Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júlí 1994 KÓPAVOGUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Raiinveig Guðmundsdóttir skrifar: Miðsumarsvangaveltur um pólitík og bæinn minn höíuðlK)i*gariiinar er ekki sveftibær. Fólkið í Kópavogi hefiir á vallt farið sínar eigin leiðir og ekid sveiflast með þeim straumþimga sem hverju sinni vex fram handan bæjarmarkanna.44 Nú eru senn tveir mánuð- ir liðnir frá sveitar- stjómarkosningum og myndun meirihluta af hálfu fyrrverandi stjómarflokka í bænum, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem saman hafa verið við stjómvölinn und- angengin fjögur ár. Það voru mikil vonbrigði að í þessum sveitarstjómarkosningum tap- aði A-listi jafnaðarmanna ein- um manni og að þessi úrslit þýddu að tvær öflugar stjóm- málakonur úr okkar röðurn, Helga E. Jónsdóttir fóstra og Sigríður Einarsdóttir mynd- menntakennari, féllu út úr bæj- arstjóm. Þær hafa báðar sýnt með störfum sínum og áhuga fyrir framgangi ntála í bænurn að þær eiga erindi við stjóm- völinn. Og það er mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að eiga þær áfram að í félagsmála- og nefndarstörfum fyrir bæjarfé- lagið. Þegar skoðaðar em niður- stöður kosninganna þá er það athyglisverðast að Sjálfstæðis- flokkur er enn með sína fímm fulltrúa og að þessu sinni að baki 3.787 atkvæði, en önnur framboð em samtals með 6 fulltrúa og að baki 6.117 at- kvæði. Við þekkjum það úr íslenskri pólitík, bæði á vettvangi sveit- arstjómarmála og landsmála, að það em ekki „sigurvegarar“ kosninganna hverju sinni sem fara í stjóm, heldur þeir flokkar sem ná saman eða velja að fara saman um málefni sem setja á á oddinn á komandi kjörtímabili. Alþýðuflokkurinn sterkt afl í stjórn bæjarins Þegar ég tók fyrst þátt í fram- boði til bæjarstjómar í Kópa- vogi árið 1978 hafði Alþýðu- flokkurinn um langt skeið ein- göngu átt einn fulltrúa í bæjar- stjóm. í þessum kosningum fékk Alþýðuflokkurinn tvo menn kjöma og fór í meiri- hlutasamstarf með Alþýðu- bandalagi og Framsóknar- flokki. Alþýðuflokkurinn var við stjórnvölinn í Kópavogi í tólf ár, síðast eingöngu með Al- þýðubandalaginu á ámnum 1986 til 1990. Þessi rúmi áratugur var af mörgum talinn mjög farsæll fyrir þróun mála í bænum og mikilvægur í sögu uppbygging- ar bæjarins. Á þessum ámm var tekist á við mikilvæg viðfangs- efni á mörgum sviðum fjöl- skyldumála. Öflug gmnnskóla- uppbygging og leikskólaupp- bygging, íélagslegar íbúðir stórauknar og framnald bygg- inga þeirra sett sem varanlegur þáttur í frarntíðamppbyggingu í bænum. íbúðarmál aldraðra tekin til gagngerrar endurskoð- unar og valkostum ljölgað auk þess sem þjónustuþættir ýmiss konar, ekki síst í málum aldr- aðra og fatlaðra, vom efldir, samvinna aðila innan mála- flokkanna stóraukin, samhliða því að vera sett í nýjan farveg. Það fór góður orðstír af bæn- um okkar og hann fékk viður- nefnið „félagsmálabærinn". Frá þessum tíma hafa nýir stjómar- herrar og nýjar áherslur komið til. Sumu af því sem þótti til fyrirmyndar var áfram viðhald- ið, öðm þokað til hliðar eða hætt. Eftirtektarvert er að ytri ásýnd hefur orðið ofan á í for- gangsröðinni í bænum. Dýrmæt reynsla Fyrir þann er tekur sæti á Al- þingi er það ómetanleg reynsla að hafa setið f sveitarstjóm. í orðræðum við kastljós fjöl- miðlanna í þingsal skiptir það ekki miklu máli, en í hinni eig- inlegu þingvinnu, nefndarstörf- unum og lagasetningunni, er oft eftirtektarvert hve sveitar- stjómarstörfm reynast mönnum góður skóli inn í þá vinnu. Mér vom árin tíu í bæjar- stjóm Kópavogs, áður en ég tók sæti á Alþingi, dýrmæt reynsla og mikilvæg pólitísk þjálfun, og enn í dag lít ég á samstarf flokkanna er þar áttu hlut að máli með hlýhug og mikilli virðingu. Á þeim ámm gekk oft mikið á í stjómmálum rétt eins og í dag. Og víða töldu menn það pólitíska nauðsyn að vera með háværar yfirlýsingar, sérstak- lega er þeir sýndu andstöðu við mál, bæði það að láta til sín taka um afstöðu til þessa ög hins, og að næla sér í sérstöðu, var pólitísk aðferðafræði. En ekki í Kópavogi. Eg var oft spurð hvernig á. því stæði að okkur gengi svo vel að stjóma í Kópavogi, þri'r flokkar, meðan annars staðar vom hávær innbyrðis átök höfð í frammi í íjölmiðlum. Ég var vön að svara því til að það væri af því að við ynnum eins og ríkisstjómir í gamla daga, leyst- um ágreining og álitamál innan veggja, næðum sameiginlegri ásættanlegri niðurstöðu og kæmum síðan fram og segðum: „Við höfum ákveðið" eða: „Við emm sammála um“. Tvö stór mál vom þess eðlis að ekki náðist sameiginleg niðurstaða í meirihluta. Þau voru því til lykta leidd af bæjarstjóminni án þess að það splundraði góðu samstarfi meirihlutans. Ekki í tísku Það em því miður mörg ár síðan slík vinnubrögð þóttu vænleg til árangurs. í dag er efth'gangssemi fjölmiðla slík að það liggur við að landsmönn- um sé tjáð hvað hver ráðherra sé að hugsa. Og eftir ríkis- stjómarfundi fá stjómarþing- menn fregnir af því sem ríkis- stjóm hyggst fyrir í þessu eða hinu efni, jafnvel í beinni út- sendingu. Slík aðferðafræði er ekki bundin við flokka því þessi háttur hefur verið hafður á í þau ár sem ég hef átt sæti á Alþingi og á þeim fimm ámm hafa allir flokkar komið að stjórn landsmála nema reyndar Kvennalistinn. Við þessar aðstæður reynir á stjómmálamenn á alveg nýjan hátt. Varfæmi verður mikil- vægari kostur, gagnkvæm virð- ing í samstarfi eftirsóknarverð- ari og heilindi forsenda árang- urs, að mínu mati. *• Hagsmunahópur Alþýðuflokksins Það hefur oft verið sagt uin flokkakerfið hér hjá okkur að það sé til utan um eða vegna ýmissa hagsmunahópa sem hafi í þeim sterk ítök og séu innan raða þeirra ráðandi afl. Við í Alþýðuflokknum höfum ekki verið bundin slíkum þrýstihópum. Sá hagsmuna- hópur sem Alþýðuflokkurinn vinnur fyrir er launþeginn, al- múginn, fólkið. Þannig hefur flokkurinn verið frjáls í baráttu sinni fyrir breytingum til fram- fara og þessi flokkur, sem sjaldnast hefur búið við rífandi fylgi, hefur staðið fyrir ótrúleg- urn umbótum sem hafa haft þýðingu fyrir afkomu fólks. Hann hefur barist fyrir rétti þeirra er minna máttu sín, kom- ið á tryggingakerfi, félagslegu húsnæðiskerfi, stuðlað að aukn- um félagslegum réttindum á sviði Ijölskyldumála, en jafn- framt verið sporgönguflokkur á sviði fijálsra viðskipta við önn- ur lönd og leitað leiða til efna- hags- og atvinnuuppbyggingar þar sem haftastefnu og hömlum er hafnað. Flokkur með vægi í ríkisstjórn Þegar litið er um öxl á þau sjö ár sem Alþýðuflokkurinn hefur verið við stjóm lands- mála hefur hann átt hlut að mikilvægum umbótamálum. Hann hefúr jafnframt þurft og þorað að fara í viðkvæma end- urskoðun á hugtakinu „velferð- arþjóðfélag". Hann hefur axlað þá ábyrgð að takast á við og leitað svara við hvort það að „allir fái“ sé réttlætið eina, eða hvort það að gæta hagsmuna þjóðfélagshópanna, sem hann var settur á stofn til að verja, sé hlutverkjafnaðarmannsins. í þessum efnum getur flokkur ekki gefið sjálfum sér einkunn. Viðurkenning kemur alltaf löngu síðar. Gagnrýnin er stöð- ugur fylgifiskur. EESog ESB Það kom í hlut Alþýðu- flokksins að leiða til lykta þátt- töku Islands í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Það vom hörð átök og jafnvel hróp- að um drottinsvik. Nú eftir á held ég að flestir sjái að það var þörf og nauðsynleg gjörð að við tengdumst þessum samn- ingi. Afstaða þess arms Fram- sóknarflokksins, sem skoðast sem nútímalegur armur, og heilsteypt afstaða hins nýja for- manns hans undirstrikar það. Á nýafstöðnu flokksþingi af- réð Alþýðuflokkurinn að það væri rétt að hefja umræðu um kosti og galla þess fyrir ísland að gerast aðili að Evrópusam- bandinu. Þar var tekin sú af- staða að við þyrftum að eiga svör við flestum spumingum varðandi hugsanlega aðild þeg- ar fyrir liggur hvort Noregur, Svíþjóð og Finnland gerast að- ilar að Evrópusambandinu. Ákveðið var að efna til sérstaks aukaþings flokksins til þess að fjalla um spuminguna um að- ildarumsókn að Evrópusam- bandinu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna á Norðurlöndum liggja fyrir og viðræður aðila hér heinta hafa átt sér stað. Flokkurinn hefur ekki svarað spumingunni um aðild af eða á á þessu stigi en er tilbúinn að hefja umræðuna. Við stjórnvölinn - til hvers? Allar aðgerðir sem snúa að umbótum í efnahagslífinu byggja á því að það þarf heil- brigt og stöðugt efnahagsástand til að standa undir góðu vel- ferðarkerfi. Þess vegna hefur Alþýðuflokkurinn leitað leiða til festu í gengis- og vaxtamál- um og að koma böndum á rík- isfjármálin, sem er erfiðasta viðfangsefnið í landsmálunum. Árangur í þessum efnum er gmndvöllur þess að við getum varið og vonandi síðar eflt vel- ferðarkerfið, sent okkar jafnað- armannaflokkur á svo ríka hefð í að byggja upp og varðveita. Aftur til Kópavogs Fjölskyldustefna er gmnn- tónninn í stefnu jafnaðarmanna og umræðan um farveg til framdráttar henni er gömul og ný. Það verður þó að segja rík- isstjómum liðinna ára það til lasts að engin þeirra hefur sett sér markvissa fjölskyldustefnu. Okkar skoðun er að þeim mál- um sé mikilvægast að sinna á vettvangi sveitarstjómarmála, þar nýtist sérþekkingin á hög- uin og aðstæðum í bæjarfélag- inu, og þar er auðveldast fyrir þegnana að leggja mat á hvem- ig stjómendur á hverjum tíma rækta skyldur í þessum mikil- vægasta málaflokki við íbúana. Þess vegna hefur Alþýðu- flokkurinn unnið því stefnu- máli sínu framgang að flytja verkefni á þessu sviði frá ríki til sveitarfélaga og jafnhliða að gera þau öflug og sterk svo þau geti sinnt þjónustuskyldu sinni við íbúana. Það er líka fróðlegt í þessum vangaveltum að rifja það upp að í undirbúnings- vinnu við mikilvæg félags- málafmmvörp, eins og ramma- löggjöf um félagslega þjónustu sveitarfélaga og lögin um mál- efni fatlaðra, sem unnin vom fyrir þrem til fjómm ámm, má segja að þekking og reynsla frá uppbyggingu þessara mála- flokka í Kópavogi hafi mótað lagasetninguna í stómm drátt- um. Þar sem einstaklingar með sérþekkingu á framkvæmd og þjónustu á þessu mikilvæga fjölskyldusviði tóku þátt í laga- smíð og komu því til skila. Kópavogur er næststærsta sveitarfélag í landinu. Þessi stóri nágranni höfuðborgarinn- ar er ekki svefnbær. Fólkið í Kópavogi hefur ávallt farið sín- ar eigin leiðir og ekki sveiflast með þeim straumþunga sem hveiju sinni vex fram handan bæjarmarkanna. Þetta er mikil- vægt þótt sitt sýnist hverjunt um niðurstöðuna hverju sinni. Menn koma og fara, stjómhöf- um er hampað eða hafnað. En það sem ekki má breytast er að Kópavogsbúar haldi meðvitað áfram að hafa áhrif á umhverfi sitt og frantvindu mála í sínu bæjarfélagi. Höfundur er alþingismaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.