Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ KOPAVOGUR Föstudagur 22. júlí 1994 Baldvin Björgvinsson skrifar: Ataksverketra Ef hugmyndin bakvið átaksverkefnin var að viðhalda atvinnuleys- inu þá er hún fullkomin. Sú staðreynd að mikii hætta er á að eftir eitis árs atvinnu- leysi hafi ástandið valdið varanlegum skaða á við- komandi einstaklingi. að viðkomandi gefist upp á að leita sér að vinnu og að at- vinnurekendur vilji ekki ein- stakling í vinnu sem hefur verið atvinnulaus svo lengi. Kostirnir við átaksverkefnin eru auðvitað til staðar. Að koma fólki í vinnu, félags- skap innan uin annað fólk og svo framvegis. er auðvit- að virðingarvert. En að skipa vel menntuðum ein- staidingum í vinnu sem er úr öllum takti við menntun. slétt og stöðu viðkomandi er algjör firra. Að skipa manni setn tilheyrir tnið- eða efri stéttum samfélagsins í starf sem er fyrir neðan það sem lægst er í virðingarstiga starfsstéttanna, er hræðileg niðurlæging fyrir viðkom- andi. þá er verr af stað farið en heima setið. Þó er sorglegasta stað- reyndin sú að átaksverkefnin ekki aðeins viðhalda at- vinnuleysinu frábærlega heldur gera þau ástandið enn verra. Með því að búa til verkefhi, á kostnað skatt- borgaranna, sem engu skila til framtíðarlausnar á vand- anum, er atvinnuleysinu hreint og beint haldið við, vandinn er og verður áfram til staðar. Misnotkun sveitarfélaganna Sveitarfélög hafa því mið- ur misnotað þetta hörmung- arástand og búið til átaks- verkefni til að vinna verk sem annars hefðu verið unn- in af verktökum. Til dæmis má nefna það þegar Kópa- vogsbær ætlaði sér að máia íþróttahúsið í Digranesi með átaksverkefnisfólki. Það var að lokum stöðvað af málara- félaginu með aðstoð lög- reglu. Annttrs hafa átaksverkefn- in h já Kópavogsbæ helst einkennst al' þeim viðhorf- um sem voru uppi í krepp- unni upp úr 1930. Þá voru atvinnulausir sendir austur fyrir fjall að grafa skurði í grimmdarfrosti, þeir kölluðu það Síberíu. Hér hefur svip- að verið uppi á teningnum, að grttfa fyrir girðingarstaur- unt í gegnum hálfs metra þykkan klaka í gaddfreðnum jarðvegi. og svo duttu girð- ingamar á hliðina þegar frost fór úr jörð. Og síðan þurfti aðstoð lögfræðings Dagsbrúnar til að innheimta launin. Öllunt þeirn einstak- lingum sem settir voru í átaksverkefni var bara skellt á einhver laun og ekkert hirt um það að fara eftir kjara- samningum bæjarins við Dagsbrún. Þegar forsvars- tnenn Dagsbrúnar, eftir margra máriaða viðræður „Annars hafa átaks- verkefnin hjá Kópavogsbæ helst einkennst af þeim viðhorfum sem voru uppi í kreppunni upp úr 1930. Þá voru atvinnulausir sendir austur fyrir fjall að grafa skurði í grimmdar- frosti.“ við bæinn, voru orðnir úrk- ula vonar um að bæjaryfir- völd ætluðu að fara eftir gerðum samningum og lög- fræðingurinn kominn með málið í sínar hendur, þá skildist bæjaryfirvöldum loks að kjarasamningar em til að fara eftir þeim, en þá vom lfka aðeins nokkrar vikur í kosningar. Það er ljótt að segja það, en fólk hefúr hreinlega verið varað sérstaklega við því að vera skráð atvinnulaust í Kópa- vogi. Hinsvegar virðist vera til nóg lánsfé til að ausa í rándýrar framkvæmdir á vegum bæjarins og skuldim- ar hafa vaxið óheyrilega. Þekking er helsta verðmætasköpunin Þegar tekist er á við at- vinnumál í okkar framúr- stefnuþjóðfélagi er þekking helsta verðmætasköpunin, málin verða ekki leyst í dag með sömu aðferðum og not- aðar voru upp úr 1930. Það er skoðun mín að at- vinnuleysisbætur eigi ekki að vera til, enginn á að fá borgað fyrir að gera ekkert. Það er sjállsögð krafa skatt- borgaranna og atvinnulausra að einstaklingar í atvinnuleit fái aðeins greitt fyrir vinnu- framlag sitt, hvort sem um er að ræða menntun eða sköpun nýrra framtíðarstarfa átaksverkefni ættu aðeins að vera sumarvinna fyrir skóla- fólk í formi þessara aimennu sumarstarfa á vegum bæjar- ins sem hefð er fyrir. Með áhersluna á nýsköp- un, stofnun smáfyrirtækja, rannsóknir og menntun snú- um við vöm í sókn og þjóð- in kemur tvíefld út úr glím- unni við atvinnuleysisdraug- inn. Þóra Arnórsdóttir skrifar: Hvar á ég að hjóla? „Það er staðreynd að Kópavogur fór langverst út úr sameiningunni sem í raun átti að bæta þjónustuna og gera samgöngur við nágrannasveitarfélögin greiðari.“ Eftir meira en tveggja ára náið samband við Bóbó hinn hvíta er komið að skilnaðarstund. Er hér um að ræða Suzuki-bifreið mína sem mun verða skipt niður í fjalla- hjól og græn kort, þegar þar að kemur. Þegar er búið að fjár- festa í hjólinu og þá kemur að höfuðverknum. Kópavogsbúi. A hjóli! I skóla í Reykjavík, í vinnu í Hafnarfirði. Byrjum á hjólreiðunum. Flestir eignast hjól á unga aldri en um leið og bílprófsaldrinum er náð, yfirleitt nokkuð fyrr reyndar, hverfur það inn í bíl- skúr eða gengur í arf til þeirra sem yngri eru. Sumum þykir nefnilega dálítið hallærislegt að vera á hjóli. Þó em nokkrir sér- vitringar sem halda þessari ár- áttu til streitu og aðrir sem taka hana upp aftur þegar þeir kom- ast að því að þeir hafa ekki efni á að reka bifreið, eins og undir- rituð. Það er jú heilsusamlegt að hjóla, og svo fær maður loft í lungun (raunar ansi mikið blandað bflaútblæstri, en samt...). En það reynist hinn mesti misskilningur. Eftir nokkurra daga tilraunir komst ég að því að fátt er hættulegra heilsunni en einmitt hjólreiðar. Hvemig fær það staðist? Ein- faldlega þannig að þú kemst ekki spönn ffá rassi nema setja líf þitt og limi í stórhættu. Það er gersamlega vonlaust að komast til Hafnarfjarðar, að því komst ég í fyrstu tilraun. Betur gekk í norður, til höfuðborgar- innar. Og þá var að skella sér í einn innanbæjarrúnt, á 18 gíra trylli- tækinu og auðvitað með plastið á höfðinu. Niðurstaðan var gríðarleg vonbrigði. Vesturbær- inn er rólegur svo það er í lagi að vera á götunum þar, auk þess sem hann er líka elsti hlut- inn og ekki var gert ráð fyrir hjólabrautum í þá daga. Sam- stundis flugu mér í hug nýju hverfin í Kópavogsdalnum. Það hlýtur að vera gert ráð fyrir mér og mínum líkum, það væri nú annað hvort. Minnist óljóst ein- hverra yfirlýsinga Gunnars Birgissonar um málið. Glöð í bragði bmnaði ég niður eftir og hóf leitina miklu - og eilífu! Því í ljós kom að hvergi er gert ráð fyrir tvíhjóla farartækjum þrátt fyrir fögur fyrirheit. Glæddar vonir En mitt í reiðikasti mínu yfir þessu mætti ég þjáningabróður á jafnvel enn flottara fjallahjóli. Hann sagði mér aðspurður að það stæði til að bæta úr þessu. Og meira að segja ætti að leggja hjólabraut í gegnum endilangan Kópavoginn. Ein- hvemtímann. Jafnvel á þessu kjörtímabili! Þessi maður var greinilega búinn að vera í hjólaflokknum mun lengur en ég, svo ég trúi orðum hans. Enda hvemig ætti það vera árið 1994 að byggð væm heilu hverfin án þess að nokkurt tillit væri tekið til þessa? Það er rétt, að hjólreiðar em ekki mikið stundaðar hér á landi miðað við víða erlendis, enda ólíkum að- stæðum saman að jafna. Það verður að ijúfa þennan vítahring: enginn hjólar vegna þess að það er ekki aðstaða til þess, og fyrst að enginn hjólar þá er ekki gerð nein aðstaða. Með betri aðstöðu og greiðari samgönguleiðum, eykst iðk- endaíjöldinn, það er alveg eitt- hundrað prósent víst. Eg lít allt- af öfundaraugum litlu hjólaak- reinamar í Evrópu. Það er ekki mikill kostnaður miðað við hvað kostar að leggja akbrautir og halda þeim við, en það myndi leysa mikinn vanda ef gert færi ráð fyrir reiðhjóla- mönnum í umferðinni. Eg held að þá gætu allir unað glaðir við sitt, gangandi vegfarendur væm óhultir á gangstéttunum, bfl- stjórar gætu hætt að blóta þess- um djö..., og hjólafólkið kæm- ist óáreitt leiðar sinnar. AVaff En þá er hinn helmingur ver- kjarins eftir. Því miður er ekki hægt að nota hjól allan ársins hring á íslandi. Þegar ég var yngri kvörtuðum við félagamir yfir því að SVK-vagnamir gengu bara á kortérs fresti og vildum fá það niður í tíu. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Reiðarslagið: ferðum fækkað niður í þrjár á klukkustund. Tuttugu mínútna bið ef maður var seinn fyrir. En svo eygðum við nýja von. Hún var nefnd a vaff. En sú von brást einnig. Stórhækkun far- gjalda, skert þjónusta. Það kom (kemur) fyrir að vagnar koma yfirfullir frá Hafnarfirði á há- annatíma, og stundum sátu (- sitja?) Kópavogsbúamir eftir og vesgú bíða eftir næstu ferð. Seinir í vinnu? Æ, æ, hvers vegna emð þið þá ekki á bfl? Og ekki lengur hægt að fá skiptimiða til að ferðast innan Reykjavíkur. 420 (íjögurhundr- uðogtuttugu!) íslenskar krónur þarf að reiða fram takk fyrir ef maður þarf að komast til að reka erindi utan miðbæjar Reykjavflcur frá Kópavogi, og heim aftur. Nærtækt dæmi um hrakfarir bfllausra í Kópavogi: Öllum starfsmönnum í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ er^gert að mæta á degi hverjum í Ahaldahús Kópavogs við Dalveg áður en vinna hefst. í sjálfu sér er ekk- ert athugavert við þá tilhögun nema hvað það er gersamlega vonlaust að komast þangað á tilsettum tíma með a vaff. Kunningi minn kom heim frá námi í Evrópu og byrjaði í 70% vinnu í júlí. Skiljanlega er eng- inn bfll til taks hjá fátækum námsmanni, og illu heilli held- ur ekkert reiðhjól. Hann býr í vesturbænum og ákvað því að leita á náðir almenningsvagn- anna. Þegar hann hringdi til að fá upplýsingar, var honum sagt að það gengi einn vagn á klukkustundar fresti í öll nýju hverfin í Kópavogsdalnum. „Þjónustan er bara ekki meiri en svo“, eins og stúlkan sem var hin almennilegasta, sagði. Og þá eru bara tveir jafnfljótir eftir. Það er ekki freistandi til- hugsun á rigningarmorgnum að þurfa að ganga bæinn á enda og mæting klukkan 7:30. Staða Kópavogs Það er staðreynd að Kópa- vogur fór langverst út úr sam- einingunni sem í raun átti að bæta þjónustuna og gera sam- göngur við nágrannasveitarfé- lögin greiðari. Hafnfirðingar geta verið glaðir, fargjöldin lækkuðu og þjónustan jókst, enda var hún ekki beysin fyrir. Samt þarf Kópavogur að borga stærsta hluta tapsins sem er á fyrirtækinu, vegna þess að þar búa flestir. Það er líka eindæma frekja að heimta fullorðinsfargjöld af 12 ára krökkum og upp úr. Auðvitað eiga að vera sérstök unglingafargjöld fyrir 12 til 16 ára. Sú umræða er í gangi í Reykjavík og verður vonandi að veruleika sem fyrst. Það er líka mín skoðun að þau ættu að geta keypt skírteini með mynd á haustin, sem myndu gilda út veturinn í vagnana. Eg minnist þess að hafa heyrt þessa um- ræðu þegar ég var í gagnfræða- skóla, en hún komst víst aldrei lengra. Allir em sammála um að minnkun einkabflanotkunar sé jákvæð. En þá verður einhver önnur leið að standa opin. Mjög margir Kópavogsbúar stunda vinnu utan bæjarmark- anna og verður að komast á ákveðinn stað, á ákveðnum tíma, hvemig sem viðrar. Það er kominn tími til að gefa fólki kost á að losa sig við þá miklu peningabyrði sem bifreið er, og gera almenningsvagna að al- vöm almenningsvögnum. Höfundur er nemi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.