi. í ljósi
skammtíma hagsmuna hefur
áróðri Magnúsar verið hamp-
að. Starf Greenpeace er snýr
að verndun sjávar gegn meng-
un, afvopnun á höfum úti, til-
raunum með kjarnavopn,
banni gegn notkun ósoneyð-
andi efna, banni gegn iosun
geislavirks úrgangs í hafið,
gróðurhúsaáhrifum og ábyrgri
stjórnun fiskveiða - svo dæmi
séu nefnd - hefur ekki fengið
þá umfjöllun sem nauðsyn ber
til. Þetta er ekki síst ömurlegt í
ljósi þess að framtíðaröryggi
Islendinga er alvarlega ógnað
ef málstaður umhverfisvernd-
ar lýtur lægra haldi.
Fyrir hönd Greenpeace
International,
Arni Finnsson.
Tryggingastofnun:
TRYGGINGASTOFN-
UN ríkisins og Ríkisspítal-
ar hafa skrifað undir
samninga við fjórar prent-
smiðjur uin prentun á
fréttabréfum, skírteinum,
eyðublöðum og öðrum
gögnum fyrir tugi milljóna
króna árlega. Samningur-
inn er gerður í kjölfar út-
boðs og hefur í för með sér
milljónasparnað.
Samningamir eru við Fé-
lagsprentsmiðjuna, Hag-
prent, Litlaprent og Litróf.
Karl Steinar Guðnason for-
stjóri Tryggingastofnunar
segir að útboðið sé hluti af
aukinni áherslu stofnunar-
innar á spamað og hag-
kvæmni í rekstri. Ríkisstofn-
anir þurfi eins og aðrar
stofnanir að aðlagast við-
skiptaháttum nútímans. Á
síðasta ári átti Trygginga-
stofnun viðskipti við yfir 10
prentsmiðjur fyrir um 28
milljónir króna. Að sögn
Karls Steinars hefur náðst
um 30% spamaður með
þessu útboði.
Auk útboðsins hefur yfir-
stjóm Tryggingastofnunar
gert ýmsar breytingar sem
bæta eiga þjónustu við við-
skiptavini.
Állir starfsmenn stofnun-
arinnar taka þessa dagana
þátt í þjónustunámskeiði þar
sem áhersla er lögð á góða
framkomu og samskipti við
viðskiptavini.
1 apríl vom tekin í notkun
bein símanúmer til nokkurra
deilda stofnunarinnar þar
sem viðskiptavinir geta
hringt beint til starfsmanna í
ákveðnum málaflokkum.
Bótaþegar fengu í síðasta
mánuði símaskrá Trygg-
ingastofnunar sem einnig
verður í væntanlegri síma-
skrá Póst og síma.
Einnig var tekið í notkun
grænt númer, 996044, fyrir
gjaldfrí símtöl frá fólki á
landsbyggðinni. Aðalsíma-
númer Tryggingastofnunar
verður áfram 604400.
Tíu ný Mnerki á
50 ára afinælinu
TÍU NÝ frímerki verða
gefin út í tilefni 50 ára af-
mælis lýðveldisins. Fyrstu
fimm frímerkin eru helg-
uð listum og menningu á
lýðveldistímanum. Þá er
frímerki með mynd af
Gísla Sveinssyni og lýð-
veldismerkinu og svo fjög-
ur frímerki sem sýna alla
forseta lýðveldisins.
Steinþór Sigurðsson
hannaði fyrstu fimm frí-
merkin en myndefni þeirra
er tónlist, listiðn, kvik-
myndalist, listdans og leik-
list. Frímerkin koma út 25.
maí og er verðgildi þeirra
hvers um sig 30 krónur.
Þann 14. júní kemur ann-
að frímerki í tilefni afmælis-
ins. Myndefni þess er lýð-
veldismerkið 1944 og mynd
af Gísla Sveinssyni en hann
lýsti yfir gildistöku stjómar-
skrár lýðveldisins Islands á
Lögbergi 17. júní 1944.
Þröstur Magnússon hannaði
frímerkið en verðgildið er
30 krónur.
Fjögur frímerki verða
gefin út á Þjóðhátíðardaginn
17. júní í hátíðarörk en þau
sýna alla forseta lýðveldis-
ins. Verðgildi hvers merkis
er 50 krónur en smáörkin
verður seld á 200 krónur.
Þröstur Magnússon hannaði
frímerkin og einnig sérstaka
myndskreytta bók sem kem-
ur út sama dag. í bókinni
verður saga lýðveldisins
rakin í stuttu máli og birt
æviágrip forsetanna með
myndum af þeim og viðeig-
andi frímerkjum tyllt við.
Einnig verða í bókinni tvær
smáarkir með forsetafrí-
merkjunum, önnur stimpluð
á útgáfudegi en hin óstimpl-
uð. Bókin verður prentuð í
Odda og gefin út í tveimur
útgáfum. Önnur er með
texta á íslensku, þýsku og
dönsku en hin með texta á
íslensku, ensku og frönsku.
Pósthús verður starfrækt í
tjaldi á Þjóðhátíðinni á Þing-
völlum 17. júní. Þar verður
hægt að fá forsetafrímerkin
stimpluð á útgáfudegi en
einnig er hægt að panta þau
á öllum pósthúsum og hjá
Frímerkjasölu Pósts og
síma.