Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 4
Föstudagur 22. júlí 1994 KOPAVOGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ Guðmundur Oddsson skrifar: Jón Baldvin tekur af skarið varðandi Evrópusambandið Hin pólitíska umræða sem ávallt er í gangi hefur nú í sumar og þá einkum síðasta mánuð tengst Alþýðuflokknum. Fyrir rúmum mánuði hélt flokkurinn flokks- þing og þar fór fram uppgjör milli formannsins og fyrrver- andi varaformanns. Þetta þóttu mikil pólitísk tíðindi þótt ýmsir telji að uppgjörinu sé hvergi nærri lokið. Það nýjasta af þessum mál- um er, að nú fer fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins um landið til að kanna hug kjósenda til sín. Samkvæmt fréttum virðist henni vel og kurteislega tekið, sem að sönnu er ekki nema eðlilegt, því við Islendingar erum jú kurteist fólk og höfðingjar heim að sækja. Vonandi kemur minn gamli varaformaður hress og endumærður heim úr þessari landsreisu sinni. Innganga í Evrópusambandið er á dagskrá Fyrir tæpum hálfum mánuði tók formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson við formennsku í EFTA og sem slíkur hefur hann sett fram ýmsar hugmyndir um framtíð- arstöðu þeirra samtaka og ekki síður hefur Jón Baldvin varað mjög við því, að við íslending- ar einangrumst í samfélagi Evr- ópu þjóða. Jón Baldvin, sem öðmm fremur, hefur haft fmm- „Davíð Oddsson og Bjöm Bjamason.. .eru gjörsamlega heiBum horfiiir.. .Það er með ólíkindum aumingjalegt að hafa það eitt tO þessara mála að leggja, að það sé ekki einu sinni á dagskrá að sækja um aöild.‘ kvæði í þeim samningum sem við höfum gert við Evrópu þjóðir, samanber samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, hefur nú tekið afdráttarlaust af skarið um að við eigum að sækja um aðild að Evrópusam- bandið, til að kanna hverra kosta við eigum þar á bæ. Þetta er af flestum stjóm- málamönnum, utan Alþýðu- flokksins, talin drottinssvik. Nú ljúka þeir flestir upp einum munni um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið dugi okkur fullkomlega í næstu framtíð og því sé innganga í Evrópusambandið ekki einu sinni á dagskrá. Auðvitað er öllum enn í fersku minni, hvemig allir stjómmálaflokkar landsins greiddu atkvæði þegar EES-samningurinn var af- greiddur á Alþingi. Á þeim langa tíma sem samningurinn var til umræðu í þinginu höfðu allir flokkamir skipt um skoðun í málinu, nema Alþýðuflokkur- inn sem alltaf studdi samning- inn heilshugar, og Kvennalist- inn sem ávallt var á móti þótt núverandi borgarstjóri í Reykjavík sæi að sér við loka- afgreiðslu og sæti hjá. Hringlandaháttur Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags Tveir flokkar hafa þó skorið sig mjög úr í þessu máli fyrir hringlandahátt, en það em Al- þýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur. Á meðan Álþýðu- bandalagið var í ríkisstjórn fram í apríl 1991 studdi flokk- urinn Evrópska efnahagssvæð- ið, en eftir að flokkurinn fór í stjórnarandstöðu gieiddi hann í heilu lagi atkvæði gegn samn- ingnum. Á sama hátt hringsnérist Sjálfstæðisflokkurinn, því á meðan flokkurinn var í stjórn- arandstöðu var hann andvígur EES, en eftir kosningamar 1991 og flokkurinn var kominn í ríkisstjóm með Alþýðu- flokknum, þá studdi Sjálfstæð- isflokkurinn að mestu EES. Framsóknarflokkurinn var að sjálfsögðu líkur sjálfum sér og hafði skoðanir út og suður. Hann studdi EES á meðan hann var í ríkisstjóm, en þegar flokkurinn var kominn í stjóm- arandstöðu, þá var helmingur þingflokksins andvígur EES, en hinn helmingurinn sat hjá. Hver var svo niðurstaða þessa máls? Stefna Alþýðu- flokksins sigraði og EES-samningurinn var sam- þykktur á Alþingi. Nú þegar formaður Alþýðuflokksins hef- ur lýst þeirri skoðun sinni, að við Islendingar eigum að láta reyna á hverra kosta við eigum innan Evrópusambandsins með því einu að sækja um aðild, þá ætlar hér allt vitlaust að verða á meðal stjómmálaforingja ann- arra flokka. Hvað gengur þess- um mönnum eiginlega til? Hafa þeir ekki sjálfir viður- kennt að forsjá Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins hafi reynst okkur íslendingum best í Evrópumálunum? Hvað em til dæmis for- menn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks að reyna að gera sig gildandi í þessum málum? Hafa þeir ekki báðir snúist eins og vindhanar í málinu? Nú vilja þeir Ólafur Ragnar og Davíð Odds- son halda í EES-samn- inginn eins og hundar á roði. Nú er þessi samn- ingur sá besti sem öllu á að bjarga. Er ekki orðið tímabært að þessir stjóm- málaforingjar hætti að gera sig að athlægi í Evr- ópumálunum og láti þau í ömggar hendur Jóns Baldvins? Það er með ólíkindum aum- ingjalegt að hafa það eitt til þessara mála að leggja, að það sé ekki einu sinni á dagskrá að sækja um aðild. Það er einfald- lega bannorð í hugum þeirra Davíðs Oddssonar og Bjöms Bjamasonar. Þá hefur Þorsteinn Pálsson lýst sinni skoðun, og ekki er hún stórmannlegri, en Þorsteinn telur að sú skoðun Jóns Baldvins, að við eigum að sækja um aðild að ESB, sé skaðleg þessu ríkisstjómarsam- starfi. Ef svo er, þá er þetta rík- isstjómarsamstarf einskis virði. Vilhjálmur Egilsson er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur þorað að taka undir með formanni Alþýðuflokks- ins. Við eigum að skoða málið ekki seinna en strax Öll sú umræða sem nauðsyn- leg er vegna þessa máls verður að fara í gang sem allra fyrst. Almenningur hér á landi hefur tekið mjög ákveðið undir þær hugmyndir Jóns Baldvins, að sjálfsagt sé að leita eftir því hverra kosta við eigum, ef við viljum og ætlum að ganga í Evrópusambandið. Skoðana- kannanir hafa sýnt, að mikill meirihluti þjóðarinnar vill halda nánu sambandi við Evr- ópu og þess vegna eigum við að skoða þessi mál ekki seinna en strax. Urtölur og ótti þeirra Davíðs Oddssonar, Bjöms Bjamason- ar, Þorsteins Pálssonar, Hall- dórs Ásgrímssonar, Ólafs Ragnars Grímssonar, Kristínar Einarsdótmr og allra þeirra huglitlu pólitíkusa sem engu þora og ekkert vilja, má hér ekki ráð för. Þau ættu hins veg- ar að viðurkenna þá staðreynd í snatri, að þau hafa ekki þá pól- itísku framsýni sem nauðsynleg er íslenskri þjóð í þessum mála- flokki, og hlíta þess í stað ör- uggri forsjá formanns Alþýðu- flokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, því þá mun okkur vel famast. Höfundur er bæjarfulltrúi og skólastjóri. Davíð og Björn Bjarna eru heillum horfnir Sjálfstæðisflokkurinn er gjörsamlega stefnulaus í Evrópumálunum. Manni sýnist sem helstu tals- menn flokksins telji sem Evrópumálin séu ekki einu sinni á dagskrá hér á landi. Þannig tala þeir Davíð Oddsson og Bjöm Bjamason. Þeir tveir em svo gjörsamlega heillum horfnir, að þeir em með ónot og fúkyrði út í utan- ríkisráðherra, sem hefur einn íslenskra flokksfor- ingja haft þann kjark að lýsa sinni skoðun. WBBB 'egná þeirra orða sem Jó- hanna Sigurðardóttir sendi mér hér á dögun- um í Alþýðublaðinu, þar sem hún sagði að ég „hefði aidrei skilið konur í pólitík og þess vegna hel’ði Alþýðuflokkurinn ekki fengið fleiri atkvæði í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi", þá fínnst mér rétt og skylt að taka fram eftirfarandi: Alþýðuflokkurinn fékk um 16% atkvæða í síðustu kosning- um í Kópavogi. Þau úrslit voru að sönnu hvergi nærri nógu góð. Ég hef nú verið 5 sinnum efstur á lista flokksins í Kópavogi og þetta er næstlélegasta útkoman sem flokkurinn undir minni koma flokksins var hins vegar 1986, en þá fengum við 24,5%. Nú hefur Jóhanna verið svip- aðan tíma í framboði, en að vísu í Reykjavík og aldrei í efsta sæti. Þrátt fyrir þá staðreynd, að sjálf Jóhanna Sigurðardóttir hafi ver- ið í framboði í Reykjavík, þá hefur Alþýðuflokkurinn aldrei fengið betri útkomu í kosning- um í Reykjavík heldur en við höfum fengið á sama tíma í Kópavogi. Varla getur það verið vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir skilur ckki konur, eða hvað? Ef minn skilningur á konum í pólit- ík er enginn, já hvað má þá segja um þinn skilning, Jóhanna? G.O. LOTT# Vinningstölur , miðvikudagínn:| 20. júlí 1994 j VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING || 6 af 6 0 96.940.000 B1 5 af 6 iLáö+bónus 1 588.709 |0 53,6 4 115.639 U 4 af 6 366 2.010 frs 3 af 6 ICfl+bónus 1.434 220 Aðaltölur: 5^(24) (25! 37) (40) (43 BONUSTÖLUR flO)ri7)Í28) Heildarupphaeð þessa vlku: 99.042.405 á ísl.: 2.102.405 UPPLYSINGAR, SIMSVARI 91- 68 fS 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Vinningur i er þrefaldur næst! f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.