Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. júlí 1994 KÓPAVOGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Einkaframtak GARÐARS JÓNSSONAR, 140-150 milljón króna Tennishöll, opnar formlega í Kópavogi á morgun: Akvað að blanda því opinbera ekki í málið GARÐAR JÓNSSON, - ákvað að blanda opinberum aðilum ekki í málið og reisti TennishöUina á nákvœmlega einu ári, - og raun- ar á aðeins skemmri tíma. Alþýðublaðsmyndir / Einar Ólason Það er stór dagur í Kópa- vogi á morgun. Þá verður tekin í notkun fyrsta tennishöll landsins, glæsilegt mannvirki, sem risið hefur á rétt tæpu ári. Það vekur athygli að Tennishöllin er einkafram- tak Garðars Jónssonar, fyrr- um framkvæmdastjóra hjá Car- golux í Lúxemborg. „Ég sá fljótt að það var hægt að gera þetta sjálfur og blanda opinber- um aðilum ekkert inn í það“, sagði Garðar í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Garðar er rúmlega sextugur Vesturbæingur í Reykjavík, ekki KR-ingur, hættur hjá Car- golux, og fluttur heim. Hann segist hafa kynnst tennisíþrótt- inni, þá kominn fast að fimm- tugu - og féll fyrir tenniskúlun- um á augabragði. Hann segir að allt frá byrjun hafí hann verið haldinn þessari ánægjulegu bakteríu. „Ég er ekki í nokkrúm vafa um að tennis á eftir að verða eins vinsælt sport hér á landi og annars staðar, það á eftir að verða almenningseign, enda leikurinn við allra hæfi, karla sem kvenna, fullorðinna sem barna og unglinga. Allir verða gripnir af tennis, strax og þeir hafa prófað“, sagði Garðar. Garðar segir að um 1.500 manns séu félagsbundnir í tennisdeildum félaganna á höf- uðborgarsvæðinu, í Þrótti, Vík- ingi og Tennisfélagi Kópavogs. Síðan hafí komið í ljós að áhugafólkið er til muna fleira, fólk sem leikið hefur tennis er- lendis, en ekki tekið til við þá iðju eftir að heim var komið, - og hefur borið fyrir sig að- stöðuleysi. Tennis krefst al- gjörs logns, og vonlítið að leika í rigningu. Tækifærin til að leika tennis utanhúss á suðvest- urhominu em því ekki mörg. Fyrr en núna að yfirbyggð að- staða býðst fólki. - En hvers vegna að leggja upp aleinn og byggja 4.800 fermetra stórhýsiyfir nokkra tennisvelli fyrir 140-150 millj- ónir króna? „Ég var búinn að hugsa þetta lengi. Ég hafði kynnst svipuð- um mannvirkjum í Evrópu og í Ameríku, yfirbyggðum tennis- völlum. Ég reyndi í samráði við Víkingana að fá borgaryfirvöld til liðs við að byggja slíkt hús. Borgin hafði vægast sagt tak- markaðan áhuga á málinu og Vtkingar réðu ekki við það ein- ir og sér að byggja. En ég sá að það var möguleiki að byggja með almennu átaki tennis- áhugamanna. Og það varð úr að ég réðst sjálfur ásamt nokkr- urn áhugamönnum í að reisa húsið í Kópavogsdalnum", seg- ir Garðar Jónsson. Garðar segir að gluggalaust, staðlað stálgrindarhús sé hag- kvæmasta lausnin fyrir tennis- höll. Þannig er byggt í Kópa- vogi. Garðar segir það ekki ná nokkurri átt að byggja eins og stjómvöld ævinlega gera, 50 sentimetra þykka veggi með pallisander eða öðmm góðvið- um í hólf og gólf. Það sé pen- ingabruðl sem geri mannvirkið ekki að neinu leyti betra fyrir íþróttafólkið, bara rándýrt fyrir skattborgarana. Gluggar á íþróttahúsum geri heldur ekki annað en að skemina fyrir, þeir veita óæskilegri birtu inn í hús- ið, sem getur tmflað einbeiting- una. Þetta þekkja íþróttamenn úr Laugardalshöll. Búið er að leika tennis í Tennishöllinni frá því í maí síð- astliðnum. Bozo landsliðsþjálf- ari í tennis, sá sem „bjó til“ Moniku Seles og Ivanovich, hinar frægu stjömur íþróttar- innar, hefur sagt að Tennishöll- in sé besta tennishöll í Evrópu! Aðrir sem reynt hafa eiga ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Sérstakur klúbbur, H-tennis- klúbburinn, mun nota Tennis- höllina og reka hana. Margar nýjungar em settar ffam í rekstrinum. Þannig geta félagar í klúbbn- um komið hvenær sem er til að leika tennis. Þeir hafa sérstök kort, sem opna húsið, kveikja á rafkerfinu og gera fólki kleift að svitna í ánægjulegum leik hvenær sem er sólarhringsins. Byrjað var að grafa fyrir Tennishöllinni þann 24. júlí í fyrra. Á morgun, 23. júlí, á sama laugardegi ári seinna, er Tennishöllin opnuð formlega. Garðar segir að í raun hafi jarð- vegsframkvæmdir ekki hafist fyrr en í september og byijað var að reisa grindina í jólamán- uðinum, í kolvitlausu veðri, sem þá geysaði í Kópavogi og nágrenni. „Auðvitað þarf alvitlausa menn til að fara út í svona vinnu í veðri eins og þá var, en þetta gerðu þeir með prýði strákamir í Garðasmiðjunni og höfðu sérfræðinga frá Texas sér til trausts og halds. Allt tókst þetta alveg prýðilega og verkið allt gengið að óskum“, sagði Garðar Jónsson að lokum. Það má bæta því við að mikil bókun er í tíma í Tennishöll- inni. Ljóst er að í Kópavogi mun vagga tennisíþróttar á Islandi standa í framtíðinni. Þar er að finna rétta veðráttu fyrir þessa heimsíþrótt, - algjört stillilogn og hlýja. RANNVEIG GUÐMUNDSDÓ'IT'IR og PETRÍNA BALDURSDÓTTIR hafa lagt fram frumvarp til laga sem skyldar ATVR til að áminna verðandi mæður og ökumenn um skaðsemi áfengisdrykkju: Fóstrið getur ekki sagt nei! segir Rannveig Það má alveg gera ráð fyr- ir því að 200 til 400 fóst- ur verði fyrir áhrifunt af áfengi um næstu helgi, eða þar- næstu, verslunarmannahelgina. Ef til vill munu eitt til tvö þeirra verða fyrir varanlegum skaða. Þetta segja erlendar tíðnitölur okkur. Þær segja að af 750 fæddum bömum sé meira en eitt bam alvarlega skemmt af áfengisneyslu móð- urinnar á meðgöngutíma, og að eitt af hverjum 350 bömum hafi orðið fyrir þroska- og vaxt- artmflunum. Áfengisneysla bamshafandi kvenna er því áhætta sem vert er að benda á og vinna gegn af alefli“, sagði Rannveig Guð- mundsdóttir, formaður þing- flokks jafnaðarmanna, þegar Alþýðublaðið ræddi við hana í gær. Rannveig er eini þingmaður- inn úr næststærsta byggðarlagi landsins, Kópavogi. Hún er þekkt fyrir mikla starfsorku innan þingsins, og vinnur verk sín afar vandlega. Á síðasta þingi kom fram fmmvarp til laga um breytingu á áfengislög- um, sem Rannveig flutti ásamt Petrínu Baldursdóttur, al- þingismanni Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Við hitt- um Rannveigu að máli og spurðum nánar út í þetta fmm- varp og afdrif þess. „Frumvarpið náði ekki fram að ganga í vor, dagaði uppi í Allsherjamefnd, sem hafði mörg verkefni til meðferðar, en það mun án efa verða að lögum á næsta þingi“, sagði Rannveig. Framvarpið gengur út á breytingu sem miðar að því að Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins skuli að höfðu samráði við landlæknisembættið og Um- ferðarráð merkja allar umbúðir undir áfengi, sem selt er í útsöl- um hennar, með viðvömn þar sem fram kemur að áfengis- neysla bamshafandi kvenna geti valdið fósturskaða og að neysla áfengis og akstur öku- tækja fari ekki saman. Það er vert að geta þess að jafnskjótt og framvarpið kom fram brá íslenskur áfengisfram- leiðandi, Víking Bmgg, skjótt við og tók að setja aðvömnar- orð á framleiðsluvörur sínar. Fyrirtækið sendi þeim Rann- veigu og Petrínu hjartans þakk- ir fyrir fmmkvæði þeirra og ámaði þeim allra heilla í fyrir- byggjandi starfi sínu á þessu sviði. „Það kom í ljós í könnun Hildigunnar Olafsdóttur að tíundi hluti kvenþjóðarinnar drekkur 57-67% alls þess áfengis sem allar konur drekka", sagði Rannveig. Hún segir þetta sýna að tiltölulega fámennur hópur kvenna drekk- ur einum um of. Jafnframt kemur í ljós að hér er um að ræða konur frá kynþroskaaldri fram á miðjan aldur, konur sem em á frjóvgunaraldri kvenna. „Það er alveg ljóst að áfeng- isnotkun bamshafandi kvenna er stór áhættuþáttur á með- göngunni, það sýna rannsóknir á fólki og dýrum. Allar kannanir sýna óyggj- andi þann skaða sem fóstrin geta orðið fyrir. Hinsvegar verður að taka fram að sam- kvæmt tíðnitölum ættum við á íslandi að búa við minni áhættu í þessum efnum en konur í öðr- um löndum. Það út af fyrir sig er jákvætt, en betur má gera. Ástæðuna fyrir þessu veit raun- ar enginn fyrir víst“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir. En hvers vegna sér þetta fmmvarp dagsins ljós einmitt nú? „Margir telja að neyslu- venjur fólks séu að breytast. Fleiri nota áfengi í dag en áður, bjór og vín þykja eðlilegur hlutur á heimilum og er haft um hönd oftar en áður. Konur á mínum aldri dmkku sjaldan sterkt vín á sínum yngri ámm, aðallega léttvín og það bara til hátíðabrigða. Þetta er greini- lega að breytast til hins verra. Neyslumunstrið leiðir til þess að áhættan vex hjá konurn sem em þungaðar. Fóstrið er í beinu blóðsambandi við móðurina. Drekki móðirin vín kemur í ljós sama áfengismagn hjá fóstrinu. Það er oft gagnrýnt að konur með böm á bijósti skuli smakka áfengi, eitrið hljóti að koma fram í móður- mjólkinni. Það er vissu- lega rétt, en engu að síður er hættan fyrir ungabamið hundraðfalt minni en þegar fóstrið fær þennan skammt af alkóhóli“, segir Rann- veig. „Fóstrið getur ekki sagt NEI. Hættan er sú að heili og mið- taugakerfi skerðist. Börnin geta fæðst með minni greind, jafnvel vanþroskuð og með varanlegan skaða, hafi móðirin neytt víns á meðgöngutímanum“, segir Rannveig. Rannveig segir enn- fremur að það þurft ákveðna rökhyggju til að fara út í fyrirbyggj- andi aðgerðir eins og þær sem fmmvarp hennar og Petrínu gerir ráð fyrir. Hún seg- ir að benda megi á tvenn rök. I fyrsta lagi að afleiðing sjúk- dóms sé viðurkennt fyrirbæri, og í öðm lagi að tíðnin sé kunn stærð. Hér á landi sé hún talin 1 á móti 1.000, minna en víða er- lendis, enn sem komið er. Engu að síður geti ástandið leitt til þess að einstaklingurinn verði þroskaheftur, eða að vöxtur hans og þroska. „Besta fyrir- byggjandi aðgerðin er auðvitað einföld. Hún er sú að verðandi mæður neiti sér um áfengi á meðgöngutímanum. Það er besta tryggingin fyrir móður og fóstur. Það er auk þess mikil- vægt að kona sem gengur með bami temji sér heilbrigt lífemi á öllum sviðum, hollan mat og góða hreyfingu og hvfld“, sagði Rannveig Guðmundsdóttir. Merking áfengisumbúða eins og gert er ráð fyrir að verði í framtíðinni á íslandi er ekki óþekkt fyrirbæri meðal annarra þjóða. 1 Bandaríkjunum em slíkar merkingar nú þegar á öll- um áfengum drykkjum og hef- ur verið svo í fimm ár og þykir sjálfsagt mál þar vestra. Aðvör- unarorð þeirra í Bandaríkjunum em tvennskonar: Bamshafandi konum er bent á hættuna af fósturskaða, - og ökumönnum er bent á skerta ökuhæfrú. ís- lendingar selja áfengi í Banda- ríkjunum og þar er okkar fram- leiðsla merkt með þessum við- vörunarorðum. Hvers vegna skyldi ekki vera svo hjá okkur sjálfum? Minna má á að íslendingar vom meðal fyrstu þjóða til að lögleiða vamaðarorð um skað- semi tóbaks á allar tóbaksum- búðir. Vakti það framtak at- hygli víða um lönd. Rannveig segir að slíkar viðvaranir hafi ömgglega bæði bein og óbein áhrif. Rannveig segir að hroðalegar afleiðingar áfengis megi sjá víða í þjóðfélagi okkar og raun- hæft að ráðast gegn vandanum. Læknar telja sig sjá merki um böm hér á landi sem skaðast hafa af áfengisneyslu móður- innar. Árlega verða um 2.500 ökumenn að sjá af ökuskírteini sínu vegna ölvunar við akstur. Áminningar, ekki síst á umbúð- unt áfengra drykkja, komi til með að hafa sín áhrif. FERÐA- Við bjóðum ykkur velkomna til Hvammstanga I verslun okkar fáið þið flestar þær vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.