Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. júlí 1994 ISLAND ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 RÖKSTÓLAR - Eða hvernig Islendingar hættu að vera Evrópuþjóð og héldu að þeir væru orðnir þeldökkir Ameríkanar Jón Baldvin hefur tekið á sig það erfiða hlutskipti að telja íslendingum trú um að þeir séu Evrópuþjóð. Áður fyrr voru íslendingar alveg klárir á því að þeir voru Evrópuþjóð. Það var meira að segja kennt í grunnskólum landsins sem þá voru kallaðir bamaskólar og gagnffæðaskól- ar. En það var líka á þeim tím- um þegar kennarar kenndu í skólunum en vom þar ekki í hvfldarstöðu milli kjaraaðgerða á vorin. Einu sinni voru norskir víkingar... f bamaskólunum lærðu krakkamir að íslendingar væm komnir af norskum vflcingum sem komu við á írlandi til að ná sér í ódýran vinnukraft sem þeir kölluðu þræla og sætar írskar stelpur til að sofa hjá sem þeir kölluðu griðkonur. Úr öllu þessu umstangi varð síðan ís- lenska þjóðin til; þjóð sem með tímanum varð heimóttaleg og þungstíg með þúfnagöngulagi Ííkt og Norðmenn en rauðhærð að hluta til og uppstökk, drykk- felld og skáldmælt eins og írar. En þessu er íslenska þjóðin löngu búin að gleyma. ...svokom herinn Gleymska uppmnans hófst í stríðinu. Þá komu tuttugu þús- und breskir hermenn til lands- ins og hemámu þjóðina. Það liðu ekki nema nokkrar vikur þangað til að allar sæmilegar stúlkur vom komnar í brans- ann, allar meiriháttar kellingar búnar að opna Fish & Chips búllur og allir vitibomir menn famir að græða á tá og fingri á öllu hugsanlegu braski tengdu hemum. Og íslendingar héldu að þeir væm orðnir breskir. íslendingar halda að þeir séu Kanar Þetta breyttist nokkuð snögg- lega þegar Japanir hentu sprengjum á Perluhöfn í Suður- höfum og Bandaríkjamenn hófu þátttöku í stríðinu. Þeir komu þegar í stað til íslands vegna þess að einhverra hluta vegna vora allir útlendingar sammála um það að ísland sé mjög mikilvægt í hemaðarlegu tilliti. Og amerísku dátamir vom sætari, ríkari, hreinni og kurt- eisari en þeir breska. Allar sæmilegar stelpur slepptu tjall- anum og fóm í Kanann, allar hugsandi kellingar opnuðu ís- búðir og greiðasölu fyrir banda- rísku hermennina og allir hugs- andi karlmenn gerðust verktak- ar ef ekki sameinaðir þá aðal. Og þjóðin varð fokrík á skömmum tíma, tuggði tyggjó, át Herseysúkkulaði og hlustaði á Kanaútvarp. Fólkið flykktist úr sveitunum, sælureitum Jón- asar frá Hriflu og gaf skít í rómantík kaupfélaganna. Nú vildu allir suður í Kanann. Og Reykjavflc blés út, bólgnaði og stækkaði eins og fársjúk gall- blaðra. Uppfrá því héldu íslendingar að þeir væm Ameríkanar. Roy og félagar taka við uppeldinu Auðvitað bamaði þetta ekkert með ámnum eftir stríð. Eigin- lega versnaði þjóðemisvitund- inni. Að vísu var enn kennt í skólunum að íslendingar væru norskir vflcingar sem hefðu ekki þolað yfírgang Haralds hár- fagra og því siglt til íslands með viðkomu á írlandi til að ná í stælta stráka og sætar stelpur. En auðvitað trúði enginn krakki þessu kjaftæði lengur. Æskan sat á þijúbíóum og horfði á sínar nýju fyrirmyndir, Roy Rogers og Ábbott og Cost- ello. Þeir vom amerískir eins og æskan sem óx uppá malbik- uðum strætum hinnar nýamer- flcansemðu borgar Reykjavflcur sem enn var full af bröggum og öðmm fomminjum úr stríðinu. Hin fyrsta ameríska kynslóð var að vaxa úr grasi. Undir verndarvæng Kanans Síðan mnnu mörg vötn til sjávar. Ekkert gat nú hamið þá sterku þjóðemistilfinningu sem gripið hafði landsmenn. Amer- íski fáninn var í hjarta hvers landsmanns. Kaninn vemdaði Island fyrir vonda Rússanum, Kaninn gaf íslensku þjóðinni lífsbjörg í gegnum Aðalverk- taka og lendingaraðstöðu fyrir Loftleiðir sem síðar kölluðu sig Flugleiðir eftir sameiningu. - Hvar væri ísland ef Amer- flcu hefði ekki notið við? spurðu forsætisráðherrar lýð- veldisins í ræðum sínum. - In deep shit! svaraði ís- lenska þjóðin. íslendingar halda að þeir séu amerískir blökkumenn Og nýjar kynslóðir komu til sögunnar. Hin nýja fijálsa Stöð 2 jós amerískri heimspeki inn á hvert heimili og skapaði körfubolta- kynslóðina: þessa sem gengur með rakað höfuð, skakkar der- húfur og hangandi hálfsíðar stuttbuxur niður á leggi. Sú kynslóð er komin skrefi lengra en kynslóðin á undan. Hún heldur ekki einungis að hún sé Ameríkanar, heldur am- erískir blökkumenn. Blökkumannakynslóðin drekkur bara kók, étur pizzu, ropar og talar „svarta" amer- ísku. Hún segir moðerfokker, sonofabidsj, fokkjú, kræst, sjitt, hell-nó og meik-mæ-dei. Meira að segja ferðamenn ffá Bandaríkjunum sem hitta æsk- una á götum Reykjavíkur, líta aftur á farseðilinn sinn og halda að þeir séu komnir í eitt- hvað albínóaþorp í Suðurríkj- unum. Sjálfstæðismenn blóta álaun Svo það er ekki nema von að Jón Baldvin ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur, þegar hann er að reyna að koma því inn í hausinn á íslensku þjóðinni að við eigum að hefja aðildamm- ræður að Evrópusambandinu af því að við séum Evrópuþjóð. - We are what? spyrja þing- menn Sjálfstæðisflokksins. All- ir nema Villi hjá Verslunarráði sem segir í Mogganum að þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafi blótað á laun í hans eyru og vilji ganga í Evrópusambandið. Hins vegar er ljóst að þeir þora ekki að segja það upphátt af ótta við Sám frænda. Jón Baldvin hefur sem sagt tekið á sig þann kross að segja íslensku þjóðinni að hún til- heyri Evrópu. Fyrmm þjóð- minjavörður sem nú fréttastýrir DV, skammar Jón mikið fyrir þetta upphlaup í leiðara blaðs síns í vikunni. En ef ég þekki Jón Baldvin rétt, mun hann ekki gefast upp. Og kanski rennur sú stund upp í íslensku menningarlífi að ís- lendingar skilji að þeir em ekki þeldökkir Ameríkanar í NBA- deildinni, heldur afkomendur norskra víkinga sem þoldu ekki harðræði norskra konunga og sigldu vestur í óvissuna með viðkomu á Iilandi þar sem þeir bmgðu brandi á böm og gamal- menni en tóku með sér sterka stráka í uppmælingavinnu og kipptu með sér búnti af sætum stelpum til að lengja vetramæt- umar með. Kannski þjóðin fari að tala og skrifa íslensku. Hver veit? PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN ÚTBOÐ Lóðarfrágangur - Selfoss Póst- og símamálastofnunin óskar eftir til- boðum í lóðarfrágang á lóð pósthússins á Selfossi, Austurvegi 24-26. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað 15. ágúst kl. 14:00. Alþýðuflokksfélag Kópavogs: Fundur á mánudag Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur fund nœstkomandi mánudag, 25.júlí, klukkan 20:30. Stjórnin. Félag ungra jafhaðarmanna íKópavogi: Sumarstarfsemin Sumarstarfsemi Félags ungra jafnaðarmanna er nú ífullum gangi. Nánari upplýsingar veitir HREINN HREINSSON, formaður félagsins, í vinnusíma 53444 (innvalsnúmer 9) og heimasímum 623531 og 42072. Einnig veitir BALDUR STEFÁNSSON, framkvœmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna, upplýsingar um starf ungra jafnaðarmanna í vinnusíma 29244 og heimasíma 25366. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.