Alþýðublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 3
Föstudagur 26. ágúst 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 TÍÐINDI Stofnfundur Regnbogans, samtaka um Reykiavíkurlista Stofnfundur Regnbogans, samtaka um Reykjav- íkurlista verður haldinn laugardaginn 27. ágúst næst- komandi í Súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn hefstklukkan 14:00. Að stofnfundinum standa stuðningsmenn Reykjavíkurl- istans. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ávarpar fundinn og hefðbundinnar stofndagskrár koma fram þekktir skemmti- kraftar af ýmsu tagi. Samtökunum er ætlað að vinna að framgangi stefnumála Reykjavíkurlistans og veita fulltrúum hans í borgarstjóm nauðsynlega aðstoð og aðhald. Markmiðið er einnig að efla samstöðu þeirra sem að Reykj- avíkurlistanum standa og vilja ganga til liðs við hann. Nánari upplýsingar veita Sig- ríður Þorsteinsdóttir í síma 13455 og Kristján E. Guð- mundsson í síma 17449. FULLORÐINSFRÆÐSLAN á fimm ára starfsafmæli um þessar mundir og í tilefni þess hefur allt verð verið lækkað um 10% - til frambúðar. Kennslutækni skólans í tungumálum nefnist móðurmálstækni þar sem „BEINTENGT“ við móðurmál nemandans: Námallt árið Hressir nemendur í kennslustund hjá FULLORÐINSFRÆÐSLUNNI. ullorðinsjrœðslan á fimm ára starfsafmæli á þessu hausti og í tilefni þess hefur allt verð verið lækk- að um 10% til frambúðar. Frá og með september býður skólinn upp á þtjá fyrstu fram- haldsskólaprófáfanga í kjama- greinum allt árið og er kennslu og prófum á sumarönn nýlokið. Auk þess em sérgreinar skól- ans: (1) Fomámsáfangar fyrir framhaldsskólanám fyrir þá sem ekki hafa náð tilskildum einkunnum á samræmdum prófum eða þurfa að rifja upp. (2) Hefðbundin fullorðinsnám- skeið skólans, svo sem nám- skeiðin „Byijum frá byijun“, en þar er enska vinsælasta námið. Kennsla skólans fer almennt fram í litlum 3 til 9 manna hóp- um eða einstaklingskennslu. Námsáfangar og námskeið em nú bæði á dag-, kvöld- og helg- artímum. Helstu námsgreinar em ís- lenska, íslenska fyrir útlend- inga, danska, norska, sænska, enska og stærðfræði ásamt þýsku sem er vaxandi grein fyr- ir ferðafólk, atvinnuhestamenn, iðnaðarmenn og fólk í viðskipt- um við Þjóðveija. Þá er ennfremur á prjónunum í vetur að hefja nám fyrir ófag- lært iðnverkafólk í hagnýtri eðlis- og efnafræði. Mikil áhersla er lögð á náms- tækni, en kennslutækni skólans í tungumálum nefnist móður- málstækni og segja má að hún einkennist af „beintengingu“ við móðurmál nemendans. Nánari upplýsingar um nám við Fullorðinsfræðsluna gefur Örlygur Antonsson skólastjóri í húsakynnum skólans að Há- bergi 7 - eða í síma 71155. AMANDA-verðlaununum, norrænum kvikmyndaverðlaunum, verður úthlutað á morgun í Noregi: Bíódagar Friðriks Þórs keppa fyrir ísland í Haugasundi... Ársþing SSNV haldrð á Blönduósi: Mennta málin í ■ ■ nrenni- - Þrír ráðherrar mæta á þingið til umræðna; GUÐMUNDUR ÁRNI, ÓLAFUR GARÐAR og ÖSSUR Æk rsþing Sambands sveitarfélaga á Norð- J^^kurlandi vestra verður haldið á Blönduósi nú um helgina. Eitt af aðalraálefnum þingsins verður yflrfærsla grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaganna, auk þess sem umhverfismálum verða gerð góð skil. Björn Sigurbjörnsson, formaður SSNV, mun setja þingið klukkan 13:00 á fostu- dag og síðan verða venjuleg aðalfundarstöií. Þar á eftir mun Guömundur Árni Stef- ánsson félagsmálaráðherra ávarpa þingið. Þá verða mál- efni grunnskólans kmfin það sem eflir lifir dags. Meðal ræðumanna þar verður Ólaf- ur Garðar Einarsson menntamálaráðherra. Bjöm Sigurbjömsson segir að yfirtaka sveitarfélaganna á rekstri grunnskólanna brenni mjög á sveitarstjómarmönn- um, sem og önnur verkefni sern til stendur að færa frá ríki til sveitarfélaga. Þingið heldur síðan áfram á laugardag, þar sem nefndar- álit verða lögð fram og ný stjórn SSNV verður kosin. Að því loknu verða umhverfis- málin rædd og hefst sú um- tæða með ávarpi Össurar Skarphéðinssonar umhverf- isráðherra. Þinginu lýkur um hádegi á laugardag. BJÖRN. ÓLAFUR GARÐAR. ÖSSUR. Amandaverðlaunin fyrir bestu norrænu kvik- myndina verða veitt á morgun í tengslum við kvik- myndahátíðina í Haugasundi \ Noregi. Af hálfu Islands var kvikmyndin „Bíódagar“ eftir Friðrik Þór Friðriksson til- nefnd til verðlaunanna. Það em kvikmyndastofnanir í hverju Norðurlanda fyrir sig sem tilnefna myndir til þátttöku í keppni um Amandaverðlaun- in. Dómstóll er skipaður Marc Gervais frá Kanada, Jean- Mi- chael Mongrédien frá Frakk- landi og Karin Bamborough frá Englandi. Þetta er í 22. skipti sem norska kvikmyndahátíðin í Haugasundi er haldin og hana sækja um 1.200 manns víðs vegar að úr kvikmyndaheimin- um. Þar em nú sýndar alls 11 norrænar kvikmyndir að með- töldum þeim fimm myndum sem keppa um verðlaunin. Þær myndir sem keppa um Amandaverðlaunin auk „Bíó- daga“ em „Nattevagten“ frá Danmörku, „Kakki Pelissa“ frá Finnlandi, „Karlekens himm- elska helvete" frá Svíþjóð og „Hodet over vannet" frá Nor- egi. Úr norsku kvikmyndinni HODET OVER VANNET sem er gamanþriller eftir Nils Gaup sem hefur hlotið útnefningu til Oskars- verðlauna líkt og Friðrik Þór.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.