Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 22. júlí 1994 MÞYHBIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Ferdumst um eigið land Nokkrir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa látið í Ijós þá skoðun að auglýsingaátakið „Island - sækjum það heim“, hafi ekki skilað neinum árangri. Þeir hafí ekki orðið varir við að fleiri Islendingar séu á ferð um landið í sumar en undanfarin sumur né heldur sjái þess stað í auknum tekjum vegna viðskipta landans við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nær væri að verja því fé sem fer í þessar auglýsingar á einhvem annan hátt til hagsbóta fyrir ís- lenska ferðaþjónustu. Þessi gagnrýni er dæmigerð fyrir þann hugsunarhátt sem við ís- lendingar höfum tamið okkur og nefna mætti „straxveiki". Við viljum sjá árangur tafarlaust þegar bryddað er upp á nýjungum. Ef einhver bið verður á að peningar komi í kassann er verkefnið talið misheppnað og rokið í eitthvað annað. Þó er það svo, að þeir sem leggja stund á ferðaþjónustu ættu öðmm fremur að gera sér ljóst að ferðamenn em ekki komnir á vettvang daginn eftir að auglýsing birtist. Allra síst þegar auglýsingum er ekki beint að ákveðnum þáttum eða ákveðnum stöðum heldur landinu í heild. Það er einfaldlega verið að hvetja landsmenn til að muna eftir eigin landi þegar ferðalög em annars vegar og ekki vanþörf á. Alltof lengi hafa of margir sett samasem merki milli sumarleyf- is og utanlandsferðar. On aðstaða til að hýsa og þjónusta ferðamenn hefur stórbatnað hér á landi undanfarin ár. Sú aðstaða hefur fyrst og fremst verið byggð upp vegna sívaxandi Ijölda erlendra ferðamanna og án þeirra er hætt við, að við væmm skemmra á veg komin í ferða- þjónustu. Gistihúsum og matsölustöðum hefur fjölgað mjög og þrátt fyrir að stundum megi finna nokkra hnökra á þjónustu og aðbúnaði em þessi gmndvallaratriði komin í nokkuð gott horf. Hins vegar er víðar skortur á afþreyingu þótt einnig hafi orðið miklar framfarir á því sviði. Bændagisting hefur mtt sér til rúms víða um sveitir og þar er um að ræða velheppnað framtak. Ferða- menn eiga kost á gistingu í fögmm sveitum og gjaman afþrey- ingu í leiðinni svo sem hestaferðum eða silungsveiði. Margir bændur hafa ferðaþjónustu sem aukabúgrein og sumir hafa gert hana að aðalatvinnu. Framfarir í ferðaþjónustu gera það að fýsilegum kosti að ferðast um eigið land. Auðvitað stendur landið og fegurð þess alltaf fyr- ir sínu. Hins vegar em ekki allir tilbúnir að fara um landið með tjald og svefnpoka og vilja njóta þæginda í sumarleyfinu. Aug- lýsingaherferðin „ísland - sækjum það heim“ minnir okkur á að við eigum þess líka kost að ferðast innanlands. Margir lands- menn þekkja sólarstrendur suðurlanda út og inn en hafa aldrei ferðast um eigið land. Að vekja athygli á íslandi sem vænlegum kosti í sumarleyfmu er framtak sem skilar ekki árangri daginn eftir að því er hmndið á stað. En það hefur tvímælalaust áhrif þegar til lengri tíma er litið. Því er óþarfi að hafa uppi kveinstafi þótt gististaðir eða matsöluhús fyllist ekki af Islendingum í upp- hafí þessa ferðamálaátaks. Fær raddir hafa heyrst að það sé of dýrt fyrir íslendinga að ferð- ast innanlands. Verð á gistingu og mat sé svo hátt að ekkert venjulegt fólk hafí efni á slíkum lúxus. Em þá stundum nefnd dæmi um verð á mat og gistingu á bestu hótelum landsins. En verð á háannatíma er þó ekki dýrara þar en í erlendum stórborg- um sem íslendingar greiða án þess að mögla. Meðalverð á gist- ingu og mat hérlendis er ekki svo hátt að það eigi að fæla okkur frá því að ferðast um landið. Það er út í hött að vitna í auglýsing- ar ferðaskrifstofa um lægstu verð á leiguflugsferðum til sólar- stranda. Þær auglýsingar segja ekki alla söguna og þegar búið er að bæta fæði og öðmm kostnaði við flugfar og gistingu er kom- ið langt upp fyrir auglýst gmnnverð. Við skulum láta það eftir okkur að ferðast um eigið land og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. PALLBORÐ: Birgir Hermannsson Uppstokkun á flokkakerGnu Löngu tímabærar umræður um uppstokkun íslensks flokkakerfis hafa nú haf- ist í fjölmiðlum. I kjölfar sigurs Reykjavíkurlistans í borgar- stjómarkosningunum hafa ýms- ir, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson og Ólína Þorvarðar- dóttir af vinstri vængnum og Bjöm Bjamason af hægri vængnum hvatt til þess að kosið yrði um ríkisstjóm í næstu kosningum. Þau Ólafur og Ólína vilja gera þetta með mál- efnasamningi vinstri flokkanna, en Bjöm (eins og eðlilegt má teljast) bendir á leikreglur stjómmálanna. Sumt ungt fólk vill ganga lengra en kosninga- bandalag Reykjavíkurlistans og stofna sameinaðan félags- hyggjuflokk. Ekki em þó allir sammála um þetta. Kristín Einarsdóttir spyr eðlilega: Um hvað eiga menn að sameinast? Ekki er annað að skilja á Kristínu en málefna- samstaðan sé ekki fyrir hendi og því út í hött að tala um mál- efnasamning eða sameiginlegt framboð. Kristín hefur einnig lýst því yfir að stjómarsam- vinna Kvennalistans með Sjálf- stæðisflokknum komi til greina, rétt eins og - jafnvel frekar en - með Alþýðutlokknum. Það er auðvitað rétt hjá Krist- ínu að varla er það eitt gmnd- völlur fyrir samstarfi eða sam- mna að vera andstæðingur Sjálfstæðisflokksins. Slíkt gekk í Reykjavík af tveimur ástæð- um. f fyrsta lagi hafði löng minnihlutaseta ekki leitt í ljós neinn vemlegan málefnaágrein- ing og í öðm lagi sáu menn það í hendi sér að þetta var eina leiðin til að vinna Sjálfstæðis- flokkinn. Ekkert slíkt er uppi á teningnum í landsmálum. Þó að ágreiningur á milli flokka sé lík- lega ýktur til að skerpa sérstöðu þeirra er hann til staðar. Ég hygg þó að málefnaágreiningur innan flokkanna um stærstu mál sé meiri en milli þeirra. Þetta gildir jafnt um Sjálfstæðisflokk- inn og hina flokkana. í þessu liggur vandi flokkakerfisins, en ekki í því hvort við höfum tvo eða fleiri flokka. Kvennalistinn klofnaði Við vitum að innan Alþýðu- bandalagsins hefur um árabil ríkt stríðsástand. Alþýðuflokk- urinn gekk nýlega í gegnum erf- iðan formannsslag og sér ekki fyrir endann á þeim deilum, þó enn sem komið er séu þær hátíð í samanburði við Alþýðubanda- lagið. Kvennalistinn klofnaði í herðar niður út af Evrópska efnahagssvæðinu. Þar tókust á framsóknar-femínisminn undir forystu Kristínar og frjálslynd- ari armur undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar. Hugsanlega „VHjum við tvö innbyrðis ólík og ósamstæð regnhlífammtök meðþaðmarkmið eitt að ná og halda völdum? Varia. Uppstokkun Islenska flokka- kerfisins Wýtur aðbeinastaðþvíað flokkamir aðlagist raunverulegum átakalínum.” eru þær deilur leystar með brott- hvarfi Ingibjargar úr þing- flokknum, en vart verður Kvennalistinn vænlegri sam- starfskostur fyrir vikið. Framsóknarflokkurinn er sér á parti. Fyrir það fyrsta hefur flokkurinn aldrei verið þekktur fyrir framsækna félagshyggju. Framsóknarflokkurinn klofnaði um Evrópska efnahagssvæðið og má líta á þann klofning sem táknrænan fyrir málefnastöðu flokksins í heild sinni. Halldór Ásgrímsson hefur slegið nýjan tón í stefnu Framsóknarflokks- ins sem á þessu stigi er ekki gott að segja hvert leiðir. Þjóðlegir íhaldsmenn Það væri mikil einföldun að segja að ágreiningur innan flokkanna snúist eingöngu um hægri og vinstri stefnu. „Hægri“ og „vinstri“ eru mikilvægir klofningsþættir í íslenskum stjómmálum, þó að þeir séu óskýrari kostir en áður var. Annar mikilvægur klofnings- þáttur er það sem ég vil kalla „- gamla tímann" og „nýja tím- ann“. Þetta em að mörgu leyti óheppileg hugtök. „Gamli tím- inn“ er það sem stundum er kallað í niðrandi merkingu „framsóknarmennska“. Ef til vill væri best að kalla fylgis- menn „gamla tímans“ þjóðlega íhaldsmenn. „Gamli tíminn“ stendur fyrir fyrirgreiðslukerfi ríkisins, óbreytta skipan í sjáv- arútvegi og landbúnaði, byggðastefnu síðustu áratuga, óbreytt kjördæmakerfi og and- stöðu við Evrópusambandið. ,Ný tíminn“ stendur fyrir opið samfélag og hagkerfi, uppskurð í sjávarútvegi og landbúnaði, andstöðu við sértækar efnahags- aðgerðir og ómarkvissa byggða- stefnu, jöfnun kosningaréttar og aðild að Evrópusambandinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá að skiptingin „gamli tíminn" og „nýi tíminn“ liggur þvert á skiptinguna „hægri“ og „- vinstri“. Þegar Olína Þorvarðar- dóttir og aðrir tala um að skerpa og leiðrétta átakalínur í stjóm- málunum hér á landi verður að fylgja með einhver greining á því hvar þær átakalínur liggja. Sameining vinstri flokkanna (þar með töldum Framsóknar- flokknum og Kvennalistanum) í einn flokk mun búa til eftir- mynd Sjálfstæðisflokksins vinstra megin við miðjuna. Er þetta það sem við viljum? Vilj- um við tvö innbyrðis ólík og ósamstæð regnhlífarsamtök með það markmið eitt að ná og halda völdum? Varla. Upp- stokkun íslenska flokkakerfisins hlýtur að beinast að því að flokkamir aðlagist raunvemleg- um átakalínum og veiti þannig kjósendum raunhæfa valkosti í kosningunum. Ég fer ekki dult með þá skoð- un mína að klofningsásinn „- gamli“ og „nýi tíminn" er öðr- um þræði kynslóðaátök. Röskvukynslóðin sem Ólafi Ragnari verður tíðrætt um þessa dagana er almennt fylgjandi Evrópusamvinnu og brosir út í annað þegar Svavar Gestsson fullyrðir að Evrópusambandið og jafnaðarstefnan fari ekki saman. Rökrétt ályktun af þessu er auðvitað sú að Gro Harlem Bmndtland sé ekki jafnaðar- maður! Segir þetta ekki meira um hinn þjóðlega íhaldsmann Svavar Gestsson en jafnaðar- stefnuna? Stór félagshyggju- flokkur mun auðvitað rúma ólíkar skoðanir á mörgum mál- um, en slíkt má ekki leiða til stefnuleysis um gmndvallarat- riði. Jafna kosningaréttinn Nú er auðvitað spumingin hvemig við opnum flokkakerfið og finnum nýjum straumi far- veg. Bjöm Bjamason bendir í því efni á kjördæmaskipan og kosningalög. Fyrst ber auðvitað að fagna því að Bjöm telur kosningaréttinn mannréttindi og því brýnasta verkefnið í mann- réttindamálum hér á landi að jafna þennan rétt. Bjöm telur æskilegt að yfirfæra Reykjav- íkurlistann á landsmálin. Með því að koma á einmennings- kjördæmum yrðu vinstri menn knúnir til að láta drauminn urn sameinaðan félagshyggjuflokk rætast. I kjölfar stjórnmála- kreppu ákváðu Grikkir og Italir nýlega að taka upp einmenn- ingskjördæmi, meðal annars til að stokka upp flokkakerfið. Við skyldum því ekki hafna hug- mynd Bjöms án umhugsunar. Gallinn við hugmynd Bjöms er sá að einmenningskjördæmi leiða ekki sjálfkrafa til tveggja flokka kerfis. Bretland er þrigg- ja flokka kerfi auk smáflokka í Skotlandi og á Norður-írlandi. Meirihlutaflokkurinn stjómar vanalega í krafti minnihluta at- kvæða. íhaldsflokkurinn hefur þannig stjómað í 15 ár með 42% atkvæða á bak við sig. í annan stað má spyija hvort Bretland sé nokkuð sem taka beri sér til fyrirmyndar. Væri ekki nær að líta til Þýskalands, Hollands eða Norðurlanda, enda er stjómarfar og efnahags- líf í mun betra ástandi þar en Bretlandi. Besta leiðin til upp- stokkunar í íslenskum stjóm- málum er að mínu áliti að jafna kosningaréttinn og gera landið allt að einu kjördæmi með ákveðnum reglum sem koma í veg fyrir ofljölgun smáflokka. Nýjar leikreglur verða þannig gmndvöllur endumýjunar flokkakerfisins. Sú endumýjun verður hins vegar að snúast um málefni, enda eiga flokkar að byggjast á þeim. Það er því rétt að byija á byrjuninni: hver á málefnagrunnur stórs félags- hyggjuflokks að vera? Höfundur er aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Vinstri Nýjitímirtn Hægri Gamli tímúin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.