Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 1
18fóruávegum ÞRÓUNAR- FÉLAGS REYKJAVÍKUR til Parísaraðskoða borgarskipulag: Enginn Eiffel- tumá Lækjar- torgið! jr Isíðasta mánuði fór 18 manna hópur utan til Frakklands til að kynna sér franskar borgir og borgar- skipulag á vegum Þróunar- félags Reykjavíkur. Þar var um að ræða átta stjórnar- menn félagsins, eiginkonur sumra þeirra og fulitrúa meðal annars frá Verslunar- ráði íslands, Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka og forsætisráðuneytinu. Pétur Sveinbjarnarson, sagði í samtali við Alþýðu- blaðið að ferðalagið hefði verið greitt af viðkomandi persónum, en ekki Þróunar- félaginu, enda hefði það ekkert bolmagn til þess. Sögusagnir höfðu borist þess efnis að félagið hefði greitt allan kostnað við ferðalagið. „Þetta var puð frá morgni til kvölds hjá hópnum, margt og merkilegt bar fyrir augu okkar“, sagði Pétur og hafn- aði því að í kjölfarið kæmi Eiffeltum á Lækjartorgið! „Við skoðuðum að sjálf- sögðu ýmislegt í París, en fórum ekki síður til að skoða tvær útborgir og kynntum okkur skipulag þeirra og lærðum mikið af því“, sagði Pétur. Þá sagði Pétur að hóp- urinn hefði varið einum degi með Bimi Ólafs, arkitekt, sem gerir það gott í Frakk- landi og hefur meðal annars hannað tjóra miðbæjar- kjarna. Hefðu kynnin við hann verið afar lærdómsrík. Pétur sagðist hafa furðað sig á því hversu ófeimnir Frakkar eru að rífa heilu borgarhverfm. Þarna hafi mátt sjá 100 hektara svæði rifið í París til að rýma fyrir nýjum húsum. Greinilega væri hugsunarháttur þar í landi annar en hér, og sagði Pétur greinilegt að í þessurn efnutn værum við tíu ámm á eftir öðrum þjóðum. Yfirlýsing ÞINGFLOKKS Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands: Frumvaip um starf st íómmá laflokka Þingflokkur Alþýðu- flokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands - hefur samþykkt að skipa starfs- hóp er hafi það verkefni að undirbúa á vegum þingflokks- ins fmmvarp til laga um starf- semi stjómmálaflokka sem þingflokkurinn mun beita sér fyrir að nái fram að ganga á Al- þingi. Endurskoðaðir reikning- ar um fjárhag Alþýðuflokksins verða biitir með reglubundnum hætti og gerðir aðgengilegir öllum almenningi. Endurskoð- aðir reikningar fyrir síðast liðin tvö ár verða birtir 1. desember næst komandi. Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu frá þing- flokki Alþýðuflokksins sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kynnti síðastliðinn föstudag. í yfirlýsingunni segir að Guð- mundur Arni Stefánsson fé- lagsmálaráðherra hafi með skriflegri greinargerð sinni orð- ið við kröfum innan flokks og utan um að gera hreint fyrir sín- um dymm. Hann hafi á undan- förnum árum staðið í fylkingar- brjósti jafnaðarmanna í Hafnar- firði og undir hans forystu hafi flokkurinn eflst að trausti og fylgi. Sú linnulausa og um margt ósanngjama gagnrýni sem tjölmiðlar hafi haldið uppi á embættisfærslu Guðmundar Áma Stefánssonar hafi hins vegar varpað skugga á störf hans og skaðað Alþýðuflokk- inn og grafið undan trausti margra á störfum flokksins í ríkisstjóm. í yfirlýsingu þingflokksins segir að stjómmálamenn beri hver og einn siðferðilega ábyrgð verka sinna og, öfugt við embættismenn, hljóti þeir að standa og falla með verkum sínum, sem þeir leggja með reglulegu millibili undir dóm kjósenda. Ætla megi af yfirlýs- ingum og fréttum að stjórnar- andstæðingar á Alþingi taki skýringar og svör félagsmála- ráðherra ekki sem góð og gild. Flest bendi til þess að pólitískir andstæðingar Alþýðuflokksins reyni að notfæra sér þessi mál í pólitískum átökum milli flokka. Þingflokkurinn efast um að pólitískt hnútukast af því tagi sé líklegt til að endurvekja traust almennings á stjórnsýsl- unni eða leiði yfirleitt til nokk- uirar niðurstöðu. Þegar svo er komið sögu er mikilvægt að hlutlaus aðili, sem hafinn er yfir flokkadrætti og nýtur trausts almennings og þingflokka, taki af öll tvímæli um álitamál, segir í yfirlýsing- unni. í því skyni að taka af tví- mæli um staðreyndir mála og freista þess að vekja nauðsyn- legt traust á opinberri stjórn- sýslu hefur félagsmálaráðherra ákveðið að fara þess á leit við ríkisenduj skoðun, sem er sjálf- stæð stofnun og heyrir undir Alþingi, að hún taki að sér að rannsaka framkomna gagnrýni á störf félagsmálaráðherra og þau svör, sem hann hefur sett fram í skýrslu sinni, þannig að niðurstöður verði óumdeildar. Vegna framkominnar gagn- rýni DV hefur utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins jafnframt ákveðið að rita ríkis- endurskoðun bréf og fara þess á leit að ríkisendurskoðun láti fara fram „stjómsýsluendur- skoðun“ á starfsemi utanríkis- ráðuneytisins. -Sjá umfjöllun á blaðsíðu 5. JÓN BALDVIN HANNI- BALSSON, formaðurAl- þýðuflokksins, kynnti yfirlýs- ingu þingflokks jafnaðar- mahna síðastliðinn föstudag. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Óhapp varö við KÆUNGU FISKS í Grandatogara í siglingu til Bremerhaven: 60-70 lestir voru dæmdar í gúanó að óhapp varð nýlega í siglingu eins Grandatog- arans til Bremerhaven að rnilli 60 og 70 tonn aflans sem siglt var með voru dæmd til að fara í gúanó. Togarinn sigldi með tæp 320 tonn til Þýskalands og virðist sem mis- tök hafi átt sér stað í kælingu aflans, sem fór á lágu verði á fiskmarkaðnum. Pétur Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Aflamiðlunar, sagði í samtali við Alþýðublað- ið í gær að þama hefðu átt sér stað leið mistök, sem blessun- arlega lítið sé af. Stundum fari lítils háttar magn í gúanó, en vissulega sé það alvarlegt mál þegar tugir tonna fara þá leið- ina. Heimildarmaður Alþýðu- blaðsins sagði að þýskir fisk- markaðir gerðu nú síauknar kröfur um ferskleika aflans. Þannig neituðu þeir að taka fisk sem væri orðinn eldii en 11 daga gamall. Sama heimild sagði að iðu- lega væri fiskurinn orðinn 16 daga gamall að hluta og allt upp í 20 daga. Ekki kannaðist Pétur Sveiris- son við að Þjóðverjar gerðu meiri kröfur til ferskleikans nú en veiið hefur. Sagði Pétur að íslensk fiski- skip sem selja í Þýskalandi séu þekkt fyrir að falbjóða úrvals vöru. Hins vegar sagði hann að útflutningur á ferskum fiökum til Þýskalands hefði aukist stór- um að undanfömu og þau fiutt glæný með flugi til markað- anna. íbúðareigendum forðað fiá ófarnaði Raunverð íbúða í fjölbýlishúsum stóð í stað á öðrumársfjórð- ungi þessa árs. Þrátt fyrir andbyr í efnahagsmálum undan- farin ár hefur raunverð íbúða í fjölbýlishúsum ekki leitað niður á við. Að vísu hefur það sveiflast nokkuð, meðal annars hækk- að á þessu ári eftir lækkun í fyrra, en skýr tilhneiging til lækk- unar hefur ekki komið fram“, segir Þjóðhagsstofnun í Hagvis- um sem komu út á dögunum. „Mér sýnist þetta mat Þjóðhagsstofnunar gefa glöggt til kynna styrk húsbréfakeifisins, sem hefur, samkvæmt þessu forðað stórkostlegu verðhruni á íbúðum almennings, einkanlega á þéttbýlissvæðunum, og þannig átt stóran þátt í að forða mikl- um fjölda íbúðaeigenda frá stórfelldum ófamaði í fjármálum þeirra“, sagði Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins, þegar Alþýðublaðið bar þessa umsögn Þjóð- hagsstofnunar undir hann í gær. - Sjá umfjöllun á blaðsíðu 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.