Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 4. október 1994 MÞBVBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í iausasölu kr. 140 Óttinn við siðbótina Tillögu um að Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráð- herra segði af sér ráðherradómi og varaformennsku í Alþýðu- flokknum var vísað frá með yfirgnæfandi fjölda atkvæða á flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins síðastliðinn sunnudag. Til- lagan var borin upp af stjómarmönnum Félags frjálslyndra jafn- aðarmanna, fjómm stjómarmönnum í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur og formanni Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavrk. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, lagði til að tillögunni yrði vísað frá því hún væri ótímabær eftir yfirlýsingu þingflokksins um meðhöndlun máls Guðmund- ar Áma, en þingflokkurinn hefur samþykkt að fá Ríkisendur- skoðun til að gera úttekt á embættisfærslum núverandi félags- málaráðherra og utanríkisráðherra. Flokksstjóm Alþýðuflokksins hefur þar með afgreitt mál Guð- mundar Áma Stefánssonar á sama hátt og þingflokkur Alþýðu- flokksins. Það er nú í höndum Ríkisendurskoðunar að rannsaka hvort ákvarðanir í ráðherratíð Guðmundar Áma og í utanríkis- ráðherraferli Jóns Baldvins orki tvímælis. Þar með hefur hinu erfíða máli sem vakið hefur miklar tilfinningar jafnt innan raða alþýðufíokksmanna sem og utan, verið komið í fastan farveg. Á það hefur verið bent, að Ríkisendurskoðun ein og sér er ekki vettvangur til að fella siðferðislega dóma. Rétt er það, en engu að síður hlýtur niðurstaða Ríkisendurskoðunar að vera rétti vettvangurinn til að draga frekari ályktanir hvort embættis- færsla Guðmundar Áma - og Jóns Baldvins - brjóti í bága við siðferði stjómmálamanna, ekki síst ráðherra. Þess vegna er nið- urstaða Ríkisendurskoðunar mikilvæg og réttur leikur í stöð- Fyrir nokkm gafFiski- stofa út bráðabirgðatölur yfír fiskafla landsmanna á síðasta fiskveiðiári, ásamt ýmsum tölulegum upplýsingum um aflann það sem af er þessu ári. Vart þarf það að koma á óvart, að niðurskurður veiði- heimilda endurspeglast glögg- lega í þessum tölum og sýnu mest í tölunum yfir þorskveið- ina. Það gleðilega er, að ýsuaflinn hefur þokast ögn upp á við, en talsvert hefur vantað upp á und- anfarin ár, að fiskimennirnir hafi náð þeim heimildum sem þeir fá úthlutað í ýsunni. Fiskveiðiárið 1993/1994 gaf 1,63 milljónir tonna Loðnan heldur áfram að halda uppi heildartonnatölunni, en á síðasta fiskveiðiári veidd- ust af henni yfir 920 þúsund tonn. Þorskurinn er áfram á niður- leið í samræmi við áætlun stjómvalda, þrátt fyrir að tals- vert sé farið fram úr því sem áætlað var í ágúst 1993. Samdrátturinn í þorskinum frá fiskveiðiárinu 1991/1992 er rúmlega 28%, eða tæp 77 þús- und tonn. Á meðfylgjandi töflu sést hver þróun afla botnfisktegund- anna sex sem eru í hámarki, hefur verið fyrstu þrjú heilu fiskveiðiárin, en það fyrsta hófst 1. september 1991. Það er ekki aðeins þorskurinn sem er í niðursveiflu. Af botn- fisktegundum sem em í kvóta eru aðeins tvær sem bæta við sig, það er ýsan og skarkolinn um 16%. Allar hinar tegundimar taka dýfu, en sérstaka athygli hlýtur að vekja hinn feiknarlegi sam- dráttur í karfanum frá síðasta fiskveiðiári. Samdrátturinn í honum er ríflega fjórðungur, úr 123 þúsundum tonna í um 92 þúsund tonn. Úthafskarfinn bætir þó mismuninn í tonnum talið, því af honum veiddust rúmlega 45 þúsund tonn á síð- asta fiskveiðiári. Ufsaaflinn fer stöðugt minnkandi og dróst saman um tæp 10 þúsund tonn frá fyrra ári og hátt í 19 þúsund tonn miðað við árið þar á undan. Heildarbotnfískaflinn var tæp 532 þúsund tonn, sem er 8% samdráttur frá árinu á undan og 10,5% frá fiskveiðiárinu 1991/1992. Veruleg aukning í rækjunni Rækjuveiðin er enn á uppleið og af henni veiddust rúmlega 61 þúsund tonn á nýliðnu fisk- veiðiári, sem er aukning upp á tæp 43% frá fiskveiðiárinu 1991/1992, en þá veiddust tæp 43 þúsund tonn. Að úthafskarfanum undan- skildum er í rækjunni að finna öflugasta vaxtarbroddinn í þeim tegundum sem vemlegt magn er veitt af ár hvert innan lögsögunnar. ✓ Igulkerin koma inn í myndina Stöðug aukning er á afla ígul- kerja. Þessi veiðiskapur er nýr af nálinni og aðeins örfá ár síð- an tilraunaveiðar hófust. Hinn mikli kvótaniðurskurður hefur ekki síst bitnað hart á útgerðar- aðilum smærri báta og margir þeirra hafa reynt fyrir sér á ígulkerjaveiðum. Enn er talsvert langt í land með að bamsskónum sé slitið í þessum veiðiskap og hafa all- nokkiir gefist upp vegna lélegs árangurs. Veiðin á ígulkerjunum fór á síðasta ári í rúm 1.300 tonn, sem er talsverð aukning frá fyrra ári. Nokkrar þjóðir stunda ígul- kerjaveiðar með góðum árangri og hafa gert þær að umtalsverð- um atvinnuvegi. Vonandi mun þannig til takast hér á landi. Fátt um nýjungar Þær veiðiheimildir sem stjómvöld leyfa í botnfiskteg- undum samsvara engan veginn þörf þess flota sem stundar þær veiðar. Togaraflotinn hefur haft getu til að bæta sér upp skerðingar að talsverðu leyti með veiðum í tegundum utan kvóta og úthafs- veiðum. Bátaflotinn hefur ekki haft sömu möguleika - af skiljan- legum ástæðum. Menn hafa reynt ýmislegt, en ekki hefur neitt vemlegt ljós sést fyrir þennan flota. Þróun undanfarinna ára hefur verið sú, að hinn hefðbundni vertíðarfloti og kvótasettir smá- bátar hafa hægt og bítandi horf- ið af sjónarsviðinu. Þessi þróun getur vart talist æskileg, því sá floti hefur séð um nýtingu gmnnslóðarinnar. Þar kunna vel að leynast stofn- ar sjávardýra sem í framtíðinni eiga eftir að veiðast í miklu magni. Er kúskelin þar líkleg, en af henni er mikið magn við landið. Sú nýting er rétt að hefj- ast. Hinar háu heildaraflatölur sem hér hafa verið raktar end- urspegla því síður en svo hvemig hinum mismunandi skipagerðum reiðir af. unni. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur ennfremur stigið það mik- ilvæga skref að samþykkja almennar siðareglur fyrir sína þing- menn sem koma í veg fyrir hagsmunarekstur og setja hreinni línur um almennt siðferði stjómmálamanna. Þingflokkur Al- þýðuflokksins er eini þingflokkur Alþingis sem þetta hefur gert. Viðbrögð formanna og þingmanna hinna stjómmálaflokkanna em ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir. Annað hvort eru ákvarðanir þingflokks Alþýðuflokksins gerðar tortryggilegar eða tekið er dræmt í aðgerðir þingflokka sem miða að siðbótum í íslenskum stjómmálum. Það skyldi ekki vera að þingmenn al- mennt óttist vaxandi siðbót pólitíkusa? Að þeir sem kasta fyrstu og síðustu steinunum séu ekki syndlausir? Það er einnig athygl- isvert, að ljölmiðlar hafa margir hverjir gert lítið úr ákvörðun þingflokks Alþýðuflokksins til eflingar siðferði stjómmála- manna á íslandi. Em útverðir almennings, fjölmiðlarnir, ekki hlynntir betra siðferði í íslenskum stjómmálum? I skugga ein- stakra ofsókna virðist glitta í ótta stjómmálaflokka og fjölmiðla við almenna siðbót. Skoðanakönnun Gallups um fylgi stjómmálaflokkanna sem birt var um helgina er einkar athyglisverð í ljósi fjölmiðlafárs- ins kringum mál Guðmundar Árna. Flestir hefðu búist við að Alþýðuflokkurinn missti mikinn stuðning kjósenda í þeim hremmingum sem yfir flokkinn hafa dunið. Niðurstaðan er þveröfug. Alþýðuflokkurinn bætir við sig tæpum þremur pró- sentustigum! Þessar niðurstöður er ekki hægt að túlka nema sem stuðningsyfirlýsingu við Alþýðuflokkinn og einkum við Guðmund Árna Stefánsson persónulega. Það er greinilegt að almenningi er tekið að blöskra framganga ijölmiðla í að ganga í skrokk á einstaklingum í hinu litla þjóðfélagi okkar. Það er verulegt umhugsunarefni fyrir íjölmiðla, því allri gagnrýninni þjóðfélagsumfjöllun verður að fylgja full sanngimi og hlutleysi. Afli kvótabundinna botnfísktegunda fískveiðiárin '91/'92, '92/'93, '93/'94

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.