Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ERLENT Þriðjudagur 4. október 1994 TRÚMÁL: Aldurinn er farinn að segja til sín hjá JÓHANNESIPÁLIPÁFAII. Þrátt fyrir að Jóhannes Páll sé ef til vill ekki í bráðri lífshættu vegna aldurs og/eða veikinda þá er það mál manna í Róm að páfadómur hans sé nú að renna sitt síðasta skeið. Embættismenn í Vatíkaninu sem hitta páfann uppá hvem einasta dag dást að andlegu þreki hans en... „hann er á síðasta kaflanum “ segir ítalski kardínálinn ACHILLISILVESTRINI: Páfinn fljúgandi kyrrsettur í Róm Jóhannes Páll páfi II. gengur ekki lengur hnar- reistur sem fyrr; hann er farinn að draga fæturna. A ferðalögum erlendis hefur hann lagt af þann sið að krjúpa og kyssa jörðina. Fyrirtveimur vikum var páfinn staddur í Króatíu og var svo þrotinn orku að hann var ófær um að blessa fötluð böm, en það hefur ávallt verið hans uppáhalds hlutverk á ferðalögum. f síðustu viku gerðist það svo að læknar Vatíkansins skipuðu honum að hætta ferðalögum og dvelja heima við, að minnsta kosti í bili. Afleiðingar þessara fyrirmæla voru meðal annars þær að tregafullur neyddist Jó- hannes Páll páfi II. að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna í október. En þar ætlaði hann að ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna; flytja það sem átti að verða magn- þrungin tímamótaræða um fjöl- skyldumálin. Elli kerling segir til sín Það er greinilegt að Jóhannes Páll - einn kraftmesti páfinn frá upphafi - er farinn að láta á sjá: í apríl síðastliðnum var gerð skurðaðgerð á mjöð hans og Jóhannes Páll hefur verið leng- ur að jafna sig en hann vonaðist til; Vinstri hönd hans skelfur í sífellu og hefur það ýtt undir þrálátan orðróm um að Parkin- son-veiki eða eitthvað þaðan af verra hrjái hann. Hvað sem þessu öllu líður hafa læknar og talsmenn páfans hvað eftir annað sagt að páfinn sé í góðu ásigkomulagi miðað við 74 ára gamlan mann. Eina sem hann þurfi sé hvíld fyrir fætur sína og þreyttan líkamann og þarmeð tækifæri til að leyfa mjöðminni almennilega að jafna sig. Páfadómurinn að renna sitt skeið Þrátt fyrir að Jóhannes Páll sé ef til vill ekki í bráðri lífs- hættu vegna aldurs og/eða veikinda þá er það mál manna í Róm að páfadómur hans sé nú að renna sitt síðasta skeið. „Hann lítur út fyrir að vera veikur,“ sagði áhyggjufull eig- inkona ítalsks diplómats eftir að hafa fylgst með páfanum í sjónvarpinu. „Þeir segja að þetta sé krabbamein," hvíslaði hinn goðsögulegi Mario, bar- þjónn á Hótel Inghilterra. Embættismenn í Vatíkaninu sem hitta páfann uppá hvern einasta dag dást að andlegu þreki hans en... „hann er á síð- asta kaflanum," sagði ítalski kardínálinn Achilli Silvestrini. Einstæð saga langferðalaga Fjöldi embættismanna í Vat- íkaninu óttast að páfinn verði þunglyndur dragist afturbata- legan um of á langinn. Einung- is ár er liðið frá því að páfinn var nægilega hress til að kh'fa fjöll og ferðast um af- að því er þá virtist - óendanlegum krafti. Ekki síðan rómversku páfamir leiddu heri víða um lönd hefur páfi lifað jafn öflugu opinberu lífi. Frá því að hann var kjörinn páfi árið 1978 hefur Jóhannes Páll yfirgefið Vatíkanið í Róm 177 sinnum til að leggjast í ferðalög. Þar af eru 62 lengri ferðir. Markmið hans hefur verið einfalt og ótrúlegt: Jó- hannes Páll er staðráðinn í að verða fyrsti páfinn til heim- sækja hveija einustu þjóð róm- versk-kaþólskra. Siðferðislegur leiðtogi heimsins „Jóhannes Páll páfi II. er sið- ferðislegur leiðtogi heimsins,“ segir Raymond Flynn, banda- ríski sendiherrann í Vatíkaninu. Það getur svo sem vel verið en undanfarna mánuði hefur mörgum af nánustu samstarfs- mönnum páfans hann rækja þetta hlutverk sitt af full mikl- um krafti. Ef ekki hefði verið fyrir harðorða viðvörun innanríkis- ráðherra Vatíkansins þá hefði páfinn rokið af stað í stórhættu- lega ferð til Sarajevo fyrir nokkrum vikum. „Við sögðum honum, að það væri eitt að hann hætti lífi sínu eigin lífi, en að leggja líf ferða- félaga sinna og þeirra sem hann ætlaði að hitta, einnig í hættu. Það væri óverjanlegt,“ sagði einn embættismaður Vatíkans- ins. í stað ferðalagsins til Saraje- vo ávarpaði páfinn þjóðir heimsins frá öruggum dvalar- stað sínum í Vatíkaninu og hvatti þær til að tryggja frið í Bosníu og Herzegóvínu. Ávarp þetta vakti litla athygli fjöl- miðla. Þrjóskan bitnar á Jóhannesi Páli Páfinn getur engan veginn talist „auðmjúkur sjúklingur". Fyrir þrettán árum hristi hann af sér lífshættuna eftir víðfræga skotárás öfgamanns. Hinsvegar er staðan orðin þannig að hann neitaði algjör- lega að takmarka starf sitt við tvær framkomur á dag eftir síð- ustu skurðaðgerð og hafði þar aðvaranir lækna að engu. Nú bitnar þessi þrjóska á páfanum og hann stendur nú frammi fyrir íjögurra mánaða neyðarhvfld og læknar hafa til- kynnt að páfinn muni aldrei ná fyrri hress- leika. Aldursmerkin eru greinileg: Hann þarf stundum að halda lófum í trekt við eyra sér til að heyra betur og hatar ekkert heit- ara en stafinn sinn; felur hann gjarnan að baki sér. Næsta langferða- lag páfans er áætlað í janúar og lítur út fyr- ir að verða gífurleg þolraun. Páfa mun fyrst bera niður í Manila á Filippseyj- um þar sem hann sækir heim æsku- lýðsþing eitt feikna mikið og þaðan fer hann til Fijii-eyja, Nýju-Gíneu og Ástr- alíu. Erfíð og sérstæð vandamál Páfar lúta ekki lögmálum kjörtímabila og langlífir páfar geta þar með skapað erfið og afar sérstæð vandamál. Píus 12. var til að mynda afar einrænn og fólksfælinn síðustu æviár sín og var aðgangur að honum stranglega takmarkaður af nunnu einni ráðríkri; kjama- kvendinu Pascalínu Lehnert. Annar páfi sem skapaði erfið vandamál var Páll 6., en starf- semi Vatíkansins Iamaðist nær gjörsamlega síðustu æviár hans sökum ástands gamla manns- ins. Stjómvöld og embættis- mannakerfið í Vatflcaninu em ekki ólík öðmm slíkum, að því leytinu til að þau hafa tilhneig- ingu til að fresta ákvörðunum í mikilvægum málum þegar óvissa ríkir um næsta yfirmann. Vatíkanið lifír í óvissunni Vatíkanið mun ef til vill þurfa að lifa með óvissunni um hvað gerist með Jóhannes Pál páfa II. því hann hefur gífur- lega sterkan - allt að því hroka- fullan - viljastyrk. Páfinn trúir því staðfastlega, að sitt mikil- vægasta hlutverk á jörðu sé að leiða kirkjuna inní þriðja árþús- undið; það hafi verið ákveðið af guðlegri forsjón. Spumingin er hvort páfinn hefur styrk til að vera mikið meira fyrir kirkjuna en tákn- inyndin ein. mundu! —I mc J) stafa símanúmer Tilkynning til allra fýrirtækja! Þann 3. júní 1995 verða öll almenn símanúmer á landinu sjö stafa. Á höfuðborgarsvæðinu verða nýju sjö stafa símanúmerin tekin í notkun 1. desember n.k., en jafnframt verður hægt að nota gömlu símanúmerin jfl samhliða þeim nýju fram til 3. júní 1995. ^ höfuðborgarsvæðinu er breytingin þannig að talan 55 bætist framan við fimm stafa númer og 5 framan við sex stafa númer. Ekki þarf lengur að velja svæðisnúmer og þegar hringt er frá útlöndum á að velja sjö stafa númerið strax á eftir landsnúmerinu 354. Dœmi um þaö hvemig númer á höfuðborgarsvœðinu breytist: hringt innan svæðis 26000 hringt frá öðrum svæðum 91 26000 hringtfrá útlöndum 354 1 26000 Fyrirtækjum, sem eru að huga að útgáfu bréfsefna, bæklinga, fréttabréfa o.þ.h., er bent á að kynna sér nýútkominn bækling þar sem gerð er nánari grein fyrir breytingunum. verður verður verður 552 6000 552 6000 354 552 6000 PÓSTUR OG SÍMI Byggt á Newsweek.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.