Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 1
Smuga f'yrir launaíólk íkerfinu,PÓSTGÍRÓSTOFAN: Hagkvæmur kostur sama tíma og bankar og sparisjóðir þjarma að fólki sem notar ávísanahefti með stóraukn- um þjónustugjöldum, hug- leiða menn innan Bandalags háskólamanna, nýjar leiðir til að ávaxta launareikninga á hagkvæmari hátt en verið hefur. Þeir tala um að beina viðskiptum sínum til Póst- gírósins, sem veitir, þegar grannt er skoðað, úrvals bankaþjónustu. Bent er á í grein í BHMR- tíðindum að flestum laun- þegum þykir að bankamir bjóði undra rýra ávöxtun á launareikningunum, aðeins 1%. Aukin þjónustugjöld á eigendur slíkra reikninga orki tvímælis svo ekki sé meira sagt. Víða erlendis er póstgíró mikið notað af launafólki. BHMR sneri sér því til Póst- gíróstofunnar og bað um skilgreiningu á þjónustu póstgírósins til samanburðar við þjónustubankana. Samanburðurinn leiddi í ljós að umtalsverður spam- aður gæti orðið af því að skipta við Póstgíróstofuna. Þannig greiðir sú stofnun 2% vexti auk vaxtauppbótar hálfsárslega á launareikn- inga.Þá kom í ljós að þeir sem hafa launareikning hjá Póstgíró eiga möguleika á samskonar lánafyrirgreiðslu í Landsbanka íslands og þeir sem hafa launareikninga sína í þeim banka - á helmingi lægri vöxtum. Þeir sem hafa póstgíró- reikning, senda gíróseðla sína í sérstöku umslagi til stofunnar til skuldfærslu, kostnaðarlaust. Þá millifærir Póstgíró inn á bankareikn- inga reikningseiganda að kostnaðarlausu allt að tvisvar í viku. Hægt er að taka út peninga af gíróreikningi á öllum pósthúsum landsins, - án þess að tekið sé gjald fyrir það. Þá má benda á að póstgíró er alþjóðlegt fyrirbæri. Ferðafólk héðan getur farið með 10 áritaða pósttékka sem nota má í flestum lönd- um Vestur-Evrópu. Há- marksupphæð hvers tékka er 15 þúsund íslenskar krónur. Þama er smuga í banka- kerfinu, sem launþegar munu án efa kanna nánar. KÓPAVOGSSUNDH) fer fram 4. september: Nýstárleg sundkeppni Þann 4. september fer fram í Sundlaug Kópavogs sundkeppni fyrir almenning sem hefur hlotið heitið Kópavogssund- ið. Markmið keppninnar er að gera þeim fjölmörgu sem iðka sundið sér til hressingar og heilsubótar markmið með sundiðkunn sinni. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að þátttakendur skrá sig í Kópavogssundið og fá í hendur talningakort. Þeir ganga síðan til laugar, afhenda talningarmanni kort- ið og hefja sundið. Hver þátttakandi ákveður sjálfur hve langa vegalengd hann syndir. Engar tímatakmark- anir em settar keppendum aðrar en tímamörk keppninn- ar, en hún stendur frá klukk- an sjö til 22. Keppendur fá verðlaun í samræmi við þá vegalengd sem þeir synda. Fyrir 500 metra sund er veittur verðlaunapeningur úr bronsi. Fyrir 1.000 metra er veittur verðlaunapeningur úr silfri og gullpeningur fyrir 1.500 metra sund. Allir þátttakendur fá skjal til staðfestingar þátttöku í keppninni þar sem fram koma upplýsingar um þá vegalengd sem viðkomandi þátttakandi syndir. Einnig verða veitt sérstök verðlaun þeim sem synda lengstu vegalengdina í hinum ýmsu aldursflokkum.Forráðamenn Kópavogssundsins 1994 hvetja almenning til þess að vera með í þessari fyrstu sundkeppni fyrir almenning með ofangreindu sniði sem haldin er hér á landi. Hver og einn getur ákveðið hvaða vegalengd hann syndir, þannig að keppnin felst aðal- lega í að keppa við sjálfan sig. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir fullorðna og 300 fyrir böm og fer skráning fram í afgreiðslu Sundlaugar Kópavogs. Sæsímastrengurinn CANTAT 3 tengdur Vestmannaeyjum: Lokatengíng fer fram 24. águst dag hefst lagning á grein frá sæsímastrengnum CANTAT3ú\ Vest- mannaeyja. Kapalskip leggur strenginn suður af Vest- mannaeyjum að aðalstrengn- um og síðar áfram hluta af aðalstrengnum til Kanada. Tvö önnur kapalskip vinna einnig að lagningu aðal- strengsins og er gert ráð fyrir að lokatenging geti farið fram 24. ágúst næst kom- andi. Með CANTAT 3 opn- ast ný fullkomin ljarskipta- leið milli íslands og annarra landa með meiri flumings- getu og gæðum en núverandi ljarskiptaleiðir. Að undan- fömu hafa útgerðarmenn í Vestmannaeyjum mótmælt því harðlega að strengurinn verði lagður til Vestmanna- eyja á þeim stað sem ákveð- ið var. Þeir segja hann liggja um fengsæl fískimið og hamli veiðum á miðunum. Strengurinn verður lagður eins og til stóð en Póstur & sími mun á næstu vikum ræða við fulltrúa frá öðmm landtökulöndum CANTAT 3 og kanna möguleika á því hvort unnt sé að breyta legu á hluta strengsins síðar, og hvað slíkar breytingar myndu kosta.Við ákvörðun á legu strengsins var reynt að taka tillit til fiskimiða en ekki er hægt að tengja sæ- streng til landsins án þess að hann liggi um einhveijar veiðislóðir, að sögn Pósts & síma. Með því að fara með strenginn beint suður af Vestmannaeyjum er hægt að grafa eða plægja hann niður í botninn á stómm hluta grein- arinnar til Vestmannaeyja. Við undirbúning lagningar sæstrengsins hafði Póstur og sími meðal annars samband við sjávarútvegs-, umhverf- is- og samgönguráðuneyti og óskaði eftir áliti ráðuneyt- anna. Öll ráðuneytin lýstu því formlega að þau hefðu ekkert við lagninguna að at- huga nema sjávarútvegsráðu- neytið sem sýndi engin við- brögð þar til það bar ffam mótmæli síðast liðinn þriðju- dag. - Alþýðublaðið í dag er helgað Kópavogi og er af því tilefhi dreift á hvert heimili í bænum „Ferðumst um eigið land“ Leiðari Alþýðublaðsins fjallar um auglýsingar og ferðaiðnaðinn. - Blaðsíða 2 „Uppstokkun á flokkakerfinu“ Birgir Hermannsson stjómmálafræðingur skrifar. - Blaðsíða 2 „Ákvað að blanda því opinbera ekki í málið“ Viðtal við Garðar Jónsson tennisfrömuð. - Blaðsíða 3 „Fóstrið getur ekki sagt nei!“ Viðtal við Rannveigu Guðmundsdóttur alþingismann. - Blaðsíða 3 „Hvar á ég að hjóla“ Þóra Amórsdóttir nemi skrifar um samgöngur í Kópavogi. - Blaðsíða 4 „Átaksverkefni“ Baldvin Björgvinsson skrifar um misheppnuð átaksverkefni. - Blaðsíða 4 „Jón Baldvin tekur af skarið varðandi Evrópusambandið“ Guðmundur Oddsson skrifar. - Blaðsíða 5 „Miðsumarsvangaveltur um pólitrk og bæinn minn“ Rannveig Guðmundsdóttir skrifar. -Blaðsíða 7 „Kópavogur er ekki reynslusveitarfélag“ Hreiim Hreinsson sálfræðingur skrifar. - Blaðsíða 9 „Frá kátum víkingum til körfuboltakynslóðar“ Rökstólar ganga af göflunum yfir þjóðinni. - Blaðsíða 11 Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Rúsínur Vi Kg. Ðökkar Umboðsmenn um land allt: A.G. Guðmundsson sf., Húsavlk • Asbyrgi hf. Akureyri • Asgeir Björnsson, Siglufirði • Guðrún sf„ Vopnafirði • Hafsteinn Vilhjálmsson, Isafirði • Reynir sf„ Blönduósi • Sigbjöm Brynjólfsson, Egilsstöðum • Svanberg hf„ Vest- mannaeyjum • Umboðssala Rósu Bachmann, Patreksfirði •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.