Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. október 1994 FLOKKSSTJORNARFUNDUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Sátt um mátefrii Guðmundar Flokksstjórnarfundurinn að Hótel Loftleiðum var mjög vel sóttur og er talið að um 140 til 150 manns hafi komið á staðinn. GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSON, varaformaður Alþýðuflokksins, gerðigrein fyrirsínum málum og atgangifjölmiðla. Sátt ríkir nú innan Al- þýðuflokksins um yfir- lýsingu og tillögur þing- flokksins hvað varðar málefni Guðmundar Arna Stefáns- sonar félagsmálaráðherra. Á fimm tíma löngum tlokks- stjómarfundi á sunnudag, voru málefni ráðherrans og siðferði í stjórnmálum rædd í þaula. Nið- urstaðan var sú að flokksstjóm- in lýsti fullum stuðning við skýringar Guðmundar Árna og þá lausn sem þingflokkur Al- þýðuflokksins hefur kynnt. í upphafi fundarins flutti Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður flokksins, ræðu undir yfirskriftinni; Stjórnmál og sið- ferði. Hann fór yfir siðferðis- legar spumingar í þjóðfélaginu almennt og minnti á ýmsa hagsmunaárekstra stjórnmála og atvinnulífs þar sem Alþýðu- flokkurinn hefði verið fyrstur til þess að setja sér ákveðnar siðareglur um setu manna í bankaráðum. Hann varpaði einnig fram þeirri spumingu hvort ekki væri um hagsmuna- árekstra að ræða þegar bændur á Alþingi greiði atkvæði með styrkjum og greiðslum til þeirra sjálfra, eins og tíðkast hafi. Formaðurinn fór einnig yfir siðareglur og vinnubrögð blaðamanna og taldi upp mörg dæmi þess hvernig þeir hafa misnotað aðstöðu sína. Hann gerði grein fyrir embættis- mannaveitingum í utanríkis- ráðuneytinu og þá palladóma og rangfærslur sem fjölmiðlar hafa farið með varðandi hann og starfsfólk ráðuneytisins. Guðmundur Ámi Stefánsson gerði grein fyrir sínum málum og þeim atgangi tjölmiðla sem hann hefur orðið fyrir að und- anfömu, sem hann sagði að ætti sér enga hliðstæðu í íslenskum stjómmálum. Að því búnu las Rannveig Guðmundsdóttir þingflokksformaður upp tillög- ur og yfirlýsingu þingflokksins sem samþykkt var á föstudag. (★ Sjá nánar hér til hliðar!) Eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu urðu tals- verðar umræður, þar sem skipt- ar skoðanir vom á embættis- færslum Guðmundar Áma og tillögum þingflokksins. Margrét Björnsdóttir og tíu aðrir einstaklingar í flokknum lögðu fram tillögu þar sem skorað er á Guðmund Áma að segja af sér því að „með slíkri ákvörðun setti Guðmundur Árni hagsmuni flokksins í önd- vegi. Það er mat flokksstjórnar að Guðmundur Ámi styrkti stöðu sína í íslenskum stjórn- málum til lengri tíma með því að axla ábyrgð á þeiiri alburða- rás sem valdið hefur trúnaðar- bresti innan Alþýðuflokksins." Tillagan var undirrituð af Hildi Kjartansdóttur, Vilhjálmi Þorsteinssyni, Bolla Runólfi Valgarðssyni, Ágúst Einars- syni, Gunnari Inga Gunnars- syni, Huldu Kristinsdóttur, Margréti S. Björnsdóttur, Jónasi Þór Jónassyni, Erni Þorlákssyni og Rúnari Geir- mundssyni. Tillagan hlaut ekki hljómgmnn meðal flokks- stjórnarmanna og Jón Baldvin kom því með frávísunanillögu með þeim rökstuðningi að ekki væri tímabært að bera slíka til- lögu upp þar sem málið væri nú í höndum Ríkisendurskoð- unar og því væri eðlilegt að bíða eftir niðurstöðu hennar. Tillaga Jóns Baldvins var sam- þykkt með 67 atkvæðum gegn 13. Flokksstjómarfundurinn að Hótel Loftleiðum var mjög vel sóttur og er talið að um 140 til 150 manns hafi komið á stað- inn. Fundurinn var opinn fjöl- miðlum og vom umræður mjög málefnalegar. s Alyktun ungra jafnaðarmanna Fjölmennur sambandsstjóm- arfundur Sambands ungra jafn- aðarmanna samþykkti einróma svohljóðandi ályktun síðastlið- inn laugardag: „Samband ungra jafnaðar- manna fagnar þeirri niðurstöðu sem þingflokkur Alþýðuflokks- ins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands - hefur komist að, varð- andi siðbót í íslenskum stjóm- málum. Samband ungrajafnaðar- manna hefur lengi verið hlynnt opnun stjórnkerfisins og að starfsemi stjórnmálaflokka fari fram fyrir opnum tjöldum og þar með taldar fjárreiður flokk- anna. Ungir jafnaðarmenn fagna því að Alþýðuflokkurinn ætlar að fara fyrir öðrum fiokk- um í opinni stjórnsýslu, sttufa fyrir opnum tjöldum og biita reikninga flokksins. Samband ungrajafnaðar- manna skorar á aðra stjórn- málaflokka að gera slíkt hið sama og leggja þannig spilin á borðið fyrir landsmenn. Þá telja ungir jafnaðarmenn eðlilegt að allir stjómmálaflokkar geri grein fyrir mannaráðningum sínum á vegum ráðuneyta, hvort heldur þar er um fast- ráðningar eða tímabundnar verkefnaráðningar að ræða. Það er brýnt að siðbót á Is- landi nái til allra sem fara með opinbera stjómsýslu burtséð frá flokkum og einstaklingum. Einungis með því móti má vænta þess að sú umræða sem átt hefur sér stað um siðvæð- ingu í íslenskum stjómmálum skili einhverjum árangri.“ Þess ber að geta að Sam- bandsstjórn Sambands ungra jafnaðarmanna er æðsta vald í málefnum sambandsins á milli sambandsþinga. s Alyktun Suðurnesjamanna Stjórn Sambands Alþýðu- fiokksfélaga á Suðurnesjum samþykkti síðastliðinn laugar- dag eftirfarandi ályktun: „Stjóm Sambands Alþýðu- flokksfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir ánægju sinni með framkomna hugmynd þing- flokks og ráðherra Alþýðu- flokksins þess efnis, að fyrrver- andi og núverandi heilbrigðis- ráðherra fari þess á leit við Rík- isendurskoðun að hún kanni til hlítar þau atriði sem fyrrver- andi heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir ásamt svömm í framlagðri skýrslu hans. Að okkar mati verður þannig faglega og hlutlaust metið hvort embættisfærsla hans sé í samræmi við viður- kenndar stjómsýslureglur og venjur. Jafnframt fagnar stjórnin þeirri ákvörðun ráðherra og þingflokks að fara þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni einnig ofan í kjölinn mannaráðningar og stjómsýslu utanríkisráðuneytisins. Það er álit stjómarinnar að þannig hrekji Álþýðuflokkur- inn, á einarðlegan og trúverð- ugan hátt, algjörlega órök- studdar dylgjur DV frá 16. september síðastliðnum. Þar er utanríkisráðherra, í nafnlausri grein, sakaður um að hafa gert ráðuneytið illa starfshæft vegna aðferða hans við mannaráðn- ingar. Er það álit stjórnar Sambands Alþýðufiokksfélaga á Suður- nesjum að þessi ákvörðun ráð- herra og þingflokks Alþýðu- flokksins sé rétt og tímabær í Ijósi þess sem á undan er geng- ið. Alþýðuflokkurinn hefur ekk- ert að fela og er það lofsvert að hann skuli fara á undan og gera opinbera ársreikninga sína þannig að almenningur í land- inu geti gert sér grein fyrir á hvaða hátt hann er rekinn fjár- hagslega. Vel væri ef fleiri fylgdu því fordæmi okkar alþýðuflokks- manna." Yfiriýsing frá þingflokki Alþýöuflokksins 1. Guðmundur Ámi Stefánsson félagsmálaráðherra hefur á undan- fömum vikum sætt harðri og óvæginni gagnrýni í fjölmiðlum fyrir embættisfærslu sína sem heilbrigðisráðherra. Síðastliðinn mánudag lagði félagsmálaráðherra fram skriflega greinargerð, studda fylgiskjöl- um, þar sem hann svarar þeirri gagnrýni sem að honum hefur berið beint. Með skýrslu sinni hefur félagsmálaráðherra freistað þess að upp- lýsa málið í samræmi við réttmætar kröf ur um opna stjómsýslu eftir undangengna oirahrið. í skýrslunni kemur frani að félagsmálaráðherra hefur játað á sig mistök í tilteknum málum og beðist velvirðingar á þeim. Með skýrslunni hefur ráðherrann orðið við kröfum innan tlokks og utan um að gera hreint fyrir sínum dymm. Það hefur hann gert að mati þingflokksins. 2. Guðmundur Ámi Stefánsson hefur á undantömum ámm staðið í fylkingarbijósti jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Undir hans forystu hefur fiokkurinn eflst að trausti og fylgi. Á seinasta kjörtfmabili treystu kjós- endur í Hafnarfirði Guðmundi til að leiða hreinan meirihluta Alþýðu- flokksins í bæjarstjóm og fiokkurinn er eftir seinustu sveitarstjómar- kosningar öflugasta stjórnniálaafi bæjarins. Það er þvt' ljóst að Guð- mundur Ámi Stefánsson hefur áunnið sér með fyrri verkum sínum mikið traust samborgara sinna í Hafnarfirði. 3. En gagnrýni af því tagi sem uppi hefur verið hverfur ekki af sjálfu sér. Því verður ekki á móti mælt að sú linnulausa og um margt ósann- gjama gagnrýni sem fjölmiðlar hafa haldið uppi á embættisfærslu Guð- mundar Áma Stefánssonar hefur ekki aðeins varpað skugga á störf hans heldur og skaðað Alþýðufiokkinn og grafið undan trausti margra á störfum fiokksins í ríkisstjóm. Flest bendir til að ríkisstjómin hafi einnig goldið þessa í dvínandi stuðningi almennings, þrátt fyrir þær staðreyndir sem fyrir liggja um ótvíræðan árangur stjómarsamstarl'sins á fjölmörgum sviðum. 4. Þeir menn sem vinna í umboði almennings þurfa iiðm fremur á því að halda að ekki verði trúnaðarbrestur milli þeina og almennings í landinu. Stjómmálamenn bera hver og einn siðferðilega ábyrgð verka sinna og, öt'ugt við embættismenn. hljóta þeir að standa eða falla með verkum sínum, sem þeir leggja með regiulega millibili undir dóm kjós- enda. Samkvæmt yfirlýsingum og fréttum í fjölmiðlum má ætla að stjómarandstæðingar á Alþingi og aðrir taki skýringar og svör félags- málaráðherra ekki sem góð og gild. Flest bendir því til að pólitískir andstæðingar Alþýðufiokksins reyni að notfæra sér þessi mál í pólitísk- um átökum milli flokka. Við leyfum okkur að efast um að pólitískt hnúlukast af því tagi sé líklegt til að endurvekja traust almennings á stjómsýslunni í landinu eða að það leiði yfirleitt til nokkurrar niður- stöðu. Þegar svo er komið sögu er mikilvægt að hlutlaus aðili, sem haf- inn er yfir flokkadrætti og nýtur trausts almennings og þingflokka, taki af öll tvímæli um hugsanleg álitamál. 5. í því skyni að taka af tvtmæli um staðreyndir mála og freista þess að vekja nauðsynlegt traust á opinberri stjómsýslu hefur félagsmála- ráðherra ákveðið að fara þess á leit við ríkisendurskoðun, sem er sjálf- stæð stofnun og heyrir undir Alþingi, að hún taki að sér að rannsaka framkotnna gagnrýni á störf félagsmálaráðherra og þau svör, sem hann hefur sett fram í skýrslu sinni, þannig að niðurstöður verði óumdeildar. 6. Alþýðuflokkurinn hefur ekkert að fela. Þess vegna hefur þing- flokkurinn og einstakir þingmenn og ráðherrar orðið sammála um eftir- farandi ákvarðanir: 1) Fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra munu skrifa ríkis- endurskoðun og óska eftir því að hún kanni til hlítar þau gagnrýnisat- riði, sem beint hefur verið að fyrrverandi heilbrigðisráðherra og svör- um hans við þeim, í framlagðri skýrslu, og komist að niðurstöðu um hvort embættisfærsla hans sé í samræmi við viðurkenndar stjómsýslu- reglur og venjur. 2) vegna framkominnar gagnrýni DV hefur utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins jafnframt ákveðið að rita ríkisendurskoðun bréf og fara þess á leit að ríkisendurskoðun láti fara fram „stjómsýslu- endurskoðurí' á starfsemi utanríkisráðuneytisins, samkvæmt 9. grein laga númer 12 frá 1986. 3) Þingflokkurinn hefur samþykkt að setja sjálfum sér almennar starfsreglur sem þingmenn og aðrir trúnaðarmenn flokksins skulu halda í heiðri í störfum sínum í umboði þingflokksins. Reglur þessar munu meðal annars taka til eftirfarandi: - að þinginenn sitji ekki í stjómum banka, sjóða eða annarra tjár- málastofnana þar sem teknar ero ákvarðanir um lánveitingareða fjár- hagslega fyrirgreiðslu af almannafé. - Þar með er fest í sessi starfs- regla, sem Alþýðuflokkurinn, einn þingflokka, hefur framfylgt um ára- tugaskeið. - að við val á einstaklingum til tronaðarstarfa verði þess gætt að farið verði eftir gildandi og viðurkenndum grondvallarreglum. - að kveðið verði á um hvernig varast skuli meinta hagsmunaárekstra að því er varðar embættisfærslur og trúnaðarmanna, sem þiggja uinboð sitt frá Alþýðuflokknum. 4) Þingfiokkurinn hel'ur samþykkt að skipa starfshóp er hafi það verkefni að undirbúa á vegum þingflokksins fromvarp til laga um starf- scini stjómmálaflokka sem þingflokkurinn mun beita scr fyrir að nái fram að ganga á Alþingi. 5) Þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins munu kappkosta að vinna verk sín fyrir opnum tjöldum og sinna eðiilegri upplýsingaskyldu stjórnvalda í opnu lýðræðisþjóðfélagi. 6) Endurskoðaðir reikningar um íjárhag Alþýðullokksins verði með reglubundnum hætti birtirog gerðir aðgengilegir öllum almenningi. Endurskoðaðir reikningar fyrir tvö síðastliðin ár verða birtir I. desem- ber næstkomandi. Með þessu ríður Alþýðuflokkurinn á vaðið og setur sér reglur sem geta orðið öðrom stjómmálaflokkum til eftirbreytni og stuðlað að opn- ari og eðlilegri umræðu um siðferði í stjómmálum, þar sem staðreyndir mála liggja ljósar fyrir. Það er cinlæg von þingmanna Alþýðuflokksins að niðurstaða ríkis- endurskoðunar og lramangreindar tillögur þingflokksins verði til að efla tiltrú almennings á heilindi stjórnmálamanna og uaust á stjómar- framkvæmd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.