Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Föstudagur 22. júlí 1994 KÓPAVOGUR Hreinn Hreinsson skrifar: Kópavosur er ekki reynslusveitarfélag „Bæjaryfirvöld í Kópavogi lögðu aldrei inn umsókn. Með öðrum orðum: Bæjaryfirvöld í Kópavogi höfðu ekki áhuga á að taka þátt í steftiumótun á framtíðarhlutverki sveitarfélaga á íslandi “ Úrelt flokkakerfi Sú flokkaskipan sem nú er nkjandi er ekki líkleg til árang- urs því innan þeirra allra eru öfl sem líta frekar til eigin þarfa en almennings. Tími er komin til þess að fólk fari að flokka sig saman í takt við þær hugmynd- ir sem við höfum um samfélag- ið. Við eigum að hugsa um hagsmuni heildarinnar og al- mennings. Það er ekki nóg að vera stjómmálaflokkur sem hugsar aðeins um hag ákveðinn hóps, til dæmis kvenna, bænda, íjármagnseiganda eða kennara og opinberra starfsmanna. Stjómmál snúast um ákveðn- ar grunnhugmyndir og að mínu mati em þær varla fleiri en tvær eða félagshyggja og frjáls- hyggja. Innan þessara tveggja gmndvallarhugmynda á að vera nóg pláss fyrir breiðan flokk skoðana. Þess vegna hlýtur framtíðin að vera sú að unga fólkið brýtur niður þær girðing- ar sem staðið hafa í vegi fyrir þessari heilbrigðu þróun. Sameiginlegt framboð hefði sigrað í Kópavogi Ef Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti hefðu verið með sameiginlegan ffam- boðslista í síðustu sveitarstjóm- arkosningum og fengið sama atkvæðaijölda þá væri þessi listi nú með hreinan meirihluta. Með sundmngu félagshyggju- aflana (sem ekki sér fyrir end- ann á) höfum við fært ftjáls- hyggjunni og fjármagnseigend- unum völdin á silfurfati. Framsóknarflokkurinn í Kópavogi er hvað skýrasta dæmið um þær skrýtnu afleið- ingar sem flokkakerfið hefur. Hann er með völd til jafns við Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir að vera aðeins með innan við einn þriðja af þeirra fylgi. Með öðmm orðum 1300 Kópavogs- búar ráða jafn miklu og 3500. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn telji sig félagshyggjuflokk og ætti í raun vel heima í samstarfi fé- lagshyggjuaflana. Fólkið á skilið að ráða, en til þess að það geti orðið þarf að gefa þeim raunhæft val það er sterka hreyfingu sem er raun- vemlegt mótvægi við Sjálf- stæðisflokkinn. Það er kominn tími til að meirihlutinn fari að ráða því það er það lýðræði sem við viljum ekki satt? Höfundur er sálfræðingur og félagsráðgjafi. Nú stendur fyrir dymm flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga og þar með em spennandi tímar framundan fyrir sveitarfélögin í landinu. Ákveðið var að stofna til svonefndra reynslusveitarfé- laga og flytja þangað verkefni til þess að prófa þau og þróa áður en verkefnin verða flutt til allra sveitarfélaga. Markmiðið er að láta reyna á ýmsar hug- myndir og útfærslur á þeim þannig að menn sleppi við að fínna upp hjólið og geti búið að reynslu annara. Þannig verða reynslusveitar- félögin nokkurs konar tilrauna- stofur hugmynda og niðurstöð- um mun síðan verða miðlað til þeirra sem á eftir koma. Á þennan hátt er mikil ábyrgð lögð á hendur þeirra sveitar- stjómarmanna sem í hlut eiga. Þessu ber að fagna því að mínu mati er það af hinu góða að gefa sveitarfélögunum tækifæri til að hafa sem mest um þau málefni sem snúa með beinum hætti að íbúunum, til dæmis í skólamálum, málefnum fatl- aðra og aldraðra og heilsu- gæslu. Flestir em sammála því að betri árangur náist þegar unnið er nær fólkinu sjálfú, það skapar þau tengsl sem nauðsyn- leg em milli ráðamanna og al- mennings. Kópavogur sótti ekki um Öll stærstu sveitarfélög landsins sóttu um að verða Kópavogur var ekki eitt af þessum tólf sveitarfélögum því Kópavogur hefur lengi þótt framsýnt sveitarfélag. Ástæðan var þó afskaplega einföld: Bæjaryfírvöld í Kópa- vogi lögðu aldrei inn umsókn. Með öðmm orðum: Bæjaryfir- völd í Kópavogi höfðu ekki áhuga á að taka þátt í stefnu- mótun á fram t íðarh i u t verki sveitarfélaga á fslandi. Þetta em sorgleg tíðindi því auðvitað vilja Kópavogsbúar fá að vera með í þessari þróun. Hingað til hefur Kópavogur verið í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga í flesmm þessara málaflokka. Hlutverk sveitarfélaga Hlutverk sveitarfélaga er fyrst og fremst að þjónusta þá íbúa sem þar búa og skapa þær aðstæður sem laða fólk og at- vinnustarfsemi að sveitarfélag- inu. Kópavogi hefur greinilega tekist frekar vel upp í þessu því Kópavogur er stærsti kaupstað- ur landsins og þar hefur ríkt framsýni og sköpunarkraftur sem önnur sveitarfélög hafa tekið sér til fyrirmyndar. Nú þegar flytja á margvísleg verk- efni frá ríki til sveitarfélaga er spennandi að starfa að málefn- um sveitarfélaga og sýnt er að sveitarfélög hafa aldrei fengið jafn mikið vald í sínum málefn- um en nú. Þess vegna vekur það furðu mína að bæjaryfir- völd virðast sitja með hendur í skauti og sýna ekki áhuga á því að móta framtíð íslenskra sveit- arfélaga. Með þessu aðgerðaleysi hef- ur Kópavogur dæmt sig úr leik og verður ekki í forystu ís- lenskra sveitarfélaga næstu ár- in. Auðvitað er ekki víst að Kópavogur hefði fengið að verða reynslusveitarfélag þar sem margir sóttu um en að gera ekki einusinni tilraun með því að sækja um er mér algerlega óskiljanlegt. Þess ber að geta að Hafnar- íjörður og Akureyri verða reynslusveitarfélög og því hefði verið erfitt að skilja Kópavog eftir þar sem þessi þijú sveitar- félög eru sambærileg að mörgu leyti. Horfum til framtíðar Því miður er ekki hægt að breyta því sem orðið er og við verðum bara að treysta því að bæjaryfirvöld viti hvað þau eru að gera. Það sem við getum þó lært af þessu er að við verðum að halda vöku okkar og vera sífellt tilbúin til þess að taka upp nýj- ar hugmyndir og taka þátt í þeirri gerjun sem nú er í þjóð- félaginu. Við eigum að horfa til framtíðar og takast á við hana af fullum krafti því við getum svo sannarlega haft áhrif á framtíð okkar. Upp er að koma ný kynslóð fólks sem er tilbúin til þess að leggja mikið á sig til að ná fram þeim hugsjónum sem hún hef- ur. Hugsjónin snýst um betra og opnara samfélag þar sem kreddur og hugmyndafræðileg- ar girðingar gamalla valdapot- ara em aðeins slæm minning. Þessi kynslóð er bjartsýn og ekki hrædd við breytingar og uppstokkun þar sem þörf er á. reynslusveitarfélag og fengu mun færri en vildu eða tólf. Það vakti athygli Kópavogsbúa að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.